Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 15
Laugardagur 10. maí 195& MORGUNBLAÐth 15 Lítill bíll eyði- lagður í árekstri A MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ var lítill Austinbíll, 4 manna, ’46 árg., eyðilagður í árekstri á Hring- brautinni við gatnamót Sóleyjar- götu. Litli bíllinn var á syðri akbraut Hringbrautarinnar og var að aka inn á Sóleyjargötuna, er stór amerískur leigubíll rakst aftan á hann. Við áreksturinn, segir sá, sem litla bílnum ók, tókst billinn á Ioft, för hálfhring í loftinu, kom niður á toppinn á gangstétt- ina við „éyjuna“ sem er á milli akbrautanna, tókst á loft aftur, sem gúmmíbolti væri, snerist hálfhring í loftinu, kom niður á hjólin og nam nú staðar! — Pilturinn, sem bílnum ók, sagði að það hefðí bjargað sér frá meiri háttar meiðslum, að hann hafi haldið af öllum lífs og sálar kröftum um stýrið: Hann skrám- aðist þó nokkuð á höfði, herðum og fótum. Leigubílstjórinn kvaðst ekki hafa ekið hratt. Lögreglumenn mældu rúmlega 30 metra löng hemlaför í malbiki götunnar, eftir stóra bílinn, sem skemmdist nokkuð við áreskturinn. Verzlunarhúsnœði Gott skrifstofu- og verzlunarhúsnæði ca. 50—70 ferm. óskast, helzt í miðbænum eða við Laugaveg- inn. Tilb. leggist í pósthólf 1102. Hcippdrættisbátur til sölu strax Báturinn hefir verið notaður í þrjá mánuði og hef- ur reynst mjög vel. Hagkvæmt lán fylgir bátnum. Upplýsingar í síma 24667. Félagslíl Símastúlka Vön símastúlka óskast að stóru fyrirtæki strax eða 1. júní n.k. Tilb. með uppl. um fyrri störf sendist blaðinu fyrir 13. þ.m. merkt: Símastúlka -— 8248. Ferð á Botnssúlur um Þingvelli sunnudag kl. 9. Ferffaskrifstofa Páis Arasonar, sími 17641. Vormót I. fl. í dag kl. 2 á Melavelli. — KR og Valur. Dómari Kristján Frið- steinsson. Mótanefnd. íbúðaskipfi í húsi við Efstasund er til sölu 4ra herb. íbúð í skipt- um fyrir 2ja—3ja herb. íbúð. Taisverð milligjöf í peningum er nauðsynleg. Uppl. í síma 15795 eftir kl. 1. FRAM. Skemmtifund heldur meistara- flokkur Fram í félagsheimilinu í kvöld kl. 9. Skemmtiatriði: Félagsvist og dans. Nefndin. I. O. G. T. Unglingastúkan Unnur nr. 38 Fundur í fyrramálið, laugardag kL 10. Kvikmyndasýning o. f.l Gæzlumaður. BLUNDUR - GARDINUEFNl ÚTVEGUM FRÁTÉKKÓSLÓVAKIU Takið effir! Takið eftir! Erum fluttitr með húsgagnaverzlun okkar úr Brautarholti 22 í Skipholt 19. — Beint á móti gömlu húðinni. Eftirfalin húsgögn á boðstólum Útskorin sófasett Sófaborð Hringsófasett Útvarpsborð Armstólasett Lampaboerð Létt sett, Súluborð Armstólasett, armstoppuð Skókassar Svefnsófar Stofuskápar H úsgagnaáklœði í miklu úrvali Nýir greiðsluskilmálar Engin ákveðin útborgun við afhendingu húsgagnanna.— Allt andvirðið greiðist með jöfnum afborgunum mánaðarlega. — Tækifæri til að gera hagkvæm viðskipti — BÓLSTURGERÐIN H.F. Skipholti 19 (áðtnr Brautarholt 22) Sími 10388 Alúðar þakkir færi ég öllum þeim, sem á níræðisafmæli mínu, hinn 27. apríl sl., glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum og gerðu mér dag- inn ógleymanlegan. Sérstakar þakkir vil ég af þessu til- efni færa börnum minum, tengdabörnum og systrabörnum Guð blessi ykkur öll. Ihiríður Kunólfsdóttir, Lindargötu 52. Prof ■ pipulögnum Pípulagningameistarar, sem ætla að láta nemendur sína ganga undir verklegt próf í maí—júní, sendi skriílega um- sókn til formanns prófnefndar Jóhanns Pálssonar c/o Geislahitun hf., Brautarholti 4 fyrir 20. þ.m. Umsóknun- um skal fylgja: 1. Námssamningur. 2. Fæðingar- og skírnarvottorð prófþegans. 3. Vottorð frá meistara um að nemandi hafi lokið verklegum námstíma. 4. Burtfarar- skírteini frá Iðnskóla. 5. Prófgjald kr. 550.00. Prófnefndin. Hófgerði 20 í Kópavogskapstað, sem er nýtt vandað steinhús, um 100 ferm. kjallari, hæð og portbyggð rishæð, er til söiu og sýnis í dag kl. 2—7 e.h. og 1—6 e.h. á morg- un (sunnudag). 3ja herb. íbúð er á hvorri hæð, en hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk og málningu. 1 kjallara sem er einangraður, með miðstöð, getur orð- ið 2ja herb. íbúð eða iðnaðarpláss. Húsið er fullgert að utan. IMýja fasteignasalan Bankastræti 7 — sími 24300. Siglfirðingar Siglfirðingar í Keykjavík og annars staðar á suð- vesturlandi minnast 40 ára afmælis Siglufjarðar- kaupstaðar með FAGNAÐI í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 20. maí n.k. Dagskrá nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefndin. V erkamenn Vantar 20—30 verkamenn til bygginga- og jarð- vinnustarfa í sumar. Uppl. í Eignabankanum h.f., Víðimel 19 frá klukkan 5—8 e.h. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Atvinna Aðstoðarstúlka í eldhús óskast strax. Upplýsingar hjá ráðskonunni frá kl. 9—5. Matstofan HVOLL Hafnarstræti 15 Innilegt þakklæti vottum við öUum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför KNÚTS HERTERVIG frá Siglufirði. Svava Hertervig, Sigurbjörg Hálfdánardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.