Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 6
e MORCVNBT.AÐIÐ Laugardagur 10. maí 1958 Kári Guðrriundsson, mjólkurfræðingur: Homogeniseruð mjólk í pappaumbúðum Herratízkan að Laugavegi 27 minntist tveggja ára afmælis síns í fyrradag og efnir um þessar mundir til útstillingar í glugga Málarans þar sem sýndar eru nýjar vor- og sumarvörur. Herra- tízkan hefur frá upphafi lagt áherzlu á það eitt að hafa á boð- stólum allan karlmanna- og drengjafatnað. Er það að lang- mestu leyti innlendar vörur. Hefur verið reynt eftir megni að fylgjast með tízkunni og kynna nýjungar. Forstjóri verzlunar- innar er Edvard Frímannsson. HOMOGENISERUÐ mjólk (krám in mjólk) er mjólk, sem fitu- kúlurnar hafa verið kramdar í, með þeim árangri, að enginn sýnilegur rjómi sezt ofan á hana, þótt hún sé geymd í 48 klukku- stundir. Vísindi og tækni hafa sannað, að homogeniseroið mjólk er miklum mun ljúffengari og bragðbetri heldur en sú mjólk, sem við eigum að venjast. Því er brýn nauðsyn að byrja nú þegar að homogenisera okkar neyzlumjólk (sölumjólk). Annarlegt bragð í mjólk Á þessum tíma árs ber stund- um lítið eitt á því, að annarlegt bragð má finna í mjólk hér á landi og víða erlendis. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um það, hvað veldur þessu bragði. Nú hafa hins vegar vísindi og tækni leitt í ljós, að útrýma má annar- legu bragði í mjólk með þvi að homogenisera mjólkina og nota pappaumbúðir undir hana, en ekki glerflöskur. Það er þegar sannað, að homogeniseruð mjólk er miklum mun ljúffengari og bragðbetri en ókramin mjólk, auk þess fer hún betur í maga. — Að sjálfsögðu verður að tryggja örugglega, að mjólkin spillist ekki í meðförum eftir gerilsneyð- ingu og homogeniseringu. — Það verður bezt gert með því að nota pappaumbúðir eins og fyrr segir, því að t. d. birta getur haft skaðleg áhrif á mjólkina, breytt bragði hennar, auk þess er hreinlætið meira, ef pappa- umbúðir eru notaðar. — Því skal nokkru nánar rætt um pappa- umbúðir. Fyrir nokkrum árum benti ég á kosti Tetra-Pak pappaumbúða, og þar eð Mjólkursamsalan hefir nú ákveðið að kaupa slíka vél, er ekki úr vegi að minnast nokkru nánar á þessa frábæru vél og pappaumbúðir. Tetra-Pak pappaumbúðir Um áraskeið voru tilraunir gerðar áður en Tetra-Pak hylkið var framleitt eins og það er nú. Á tilraunaskeiðinu voru uppi raddir um það, að nýtt kerfi væri í uppsiglingu, nú er það ljóst orðið, svo að ekki verður um villzt, að það hefur marga kosti. Framleiðendur halda fram, að samanborið við hinar beztu amerísku aðferðir til að geyma mjólk í hylkjum, þá spari Tetra- Pak aðferðin 65% af pappaefni, 75% af plássi og 75% vinnustunda við pakningu í mjólkurvinnslu- stöð. Þríhyrningslögun Hin nýstárlega lögun Tetra- Pak hylkisins gerir mögulegt að nota smærri arkir úr léttvigtar- pappír. Tetra-Pak er þríhyrning- ur, þ. e. reglulegur 3ja hliða „piramídi", með jafnhliðuðum þríhyrningum, bæði í botni og hliðum, en þetta þýðir, að réttur endi snýr ætíð upp, af því að allar 4 hliðarnar eru jafnar. Mótunar- og áfyllingavél Tetra-Pak vélin er byggð á eftirfylgjandi einfalda grund- velli: Hún myndar borða af plastik- bornum (húðuðum) pappír, sem lokast (innsiglast) við hitun, borða uppundnum í rúllu og gerður pípulaga. Hin löngu sam- skeyti festast sarhan við hita. Á stöðugri leið sinni niður á við er pípunni þrýst saman af hit- uðum samþrýsti-töngum eða járnum á hreyfi-keðjum, sem hreyfast niður á við með sama hraða og pípan. Jafnframt renn- ur mjólkin í pappírspípuna frá áfyllingapípu að ofan. Yfirborði mjólkurinnar er haldið hærra en innsigluninni (lokuninni), sem nú hefir myndazt. Með þessum hætti ýta samþrýsti-járnin burtu þeirri mjólk, sem umfram er fylli í píramídanum, sem er að myndast. Vökvamagnið í hverju Tetra-Pak hylki ákveðst af þver- máli tækisins, sem myndar píp- una og lengdarfjarlægðina milli samþrýsti-járnanna. Vogir koma ekki til greina né heldur mælitæki, en samt er minni innihaldsmunur heldur en á löggiltum glerflöskum. Til að fyrirbyggja að nokkur vökvi sé eftir við innsiglunina, er þrýst- ingur, sem nemur smálest sett- ur á lokunarjárnin. Gerir þetta gjörlegt að fylla hylkin með sein- hnígandi efnum, svo sem rjóma- ís og venjulegum rjóma o. fl. Engin froða Það, að mjólkin (lögurinn) er ætíð ofar því, sem innsiglið nem- ur, er mjög þýðingarmikið. Það þýðir, að áfyllingspípan endar neðan við yfirborð lagarins. Með þessu er loku fyrir það skotið, að froða komist að. Við alla aðra áfyllingu hlýtur straumur lag- arins fyrr eða seinna að snerta lagaryfirborðið, en með því myndast froða. Hinn eini vissi, en auk þess einfaldasti og ódýr- asti máti til að forðast froðuna, er að koma í veg fyrir yfirborðs- snertinguna, m. ö. o. að fylla fyrir neðan yfirborðið. Pípan skilur sig frá vélinni eins og keðja af fylltum píra- mídum, sem eru aðskildir með innbyggðum skera, og þá búnir til pökkunar í kassa, eða þar til gerðar umbúðir. Vélinni er einfalt að stjórna Öll vélin er af mjög einfaldri ÆRI Velvakandi, „ í Morgunblaðinu sunnu- daginn 4. þ. m. birtist tilkynning frá ,,Stefi“ (Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar) til eigenda segulbandstækja og út- varpstækja með segulbandi. Þar stendur að óheimilt sé samkvæmt íslenzkum lögum að taka tónveik á segulband eða önnur hljóðritunartæki nema með leyfi höfundarrétthafa. Þá er skorað á eigendur slíkra tækja að gefa sig fram við „Stef“ og fá slíkt leyfi fyrir árið 1958, sem er ákveðið kr. 200,00. Ennfremur er þess getið, að þeir sem ekki verða við tilmæi- um þessum, geti búizt við að þurfa að sæta ábyrgð samkvæmt 17. og 18 gr. laga nr. 13/1905, m. a. þannig að tsek:n verði gerð upptæk. Nú er það alkunnugt, að tölu- vert mun vera til aí segulbands- tækjum eða útvarpstækjum með segulbandi á heimilum hér á landi, og bið ég mú Velvakarida að upplýsa eftirfarandi tií leið- beiningar fyrir þessa aðilja. Er það rétt, að „Stef“ geti krafizt 200 króna gjalds fyrir slík tæki, sem aðeins eru notuð inr.an veggja heimilanna og e. t. v. að- eins sem kennslutæki eða til upp- töku á töluðu máli. Er það ætlun „Stefs“ að senda hina ötulu eftirlitsmenn sína ian á eiakaheimili til að ganga úr skugga um, hvernig eigendur nota þessi tæki sín og hve: er lageleg heimild „Stefs“ til þess. Ef nú einhver aðilji þverkall- ast við þessi ströngu fyrirmæii „Stefs“ og tæki hans verður gert upptækt, er segulbandstækið eða útvarpstækið með segulbandí þá réttmæt eign „Stefs“; og mundi og auðskilinni gerð. Hún er hið ytra steypt járnhylki, en á það er fest pappírspípan og áfylli- samstæður, fjögurra hliða sam- stæður með hitalokunartöngum og keðjum sínum, svo og 2ja hestafla mótor. Pípumyndunarsamstæðurnar og áfyllipípurnar er auðvelt að losa frá, þannig að létt sé að þvo þær eftir notkun. Hvora hliðar- samstæðuna fyrir sig má losa á 15 sekúndum. Þær eru óbrotnar, enda eru aðeins tvær pípur úr steypujárni, sem keðjurnar hvíla á. Lokunarjárnin eru tvenns kon- ar. Er annað klætt silicon (maríugler) gúmmí, en hitt er samfest við rafmagnsgeymi og hitastilli. Bæði má setja á og af keðjurnar á 10 sekúndum, og silicona plöturnar, rafgeyminn eða hitastillinn á jafnlöngum tíma. En vegna einfaldleikans á samsetningu vélarinnar, og með þvi, að hún er vatnsþétt, má þvo hana begar þess gerist þörf. Til þess kemur þó varla, þegar þess er gætt, að lokunarjárnin ein snerta ytra borð hylkjanna. Plastklæddur pappirsborði í vélina er látinn plastikklædd- ur kraftpappír. Tegund og þungi plastikhimnunnar er ákveðið eftir því, hver áfylling er. Almennt má búa hylkið þannig úr garði, að það endist ótak- markað, en sé það ætlað fyrir mjólk, er ending þeirra gerð hæfileg með kostnaðartilliti, svo sem svarar 3—4 dagar. Pappírsrúllan er afhent mjólk- urstöðinni prentuð og húðuð, en um Ieið og húðin (plastikhúðin) er sett á, er pappírinn sótthreins- aður. í vélinni er hann innilok- aður og varinn sóttkveikjum í andrúmslofti. Rétt þar sem píp- an myndast er pappírinn aftur sótthreinsaður til frekari trygg- ingar, og er það gert með raf- magnshituðum elementum inni í pípunni. Kassar fyrir hylkin áfyllt Tetra-Pak hylkin falla úr vél- eigandinn eiga þá kost á að kaupa það aftur, t. d. á opinoeru upp- boði? í von um, að þú. kæri Velvak- andi, sért svo fróður hvað snertir þessi mál, að þú getir dæmt um, hvort þessi herferð „Stefs“ inn á einkaheimili sé virkilega lögmæt, kveð ég þig í von um svar. Ófróður." VELVAKANDI taldi rétt að sýna lögfræðingi STEFS Sig urði Reyni Péturssyni hæsiaré+r arlögmanni, bréf þetta. Sendi hann í gær eftirfarandi greinar- gerð: „Vegna fyrirspurnar „Ófróðs“ um heimild STEFs til að heimta afnotagjald fyrir segulbands- tæki, skal tekið fram eftirfarandi: Skv. 1. gr. laga nr. 49/1943 og grundvallarreglum laga hefur höfundur eignarétt á því, sem hann hefur samið eða gert þ. á. m. til að margíaiaa verk’ð á hvern há' t sem er sbr. 18 gr. laga nr. 13/1905 þar sem brot er talið fuliframið, þegar eitt ein- tak ar framleitt. Sk v. 13. gr. Bern arsáttmálans, serr, hefur laga- gildi hér á landi, hafa tónhöf- undar «iakarétt +11 að leyfa að verk þeivra séu „lóguð t:l vél- flutnings’'. en með því er átt við hljóðfesti’igu verksms eða upp- töku á bönd. plötur eða önnur slík tæki (reproduction mecani- que). í vestur-þýzkum hæstaréttar- dómi frá 18. mai 1955 er þvi sleg- ið föstu, að upptaka verndaðra tónverka til heimilisnota sé ó- heimil samkvæmt grundvallar- sjónarmiðum höfundarréttarins og seljendum slíkra tækja bann- að að auglýsa eða selja þau, nema benda kaupendum jafn- inni af sjálfu sér í þar til gerða kassa til flutnings. Kassar þessir, sem hylkin falla alveg aff, eru sexhyrndir eins og sellur í hun- angahleif. Leiffir af þessu, aff þeim má raða saman, án þess aff pláss fari til spillis. Raunveru- lega má raða saman tvöfalt meiri mjólk í sambærilegu plássi við þaff, sem þarf fyrir hinar lög- giltu Vi líters flöskur, er tíðkast í Svíþjóff. Eftir tæmingu má láta kassana hvern ofan í annan. Auffkennandi fyrir Tetra-Pak Yfirburðir Tetra-Pak aðferðar- innar eru margir, sérstaklega að því er snertir: 1. EFNI. Áætlaður sparnaffur á efni í Bandaríkjunum (með það fyrir augum, aff öll mjólk, sem þar er seld í pappírsumbúðum, yrffi nú seld í Tetra-Pak) mundi nema h. u. b. 250.000 smálestum af pappír árlega. framt á, að til tónupptöku þurfi leyfi höfundarrétthafa, þ.e. STEFj anna. Síðan hefur þýzka STEF innheimt afnotagjald fyrir segui bandstæki. í dómi þessum er áérstaklega bent á, að með tilkomu segui- bandstækjanna hljóti ein höfuð- tekjulind höfundanna þ. e. hljóm plötusalan að minnka mjög veru lega, þar sem segulbandið komi að söm unotum og hljómplatan. Segir m. a. í dómnum á þessa. leið: „Ein mjög veruleg tekjulind tónskáldanna er arðurinn (höf- undagjöldin), sem þeir fá fyrir sölu á hljómplötum.Nú er einmitt hljómplatan að miklu leyti æti- uð til að njóta hugverkanna í einkaumhverfi. Segulbandið er hins vegar í eðli sínu mjög ve’ til þess fallið að keppa við nijóm plötuna .... þannig er óþarfi c.g óeftirsóknarvert fyrir eigend- ur segulbandstækis að kaupa hljómplötur . . . “ í sambandi við framanritað má benda á, að ein hljómplata kostar nú jafnmikið eða meira en allt árgjaldið, sem STEF fer fram á. Út af því atriði í bréfi ,Ófróðs‘ hvort eftirlitsmenn STEFs muni ráðast inn á heimili manna, skal tekið fram, að félagið hefur önn- ur tiltæk ráð til að afla sér upp- lýsinga um þá, sem nota slík tæki til tónupptöku. Loks skal vakin athygli á því, að réttar- brot eru engu betri þótt þau séu framin innan heimilis en utan, og viðurkennd réttarregla, að brot er því saknæmara því meiri leynd sem er yfir verknaðinum og því auðveldara sem er að frr.m kvæma htnn. Reykjavík, 9, maí 1958. Sig. Reynir Pétursson. 2. VINNUKOSTNAÐUR. Tetra- Pak vélin afkastar 90 hylkjum á mín. Einn maffur getur fram- leitt 5400 fyllta pakka á klukkiu- stund, fullröffuffum til flutnings í kössum. 3. RÚM. Miffaff við annan fram- leiffslumáta og jafnmikiff magn, er sparnaffur a. m. k. 75%. Ekk- ert geymslupláss kemur til greina fyrir tóm hylki, því aff þau eru send mjólkurstöðinni í mynd samanþjappaffra rúllna af húffuffum pappír. í mjólkurstöðv- um má koma fyrir margra mán- affa forða af pappír í litlu plássi. Þær þurfa aldrei aff óttast trtufl- anir hjá verksmiffjum þeim, er sjá þeim fyrir efni. 4. FLUTNINGSKOSTNAÐUR. Tetra-Pak er svo létt, aff einn maður raffar á bíl tvöföldu magni mjólkur samanboriff viff mjólk- urmagn í venjulegum glerflösk- um. 5. MÁ SELJA í ÖLLUM MAT- VÖRUBÚÐUM. Aff því athuguðu, aff Tetra-Pak er lokaff loftþétt og innsiglaff viff hita, getur jnjólk- in ekki spillzt. Tetra-Pak má þess vegna selja í matvörubúðum. I flestum löndum, að undanskild- um Bandaríkjunium, er mjólk ekki seld í sérstökum mjólkur- búffum eða beint til neytenda. Yfirburðir hins létta og þétta Tetra-Pak á sölu til neytenda er augljós. Sem næst tvöfalt meiri mjólk má flytja á sama vagni og ekki er um neinn tímaspilli að ræða né flutninga á tómagóssi. Fyrir húsmóður hlýtur Tetra- Pak aff vera ákjósanlegt. Hún fær pakka, sem trygging er fyr- ir aff sé hreinn, og hún getur veriff þess fullviss, að mjólkin hefur ekki spillzt aff neinu leyti frá því aff hún var gerilsneydd. Pakkinn er léttur og þægilegur í vöfum, og þegar hann hefur ver- iff tæmdur, er honum fleygt eða brennt. Flöskuþvottur er enginn og ekkert pláss fer til spillis í skápunum. Vegna lögunar þeirra — öll hornin geta snúið upp — fæst pláss fyrir hylkin, jafnvel í yfirfylltum kæliskáp. Það er létt aff meffhöndla þau, jafnvel fyrir smábörn, og auðvelt að hella úr þeim og þau standa stöffug vegna hinna jafnstórú flata. 97 ára - ekki 90 HÉRAÐI, 28. apríl. — Hinn 5. apríl sl. var þess getið í útvarp- inu að Vilborg Einarsdóttir, Mið- húsaseli í Fellum, hefði orðið ní- ræð daginn áður Munu einhverjir fulltrúar hinnar austfirzKu kvenþjóðar hafa sent þetta Vil- borgu tii heiðurs. En hvernig sem því er farið, þá gætir þar furðu- legs rahghermis. Eftir spjaldskrá og öðrum áreiðanlegum heimild- um er Vilborg 97 ára. Og eru það svo áreiðanlegar heimildir að hinar austfirzku „maddömur“ verða að láta í minni pokann að sinni, — B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.