Morgunblaðið - 01.05.1958, Side 12

Morgunblaðið - 01.05.1958, Side 12
!2 MORGTJ'NBL A&1& Fimmtudagur 1. maí 1958 7. maí — hátíðisdagur verkalýðsins Fiiðleifur I. FriðiiksFon formaður Voru- bílstjórafélagsins Þróttar: Þessi hörmungarríkisstjórn verður uð vikju ÉG GET ekki sagt, frá mínum bæjardyrum séð, að bjart sé yfir að líta í atvinnu- og efnahags- málunum á þessum hátíðisdegi verkalýðssamtakanna. Ekki verð- ur því þó um kennt, „að nú sé ir endann á í dag. En eitt er víst, að eins og nú horfir, er ekki ann- að sjáanlegt, en stjórnárflokkarn ir sigli hraðbyri með þjóðina út i það sama ástand, sem ríkti í þeirra fyrri stjórnartíð 1934—39, atvinnuleysi, fátækt og sult. Ég sé ekki nema eina leið til þess að afstýra þeim voða, sem fram undan er: Að þjóðin sam- einist um að hrinda þeirri ríkis- stjóm, sem nú situr, og hennar stjórnarstefnu af höndum sér. bar eiga launþegasamtökin að vera í fararbroddi, því að þau eiga mest á hættu. En til þess að þau geti innt það hlutverk af hendi, þurfa þau að losa sig und an oki kommúnista í verkalýðs- hreyfingunni og gera hana frjálsa og óháða öllum pólitísk- um flokkum. bað má aldrei koma fyrir aft- ur, að kommúnistar nái yfir- stjórn alþýðusamtakanna í sínar hendur með aðeins tveggja atkv. meirihluta. , Sú reynsla, sem launþegarnir hafa fengið af setu kommúnista í ríkisstjórn, ætti að sanna okkur að þeirra ráðherrastólar voru of dýru verði keyptir. Sú kjaraskerðing, sem orðin er frá því núverandi stjórn tók við völdum, er það mikil, að launþegar eru nú farnir mjög að ókyrrast. Þetta sjá kommúnistar og óttast nú alvarlega völd sín i verkalýðshreyfingunni. Það er þess vegna sem þeir rjúka nú upp til handa og fóta og láta sum stór félög, sem þeir stjórna, segja upp samningum. En er það nokkuð annað en ný blekking til að villa um fyrir launþegunum? Ætla þeir ekki bara að afhenda launþegum með annarri hendinni lítið brot af því, sem þeir taka aftur af þeim með hinni? Friðleifur í. Friðriksson. vinnurekstrar og atvinnuleysi. Ég tel að eitt mikilvægasta verkefni í verkalýðsbaráttu nú- tímans sé að reyna, án þess að slaka til frá réttindum, að koma á sáttum milli launþega og at- vinnurekenda, svo að þeir geti sameinazt um vernd frjálsra at- vinnugreina og hindrað of mikil afskipti ríkisvaldsins, sem oflast leiða til óhagkvæmari fram- leiðsluaðferða og þess vegna skerðingar lífskjara þjóðarinnar i heild. Launþegar og atvinnurek- endur þurfa að sameinast um að krefjast öruggs rekstrargrundvali ar atvinnuveganna og hindra ó- heillaþróunina til aukins ríjtis- rekstrar, sem leiðir oft og einatt til þess að atvinnurekstur, sem áður bar sig, verður styrkjaþurfi og álögurnar aukast sem því nem ur á almenningi. Mér skilst að vísu, að í 1. maí- hátíðahöldunum í dag verði and- inn ekki eins harður og áður, kröfurnar ekki eins háværar. Því miður stafar það þó aðeins af annarlegum sjónarmiðum þessu sinni. Um leið og ég óska verkalýðs- hreyfingunni allra heilla í nutíð og framtíð, vildi ég, að hún bæri gæfu til að skilja hvar hin eigin- lega hætta er, sem ógnar lífskjór- um og frelsi þjóðarinnar. það íhaldið“, sem fari með stjórn í landinu. Nei - o - nei. Nú er það stjórn hinna „vinnandi stétta“, (eða svo kallar hún aig). Við höf- um áður haft ríkisstjórn með sama heiti á árunum 1934—1939. Allir fulltíða menn muna það hörmungarástand, sem þá ríkti og hugsa til þess tíma með hryll- ingi. Það eru sömu vinstri flokk- arnir og sömu alþýðuvinirnir, er þá lofuðu vinnustéttunum gulli og grænum skógum, ef þær lyftu þeim í valdastólana, — sem þær og gerðu, en fengu að launum atvinnuleysi, fátækt og sult. Ár- ið 1956 lofuðu þeir atvinnustétt- unum, um leið og þær létu blekkj ast til að afhenda þeim aftur völdin: að nú skyldu þeir lækka tollana, skattana og verðlagið, auka kaupmátt launanna, tryggja og efla atvinnugrundvöllinn og koma þjóðarbúskapnum á trygg- an og öruggan grundvöll. Nú eins og þá hafa efndirnar orðið í öfugu hlutfalli við lof- orðin. í stað þess að lækka skatta og tolla, byrjaði þessi óhappa- ríkisstjórn feril sinn með því að leggja á landslýðinn á 4 hundrað millj. kr. í nýjum sköttum og tollum. 1 stað þess að auka kaupmátt launanna, batt stjórnin verðvísi- töluna og rændi í leiðinni 6 vísi- tölustigum af öllum launþegum og þar með árangrinum af 6 vikna verkfalli Dagsbrúnar- manna, sem kommúnistar ginntu þá út í til að tryggja sér sæti í ríkisstjóm. , Og þrátt fyrir það, þó segja megi að vísitalan hafi aldrei ver- ið rétt spegilmynd af verðlag- iau, þá er óhætt að fullyrða, að aldrei hafi hún verið falskari mynd af því, en nú síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. En hefur þá þessi ríkisstjórn skapað atvinnuvegunum traust- ari rekstrargrundvöll en áður var? Ég held að enginn treysti sér til að svara því játandi. Hitt er sönnu nær að aldrei hafi at- vinnuvegirnir staðið hallan fæti en nú. Með síaukinni dýrtíð og skatt- píningu, er nú svo komið að marg ar atvinnugreinar riða til falls. Og nú á þessum hátíðisdegi verka lýðsins horfa margar launþega- stéttir með ugg og kvíða til fram- tíðarinnar. Ég sé ekki fram a ann- að en að við blasi minnkandi vinna og samdráttur í atvinnu- lífinu á nær öllum sviðum. Ofan á alla þá erfiðleika, sem ég bér hef lítillega minnzt á, bæt- ist svo það, að yfir vofa nýjar hundruð millj. kr. álögur með afleiðingum, sem enginn sér fyr- Magnús Guðmundsson form. Matsveina- félags SMF.: 1. mni ó oð vera hótíðisdogur verkolýðsins fyrst og lremst MÉR finnst að nú orðið ætti 1. maí fremur að vera hátíðis- dagur verkalýðsins en beiniínis kröfudagur og vil ég í því sam- bandi benda á sjómannadaginn til samanburðar. Hins vegar er ástandið í þjóðmálum okkar svo í dag, að full þörf er á því fyrir verkalýðinn að nota hvert tæki- færi sem honum gefst til þess að berjast fyrir hagsmunamálum sínum. Slíkt mætti þó kanr.ske virðast óþarfi þar sem hin svo kallaða „stjórn hinna vinnandi að lífeyrissjóður komi fyrir alla sjómenn. Sá áfangi hefur nú náðst í þessari baráttu að frum- varp til laga um lífeyrissjóð fyr- ir togarasjómenn hefur verið samið. Ég vil láta þess getið hér að mín skoðun er sú, að sá sem bezt hefur að því máli unnið, sé Jón Sigurðsson, formaður Sjo- mannasambands íslands. Núver- andi valdhafar hafa heitið því bréflega að lög þessi nái íram að ganga á þessu þingí. A£ þeim ástæðum er það skoðun mín. h9 þetta sé svo mikið hagsmunamál fyrir togarasjómenn að samning- um þeirra eigi ekki að segja upp nu. Ástæða er til þess að geta þess að nú liggur fyrir þingi frum- varp til laga um réttindi mat- reiðslumanna og bryta á skipum, Ég tel þetta hagsmunamál allr- ar stéttarinnar og ástæðu til þess að gleðjast yfir þeim álanga, sem með þessu máli er náð. Er það von okkar í Matsveinafelagi SMF að þetta frumvarp verði að lögum. Það er einlæg ósk mín til hinna stétta" situr að völdum. Þ' átt | vinnandi stétta þjóðfélagsins nú Jóhann Sigurðsson, verkamaðux: Verkamenn! Stondið n verði gegn mólsvörnm öfngþrónnarinnor fyrir þetta er nú samt svo komið stærstu stéttarfélög landsins hafa sagt upp samningum um launakjör, enda eru það einu kallaða „stjórn hinna vinnandi fólk getur gert gegn ágangi á hagsmuni sína, vegna aukinnar verðbólgu og minnkandi kaup- máttar launa. Eitt af stærstu baráttumálum sjómannastéttarinnar í dag, er á þessum hátíðisdegi að vinnu- friður megi ríkja í landinu og að sú stjórn, sem situr á hverjum tíma, hafi þor og þrek til þess að taka með festu á þeim vanda- málum sem að þjóðinni steðja, en neyði ekki verkafótk til þess að efna til kaupdeilna eins og hlýtur að verða með áframhald- andi stefnu núverandi ríkistjórn- ar. HÁTÍÐIS- og baráttudagur verkalýðsins 1. maí markar tíma móf. Hann er dagur nýrra átaka og áforma. Hann er einnig dagur uppgjörs og reikningsskila. í byrju var 1. maí í öllum lýð- frjálsum löndum hugsaður sem sameiningartákn, aðalsmerki frjálsra vinnandi stétta. Og skyldi hann vera hátt hafinn yfir dægur þras og pólitíska togstreitu. Þenn an upprunalega svip og tilgang hefur dagurinn nú að mestu misst. Hann hefur dregizt æ meira inn í pólitíska flokkabaráttu. Það hefur sett sinn svip á framkvæmd hátíðahaldanna á undangengn- um áratugum. Það er höfuðnauðsyn, að á mál- um sé þannig haldið í verkalýðs- baráttunni, að hver áfangi skili jákvæðum árangri, en að siglt verði fram hjá öllu því sein tefur för eða rýrir áður unna sigra. Þegar staldrað er við í dag, — horft um öxl til hins liðna og fram á við eins langt og séð verð- ur, kemur í ljós, að undirstaða kjara og mannsæmandi lífsaf- komu hins vinnandi manns hefur látið mjög á sjá í valdatíð núver- andi ríkisstjórnar. Hér er um það að ræða að alger Sveinn Símonarson, formaður Sambands matxeiðslu og framreiðslumanna: 1. mní dagur hótíðar en ekki haturs ÉG TEL það miður farið, hvernig hátíðisdagurinn 1. maí hefur ver ið haldinn undanfarin ár. Hann hefur veríð gerður að baráttu- degi, þar sem allt hefur miðað að því að blása í glæður fjand- skapar og sundrungar milli laun- þega og atvinnurekenda. Það er þessi andi haturs sem mér hefur geðjazt illa að í framkvæmd dags verkalýðsins. 1. maí ætti að mínu áliti að vera fyrst og fremst dagur hálíð- ar, þegar verkalýðurinn fagnar unnum sigrum. Hinn harði andi í garð atvinnurekenda er ser- staklega orðinn óviðeigandi síðar, heilar atvinnugreinar eru farnar að eiga í vök að verjast vegna öfgafullrar skattlagningar og aí- skipta ríkisvaldsins, sem ógnar launþegunum með stöðvun at- öfugþróun hefur orðið í efnahags málum þjóðarinnar. Á tæpum tveimur árum hafa þau lent slíkum ógöngum upplausnar og ráðleysis, að slíkt á sér enga hlið stæðu í sögu þjóðarinnar. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. voru loforðin mörg, stór og fögur. Áherzta var lögð á, að hér væri komir. stjórn hinna vinnandi stétta, nú skyldi hlutur launþeganna tryggður. Ekkert átti jafnvel að aðhafast í efna- hagsmálum landsms, nema nánu samráði við verkalýðssam- tökin, Hverjar hafa svo efndirnar orð ið á þessum loforðum, svo og mörgum öðrum sem hafa verið gefin? Eitt af fyrstu verkum ríkis- stjórnarinnar var að ráðast á kjör launþeganna með afnámi sex vísitölustiga í september 1956. Þar með hirti ríkisstjórnin þær launabætur af verkamönnum, sem unnust í verkfallinu langa 1955. Nokkrum vikum seinna virti ríkisstjórnin algerlega að vettugi ályktanir og skýrar samþykktir síðasta Alþýðusambandsþings og svaraði með því að leggja nýjar álögur á almenning, svo hundr- uðum milljóna skipti, jólagjöfina svonefndu um jólin 1956. Þegar á þetta er litið, sem og margt annað, verður því ekki neitað, að kjör verkalýðsins hafa stórlega rýrnað á síðustu tveimur árum. Orsakast það fyrst og fremst af sífellt nýjum álögum, sem birtast í ýmsum myndum og oft eru dulbúnar laumulega af ríkisstjórninni, en allar miða þær að einu og sama marki, — að skerða lífskjör verkalýðsins. Það hlýtur því að vekja furðu og ugg, að þegar þannig kreppir að kjörum verkalýðsins, skuli koma fram innan verkalýðsfélag- anna hópar manna, sem gerzt hafa málsvarar þessarar öfug- þróunar. Sumir þessara manna hafa hlotið trúnaðar- og valda- stöður innan verkalýðsfélaganna og notað þá aðstöðu sína til að vinna beint gegn hagsmunum verkalýðsins, Þessir menn hafa alger enda- skipti á staðreyndum. Nú kalía þeir það kjarabætur, sem áður hét í þeirra munni arðrán og árásir á verxalýðinn. í þessu hafa kommúnistar staðið fremst og sýnt með 'því, það sem raunar var áður vitað, að þeir setja þjónkun við valdafíkn sína og flokkinn ofar heill verkalýðsins. Ég segi því: — Verkamenn, hvar i flokki, sem þið standið, verið vel á verði gegn niðurrifs- öflum kommúnista, hvar sem þau birtast — myndum órofa heild um hagsmuni okkar með lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt okkar sem leiðarljós.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.