Morgunblaðið - 17.04.1958, Side 18

Morgunblaðið - 17.04.1958, Side 18
18 MORCVNfíL 4Ð1Ð Fimmtudagur 17. apríl 1958 Sfandast handknattleiksmenn í. R. prófraunina í kvöld? 1 KVÖLD verður Islandsmótinu í handknattleik haldið áfram og fara fram 3 leikir, einn í 3. fl karla og 2 i meistaraflokki. Nú dregur að lokum mótsins, og eyK- ur það mjög á tvísýnuna að 3 fé- lög hafa möguleika á meistara titlinum. Eru það ÍR, FH og KR. ÍR og KR mætast í kvöld. Sá leikur getur þýtt úrslit, því vinni ÍR eða nái jafntefli getur fátt stöðvað þá á ieiðinni til meistara- titilsins í ár. Vinni KR eiga þeir enn eftir að mæta FH, svo sja má að mótið hefur sennilega aldrei verið eins spennandi og i ár. Staða efstu liðanna í meistara- flokki er þannig: ÍR 6 6 0 0 164 195 12 KR 6 6 0 0 135 90 12 FH 7 6 0 1 174 105 12 Fram 7 3 1 3 151 125 rr Ármann 5 2 1 2 85 102 5 A fimmtudag heldur mótið áfram. Þá leika: 3. fl. karla: Ármann—FH, úrslit M. fl. karla: Fram—Víkingur M. fl. karla: ÍR—KR □--------------□ Meistarar Ármanns i 2. flokki karla. Armenningar keppn í Eyjum Tvö ísl. met Á SUNDMÓTI í Hafnarfirði í fyrrakvöld setti Guðm. Gíslason ÍR, ísl. met í 50 m baksundi. Synti á 30,9 sek. og bætti fyrra met sitt um 1 sek. Ágústa Þor- steinsdóttir, Á, setti ísl. met í 50 m skriðsundi á 30,2, en gamla metið er hún átti sjálf, var 30,3. — Mörg Hafnarfjarðarmet voru bætt. □------------------□ Sundmót 'i Keflavik KEFLAVÍK, 16. apríl. — Sl. sunnudag var háð hér bæja- keppni í sundi milli Keflavíkur ' og Akraness. Fór keppnin fram í sundhöll Kefiavíkur, og voru á- horfendur margir. Keppnin var mjög skemmtileg, og lauk henni með sigri Keflvíkinga, sem hlutu 51 stig móti 37 stigum Akurnes- inga. Keppnin stendur nú þann- ig, að hvor bær um sig hefir fjpra vinninga. Næsta ár mun keppnin fara fram á Akranesi, og vinnst þá bikar sá, sem keppt er um til eignar. — Ingvar. UM páskana fóru íslandsmeistar- ar Ármanns í 2. aldursflokki í körfuknattleik til Vestmanna- eyja. Var förin farin í boði íþróttafélags Vestmannaeyja og sá Eiríkur Guðnason um móttök- ur allar, en Páll Steingrímsson fylgdi Ármenningum um Eyjarn- ar. Fararstjóri Ármenninga var Hallgrímur 'Sveinsson. I ferðinni voru leiknir tveir leikir. Ármann vann báða, hinn fyrri 71:31 og hinn síðari 55:30. Fyrri leikurinn var leikinn gegn yngri leikmönnum. Ármenningarnir sem æft hafa vel og haldið vel saman ljúka miklu lofsorði á móttökurnar, og senda félögum sínum í Eyjum beztu þakkir. Drengjahlaup i Keflavik KEFLAVÍK, 16. apríl. — í gær fór fram drengjahlaup, sem Ung mennafélag Keflavíkur stóð fyr- ir. Voru þátttakendur 23, og vega lengdin, sem hlaupin var, tæpir 2 km. Fyrstur var Hólmbert Friðjónsson á 5:59,6 min og ann- ar Agnar Sigurvinsson á 6:00,4 mín. Hlaup þetta er eins konar úrtökumót fyrir drengjahlaup Ármanns, sem jafnan er haldið fyrsta sunnudag í sumri ár hvert. íngi R. hlaut 10 vinninga aí 11 mögulegum SÍÐASTA umferð á skákþingi ís- lands var tefld á þriðjudaginn og urðu úrslit þessi: Lárus Johnsen vann Kára Sól- mundarson, Haukur Sveinsson vann Eggert Gilfer, Kristján Theódórsson vann Halldór Jóns- son, Jón Kristjánsson vann Stíg Herlufsen, Ingi R. Jóhannsson gerði jafntefli við’Pál G. Jóns- son og Ingimar Jónsson gerði jafntefli við Ólaf Magnússon. íslandsmeistari í skák varð Ingi R. Jóhannsson með 10 vinn- inga og næstir urðu: Ingimar Jónsson 8, Páll G. Jónsson 6, Jón Kristjánsson 6, Lárus Johnsen 5Vz, Halldór Jónsson 5%, Kári Sólmundarson 5%, Haukur Sveinsson 5%, Ólafur Magnússon 5, Eggert Gilfer 5, Kristján Theó- dórsson 4 og Stígur Herlufsen engan. Hraðskákmót íslands verður háð í Sjómannaskólanum og verða undanrásir tefldar föstu- daginn 18. apríl, kl. 19.30. Öllum er heimil þátttaka. — Brezka tillagan Frh. af bls. 3 ríkjanna, og þótt það verði ef til vill ekki tillaga Kanadastjórnar óbreytt, sem endanlega kemur til atkvæða við lokaafgreiðsluna í landhelgisnefndinni, þá hefir með afstöðu Bandaríkjanna því sjón- armiði mjög eflzt fylgi, að strand ríki sé heimilt að marka sér belti utan hinnar eiginlegu landhelgi, þar sem það njóti einkafiskveiði- réttindi allt til 12 mílna frá grunnlínunum. Hins vegar halda Bandaríkin því enn sem fyrr fast fram, sem áður segir, að hin eigin lega landhelgi, að öðru en fisk- veiðiréttindunum, skuli markast við þrjár mílur. Eru það helzt rök þeirra fyrir því sjónarmiði, að siglingar og ekki síður flug- umferð yrði ella tept af þeim ráðstöfunum, einkum sökum þess að erlendum flugvélum er bann- að að fljúga yfir landhelgi, án þess að fá til þess leyfi viðkom- andi ríkis. Um brezku tillöguna hafa hins vegar ýmsir fulltrúar hér á ráð- stefnunni látið þau orð falla, að hún komi bæði of seint fram og gangi of skammt. Og víst má segja, að nokkurt sannleikskorn sé í þeim ummælum fólgið. Mjög litlar horfur eru á að hún fái þann aukna meirihluta á ráð- stefnunni, % hlutar greiddra at- kvæða, sem þarf til samþykktar tillagna. Hafa ýmis ríki getið. þess í umræðunum, svo sem Indland, að að þessu leyti sé brezka til- lagan lítils virði sem sáttatillaga, hún gangi of skammt. Segja má einnig að vafalítið hefði Bretum reynzt auðveldara að afla tillögu sinni nokkurs fylgis hefðu þeir borið hana fram strax í upphafi ráðstefnunnar til samkomulags. Þeir tóku hins vegar þann kost- inn fyrstu fimm vikurnar að standa ósVeigjanlegir á aldagam- alli afstöðu sinni, sem þeir vissu að átti sáralitlu fylgi að fagna. Nú horfa málin hins vegar öðru vísi við. Tillagan, sem í upphafi hefði ef til vill auðveldað sam- komulagið á þeim grundvelli sem hún var byggð, kemur nú mörg um fulltrúum fyrir sjónir sem eins konar úrslitakostir, er Bret- ar setji ráðstefnunni, lengra sé útilokað að þeir teygi sig til sátta, eins og Sir Reginald reyndar tók fram í ræðu sinni 2. apríl. Af þessum ástæðum má segja, að vafamál sé hver ávinningur það hefir reynzt brezku sendi- nefndinni, brezku stjórninni, að hverfa frá hinni eldri afstöðu 1 sinni og lúta nú loks að sex mílna markinu. Gunnar G. Schram. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10. girnast hana til minningar um daginn. Þegar Margrét ríkiserfingi verður 21 árs muh hún fá eigið heimili í Amalienborg — en þar var mikið um dýrðir í gær, mik- ill fjöldí gesta heimsótti konungs hjónin og börn þeirra og skotið var af 21 fallbyssu ríkiserfingj- anum til heiðurs. Fyrsta stóra verkefnið, sem Margréti verður fengið, er að taka á móti Paul Henri Spaak, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, sem kemur innan skamms til Kaupmannahafnar vegna ráðherrafundar bandalags- ins. Mun ríkiserfinginn hafa boð inni fyrir Spaak, en Friðrik kon- ungur verður þá í Englandi. — Benedikta prinsessa stundar nám í Englandi í vetur, en fékk leyfi frá skólanum í tilefni afmælis Margrétar — og mun Friðrik fylgja dóttur sinni aftur til skól- ans. —• Grænlandsmálið Frh. af bls. 11. vegna að þau eru hluti þjóðarsál- ar íslands. Þeir munu því einnig þekkja samband Grænlands við ísland á miðöldunum og þær miklu fórnir, sem íslenzka þjóðin færði við landnámið í glötuðum mannslífum. Þeir sanna einnig með afstöðu sinni, réttsýni sína, því er öruggt að þeir múnu telja rétt að ísland fái að njóta réttar sins á Grænlandi, ef hann er enn þá fyrir hendi. Hins vegar er málflutningur hr. Sn. J. hinn mesti hvalreki þeim mönnum, er hann telur dæmda til ósigurs og fyrir þá sem vilja halda til baka öllum hlutum sem frá íslenzku þjóðinni voru teknir á undirok- unártímunum, því sá málflutn- ingur er fyrir þá menn, eius og að rétta drukknandi manni bjarg línu. Ég vil í allri vinsemd benda bæði honum og öðrum á, sem komið hafa með þá firru, að um- ræður um Grænland, torveldi lausn handritamálsins, að ef þeir í raun og veru vilja heillavæn- lega lausn þess, þá ættu þeir ekki á þann veg að ganga í lið með andstæðingum þess. Hins vegar er þeim mönnum vorkunn, sem hafa jafnríka ábyrgðartiÞ finningu og hr. Sn. J. Það er bara tjón að hennar skuli helzt gæta, þegar íslendingar eru að reyna að endurheimta það, sem frá þeim var tekið, á undirokunar- tímunum, og þá lýsa sér í því að blygðast sín fyrir það, að fslend- ingar hafa manndóm til að láta það í ljósi og setja fram rök sin, samanber hér á undan, og einn- ig að þegar landhelgisdeilan stóð yfir, við Englendinga, þá taldi hann í simtali við undirritaðan, að íslendingar væru búnir að verða sér til skammar í því máli. Greinilegt er því, að hér hefur sagan endurtekið sig. Bókaútgef- andinn og bóksalinn hr. Sn. J. blygðast sín fyrir þjóðarinnar hönd, að ýmsir málsmetandi menn hafa haft manndóm, til að vekja athygli á þeim atriðum, sem þeir telja að fósturjörð þeirra eigi rétt á að sé skilað til baka, frá tímum undirokunar- innar, af því sem frá henni var tekið þá. Hann blygðast sín einn ig fyrir að dagblöð landsins, skuli ljá þeim málflutningi rúm. Það má segja um þennan fyrrver- andi bókaútgefanda og bóksala að hann sé sérstæður fulltrúi hins almenna ritfrelsis. Mér virð ist nú samt, að þessi sjónarmið samrýmist ekki vestrænni hugs- un, um ritfrelsi. Hann lýsir þenn an málflutning ódæðisverk, og þá sem flytja hann, því ódæðis- menn. Gagnvart þeirri nafnagift segi ég, að þeir skyldu ekki byrja að kasta steinum, sem í glerhúsi búa. Reykjavík, 9. apríl 1958. Þorkell Sigurðsson, vélstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.