Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 10. mai 1958 JgNNIFER OTl 5. KAFLI Monsieur Charles raulaði lágt við vinnu sína. Það gerði hann alltaf og svo var hann vanur að brosa og spyrja viðskiptavininn: „Þetta þreytir yður vonandi ekki, madame? Eg vinn allitaf bezt, þegar ég fæ leyfi til að raula“. Og enginn hafði neitt við slíkt að athuga. Hann hafði fallega rödd og viðskiptavinunum hefur sjálfsagt fundizt tíminn fljótari að líða, fyrir vikið. Söngurinn hafði líka róandi áhrif á taug- arnar í Joan. Hún gat gert hvort- tveggja í senn, unnið og hlustað. Það aftraði henni frá því að hugsa of mikið og hún var al'lt í einu orðin hrædd við það að hugsa Joan var einmitt að Ijúka við síðasta viðskiptavininn fyrir há- degið, þegar Charles kom aftur inn í stofuna Öll hin voru farin í hádegisverðinn, svo að þau voru em, stundarkorn. Hún fleygði not uðu þurrkunum í körfuna, setti kombana í sóbthreinsunarlög og fór úr bláa sloppnum. Þegar hún var að fara út, sagði Charies: „Ég hefi veitt yður athygli í morgun. Þér eruð mjög dugleg, mademoiseiie“. Joan roðnaði. Hún hafði oft fengið svipað hrós hjá öðrum, en það hafði aldrei haft jafn- miki'l áhrif á hana: — „Það gleð- ur mig, að þér skuluð vera ánægð ur með mig, monsieur Charles". „Þér eruð ekki einungis dug- leg. Þér eruð líka gædd þó nokk- urri heilbrigðri skynsemi. Og þér munuð áreiðanlega þurfa á henni að haida“. „Ég ímynda mér að ég sé sæmi- lega skynsöm“, svaraði hún hægt. Svo leit hún snöggt til hans. Hann brosti ekki, en virti hana fyrir sér, þannig að hún fylitist feimni. „Því miður eru ekki allar stúlk- ur jafnlaglegar og þér“, hélt hann svo áfram. — „Viðskipta- vinirnir munu hrósa yður og slá Fegurstu konur heims ... velju Drene shumpoo Takið eftir hinum gullfallegu kvikmynda- stjörnum, heillandi dansmeyjum og hrífandi tízkusýnum. Sjáið hve hárið er mikill feg- urðarauki. Og flestar þeirra velja DRENE -shampooið, sem gerir hárið silkimjúkt og auðvelt við að eiga. Hár yðar getur orðið eins undurfagurt . . . ef þér notið DRENE SHAMPOO. DRENE SHAMPOO gerir hárið silkimjúkt og auðvelt við að eiga. yður gullihamra. Mörgum karl- manninum hérna um borð leiðist og þeir munu ekki hika við að gerast nærgöngulir við falléga hárgreiðsludömu“. Joan roðnaði aftur, en í þetta skiptið var það ekki af gleði. — „Ég held að ég sé orðin nógu gömul, til að sjá um mig sjálf, monsieur Charles". „Verið þér nú ekki að móðg- ast“, sagði hann brosandi. — „Sem yfirmaður ykkar stúlkn- anna ber ég nokkurs konar ábyrgð á ykkur .... og svo líkar mér mjög vel við yður“. Bros hans varð hllýrra, en það var líka þreytulegt. Hann var í einu orði sagt þreytulegur í út- liti, en því hafði hún ekki veitt athygli í gærkvöldi. Að vísu hafði verið mikið að gera allan daginn, en það var samt ekki vinnan, sem valdið hafði hinum mörgu, þreybulegu hrukkum um- hverfis augun og við munnvikin. „Ég þakka yður fyrir aðvaran- irnar, monsieur Charles. Þér eig- ið augljóslega við það, að þeir karlmenn, sem geta fundið upp á því að gerast nærgöngulir, séu ekki þess verðir að þeir séu tekn- ir alvarlega". „Já, það er einmitt það sem ég á við“, sagði hann eftir nokkurt hik. „Þér gerið yður ekki háar hug- myndir um yðar eigið kyn, skilst mér. Þér álítið kannske að hinir kvenlegu aðstoðarmenn yðar geti ekki með nokkru hugsanlegu móti komizt í snertingu við hina sönnu rómantík". Aftur hikaði hann, en svo kom svarið að lokum: „Ég hefi í einu orði sagt enga •trú á þeirri rómantík, sem þér hafið í huga. Hin sanna rómantík er að mínum dómi fólgin í venk- inu, hinu djarfa og áhættusama. Það lærði ég í mótspyrnuhreyf- ingunni. Minningarnar um hin sterku ár lifa innra með mér og skyggja á allt annað .... En við skulum nú ekki verða hátíðleg. Nú komum við að borða“. Magri þjónnin með föla andlit- ið var að láta stóran og fallegan rósavönd í blómavasa, þegar hún opnaði dyrnar. „Þessi vöndur kom snemma í morgun", sagði hann — „og mér fannst það hreinasta synd að láta þau blikna og deyja“. „Þökk fyrir hugulsemina“, muldraði hún. „Það gleður mig að geta gert yður einhvern greiða, mademoi- selle Hann lét vasann frá sér og brosti til hennar. Aftur fannst henni bros hans helzt til nærgöngult og frekju- legt. Hún snéri sér frá honum. „Þér verðið að afsaka mig“, sagði hún. „Mig langar til að þvo mér og ég hefi mjög nauman tíma“. „Ég hefi ekki enn getað náð í þetta sem þér báðuð mig um mademoiselle", sagði hann og vék aftur að því sama og um morguninn. Hér var sem sagt að finna ástæðuna fyrir þessu sífellda snuðri hans í nánd við klefann hennar. Það varð stutt, en óþægileg íbuð til leigu Til leigu er 5 herbergja íbúðarhæð við Garðastræti. Uppl. gefur (ekki í sima). JÓN N. SIGURÐSSON, hrl., Laugaveg 10, Reykjavík. ''TIVDLl;- Skemmtigarðurinn T í V 0 L í opnar í dag kl. 3 Fjölbreyttustu skemmtitæki sem völ etr á Veitingar allskonar Ferðir frá Búnaðarfélagshúsinu TIVOLI a r / ú ó — Hver er tilgangurinn? spurði Ríkarður Dídí höstum rómi og þreif í handlegg hennar. Síðan þrýsti hann henni að sér. OKAV, I JUST WANTED TO SEÉ IF VOU WERE LYING, RIKER, AND VOU ARE...VOU SMUGGLED THIS GIRL OFF THE ESKIMO QUEEN AND VOU'RE IN LOVE WITH HER/f^ — Slepptu henni, Rikki, kallar Bárður og gerir sig líklegan til að skerast í leikinn. — Eg ætlaði aðeins að vita, hvort þú segðir ósatt, Bárður, sagði Ríkarður, og það hefirðu þögn, áður en hún svaraði: „Ég var búin að segja yður, að ef það reyndist of erfitt, þá skylduð þér ekki hugsa meira um það .... “ Hún sneri baki að hon- um, þegar hún sagði síðustu orð- in. „Og ég endurtek það, að ég vildi mjög fúslega gera yður greiða. Yður þykir kannske frekt, þegar ég segi, að ég vænti ...., launa“. Hún misskildi hann af ásettu ráði. „Því miður á ég enga peninga til að gefa yður“, „Ég er heldur ekki að hugsa um peninga, mademoiselle". „Þá veit ég ekki hvað þér eruð að hugsa um“, sagði hún kulda- lega. „Ekki það? Það var annað hljóð í strokknum í gær. Þér hafið kannske skipt um skoðun, þegar monsieur Ron Cortez fór að senda yður blóm ....“. Nú var óskamm feilni í rómnum, og þegar Joan, sem var bæði reið og hrædd, sagði ekki neitt, hélit hann áfram: — „Auðvitað getur einn lítilmótlegur þjónn lítið á móts við mann, sem hef- ur fullar hendur fjár. En ef mér tækist nú að útvega yður þetta, sem þér báðuð mig um, þá gæti líka önnur borgun komið til greina, mademoiselle Lisette". Hún sneri sér hægt að honum: „Hvað eigið þér við?“ „Þér gætuð kannske gert mér annan greiða á móti .... útveg- að mér einhverjar upplýsingar". Hann benti á nafnspjaldið, sem var fest við blómavöndinn. „Raunverulega þekki ég Ron Cortez alls ekki neitt", sagði hún. „Þá eigið þér eftir að kynnast honum ....“. Hann lagfærði rós- irnar í vasanum. — „En gleymið því þá ekki, að hann var vinur Marie Gallons á ferðalaginu með Fleurie. Þá var ég bæði þjónn hennar og yðar. Það var reyndar þess vegna sem þér báðuð mig að reyna að komast eftir því, hvað Um bréfið hefði orðið“. „Hvaða bréf?“ gloppaðist út úr Joan. Hann starði skilningsvana á hana. — „Auðvitað það sem þér töluðuð um í gær. Það var ég sem fann umslagið með utaná- skrift yðar, þegar þér voruð búin að slökkva eldinn í káetu Marie. En það var, eins og þér vitið, ekkert bréf í því“. Joan reyndi að bæta fyrir fljótfærni sína: — „Já, það veit ég vel. Vitið þér nokkuð hvað af bréfinu hefur orðið?“ Hann starði á hana með tor- tryggnisfullu augnaráði. „Nei, ekki enn sem komið er, mademoiselle. En eins og þér gáfuð í skyn í gær, þá gæti það verið mikilvægt fyrir yður að fá að vita, hvað Marie Gallon skrif- aði yður, nóttina .... nóttina sem hún dó. Það væri líka tals- vert mikilvægt fyrir suma aðra hérna á Rochelle — gleymið því ekki“. Hann læddist út á ganginn og lokaði hurðinni hljóðlaust á eft- ir sér. Ibúð madame Cortez var á A- þilfarinu og hún var ein af beztu vistarverunum á skipinu — svefn herbergi, baðklefi og lítil setu- stofa með viðfeldnum húsgögn- um. Sllíltvarpiö (Laugardagur 10. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin“. 19,00 Tómstundaþátt- ur barna og unglinga (Jón Páls- son) 19,3(0 Samsöngur: The Re- Vellers syngja (plötur). 20,30 Ein söngvar: Kunnir bassasöngvarar syngja (plötur). 21,05 Leikrit: —• „Grasið í skónum" eftir Bernard Shaw. — Leikstjóri og þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikendur: svo sannarlega gert. Þú tókst Robert Arnfinnsson, Herdís Þor- þessa stúlku með þér vegna þess , valdsdóttir og Karl Guðmunds- að þú ert ástfanginn af henni. son. 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.