Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. apríl 1958 MORCVNBLAÐ1Ð 11 Skíðamenn á ísland marga góða. Þeir hafa komið fram á etórmótum og vakið nokkra at- hygli fyrir fræknleik og má þar einkum nefna Eystein Þórðarson ættaðan frá Ólafsfirði, en nú Keykvíking . — Kemur það erlendum mjög á óvart hver geta þeirra er miðað við sðstöðumun þeirra til æfinga og félaga þeirra á Norðurlöndum og Alpalöndum. En fram skal sækja og reyna að jafna metin. Það verður án efa glatt á hjalla í skíðaskáiunum nú sem oft áður. ■Eftir skemmtilegan útivistardag og erfiðan, kannski eftir margar ■hyltur, eða marga sigra á ægileg- ustu fjallshlíðum, er safnast ó- skylt fólk, fólk úr öllum áttum saman til kvöldvöku. ' Vinátta skapast, sameiginleg áhugamál verða til og hópurinn er eins og stór fjölskylda, sem leitað hefur •hressingar og gleði við holla og skemmtilega útivist í faðmi ís- lenzkra rjalla. — A. St. 1Si Si Ká 4 K iMi ÞRJÚ síðustu árin hafa verið mikil umbrotaár í skákheimin- um. Ungir og efnilegir skákjörv- ar hafa skotið eldri og reyndari meisturum aftur fyrir sig, og þannig kom Larsen skákheimin- um til að standa á öndinni, þegar hann fékk hæstu hundraðstölu á Ólympíumótinu í Moskva 1956. Ári síðar vann Tal öruggan sigur á skákþingi U. S. S. R. fyrir ofan beztu skákmenn Rússa. Síðan víkur sögunni til Ameríku þar sem 14 ára unglingur B. Fiscer varð skákmeistari U. S, A. 1958 og er það tvímælalaust eitt mesta skákafrek 14 ára unglings, sem um getur. Og ekki alls fyrir löngu sigraði Tal á skákþingi U. S. S. R. í 2. sinn. Þessi sigur Tals skipar honum á bekk með Bronstein, Smyslov, Keres og Botvinnik. Frá skákþ. Sovétríkjanna 1958. Hvítt: Michael Tal. Svart: Tolusch. Nimzo-indversk vörn. 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3. Bb4; Á þessum leik, er Lettinn Nimzo- wich lék fyrstur manna, grund- vallast þessi byrjun. 4. e3, c5; 5. Bd3, d5; 6. Rf3,0-0; 7. 0-0, Rbd7; 8. a3, cxd4; Fram til þessa hafa leikirnir hjá báðum verið auðskildir, því þeir hafa miðað í áttina að tryggri kóngsstöðu og skjótri lið- skipan. Síðasti leikur sVarts mið- ar að því að koma Bb4 undan til e7, en hættuminni leið var 8. — Bxc3, 9. bxc3, dxc4; 10. Bxc4, Dc7. 9. Rxd5! Þennan léik sá ég fyrst í Hastings 1954—’55 í skákinni Kortsnoj — Darga. Markmiðið er að opna Bcl útgönguleið, og þrýsta á a7, þegar a-línan opnast. 9- — exd5; Svartur tapar peði eft- ;r 9. — Rxdö; 10. cxd5; 10. axb4, dxe3; 13. Bxe3, Rbd5; 14. Bc5, He8; 15. Hel, Hxelf; 16. Dxel, b6; 17. Bd4, Bb7; 18. Hdl Þó að staðan líti sakleysislega út á yfir- borðinu, þá hefur hvítur þungan þrýsting á svörtu stöðuna. Hótar Bxf6. 18. — De8; 19. Be5, Db5(?) Öruggara var 19. — Hd8. 20. Bxf6 gxf6; Svörtum yfirsást hið kristal tæra afbrigði 20. — Rxf6; 21. De7, Bd5; 22. Bxd5, Rxd5; 23. De4!, Há8; 24. Rg5, g6; 25. Dh4, h5; 26. Rxf7! 21. De4!, Dxb4; AB CDEFGH Staðan eftir 21. leik — Dxb4 22. Rd4! Tal hefur ávallt hótanir í frammi. 22. — f5; 23. De5! Tal heldur meistaralega á litlum stöðuyfirburðum. Ef 23. Dxf5, He8!; með mótsókn. 23. — Re7; 24. Df6, Bd5; 25. Rc6! Riddara- leikur, sem verkar eins og brot- sjór. 25. — Dxb3; Ef 25. — Rxc6 þá 26, Bxd5 og hótar Bxc6 og Bxf7. Ef 25. — Bxc6; 26. Bxf7f, Kf8; 27. Bg6f, Kg8; 28. Df7f og mátar. 26. Rxe7f, Kf8; 27. Hel, Be6; 28. Rxf5 og mát vérður ekki varið. IRJóh. Fermingcr Ferming í Laugarneskirkju annan dag páska kl. 10,30. Prestur Árelíus Nielsson Stúlkur: Amalia Hallfríður Halldóra Skúladótt- ir, Brúnaveg 8. Auður Ingibjörg Kinberg, Skipa- sundi 12. Guðrún Hólmfríð Ólafsdóttir, Suður- landsbraut 59. Guðrún Hjördís Ólafsdóttir, Skipa- sundi 18. Guðrún Helga Hannesdóttir, Karfa- vog 56. Guðmunda Guðný Pétursdóttir, Mosgerði 21. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bugðu- læk 14. Hulda Hanna Jóhannsdóttir, Laugar- nesveg 13. Helga Mattína Björnsdóttir, Dyngju- veg 12. Karla Kristjánsdóttir, Hjallaveg 60. Kristín Gísladóttir, Skeiðarvog 147. Mattína Sigurðardóttir, Skeiðarvog 153. Sigrún Magnúsdóttir, Skipasundi 13. Sveinbjörg Kristín Kristþórsdóttir, Skaftahlíð 7. Sonja Larsen, Rauðalæk 13. Drengir: Ásgeir Einarsson, Nökkvavogi 54. Benedikt Harðarson, Kleppsvegi 38. Póröur Birgir Þórðarson, Bústaða- vegi 107. Finnur Th. Finnsson, Vesturbrún 38. Guðmundur Ingvar Guðmundsson, Skeiðarvogi 141. Grétar Guðmundsson, Balbocamp 2. Guðmundur Helgi Jóhannsson, Laug- arnesvegi 13. Haukur Jónsson, Hólsveg 16. Hafiiði Baldursson, Langholtsveg 160. Helgi Hermann Eiríksson, Suðurlands- braut 101. Hjörtur Jakobsson, Steina-Bala, við Barðavog. Hreinn Frímannsson, Karfavog 27. Hörður Guðmar Jóhannesson, Balbocamp 9. Magnús Bjarni Guðmundsson, Skipa- sundi 56. Njörður Snæland, Bjarkaiundi, Blesugróf. Óli Baldur Ingólfsson, Hjallaveg 23. Sturla Einarsson Svansson, C. 2, Blesugróf. Sveinn Karlsson, Skipasundi 57. Örn Gíslason, Skeiðarvogi 147. Fermingarbörn á Selfossi, 6. apríl 1958 í Selfosskirkju. Stúlkur: Brynja Ágústsdóttir, Austurveg 61. Erna Marlen, Ártún 12. Hjördís Geirsdóttir, Byggðarhorni. Helga Hörslev Sörensen, Tryggva- götu 12. Helga Ásta Jónsdóttir, Birkivöllum 5. Inger H. Ibsen, Stóru-Sandvík. Karen Jónsdóttir, Hörðuvöllum 2. Margrét Hjaltadóttir, Reynivöllum 5. Oddrún Svala Gunnarsdóttir, Austur- veg 33. Rut Hoffritz, Ártún 14. Ragnhildur Valdimarsdóttir, Fagur- gerði 1. Sigrún Jóna Marelsdóttir, Tryggva- götu 10. t>uríður Þórmundsdóttir, Ártún 17. Drengir: Birgir Kristjánsson, Eyraveg 2. Egill Thórarensen, Grænuvöllum 4. Guðmundur Jónsson, Björk. Garðar Einarsson, Tryggvagötu 18. Gunnar Einarsson, Tryggvagötu 18. Guðmundur Birnir Sigurgeirsson, Heiðaveg 6. Gissur Jensen, Eyraveg 9. Guðmundur Pétur, Tryggvagötu 4. Magnús Magnússon, Eyraveg 1. Ragnar Reynir Magnússon, Smára- tún 13. Sigurður Emil Ólafsson, Smáratún 18. Sigurður Garðar Sveinsson, Selfoss- veg 5. Sigurður Hjaltason, Eyraveg 18. Sigurður Bjarnason, Eyraveg 14. Sigurður Gunnar Sigurðsson, Viði- völlum 4. Siguröur Sigurðsson, Ártún 2. Sigurjón Bergsson, Austurveg 51. Róbert Benediktsson, Heiðaveg 10. Vilhjálmur Þór Pálsson, Lyngheiði 1. Sigurgeir Höskuldsson, Selfossi. Þorgeir Sigurðsson, Fagurgerði 8. Þorsteinn Þorsteinsson, Austurveg 31. -/ fáum orðum sagt Framhald af bls. 6. birti þar nokkur kvæði eftir sjálf an mig, Guðmund Hagalín, Jó- hann Jónsson, Freystein Gunn- arsson, Halldór Laxness og fleiri. Þar skrifaði ég fyrstur manna langa lofgerðarrollu um Stefán frá Hvítadal, en honum kynntist ég vel, las t. d. prófarkir af „Söngvum förumannsins“. Síðar kynntist ég mörgum ágætum skáldum, Einari Kvaran, Jóni Magnússyni, Jóni frá Kaldaðar- nesi og Þórbergi Þórðarsyni. Hjá Þórbergi var því nær daglegur gestur um það leyti, sem hann var að semja „Bréf til Láru“, og undraðist ég það mest, hvað hann var iðinn við að skrifa upp aftur og aftur, breyta og bæta. Mér féll ljómandi vel við Þórberg og urðum við miklir mátar. — En segið mér eitt, Jakob, var það í Höfn, sem þér komust í kynni við sonnettuna? — Já, ég kynntist henni af rit- um Ernst von der Recke. Hann heldur fast við hina ítölsku mynd sonnettunnar, en ég komst brátt að raun um, að hið enska frelsi í meðferð hennar hentaði mér bet- ur. Eru því flestar sonnettur mín ar að formi til eftir enskri fyrir- mynd, þó að sonnettur franska skáldsins Heredia hafi raunar haft mest áhrif á mig. Katta- sonnsettur Taines held ég líka mikið upp á. — Því urðuð þér svona hrifinn af sonnettuforminu? — Það kemur í veg fyrir, að maður fari að röfla, formið er svo fastmótað. Sonnetturnar eru líka mátulega langar til þess að innblásturinn haldist á leiðar- endaiÞað er mikill galli íslenzkra skálda, að þeir halda áfram að yrkja, eftir að inspirasjónin er búin. Og þá má maður fara að biðja fyrir sér! —- Einhverju sinni ætlaði ég að yrkja sonn- ettu, en innblásturinn entist ekki nema í 8 línur og þá sagði ég amen: Ládeyðu hvíta yfir víðum vogi vefur í fangi sjónarhringsins bogi. Skýreifuð fjöllin líkjast húsi hrundu, hvarfla þar svipir daga, er fyrr þar undu. Regnúðinn fellur hægt á gula grundu. Gleymir sér jörð á kvöldsins friðarstundu. Árniður fjarri blandast sævar sogi. Sumarið deyr með blæsins andartogi. (Undir haust). Ég hugsa að ég hefði getað haldið áfram, en vildi ekki hætta á það. Annars hefi ég alltaf ver- ið fljótur að yrkja og hefi orkt flest kvæði mín í „inspirasjóns- kasti", eins og Kiljan segir. Og sjaldnast breyti ég neinu, þegar ég hefi orkt kvæði. Oft er ég mjög fljótur aðyrkja;ÁvarpFjall konunnar 1956 orkti ég til dæmis á klukkutíma innan um krakka að leik. Kvæðið er 40 línur, svo að ég hefi orkt % línu á mín- útu! Annars getur vel verið að ég sé svona fljótur að yrkja kvæðin mín, vegna þess að ég yrki aldrei kenndur. — Haldið þér að kvæði, sem verða til á þennan hátt, geti orð- ið eins góð og önnur kvæði, sem meiri vinna er lögð i? — Já, jafnvel betri. — „Sonnettusveigur til íslands" hefur þótt einna merkasta ljóðið í „Kaldavermslum“ (1920); hvað munduð þér vilja segja um þennan Ijóðabálk yðar? — Hann var orktur í Höfn og er byggður á minningum úr Mið- dölum. Sonnetturnar eru sprottn- ar af heimþrá. Þó að mér hafi liðið vel í Höfn, langaði mig allt af heim og bera sum kvæðin í „Kaldavermslum" þess merki. Hugmyndina að Sonnettusveign- um fékk ég frá Ernst von der Recke. Hann orkti svona bálk um ástina og ég vildi sýna að ég gæti einnig orkt svona ljóð. Það fjall- ar um náttúrufegurðina heima í Dölum og lýkur með hugleiðing- um um ráðgátu dauðans. Þér spyrjið um dauðann. Ja, er hann ekki allstaðar nálægur? Þó að hann sé ekki til að óttast, þá ger- um við það samt. Við erum hrædd við að sleppa sjálfum okk ur, við gætum þess ekki að við munum finna sjálfa okkur aftur í dauðanum. Já, ég þykist hafa dálitla reynslu af dulrænum fyr- irbrigðum, sem svo eru kölluð, og hún hefur haft mikil áhrif á kvæði mín. Eilifðarþráin og eilifð arvissan er eitt algengasta yrk- isefni mitt. — En þó að ég hafi alltaf „skynjað" heiminn með tilfinningum mínum, er það ekki svo að skilja, að ég hafi ekki áhuga á vísindalegri starfsemi. Að vísu eru skáldskapur og vís- indi ólíkar aðferðir til að kynn- ast veruleikanum. Hvort um sig notar sína sérstöku hæfi- leika, skáldskapurinn innsæi og tilfinningar, en vísindin athug- unargáfu og rökleiðslu. Þróunar- kenningin var t. d. heimspekilegt og skáldlegt hugarflug, löngu áð- ur en hún varð vísindaleg fræði- kenning. — Það hefur verið sagt að þér hafið flúið á vit ný-rómantísk- unnar, þegar þér komuð heim frá Höfn? — Já, en ég veit ekki hvort ég hefi „flúið“. Þó að sumir segi, að nýrómantískan hafi verið flótti frá veruleikanum, er það ekki rétt. Hún var tilraun til að hefja veruleikann upp í æðra veldi. Hún er í eðli sínu mystísk, dul- vís, en um það efni vil ég vísa til greinar, sem ég skrifaði í Eim- reiðina um hugljómun. Þar er oft talað um eilífðina. Með orð- inu eilífð er í þessu sambandi ekki átt við langvinnan eða ó- endanlegan tíma, heldur þann blæ yfir tilverunni og lífinu, sem sumir menn verða varir við á augnablikum andlegrar uppljóm- unar og veitir þeim sem reynir fullvissu um æðri ósýnilega ver- öld, óendanlega gleði, frið og fögn uð, sem yfirgengur allan skiln- ing. Þetta er að vísu dálítið mis- jafnt en aðaleinkennin eru þau sömu, hvar sem er á jörðinni og hver sem þau reynir og má það teljast hin bezta sönnun fyrir raunveruleika þeim, sem að baki þessarar reynslu felst. Það er eins og hinn innsti veruleiki sé hjúpaður eða sveipaður blæjum, sem falla burt, hver á fætur ann- arri, og því fleiri blæjur, sem hverfa, því ljósar sjáum við hinn eilífa sannleika, fegurð og frið, sem felst í hinu mikla ljósi veru- leikans. Þetta brottfall blæjanna getur ltomið fyrir á hverju þroska stigi á ferli okkar, en að sjálf- sögðu verður ljóminn misjafnlega skær eftir því á hvaða stigi við stöndum og hve margar blekk- ingablæjur eru fallnar burt. En við þolum ekki að sjá óhjúpað hið óendanlega ljós. alvaldsins Þó má ekki skilja orð mín svo, sem ég álíti óuppljómaða tilveru okkar vera eintóma blekkingu — nei, hún er raunveruleiki. svo langt sem hún nær, en um leið tákn æðri veruleika og fær við það sitt mesta gildi. — Þér töluðuð um „ósýnilega veröld", f framhaldi af því lang ar mig að minna yður á að gagn rýnandi nokkur hefur sagt, að þér hafið talað um sál yðar oftar en nokkurt annað íslenzkt skáld. — Já, það er sennilega rétt, — og ekki síður við hana. í því er fólginn mikill þroski. Maður eflist að vizku af að tala við sinn innri mann. Ja, hvað er sál? Ég tel að hugurinn sé brot af henni, það brot sem við þekkjum og vitum af. Persónuleiki mannsins er gerður af ótal víddum, sem við getum að jafnaði ekki skyggnzt inn í. Sumir halda að sönnunin fyrir framhaldslifi sé einungis fólgin í því að sjá svipi, en hug- ljómunaraugnablikin, er ég hefi minnzt á, eru alveg eins þung á metaskálunum. Páll postuli lifði slíkt augnablik á leiðinni til Damaskus. Og Lao-tse talar um að finna til eilífðarinnar“. Framtíðarverkefni vísindanna hlýtur m. a. að vera að rannsaka hversu langt persónuleiki okkar nær inn í þessa eilífð, því að við getum aldrei skilið heiminn, sem við lifum í án þess að skilja okk- ar eigin sál. Við verðuir að gera ráð fyrir því, að við séurn blómið í okkar sýnilega heimi — og hvert eigum við þá frekar að beina rannsóknum okkar en að okkar eigin sál. Hvort ég hafi orkt kvæði í hugljómunarástandi. Jú, það hefur komið fyrir. Til dæmis „Fagna þú, sál mín“ í. síð- ustu bók minni. Ég var á gangi á Eiðsgranda hér í Reykjavík sól bjartan haustdag 1923, og kom þá skyndilega yfir mig slik hug- ljómun, að ég vissi ekki, eins og Páll postuli segir, hvort ég var á himni eða jörðu. Orkti ég síð- an kvæði þarna á Grandanum á nokkrum mínútum. Að lokum fékk ég Jakob Smára til að minnast á nokkur fleiri af kvæðum sínum. Hann talaði t. d. um frægustu sonnettu sína „Þingvellir“, sem endar á þess- um alkunnu orðum: „Heyri ég minnar þjóðar þúsund ár/, sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu“. Skáldið segir: — Jú, „Þingvellir“ er vafalaust kunnasta sonnetta mín. Kvæðið er ekki orkt á Þing- völlum, eins og ætla mætti, held ur í Reykjavík og ekki í tilefni af 1000 ára hátíð Alþingis 1930, en það ár kom það út í „Perl- um“, heldur 1926 og er aðeins byggt á endurminningum um tign og þýðingu staðarins og ör- lög þjóðarinnar að fornu og nýju. Ég orkti þetta kvæði á klukku- stund og hefi aldrei breytt orði í því síðan. Ég spurði hann um kvæðið „Násíka“. Hann sagði að það væri orkt um konungsdótturma í Ódysseifskviðu — sem mér h« ur alltaf fundizt ein mest aðlað- andi persóna í bókmenntum heimsins. Holger Drachmann hef ur orkt ekki ósvipað kvæði að hugsun til út af indversku sög- unni um „Sakúntölu" og hefur það kannske haft einhver áhrif á mig. Ég spurði hann um fyrsta kvæðið í „Handan storms og strauma" (1936), sem fjallar um Björn Breiðvíkingakappa. Hann sagði að þessar línur hefðu fyrst komið í huga sér: „Með gullin blik og bjarma fyrir stefni/ kvað bláfold sína aldadrápu hátt“. Og um kvæðið „Kvöld", sem þykir eitt af beztu kvæðum skáldsins, sagði hann: — Það er sprottið upp úr kvöldstemmningu á Kjal arnesi. Það var sumarkvöid og náttúran skartaði öllum sínum fegurstu litum. Þá kom andinn yfir mig og ég orkti tvær síðustu línur Ijóðsins: „Handan við æstan endanleikans straum/ eilífðin brosir, sem við Ijúfan draum“. Og síðan kom hitt af sjálfu sér á eft- ir. Að lokum minntist Jakob Jóh. Smári á íslenzkar fornbókmennt- ir og þau áhrif, sem þær hafa haft á hann. Hann sagði: — Af forn- um skáldskap hefur Njála haft mest áhrif á mig og svo sitthvað úr þessum gömlu bókmenntum. Til dæmis er upphafið á kvæðinu „Kvöld“ í „Undir sól að sjá“ tekið frá Sighvati Þórðarsyni: „Nú mætast dægur“. Þessi setn- ing er sem sagt stolin, en maður er neyddur til að stela einhverju, eða er það ekki? Sumir stela pen- ingum, aðrir setningum úr göml- um Ijóðum og gnn aðrir konu bezta vinar síns, en þá fyrst fer þetta að verða alvarlegt mál. —M. Húsnœði getur reglusöm stúlka fengið gegn því að sjé um fæði, þjón ustu og húsþrif að einhverju eða öllu leyti eftir nánara sam- komulagi, hjá einhleypum manni. Tilboð sem tilgreini ald ur og aðrar upplýsingar send ist afgr. blaðsins fyrir miðviku dagskvöld, merkt: „Beggja hagur — 8412' .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.