Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 2
t 2 MORCVNBT 4Ð1Ð Þriðjudagur 3. juní 1958 V — Eldhúsdagurinn Frh. af bls. 1 í efnahagsmálum, og minnti jafn framt á, að rannsóknir hafa íarið fram nýlega, en niðurstöðum var haldið leyndum fyru Sjálfstæðís flokknum. Hver eru úrræði þeirra En nú, þegar ég hefi með þol- inmæði svarað barnalegum spurn ingum ráðherranna um stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahags- málunum, sagði Ólafur Thors síðan, langar mig til að leggja nokkrar spurningar fyrir þá sjájfa. Ég spyr nú: Hver er ykkar stefna í efna- hagsmábunum? Um það kom ekk ert fram við umræðurnar um þetta mál undanfarna duga, ann- að en það, að þeir kepptust allir við að sverja af sér frumvarpið. Allir sögðu þeir, að I því fælist alls ekki stefna síns flokks held- ur væri frumv. eins konar óburð- ur, sem fallizt hefði verið á að gera að stefnu stefnulausrar stjórnar yfir sauðburðinn. Hver er stefna Framsóknar- flokksins í efnahagsmálum? Vill Framsóknarfiokkurinn hreina gengisfeilingu? Eða ætlar hann kannske að leggja 1100 milljóna nýja skatta á þjóðina fyrir hverja tveggja ára valdatíð sína? Hver er stefna Alþýðuflokksins í efnahagsmálum? Vill hann geng isfellingu? Hver er stefna kommúnista í þeim? Vill hann ennþá meiri gengisfellingu? Þessum spurningum verða stjórnarflokkarnir að svara skýrt og greinilega í þessum umræðum. Þá ræddi Ólafur Thors, hverjir hefðu gefið þjóðinni gjafir hins nýja álagnafrumvarps. Minnti hann á, að stjórain dó og það fremur tvívegis en í eitt skipti fyrir nokkrum dögum. Hún lifn- aði þó við, sagði Ólafur, en þjóðin stendur loksins sameinuð og sammála — öll þjóðin að ráð- herrunum undanskildum. Allir segja: komi það, sem koma vill, en burt með þessa stjórn. Svikin við strjálbýlið Friðjón Þórðarson, 11. lands- kjörinn þingmaður, tók til máls, er Ólafur Thors hafði lokið ræðu sinni. Hann rakti nokkur loforð núverandi stjórnarflokka fyrir kosningarnar 1956 og vék sérstak lega að landbúnaðarmálunum. Það verður ekki annað sagt, sagði Friðjón Þórðarson, en að bandalag þeirra, er sjálfir nefndu sig umbótaflokka, hafi gefið land búnaðinum og dreifbýlinu fögur fyrirheit. f framfaraáætlun þeirra var rætt um bætta tækni og jafn- vægi í byggð landsins. Tökum samgöngumálin sem dæmi til at- hugunar. — Það dylst engum, sem eitthvað þekkir til í sveitum landsins, að góðar og greiðar sam göngur eru eitt allra stærsta hags munamál þeirra. í byrjun þessa árs skilaði milliþinganefnd í sam göngumálum ýtarlegu áliti «m þessi efni. En afstaða núverandi ríkisstjórnar kom fram við af- greiðslu fjárlaga. Á sama tíma og fjárlögin hafa hækkað og þanizt út á nær öllum sviðum sl. 2 ár, virðist það hafa verið eina sparn- aðarmál fjármálaráðherra að skera stóriega niður fjárveiting- ar til nýbyggingar þjóðvega. Á sl. hausti vildi hann þannig lækka fjárveitinguna til nýbygg- inga þjóðvega úr tæpum 16 millj. í 12 millj.’Þetta var tillaga frá flokki þeim, er kveðst bera hag bænda mjög fyrir brjósti, tillaga, sem hann varð að vísu síðar að falla frá, er hann varð var ákveð- innar andstöðu Sjálfstæðisflokks ins. Er að renna skeið sitt á enda Friðjón 'Þórðarson ræddi síðan áhrif „bjargráðalaganna“ á land- búnaðinn og sagði síðan, að nú, þegar stjórnin eftir nær 2 ára stríð færir þjóðinni „bjargráð" sín og finnur gagnrýni og andúð úr öllum áttum, tekur hún að hrópa ákaft á tiliögur frá Sjálf- stæðismönnum. Fleiri tillögur til að fella, aður en hún fellur sjálf. Stjórnin finnur, að hún er að renna skeið sitt á enda, viðfangs- efni hennar er nú það eitt að stritast við að sitja sem lengst. Það alvarlegasta við „bjargráð" hennar er það, að þau eru ein- ungis til bráðabirgða og munu varla endast þjóðinni yfir há- bjargræðistímann, sem nú fer í hönd. Sigurður Bjarnason, þingmað- ur Norður-ísfirðinga, talaði síð- astur af þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins í gær. Hann sagði, að rétt væri að minna á, að flokkar vinstri stjórnarinnar spurðu ekki um úrræði Sjálfstæðisfloksins 1956. Þá sögðu þeir þjóðinni, að þeir kynnu sjálfir ráð við öllum vanda, og mestu máli skipti fyrir þjóðarheill, að Sjálfstæðisflokk- urinn yrði einangraður. Þið mun- uð, sagði Sigurður Bjarnason heyra forsætisráðherra, sem talar hér á eftir mér halda sér í þá stað hæfingu eins og sökkvandi maður í flak, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin úrræði og hafi engar tillögur flutt. Þannig tala menn- irnir, sem lýstu því yfir 1956, að engan vanda væri unnt að leysa með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður ræddi síðan um sjón- armið Sjálfstæðismanna í efna- hagsmálum, nauðsyn þess að tryggja aukna þátttöku í fram- leiðslustörfunum og að þjóðin geri sér glögga grein fyrir ástandi efnahagsmálar.na. Aukning erlendra skulda Þá ræddi Sigurður Bjarnason um störf vinstri stjórnarinnar og minnti m.a. á, að hún hefur auk- ið erlendar skuldir um 500 millj. kr. á tveimur árum og upplýsti að hún hefði nýlega tekið 50 millj. kr. lán í Rússlandi. Hún hefur jafnframt rétt þjóðinni „jólagjöfina“ og „bjargráðin“, sem samtals fela í sér 35.000 kr. nýjar áiögur á hverja 5 manna fjölskyldu. Við Sjálfstæðismenn hörmum það ólán, sem þessi ríkisstjórn hefur leitt yfir þjóð- ina, sagði Sigurður Bjarnason að lokum. En á valdaskeið. hennar verður að líta sem kalt og napurt vorhret, sem að vísu hefur hamlað gróðri og vald- ið margháttuðu tjóni. En öll hret, einnig hvítasunnuhretin styttir upp um síðir og bjartsýni þjóðarinnar nýtur sín á ný. Undir nýrri, raunsærri og heiðarlegri forystu, sem segir fólkinu satt um ástand og eðli vandamálanna verða erfiðleikarn ir sigraðir. Það kann að kosta stundarfórnir og gera kröfur til þroska og ábyrgðartilfinningar almennings. En í viðreisnarbar- áttunni mun þjóðin finna sjálfa sig, öðlast nýjan skilning á því, að það er fleira, sem sameinar hana en sundrar og gera sér Ijóst, að við erum fyrst og fremst ís- lendingar, sem ber skylda til þess að berjast að einu marki: Frjálsu og batnandi íslandi, starfsamri og hamingjusamri íslenzkri þjóð. Engin frambúðarlausn — verkföll ábyrgðarleysi Hermann Jónasson forsætisráð herra talaði fyrstur af stjórnarlið um. Ræddi hann fyrst lengi um, að Sjálfstæðisflokkurínn hefði engar tiliögur haft fram að færa í efnahagsmálum. Síðan ræddi forsætisráðherra „bjargráðin" og talaði þá mjög í sama anda og fram kom í þeim tveimur ræðum, sem hann flutti um málið við umræður um það á Alþingi og áður hefur verið sagt frá í blaðinu. Hann minnti á, að draga myndi að því í haust, að „sjálfhreyfivél" vísitölunnar færi af stað, nema stéttirnar vildu hjáipa til við nýjar ráðstafanir, — taka vísitöluna úr sambandi og koma í veg fyrir ofþenslu í útlánum og fjárfestingu. Ráð- herrann drap síðan með nokkrum orðum á landhelgismálið og ut- anríkismál, en kom síðan aftur að efnahagsmálum og ræddi um afstöðu verkalýðshreyfingarinnar til ráðstafana á því sviði. Hann sagði enn, að „bjargráðin" væru engin varanleg lausn, en verka- lýðshreyfingin yrði að skilja þá ábyrgð sem á henni hvíii og að verkfalisvopninu megi ekki beita á ábyrgðarlausan hátt og út í loftið eins og áður. Ásgeir Bjarnason, þingmaður Dalamanna, talaði einnig. Unnt að spilla öliiu Guðmundur í. Guðmundsson var næsti ræðumaður og snerist ræða hans öll um landhelgismál- ið. Hann ræddi um þýðingu máls- ins og minnti á, að íslendingar hafa jafnan lagt áherzlu á að undirbúa vel aðgerðir sínar í því, og að aðgerðir þær, sem hing- að til hafa verið gerðar, hafa haft stuðning allra þjóðarinnar. Þá vék Guðmundur í. Guð- mundsson að þvi, sem gerzt hefur í málinu siðustu vikur. Kvað hann mikið hafa áunnizt, þótt ekki hefði fengizt viðurkenning annarra á rétti Islendinga til ein- hliða stækkunar landhelginnar. Nú er nauðsynlegt að hefjast handa, en hagnýta verður jafn- framt skilning þann, sem fyrir hendi er meðal annarra þjóða, sagði ræðumaður. Það er unnt, en það er líka unnt að spilla öllu, sem unnizt hefur, ef ekki er á málum haldið af fyrirhyggju. Sigraði Alþýðuflokkurinn? Þá las Guðmundur í. Guð- mundsson kafla úr ræðu sinni á Kaupmannahafnarfundi ráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna og sagði, að á vettvangi bandalags- ins hefðu síðan farið fram gagn- legar viðræður. Frá hátíðafundinum í Bæjarbíói. Bæjarfulltrúar á sviði Bæjarbíós. Vitinn á tjaldinu er skjaldar- merki Hafnarfjarðar. (Ljósm. Gunnar Rúnarj. Afmœlishátíðahöld H afnarfjar&ar voru mjög fjölmenn HAFNFIRÐINGAR minnt- ust hálfiar aldar afmælis bæj- arins með fjölbreyttum hátíða- höldum á laugardaginn og sunnu- daginn. Hið ákjósanlegasta veður var báða dagana. Fyrri daginn var vígsla Bæjar- og héraðsbóka- safnsins hámark hátíðahaldanna, en á sunnudaginn var það merk- ast er haldinn var hátíðafundur í bæjarstjórn, þar sem viðstaddur var fjöldi bæjarbúa, en forseti Is- lands heiðraði fundinn með nær- veru sinn. Var fundurinn haldinn í Bæjarbíói. Áður en fundur þesi var haldinn höfðu Hafnfirð- ingar fjölmennt til útihátíðar. Á nátíðafundinum var eitt mál tekið fyrir og afgreitt en það var samþykkt bæjarstjórnarinnar um það að ,láta gera nokkurt opið svæði í bænum þar sem síð- an yrði reist veglegt minnis- merki sjómannastétt Hafnarfjarð ar til heiðurs, merki sem tákn- rænt er fyrir störf hennar og þátt stéttarinnar í uppbyggingu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Þessu næst voru flutt ávörp og Hafnarfjarðarbæ færðar góðar gjafir. Eftir að Jónas Guðmunds- son hafði fært kveðjur Samb. ísl. sveitafélaga tók til máls Gunnar Thoroddsen borgarstjóri í Reykja vík, er færði Hafnfirðingum árn- aðaróskir höfuðstaðarbúa og færði þeim að gjöf höggmyndina „Dýrkun“ eftir Ásmund Sveins- son myndhöggvara. Síðan tóku til máls fulltrúar vinabæja Hafna fjarðar á Norðurlöndum og talaði þeirra fyrstur Stehr Johannessen, borgarstjóri Fredriksberg (Kaup- mannahöfn), Timo Maki, héraðs- höfðingi frá Finnlandi og Norð- maðurinn J. Haugerd frá bænum Bærum. — Færðu hinir erlendu gestir góðar gjafir og kveðjur vinabæjanna. Síðan tóku til máls ýmsir forráðamenn félagasam- taka í bænum og flutti Rannveig Vigfúsdóttir kveðjur frá Hraun- prýðiskonum, Sigurgeir Guð- mundsson flutti kveðjur Mál- fundafél. Magna, Þorgeir Ibsen kveðjur íþróttabandalagsins og að lokum flutti kveðjuávarp Sig- urrós Sveinsdóttir form. fulltrúa ráðs verkalýðsfélaganna. Frá þessum félögum og samtökum bár ust bænum og gjafir. Hátíðafundur þessi, sem hófst með því að leikið var „Þú hýri Hafnarfjörður", fór fram með há tíðlegum blæ. Milli ræðna full- trúa vinabæjanna voru þjóðsöngv ar viðkomandi landa leiknir, en hátíðafundinum lauk svo með því að ísl. þjóðsöngurinn var leikinn. Hér innanlands hefði nokkuð verið deilt um málið. Lúðvík Jósefsson hefði 17. maí lagt fram uppkast að reglugerð um 12 mílna landhelgi með óbreyttum grunnlinum, sem gerði ráð fyrir, að íslenzk togskip og dragnóta- skip mættu ekki veiða innan 12 mílna línunnar. Reglugerðina átti að gefa út 20. maí og hún átti að taka gildi 1. júlí. Fiskifélagið og atvinnudeild háskólans lýstu sig samþykka stækkun í 12 míl- ur, en höfðu ýmislegt við reglu- gerðaruppkastið að athuga. Alþýðuflokkurinn gat og ekki fellizt á það, sagði Guðmundur í. Guðmundsson. Hann vildi sam- stöðu allra flokka, útgáfu reglu- gerðar 30. júní og að hún tæki gildi 1. sept. Timann þangað til átti að nota til að skýra málið fyrir öðrum þjóðum. Úrslitin urðu þau, að sjónarmið Alþýðu- flokksins varð ofan á, sagði utan- ríkisráðherra. Friðunarlínan verð ur 12 mílur frá grunnlínum, ís- lenzk skip fá að veiða á viðbótar beltinu, en órætt er, hvort þær j veiðar verða takmarkaðar og hvernig. Fyrirvari er um grunn- línur. Kommúnistar fá orð í eyra Allir lýðræðisflokkarnir þrír eru sammála um 12 mílna land- helgi og þeir vilja vinna að skilningi og viðurkenningu ann- arra þjóða, sagði ráðherrann. —■ Síðan ræddi hann um ummæli Þjóðviljans um iandhelgismálin og hann sjálfan undanfarna daga. Hann kvað árásir blaðsins á sig „ósannar og tilhæfulausar“ eins og skriffinnar blaðsins vissu. Hann sagði og, að reglugerð sú, sem Þjóðviljinn birti 28. maí, væri markleysa — engin reglu- gerð hefði verið samin, enda engar ákvarðanir enn teknar um grunnlínur Utanríkisráðherra kvað Þjóðviljann vitandi vits vinna að því að efna til úlfúðar um landhelgismálið og spurði, hvort ábyrgðin hvíldi ekki á þeim ráðherra, sem ætti að leiða mál- ið fram „á innlendum vettvangi“ (þ.e. á Lúðvík Jósefssyni). Deildi hann hart á Þjóðviljann og Lúð- vík fyrir ábyrgðarleysi þeirra. Síðustu ræður — sigruðu kommúnistar? Síðari ræðumaður Alþýðu- flokksins var Gylfi Þ. Gíslason. Hjá honum kom fram meiri ánægja með „bjargráðin“ en aðr- ir hafa látið í Ijós. Einnig tók hann undir uittmæli Hermanns Jónassonar um að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði engar tillögur gert. Ræðumenn „Alþýðubandalags- ins“ voru þeir Lúðvík Jósefsson og Hannibal Valdimarsson. Fyrri hluti ræðu Lúðvíks snerist um landhelgismálið. Hann kvað reglugerðina sem birt var í Þjáð- viljanum rétta í „öllum aðalatr- iðum“, þar sem samið hefði verið um að gefa út reglugerð 30. júní og að þar skyldu vera þau efnis- atriði ein, sem nefnd voru í ræðu utanríkisráðherra. Það væri því ekki rétt, að neinn ágreiningur væri um efnisatriði reglugerðar- innar, heldur hefði verið deilt um, það, er stjórnin var að klofna, hvort taka ætti ákvarðan- ir í málinu. Síðari hluti ræðu Lúðvíks Jós- epssonar fjallaði um efnahagsmál og kvað hann „bjargráðin" sam- komulags- og málamiðlunarleið. Hannibal X7aldimarsson talaði að lokum og mest um „bjargráðin". í lok ræðu sinnar spurði hann utanríkisráðherra, hvort aldrei hefði komið til mála að veita út- lendum skipum veiðirétt innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu — og hvort hann vildi lýsa yfir, að slíkt kæmi ekki til mála. KEFLAVÍK, 2. júní, — Margt bæjarbúa tók þátt í sjómannahá- tíðahöldunum, sem hófust með skrúðgöngu ofan úr bænum og niður að höfn þar sem flutt var guðsþjónusta. Karvel Ögmunds- son flutti ávarp. Að því loknu fór fram sundkeppni í höfninni stakkasund og fleira og var þar hlutskarpastur Björgvin Hilmars- json.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.