Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 1
16 síður ocj Lesbók Afleiðingar „bjargráðanna" enn meiril Enginn strœtisvagn verðhækkanir en verið hafa Farib inn á þá brauf, að ákveða kaup með löggjöf Yfirlýsing frá Albýðusambandinu MORGUNBLAÐINU barst í gær ályktun frá Alþýðusambandi ís- lands, sem gerð var á fundi í fyrrakvöld. Meginatriði ályktun- arinnar eru þessi: í fyrsta lagi er því slegið föstu, að stjórnar- stefnan, sem verkalýðs- samtökin vildu hafa stutt, hafi verið þver- brotin ,,í veigamiklum atriðum“. í öðru lagi er svo til orða tekið að afleiðing- ar ,,bjargráðanna“ sem nú munu vera um það bil að koma fram, verði enn meiri verðhækkanir en átt hafa sér stað að und- anförnu. í þriðja lagi er boðað, að farið verði inn á þá braut að ákveða kaup með löggjöf. Fundir að undanförnu Hin svonefnda „19 manna nefnd“, sem verið hefur á lát- lausum fundum að undanförnu með miðstjórn Aþýðusambands- ins, var kosin á síðasta þingi A.S.Í. til að móta afstöðu verka- lýðssamtakanna til efnahags- NÚ ER talið, að „bjargráð- in“ verði lögð fyrir Al- þingi um miðja næstu viku. Hefur heyrzt. að um sama íeyti verði tilkynntar að- gerðir í landhelgismálinu og sé tíminn valinn til að beina athyglinni frá efni efnahagsmáiatillagnanna. mála með miðstjórninni. Hafði núverandi ríkisstjórn þá lýst því yfir, að hún myndi ekkert að- hafast í efnahagsmálunum, nema í nánu samstarfi við launþega- samtökin, og hefur það verið margendurtekið síðar. .,19 manna nefndin" var þó ekki kölluð sam- an nú til fundar um efnahags- málin, fyrr en ríkisstjórnin hafði fullbúnar efnahagsmálatillögur sínar, og mun nefndarmönnum aðeins hafa verið gefinn kostur á að segja já eða nei við þeim. Framh. á bls. 2 430,000 maiins hóta verkfalli LONDON, 9 maí. — MaeLeod verkamálaráðherra Breta átti í dag viðræður við sir Brian Ro- bertson yfirmann umferðarnefnd arinnar og við fulltrúa frá sam- tökum járnbrautastarfsmanna. — Viðstaddur þennan fund var sir Wilfred Neden hinn nýi sátta- semjari í deilunni, en hann á að reyna að koma í veg fyrir, að 430.000 járnbrautastarfsmenn fari í verkfall og lami járnbrautasam- göngur í Bretlandi. r Atöb Rússn og Júgáslovo horðno LONDON, 9. maí. — Samskipti Rússa og Júgóslava fengu á sig dálítið órólegan blæ, þegar Pravda, höfuðmálgagn rúss- neskra kommúnista, og júgóslav- nesk blöð skiptust á skammar- yrðum. Stjórnmálafréttaritarar í Belgrad álíta, að svör Júgóslava bendi til þess, að heimsókn Vorosjilovs forseta Sovétríkj- anna, sem átti að koma til Júgó- slavíu sunnudaginn kemur, hafi verið aflýst. Pravda minnti Júgóslava á hjálpina, sem þeir hefðu fengið frá Rússum á liðnum árum og gaf í skyn, að til mála gæti kom- ið að stöðva þessa hjálp. Ef Júgó- slavar áliti, að efnahagssamband þessara ríkja hafi einkennzt af arðráni, þá sé hægt að losa Júgó- slavíu undan slíku arðráni. Rúss- ar vilji ekki þröngva vinskap sín- um eða efnahagshjálp upp á nokkra þjóð. Júgóslavnesku blöðin bentu m. a. á, að það mundi leggja Rúss- um þunga sögulega ábyrgð á herðar, ef þeir byrjuðu aftur þvingunarráðstafanir sínar gegn Júgóslövum. Árásin á Rússa var hin fyrsta sem birzt hefur í júgóslavneskum blöðum í nokkur ár. Bent er á, að ásandið sé nú á ýmsan hátt svipað og fyrir 10 árum, þegar Júgóslavar voru reknir úr Kominform. Listkynning idbl. I DAG hefst sýning í glugga Mbl. á þremur steindum (lituðum) gluggum. Slíkir gluggar eru fá- tíðir hér á landi og munu mjög fáir íslenzkir listamenn hafa lagt stund á þessa listgrein. Steindir gluggar eru gerðir á þann hátt, að fjöldi smáglerja er málaður og litirnir síðan brennd- ir inn í glerin, sem er skeytt í litla blýramma og myndar allt þannig eina heild — mósaik. Slíkir gluggar tíðkazt mjög í kirkjum og stórbyggingum er- lendis svo og nokkuð í íbúðar- húsum. Er talið að þessi grein myndlistar hef jist á 9. öld í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs. Gluggar þeir sem hér um ræð- ir eru í þýzkum síðgotneskum stíl, en sá stíll kom fram í lok 18. aldar. Þeir eru hingað komn- ir frá Þýzkalandi. Að sjálfsögðu eiga gluggarnir að sjást innan frá, þannig að dags birtan skíni í gegnum glerin, en því varð ekki komið við í glugga blaðsins af skiljanlegum ástæð- um og njóta þeir sín því ekki nema að takmörkuðu leyti. Gluggarnir eru til sölu, og gef- ur afgreiðsla blaðsins allar nán- ari upplýsingar. Pflimlin reynir stjórnarmyndun PARÍS, 9. maí. — Pierre Pflimlin úr Þjóðlega lýðveldisflokknum, maðurinn sem nú er að reyna að leysa frönsku stjórnarkreppuna, hafði í dag gengið frá stefnuskrá sinni og ræddi um hana í kvöld við leiðtoga annarra stjórnmála- f lokka, áður en hann gengi á fund Coty forseta til að skýra honum frá, hvort hann gæti tekið að sér stjórnarmyndun. Almennt var álitið að hann tæki boði forsetans. Antoine Pinay þingleiðtogi óháðra sagði eftir fund sinn við Pflimlin, að hann væri viss um að margir pólitískir vinir sínir hefðu áhuga á að binda endi á stjórnarkrepp- una og mundu því styðja Pflim- lin, en hann vill mynda litla stjórn, einkum með mönnum úr eigin flokki. Seint í kvöld var tilkynnt, að Pflimlin mundi ekki heimsækja Coty forseta fyrr en á morgun, þar sem viðræðurnar við ýmsa stjórnmálaleiðtoga hefðu dregizt meir á langinn en hann gerði ^’áð fyrir. Það má teljast sjaldgæft að sjá svo marga vegfarendur á tveim jafnfljótum en alls engan strætisvagn á götum Lundúna, en þannig hefur það verið síðustu dagana vegna verkfalls vagn- stjóranna. Nú verða Lundúnabúar að ganga til vinnu sinnar þúsundum saman, eins og myndin sýnir. ► __________________________________ Rússneskir herforingjar skrifa í blöðin MOSKVU, 9. maí. — Herforingj- ar Rússa gáfu í dag Vesturveld- unum aðvörun um, hvaða afleið- ingar nýtt stríð muni hafa. Öll fremstu blöð Rússa fluttu greinar eftir marskálka og hershöfðingja, sem lögðu áherzlu á sóknarstyrk og árvekni Sovétríkjanna gagn- vart ögrunum Vesturveldanna, eins og það var orðað. Þessar greinar birtast nú rétt eftir að NATO-fundinum í Höfn er lokið og eftir að Bretar og Bandaríkjamenn hafa tilkynnt á- framhaldandi tilraunir með kjarna- og vetnisvopn, og þær spegla opinbera afstöðu Rússa, Myble sýknaður í hæstarétli „Sönguiinn um roðastei.JÍnn“ ekki IGumrit BERN, 9. maí. — Hinn 52 ára gamli lögreglustjóri Max Ulrich var í dag fundinn sekur uin njósnir og dæmur í 214 árs betr- unarhúsvinnu af dómstóli í Bern. Ulrich var sekur fundinn um að hafa afhent leynilegar skýrslur frönskum njósnurum. OSLÓ, 9. maí. — Hæstiréttur Noregs kvað í dag upp dóm í svo- nefndu Mykle-máli. Þar var hrundið dómi undirréttar í máli þessu, en hann var á þá lund, að bók Agnars Mykle, „Söngur- inn um roðasteininn", skyldi gerð upptæk, enda væri um klámrit að ræða, og ágóði af sölu bók- arinnar skyldi sömuleiðis gerð- ur upptækur. Forstjóri Gylden- dals-forlagsins norska, sem gaf bókina út, og höfundurinn voru hins vegar sýknaðir í undirrétti af þeirri ákæru að hafa vitandi vits stuðlað að útbreiðslu _klám- rita. Tólf af fimmtán dómurum hæstaréttar voru sammála um dómsniðurstöðuna, en þrír voru á móti. Dómur hæstaréttar þýðir það, að nú má hefja að nýju sölu á bókinni í Noregi. Mál þetta hefur vakið miklar deilur í Noregi og víðar. Norskum rit- höfundum þótti mjög gengið á hlut sinn með dómi undirréttar, og þótti hann skerðing á prent- frelsi í landinu. I niðurstöðum hæstaréttar- dómsins kom fram m. a., að dæma yrði verk Mykles sem heild, en ekki einskorða sig við einstaka kafla þess. Bókmenntafræðingar hefðu lýst yfir því að verkið hefði bókmenntalegt gildi, og kaflar þeir, sem deilt hefði verið um, væru nauðsynlegir vegna hinnar listrænu heildar. „Söngurinn um roðasteininn" kom út fyrir 18 mánuðum og var brátt metsölu- bók. en hún er m.a. sú, að alþjóðleg afvopnun geti því aðeins átt sér stað að haldin verði ráðstefna æðstu manna. Greinarnar eru m.a. ritaðar af Malinovský hermálaráðherra og Konjev marskálki, yfirmanni herja Varsjár-bandalagsins. Báð- ir minna þeir á samstöðuna í síð- asta stríði, en skella allri skuld- inni á Vesturveldin fyrir við- sjárnar í alþjóðamálum eftir stríðið. í blað rússneska alþýðu- sambandsins „Trud“ skrifar Bolt- in hershöfðingi, að gagnárás Rússa muni ekki aðeins beinast að herstöðvum sem liggja í lönd- um kringum Sovétríkin, heldur og að iðnaðarmiðstöðvum fjar- lægra landa. Ný skilyrði frá Rússum? MOSKVU, 9. maí. — Um það gengur nú þrálátur orðrómur i Moskvu, að Grómýkó utanrikis- ráðherra hafi afhent sendiherr- um Vesturveldanna mikið skjal á mánudaginn þegar hann átti viðræður við þá. I þessu skjali eiga að vera ný skilyrði af hálfu Rússa fyrir ráðstefnu æðstu manna. Talið er að skjalið hafi verið til umræðu á ráðherrafundi NATO i Kaupmannahöfn, sem hófst sama dag. Niðurstaðan virð ist hafa orðið sú, að ríkisstjórn- ir Vesturveldanna þriggja hafi gefið sendiherrum sínura í Moskvu ný fyrirmæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.