Morgunblaðið - 17.04.1958, Síða 6
6
MORCVISBLAÐIÐ
'F'immt’uclagur 17. apríl 1958
NY MISTOK CASTROS UPPREISN-
ARFORINGJA
r — — y - -
\A Ger*aim*nt | MAmNZÁS '
\K rroiops
S, rtavsi kv’rw
Casho's bsHahan
Á'v' J C Toxoca),
V IO W),
TiME M.piy V. ?>5 .
Uppdráttur af Orientehéraði, órólegasta hluia Kúbu.
ENN hefur mistekizt úrslitatil-
raun uppreisnarmanna á Kúbu,
til að velta Batista einræðisherra
úr valdasessi. Geta ogvangetaupp
reisnarhers Castros hefur enn
einu sinni komið í ljós. Hann get
ur haldið uppi skæruliðahernaði
á Kúbu, en þegar slær í orrustu,
þá hefur hinn fúllkomni her og
skipulagða lögregla Batista betur.
Batista einræðisherra beitti
ekki minni harðneskju til að
bæla síðustu uppreisnartilraun-
ina niður, en tíðkazt hefur í kom
múnistaríkjunum í Austur-Ev-
rópu. Sá er þó munurinn, að Bat-
ista hefur ekki notið stuðnings
erlends herliðs.
Það er almennt álitið, að meiri
hluti eyjarskeggja á Kúbu sé
hlynntur uppreisnarher Fidels
Castro, enda eru menn orðnir
þreyttir á lögreglustjórn og of-
beldi Batista. Castro sem hefur
búið sér bækistöð inni í frum-
En fresturinn rann út og í
fyrstu gerðist ekkert alvarlegt.
Það var ekki fyrr en þremur
dögum síðar, sem uppreisnar-
menn hófu allsherjarsókn sína.
Hún var þó víðast hvar af van-
efnum gerð.
Smáhópar uppreisnarmanna
á ferð.
I höfuðboroginni Havana réð-
ust smáhópar uppreisnarmanna
að morgni 9. apríl inn í tvær út-
varpsstöðvar í útjaðri borgarinn-
ar og byruðu að útvarpa áskor-
unum til verkalýðsins um að
gera allsherjarverkfall. Ekki
leið á löngu þar til vopnuð lög-
regla réðist að útvarpsstöðvunum
og stráfelldi uppreisnarflokk-
ana.
Sex ungir menn réðust vopnað
ir inn í byssuverzlun í hafnar-
hverfi Havana og ætluðu að ræna
sér byssum og skotfærum. Lög-
stéttarop, þar sem rafmangsleiðsl
ur og gaspípur voru. Kom upp
eldur í sprengdum gasleiðslum,
sem logaði í margar klukkustund
ir. Heil hverfi borgarinnar urðu
rafmagnslaus og gaslaus, en al-
menningur var yfirleitt undir
þetta búinn og fólk hafði keypt
sér kerti, olíulampa og prímusa.
Allsherjarverkfall hindrað
Batista einræðisherra mun hafa
skilið, að honum var mest hætta
búin af allsherjarverkfalli. Hann
minntist þessa líka, að það var
allsherjarverkfallið, sem hafði
fellt Jimenez einræðisherra Vene
zúela. Því gerði hann sérstakar
ráðstafanir til að verja sig þeirri
hættu.
Hann gaf út tilkynningu um að
þátttaka í verkfalli væri glæp-
ur. Verkfallsmönnum skyldi taf-
arlaust víkja úr starfi og refsa
þeim. Þá ákvað hann, að vinnu-
veitendur, sem lokuðu fyrirtækj-
um sínum og verzlunum yrðu
tafarlaust teknir og varpað í fang
elsi. Einnig ákvað hann, að verk
fallsbrjótar skyldu hafa fulla
heimild til að bera á sér vopn
og væri þeim heimilt að skjóta
vægðarlaust, hvern þann verk-
fallsvörð, sem sgtlaði að hindra þá
sem verkamenn í liði uppreisnar
manna hafi gugnað. Þeir sáu að
Batista var ákveðinn í að beita
hinni mestu hörku. Faustino Per-
ez, einn helzti samstarfsmaður
Castros, sem átti að skipuleggja
verkfallið, frestaði því í nokkra
daga og gat lítið aðhafzt, þegar
úrslitastundin kom.
f Oriente héraði.
Uppreisnarmenn eru sterkast-
ir á austurhluta eyjarinnar í svo
nefndu Oriente-héraði. Þaðan er
Castro ættaður og í háfjöllum og
frumskógum þessa landshluta
eru bæli útlaganna. í þessu hér-
aði hóf Castro einnig sókn sam-
tímis skærunum í Havana. Upp
reisnarmenn sýndu enn sem fyrr
að þeir geta í skyndiáhlaupum
sínum úr frumskógunum unn-
ið skemmdarverk og segja
má að þeir sáu ráðandi í sveit-
unum. En nú réðust þeir til at-
lögu á aðalvirki stjórnarhersins í
borgunum. Stærstu árásina skipu
lögðu þeir að virkisbænum Manz
anillo. Þar höfðu hersveitir
stjórnarinnar nokkra skriðdreka,
sem uppreisnarmenn ætluðu að
lokka inn í gildru og vinna bug á.
Þeir lögðu jarðsprengjur undir
þjóðveginn, þar sem þeir bjugg-
ust við að skriðdrekarnir ækju
um.
flokkinn við Manzanillo úti á
sléttlendi. Flugárásir voru hafn-
ar á hann og helmingur uppreisn
armannanna féll.
Hvarvetna úr Oriente-héraði
bárust fregnir af skemmdarverk
um. Uppreisnarmenn lokuðu
þjóðveginum með því að fella
svera trjáboli þvert yfir þá. Síð-
an kveiktu þeir í langferðabif-
reiðum og vöruflutningabílum.
Skæruliðahernaðinum verður
haldið áfram.
Sfefán Magnússon form.
Fél. ísl. afvinnuflugmanna
AÐALFUNDUR Félags íslenzkra
atvinnuflugmanna var haldinn í
Golfskálanum 14. apríl sl. Fund-
urinn var fjölmennur, og voru
rædd ýmis hagsmunamál, auk
venjulegra aðalfundarstarfa.
1 stjórn félagsins voru kosnir:
Stefán Magnússon formaður og
iSigurður Haukdal varaformaður.
Meðstjórnendur: Ragnar Kvaran,
Bjarni Jensson og Snorri Snorra-
son. í varastjórn: Jón R. Stein-
dórsson og Bragi Norðdahl.
Hinn nýkjörni formaður og fé-
lagsmenn, hylltu fráfarandi for-
mann, Gunnar Frederiksen, og
Gasæð brennur í aðalgötu ilavana eftir sprengjukast uppreisnarmanna.
skógavöxnu hálendi í austurhluta'
eyjarinnar, er fyrir löngu orð-
inn vinsæl þjóðsagnapersóna,
sem ungir menn vilja taka sér til
fyrirmyndar.Ungu mennirnir eru
fullir af ævintýralöngun, flykkj-
ast til hans og gerast útlagar í
liði hans.
Castro sker hvorki hár né skegg.
En í síðustu viku var alvara á
ferðum. Enn sem fyrr elti óheppn
in Castro og fylgismenn hans.
Þeir ætluðu að reyna að efna til
allsherjarverkfalls og blóðugrar
byltingar um allt landið. Árang-
urinn varð aðeins sá, að herlið og
vopnuð lögregla dreifði uppreisn
armönnum og felldi þá miskunn
arlaust í hrönnum. Hin mis-
heppnaða tilraun hefur það í för
með sér, að Castro mun tapa til-
trú þjóðarinnar, að minnsta kosti
um stundar sakir. En uppreisn-
arforinginn er sauðþrár og vafa-
laust líður ekki á löngu, þar til
hann eflir her sinn að nýju. Hann
hefur ákveðið að unna sér ekki
hvíldar, hann mun ekki raka
skegg sitt fyrr en Kúba er frjáls
undan ógnarstjórn Batista. Og
svo er hann einbeittur, að ekki
er ólíklegt að áður en lýkur
muni hann standa yfir höfuð-
svörðum Batista.
Úrslitakostir.
Castro uppreisnarforingi hefur
nú dvalizt í frumskógum Kúbu
í næstum hálf annað ár. En það
var fyrst nokkru eftir fall Jim-
enez einræðisherra í Venezúela,
sem skriður fór að koma á upp-
reisnaraðgerðirnar. Efldist her
Castros þá mjög og sendi hann
Batista einræðisherra úrslita-
kosti. Sagði hann, að ef Batista
léti ekki af stjórn fyrir 6. apríl,
þá myndi efnt til allsherjarverk
falls á allri Kúbu og síðan myndi
bylting blossa upp um gervalla
eyna.
reglan kom skjótt á vattvang og
hinir sex ungu menn lágu eftir
í blóði sínu.
Annar hópur uppreisnarmanna
kastaði sprengjum niður í gang
í að vinna. Að lokum ákvað ein-
ræðisherrann að það skyldi vera
refsilaust að skjóta verkfalls
menn, hvar sem þeir sæjust.
Gegn slíkum hótunum, virðist
Það urðu þó ekki skriðdrekar,
sem fyrstir fóru um veginn, held
ur vörubifreið fullhlaðin her-
mönnum. En bifreiðin ók áfram
eftir veginum eins og ekkert
hefði í skorizt. Jarðsprengjurnar
reyndust gamlar og óvirkar. —
Stjórnarherinn fann uppreisnar-
ÚP
sbrifar
daglega lífinu
Bókauppboðin
¥ TM nokkurt skeið hefur fólk átt
* ' þess kost, að kaupa og selja
listmuni og dýrar bækur á upp-
boðum Sigurðar Benediktssonar.
Þessi starfsemi er skemmtilegur
þáttur í bæjarlifinu og uppboðin,
oft spennandi. Velvakandi leit
inn á bókauppboð, sem Sigurður
hélt á föstudaginn i litla salnum
i Sálfstæðishúsinu, en þar hefur
hann haft þessa starfsemi sína að
undanförnu. Ýmis merk verk
voru þarna til sölu og óspart boð-
ið í. Selt var m. a.: 'Safn til sögu
íslands I.—V. á 2.600 kr., Sýslu-
mannaævir Boga Benediktssonar
allgott eintak á 3.100 kr., og forn-
bréfasafnið, 12 fyrstu bindin, á
4.000 kr. Om digtningen pá Island
eftir Jón Þorkelsson fór á 950 kr.,
ferðabók ÞorValdar Thoroddsen
á 2.600 kr., „Riimur af Sigurde
Snarfara“ eftir Snorra Björnsson
á 1.200 kr. og Tímarit Jóns Pét-
urssonar á 1.600 kr.
Þessi bókauppboð Sigurðar
hófust fyrir rúmum 2 árum, haust
ið 1955. Hafa þau alls verið 18
síðan. Dýrasta verk, sem selt hef-
ur verið, var ljósprentun Munks-
gards á íslenzkum handritum,
öll 17 bindin, á 20.000 kr. Hæsta
boð, í einstaka bók, sem gert
hefur verið á uppboðum þessum,
er 9.500 kr. Fyrir það verð fór
frumútgáfan á þýðingu Einars
hún var gefin út í 30 tölusettum
eintökum 1902 og seld þá á 100
kr., sem þótti geipifé. Ýmsar bæk
ur hafa verið seldar á 3 til 4 þús.
kr., en aðrar hins vegar á 10 kr.
— eða alls ekki selzt.
Bókauppboðin sækja 100 til 150
manns, oftast sömu mennirnir.
Margir koma af forvitni og heyr-
ast aldrei bjóða í bók, aðrir hafa
sig mjög í frammi. Sigurður hef-
ur þá sjálfsögðu reglu, að láta
bækurnar liggja frammi á upp-
boðsstað í 2 daga og geta menn
þar skoðað þær. Á uppboðunum
lætur hann og reyndar aðrir Við-
staddir ýmsar athugasemdir
fjúka um kosti og galla bókanna
frá sjónarmiði safnara, en aðal-
gamanið er að sjálfsögðu spenn-
ingurinn í boðunum og eftirvænt
ingin, — nýtt boð eða hamars-
högg?
Sigurður selur einnig málverk
og aðra listmuni, auk bókanna,
en það er gert á sérstökum upp-
boðum. Yfirleitt munu uppboð
Benediktssonar á Pétri Gaut, en hans hafa hjálpað mörgum til að
koma eigum í peninga, þegar þörf
var á, t. d. vegna húsbyggingar
eða annarra fjárfrekra aðgerða,
og þau hafa gefið mönnum tæki-
færi til að eignast listaverk, eða
góðar bækur, sem þeir hefðu
e. t. v. ekki átt kost á að bjóða
í ella.
Söngskemmtanir
Karlakórs Reykjavíkur
KONA nokkur hringdi til Vel-
vakanda í fyrradag. Hún
kvaðst hafa mikla ánægju af
karlakórsöng, og hafa reynt að fá
sér miða á einhvern af samsöngv-
um Karlakórs Reykjavíkur, sem
eru á"hverju kvöldi þessa dagana.
Þá var henni sagt, að allir tón-
leikarnir væru fyrir styrktarfé-
laga, nema þeir, sem haldnir eru
á laugardaginn. En þá kvaðst
konan vera bundin í vinnu, svo
að ógerningur væri fyrir sig að
fara. Tillaga hennár er þessi:
Nokkrir miðar að þeim tónleik-
um, sem ætlaðir eru styrktarfé-
lögum, verði seldir almenningi.
Velvakandi sneri sér til þeirra,
sem hér eiga hlut að máli. Niður-
staðan varð þessi: Hér er unnt
að ráða bót á. Þeir, sem hafa hug
á að fá miða á einhverja af þeim
tónleikum kórsins, sem aðallega
eru ætlaðir styrktarfélögum, eiga
að snúa sér til Kristjóns Krist-
jánssonar, Laugavegi 34 B, simi
1-84-61.
þökkuðu honum vel unnin störf
í þágu félagsins á undanförnum
árum, en hann hefur verið for-
maður þess sl. 4 ár, en baðst nú
eindregið undan endurkosningu.
Dagana 11.—18. marz sl. var
haldið í Bogota í Colombíu 13.
þing alþjóðasambands atvinnu-
flugmanna, I.F.A.L.P.A., og sátu
það á vegum félagsins, þeir Ragn-
ar Kvaran og Bjarni Jensson. —
Fluttu þeir á fundinum greinar-
gerð frá þinginu, en þar voru
samankomnir fulltrúar um 20
þús. starfandi atvinnuflugmanna.
Þing þessi fjalla einkum um flug-
tæknileg vandamál og öryggis-
mál farþegaflugs almennt. — Er
ávallt tekið tillit til sam-
þykkta þingsamtakanna við setn-
ingu alþjóðlegra flugreglugerða.
Félagslegf öryggi
LÖGÐ hefur verið fram á Al-
þingi þingsályktunartillaga frá
ríkisstjórninni um að henni skuii
heimilt að fullgilda fyrir íslands
hönd samþykkt nr. 102 um lág-
mark félagslegs öryggis, sem
gerð var á þingi Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar í Genf 1952.