Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. apríl 1958 M O R C V /V B FVA ÐIÐ 3 Sr. Bjarni Sigurðsson: SIGURHÁTÍÐ ÉG man hérna fyrir nokkrum það tvennt saman að vera til- dögum, að lítil stúlka sagði við | komumikill og barnslegur í senn. mig: „Trúir þú á Jesú “ Ég kvað j Og Sólarsöngnum lýkur með svo vera. „En trúir þú á hann?“ | lofgjörð hans til guðs fyrir „Já, ég trúi á hann“, svaraði þessi | „bróður minn, dauða líkamans“. ’smávaxna trúkona. „Og hvers ! Um þennan mann léku töfrar vegna? spurði ég. „Af | einlægni og trúartrausts og góð- því að hann lætur mig dreyma vildar, hann var ekki heldur orð- Minning stúdentanna Kveðja frá bekkjarsystkinum Blóðugar rísa bylgjur harms og tára. Bölið er þungt, sem veldur slysið sára. Hugstæð þó lifir minning margra ára, minning um bjartan dag með öldugára. Eilífðin býr að baki heimsins fjöllum, bláskær og heið og laus af tímans spjöllum. Heyrir þá enginn, hvernig sem við köllum héðan, af jarðarsviðsins köldu völlum? Jú, — því að sálin lifir eilíflega, lifir og skín, méð reynslu nýrra vega. Huggunin bíður bak við sorg og trega, —- bót er, því fyrirheiti að trúa mega. Þökk fyrir lífs og æsku blómann bjarta. Bölið þótt yfir dragi skugga svarta, skyldi samt enginn örvænta né kvarta. Allir þeir munu í nýrri fegurð skarta. Minningin lifir, mennirnir þótt hnígi. Minningin ljómar yfir harma-skýi. Minningin rís sem morgunbjarminn nýi. Minning er eins og sumarblærinn hlýi. JAKOB JÓH. SMÁRI. Skiðamótið Frh. af bls. 2. Úrslitin urðu sem legur sigur. hér segir: 1. Jón Kristjánss. HSÞ 1:10,27 5. Hreinn Jónss. ísaf. 1:16,29 2. Steingr. Kristjánss. 1:14,50 3. ívar Stefánsson HSÞ 1:15,53 4. Helgi V. Helgason HSÞ 1:16,25 6. Páll Guðbj., Fljótum 1:16,29 7. Gunnar Pétursson ísaf 1:17,16 8. Jóh. Jónss., Ströndum 1:17,23 í göngu í tvíkeppninni sigraði Sveinn Sveinsson, Sigluf. 1:17,44. 2. Matthías Gestsson, Ak., 1:18,01. 3. Haraldur Pálsson, Rvik 1:18,21. §igur Jóns er glæsilegur og ó- venjulegur yfirburðasigur. Hann sagði á eftir að brautin hefði ver ið skemmtileg, en allerfið. — Slæmt hefði verið að fá rigning- una og gegnvökna, það hefði gert menn stirða. Gunnar Pétursson kvartaði undan erfiðleikum við að ryðja brautina. Steingrímur sem varð ann- ar, er bróðir Jóns sigurvegara. Steingrímur er 43 ára gamall, og er sagður hafa byrjað að æfa göngu 40 ára gamall. Afrek hans er einnig mjög gott. Með enn meiri yfirburðum er Jón sigraði í A-flokki, sigraði ungur Fljótamaður í aldursflokki 17—19 ára, en þar urðu úrslit þessi: 1. Guðm. Sveinss. Fljótum 1:13,51 2. Sig. Dagbjartsson HSÞ 1:18.54 3. Örn Herbertss. Sigluf. 1:25.20 í flokki drengja var það Fljóta maður, sem fyrstur kom að marki, Þar urðu úrslit: 1. Trausti Sveinss. Fljótum 46,23 2. Hjálmar Jóelss. Sigluf. 47,08 3. Hreinn Júlíuss. Sigluf. 48,40 4. Kristján Sigurðss. HSÞ 48,54 Kl. 5 hófst sveitakeppni í svigi. Hana varð að flytja frá Skíða- skálanum í Þverdal við Kolvið arhól vegna snjóleysis. Reykja- víkursveitin sýndi nokkra yfir- burði og innan þeirrar sveitar aftur sýndi Eysteinn Þórðarson enn meiri yfirburði. Úrslit: 1. Reykjavík 364,7 sek. 2. ísafjörður 370,9 — 3. Akureyri 390,2 — 4. Siglufjörður 442,4 — Þegar brautarverðir mættu kom í ljós, að Akureyrarsveitin var dæmd úr leik vegna vítis er Magnús Guðmundsson hafði hlot ið, og óleystur var ágreiningur um víti Árna Sigurðssonar í ísa- f j arðarsveitinni. Bezta brautartíma hafði Ey- steinn 41,8 sek. Bezta samanlagða tíma fékk hann og Magnús (að vítinu ekki viðbættu) 86.1 sek. Stefán Kristánsson fékk saman- lagðan tíma 91.1, Svanberg Þórð arson 91.4 og Guðni Sigfússon 96.1 sek. fjögurra Kveúja frá skólasystkinum HUGURINN leitar liðinna stunda, gleðistunda með góðum vinum, skólafélögum norðan fjalla. Skammt er um liðið síðan við stóðum saman í starfi og leik, í æskugleði og gáska — og nutum lífsins. Við nutum líð- andi stundar í glaðværum hópi, vorum bjarsýn og vonglöð, okkar var framtíðin. Við sáum sólina rísa á heiðum morgunhimni og við glöddumst yfir löngum sólskinsdegi, sem framundan var. En nú hefur dregið fyrir sól. Fjórir gamlir skólafélagar eru horfnir úr hópi okkar, samvistum okkar er slitið. Okkur er sorg í hjarta, sökn- uður — vegna þess að vonir okk ar brugðust. Við fengum aðeins að njóta sameiginlega morgun- stundanna. En þeim mun ljúfari verður minningin um ánægju- legar samverustundir með góð- um drengjum. Við minnumst þeirra með hlýjum huga, og minningin um þá mun lifa í gamla skólanum, sem eitt sinn var sameiginlegt tákn okkar. Við kveðjum þessa kæru vini og biðjum þess, að góður Guð veiti foreldrum þeirra og systkinum styrk til að bera þann þunga harm, sem að þeim er kveðinn. svo vel“. — Ég held, að vér gæt- um öll lært nokkuð af þessari einlægu játningu barnsins. Eða hverju svarar þú þessari spurn: Trúir þú á Jesú? Ég efa ekki, að þú svarir henni játandi, a.m.k. í leynum hjarta þíns. Og ef innt væri eftir, hvers vegna, gætirðu þá ekki svarað eitthvað á þessa lund: Af því að hann lætur mig dreyma svo vel? Af því að trúin á hann kveikir ljós, svo að ég þarf ekki að ganga í myrkri; af því að djörfustu vonir mínar eru tengdar þeirri trú, sem vitundin um hann, tilfinningin fyrir hon- um, tendraði í brjósti mér, þegar ég var barn; af því að hann var krossfestur og reis upp frá dauð- um mín vegna. Hann gefur mér góða drauma, honum er það að þakka, að ég á svo margan von- glaðan dag, sem gaf mér himin- inn, trúna á eilíft líf. ★ London, 2. apríl — Bretar hafa borið fram tillögu um að haldin verði ráðstefna árið 1960 til að ræða þau vandamál, sem komið hafa upp vegna kjarnorkuknú- inna skipa og kafbáta. Það er einlægnin, sem skapar trúmanninn. Sá, sem ekki tekur á móti guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma. Opinn og heiður barnshugurinn á þess vegna svo undra-létt með að drekka í sig endurskin úr hugarheimi meistarans. Þegar oss vex fiskur um hrygg, lærist oss aftur á móti listin að leynast á bak við grímu dagsins. Og þannig daprast ljós margrar góðrar sál- ar. Aragrúi mannhafsins um víða veröld lifir þó að meira eða minna leyti eftir þeirri reglu Ki'ists að láta góðvildina streyma frá sér, gjöra huga sinn og hjarta að farvegi kærleiks og fórnar. Og það er fyrir líferni þessa fólks, hvort sem það er snauð móðir við eldhúsborð eða vitr- ingur við háborð veizlusalar, vér horfum vondjörf fram á veginn: Til komi þitt ríki. Það er sagt, að heilagur Frans frá Assisí hafi komizt meistaran- kosti, að svo náið varð samband um sjálfum næst um fagra breytni. Víst er það að minnsta hans við Krist, að seinustu ár sín bar hann sáramerki hans á höndum, fótum og á síðu. Heilt andi er ljóð hans til lífsius, lem flestum söngvum betur tvinnar Steingrímur Kristjánsson var elzti þátttakandinn í göngu, 43ja ára, en varð annar. Hann kemur hér að marki. Fólýfónkór sfofnaður í Reykjavík Heldur tónleika ó þriðjudaginn aður við sýndarmennsku, þar sem óttinn bannar barnshjartanu að tala. Enn lifum við dymbilviku og páska; enn erum við sjónarvott- ar að þjáningu og uprisu. Það er líka enn deilt af kappi um gildi þjáningar Krists og upprisu hans. Vér gætum látið þær deilur lönd og leið. Trúin þarfnast ekki endi lega skýrgreiningar lærðra manna frekar en þeir hirða um skýringu sinnar löngunar, sem haldnir eru tregandi heimþrá eða þrá eftir ljúfri móðurhönd. Rökk ursvipir föstudagsins langa og dögun páskamorguns skipta þátt- um í mannheimum. Um það verð ur ekki deilt. Þarna komumst við sannarlega að einhverjum kjarna, aðalatriði. Og hamfarir þessara atburðaríku dægra ga^tu vissulega verið öllum áskorun til íhugunar eilífðarmálanna mitt í þeirra daglegu baráttu og önn. Öll heyjum vér stríð við marg- víslega erfiðleika, öll hljótum vér að kljást við ótrúiegustu tálman- ir, meinbugi vora innra manns, ef ekki vill betur. Öll eigum vér í einhverju basli, öll verðum vér að þjást og ganga af mörgum okkar xöngunum og ávirðingum og jafnvel hugsjónum dauðum, ki'ossfesta þær. Og hvað hreppum við í stáð- inn? Eru þetta meinlæti eða hvað? Er oss skapað að eiga í si- felldri baráttu við aðsteðjaridi erfiðleika og ólguna í voru heita blóði til þess eins að bera bana- orð af því, sem vér þreyjum og þráum, til þess eins að þjaka oss sjálf og buga óstýrilátt sinni, óróan sefa? Lífið er einlæg fórn, ef við eigum að vaxa út fyrir sjálf oss, upp úr þröngsýni og eigingirni og sjálfselsku. En fórn er ekki sama og kvöl. Og frá krossi víslega erfiðleika, öll hljótum vér aftur styrkari og heilli en þá, er til atlögu var lagt. Svo að öll eigum vér oss upprisu, öll eigum vér oss sigurstund, öll eigum vér oss happaspor, þar sem þroski vor glæðist og vér stígum fram til þess lífs, sem örlar á í djúp- inu. Á ÞRIÐJUDAGINN kemur, hinn 8. apríl, heldur nýr blandaöur kór tónleika í Reykjavík. Það er Pólýfónkórinn, sem syngur í Laugarneskirkju. Hinn áhugasami tónlistarmað- ur, Ingólfur Guðbrandsson, hef- ur sl. 5 ár unnið að því að koma upþ kór hér í Reykjavík og valið í hann nemendur sína úr Laugar- nesskólanum og Barnamúsikskól- anum. Söngfólk Ingólfs vakti athygli, er það hélt tónleika í Kristskirkju í Landakoti á pásk- unum í fyrravetur og um jólin síðustu. Kórinn hefur nú verið stækkaður og formlega stofnað- ur. Sýngja í honum 41 maður, flest fólk um tvítugt — sá yngsti 13 ára og sá elzti 35 ára. 1 hópn- um eru 10 karlmenn og 31 stúlka. Á tónleikunum á þriðjudaginn verða eingöngu flutt kirkjuleg verk, flest eftir tónskáld, sem uppi voru á 16.—18. öld, þ. á. m. eftir J. S. Bach og Buxtehude. Einnig verða flutt verk eftir tvö 20. aldar tónskáld: Hugo Distler og Fjölni Stefánsson. Á tónleik- unum leikur dr. Páll ísólfsson einleik á orgel, og 5 hljóðfæraleik arar munu aðstoða kórinn. Hinn nýi kór flytur eingöngu verk 1 pólýfónískum stíl, en ís- lenzkir tónlistarmenn hafa ekki gert mikið af að semja eða flytja verk af því tagi, enda hefur ann- ar stíll verið svo til einráður í tónlist nágrannalanda okkar síð- ustu 2 aldirnar og þar til hin síð- ustu ár. Pólýfón er að sögn Ing- ólfs Guðbrandssonar dregið af gríska orðinu pólýfónus, sem þýð ir margradda. Síðar var orðið tengt ákveðnum tónlistarstíl, þar sem. allar raddir tónverksins höfuð hlutfallslega jafna þýð- ingu, sjálfstæða lagræna hreyf- ingu og sjálfstætt hljóðfall, en mynduðu þó hljómræna heild. Andstaða þessa stíls er hómófón- íski stíllinn, þar sem aðrar radd- ir en laglínan sjálf hafa lítið lag- rænt gildi og enga sjálfstæða lag- ræna hreyfingu. Pólýfónkórinn nýi hefur æft af kappi að undanförnu og söngfólk ið m. a. notið leiðbeininga í radd- beitingu hjá Guðrúnu Sveinsdótt- ur og Kristni Hallssyni. Aðgöngumiða að tónleikunum á þriðjudaginn má panta á skír- dag og síðar í síma 12990 og auk þess verða þeir seldir við inn- ganginn. Starf Krists og kenning hans og dauði hans og upprisa gefur oss drauminn fagra um eilíft líf. Og vér trúum á hann af því, að hann gefur oss þennan fagra draum. Þannig fær líf vort markmið, sem það ætti ekki ella. Hversu dapurt væri ekki í heimi án trúar barnsins, sem drottinn gefur góða drauma; hve óstyrk vor hönd, hve stamandi vor tunga án þess trausts, sem barnið sækir trú sína á hann; hversu reikult vort ráð, er vér lokum augum vorum fyrir und- ursýnum dymbilviku og páska- morguns; hve þreytt vor önd, er hún finnur ekki frið. Og er nokkurt ráð farsælla í ljósaskiptum komandi dægra en vera einlægur, krjúpa við hlið Rallgríms Péturssonar og taka undir með öllum þeim, sem leyfðu hjartanu að tala án allrar utanaðkomandi íhlutunar og sýndarmennsku: „Víst er ég veikur að trúa, veiztu það, Jesú bezt, frá syndum seinn að snúa, svoddan mig angrar mest; þó framast það ég megna þínum orðum ég vil treysta og gjarnan gegna; gef þú mér náð þar til“. Bjarni Sigurósson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.