Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 8
ö MOROViyilLAOIL Þriðjudagur 3. júní 1958 í*» ****** ítsiitt ^fp^! Frá íslenzku deildinni Islenzka deildin á kaupstefnunni Gautaborg vekur athygli Haukur Snorrason, ritstj. Minning GAUTABORG, 21. maí. — Al- þjóðavörusýningunni, Svenska Massan, í Gautaborg lauk síðast- liðinn sunnudag. Gestir voru fleiri í ár en nokkru sinni fyrr, eða um 160000 að tölu. ísland tók þátt í sýningunni í ár sem nokk- ur undanfarin ár. Leit þó ílla út um tíma aö það mætti takast, þar * KVIKMYNDIR + Demetrius og skylmingamennirnir -MYNDIN, sem Nýja bíó sýnir um þessar mundir, hlýtur að hafa kostaJ drjúgan skilding. Hvort menningarlegt gildi hennar fari eftir dýrleikanum, er svo annað mál: hún er eiginlega hvorki betri né verri en þessi Holliwood-sagn- fræði, sem við eigum að venjast, bæði hvað snertir list og áreiðan- leik. Efnið er sótt úr einum stór- brotnustu tímamótum sögunnar, þegar fyrsta bjarma af dagrenn ing kristinnar trúar slær á hið volduga og gerspillta rómverska ríki, tímum hinnar mestu upp- hefðar og dýpstu niðurlægingar. Keisararnir, sem tóku við hinum mikla arfi Sesars og Ágústusar, reyndust ýmist meðalmenni eða geðbilaðir, enda holgróf hið röm- verska ríki Ört, þótt það ætti eft- ir að hefjast úr niðurlægingunni um all-langt skeið fyrir tilstilli nokkurra dugandi keisara, áður en það lognaðist alveg útaf. Sag- an gerizt á dögum Kaligúlu, en hann var geðbilaður með öllu, sbr. hinn rauða kirtil Krists — sem jafnframt er rauður þráður sög- unnar — hvern Kaligúla girntist mjög, sem ekki var óeðlilegt, þar eð hann hélt sig myndu öðlazt eilíft líf á jörðu, ef hann klæddist honum, — og væntanlega fá myrt alla íbúa hennar. Kaligúlu leik- ur Jay xtobinson af mikilli tækni, geðveiki hans kom betur fram í látbragði, sem var stílfært á hár- fínan og háskólaðan hátt, en sjálf um svipbrigðunum sem segja ekki tiltakanlega mikið um sálarástand mannsins. Leikur hans naut sín því einna bezt í nokkurri fjar- lægð. Annars er ekki ástæða til að rekja efnið hér, efiaust munu margir hafa gaman af myndinni, enda mörg þrekvirki unnin af Yictor Mature, en ekki þótti mér hin mikilhæfa Susan Hayward líkjast þeirri Messalínu sem Da- víð Stefánsson lýsir, — mér er nær að halda að svona „týpa“ hafi varla þekkzt fyrir fyrri heims Styrjöld, hvað þá í grárri forn- eskju. Það gekk óvenju vel að krýna Kládíus gamla í lokin, og Messalína lofaði bót og betrun! — EGO. eð nefnd sú er sjá á um sýningar sem þessa er í molum, og ekki hefur verið skipuð önnur í henn- ar stað. Þetta heppnaðist þó að lokum fyrir miiligöngu Sænsk- íslenzka félagsins í Gautaborg, sem síðan sá um sýninguna. Fyrir hönd félagsins var sýning- in skipulögð af þeim Guðmun-ti Pálssyni og Bjarna Sigurðssym arkitekt. Sýningin hefur vakið mikla eftirtekt og fengið góða dóma í blöðum. Göteborgs Tidningen segir m. a.: hinni stílhreinu deiid ís- lands hefur verið byggð upp göm ul íslenzk baðstofa með breiðu rúmi, sem á er ekta íslenzk heima ofin ábreiða. Vefnaðinum er ann ars mikið haldið á lofti í íslenzku deildinni, sem er vel staðsett neðsta sal nýja hússins ásamt deildum Norðurlandanna. Hér gefur á að líta fallega leirmuni, sem skreyttir eru mjög smekk- legu munstri, er líkist rúnum. Undurlétt og hlý sjöl, sem fá kvenþjóðina til að staldra við og láta aðdáun sína I ljós. Á veggjun um eru fallegar myndir frá ís- landi í dag, iðnaði þess og lands- lagi ásamt lífi fólksins. Myndirn- ar seiða þangað fleiri og fleiri ferðamenn.“ Ennfremur má geta þess að ís- lenzka deildin var kvikmynduð og kom sú mynd síðan fram í sjónvarpi. Mikil hjálp var í því að ís- lenzkar konur, sem eru búsettar hér í Gautaborg stóðu í deildinni og svöruðu hinum mörgu og oft einkennilegu spurningum sýning argesta. Er eftirspurninni eftir mjólk fullnægt á íslandi? Eru sjölin hekluð með hárnálum? konurnar sögðu við mig í viðtali, að eftirtektarvert hafi verið hve margir Svíar ráðgeri ferðalög til íslands á næstunni. Óhætt er að segja að deildin hafi vakið óskipta athygii og fair hafa þeir gestir kaupstefnunnar verið, sem ekki litu inn í bað- stofuna og notuðu þá tækifærið til þess að skoða hinar fallegu myndabækur frá Almenna bóka- , félaginu. Hinar fallegu myndir sem á sýningunni voru, hafði Ijósmynd- ari Loftleíða í Svíþjóð, Lennart Carlén, tekið. Einnig ber að þakka Loftleiðum hf. fyrir mikla og góða aðstoð við flutmng á sýningarmunum og fleiru. MIG setti hljóðan við þá hörmu- legu frétt að Haukur vinur minn Snorrason væri látinn. Var hann á ferðalagi í Þýzkalandi og veiktist þar, og hné skyndilega í valinn. Mér varð fyrst hugsað til hinn- ar góðu konu hans og barnanna þriggja, föður hans og systkina, sem svo skyndilega urðu að sjá af ástríkum eiginmanni, föður, syni og bróður. Þeir, sem þekktu Hauk bezt, vita gjörla hversu mikið þau hafa misst. Ég kynntist Hauk Snorrasyni fyrst úti í New York fyrir 20 árum. Var hann þá aðeins 21 árs gamall. Vilhjálmur Þór forstjóri íslandsdeildar. heimssýningarinn- ar hafði kvatt hann sér til að- stoðar, og kom brátt í ljós, að það var vel valið, og að þar var réttur maður á réttum stað. Mér var falið það starf að sjá um skreytingar á sýningunni, og hafði ég því mikið saman við Hauk að sælda. Hann var óvenju- lega giæsilegur ungur maður, fluggáfaður,. vel menntaður og hið mesta ljúfmenni. Var hann og mikill starfsmaður og sívökull um allt sem þurfti að gera, og kom sér þá oft vel, hversu skjót- ráður og viljugur hann var til allra úrræða. Meðal annars annaðist hann allt bókhald og vélritaði öll bréf, svo fátt eitt sé nefnt, og var hann á ferð og flugi um allar trissur þar sem einhvers þurfti með. Ég hugsaði oft um það þá, að margt myndi ÚR LANDEYJU Spánskur slyrkur Ríkistjórn Spánar hefur heitið íslenzkum stúdent eða kandidat styrk til háskólanáms á Spáni frá 1. október 1958 til 30. júní 1959. Styrkurinn nemur 18000 peset- um nefnt tímabil. Ef námsmaður æskir. mun honum verða útvegað húsnæði og fæð' í stúdentagarði gegn venjulegu gjaldi. Styrkþegi þarf hvorki að greiða innritunar- né skólagjald. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrk þennan, sæki um hann til menntamálaráðuneytis- ins fyrir 1. júlí næstkomandi. — Landeyjum, 20. mai. Tíðarfar. — Síðan snemma í maí hefur verið norðan- og norð- austanátt og óvenj'ukalt. Frost hefur komizt í 5 stig í lágsveit- um og allt að 8 stigum efrs>. Úr koma aðeins síðustu daga og þa jafnvel slydda eða él. Var farúi 1 að grænka, þegar brá til norðan- áttar, en síðan hefur gróðri farið mjög hægt fram. Sauðburður stendur yfir, og er fé víða á gjöf að meira eða mmna leyti. Vor- kuldinn er bændum alltaf þung- ur í skauti, enda er sums staðar orðið lítið um hey eftir gjafa- frekan vetur. í slíku tíðarfavi sem þessu er fóðurbætisnotkun bænda mjög mikil, og kemur sér vel, að fóðurbætir er enn fáan- legur með skaplegu verði. Von- andi fer að hlýna, svo' að fénað- ur geti dreift sér um græna haga Afmæli. — Nýlega átti Sigur- jón Guðmundsson bóndi á Gríms stöðum í Vestur-Landeyjum, sex- tugsafmæli. Hann hefur búið á Grímsstöðum um þrjátíu ár miklu myndarbúi, stórvirkur um framkvæmdir, bæði ræktun og byggingar. Sigurjón er drengur góður og félagslyndur. Var hann einn bezti starfskraftur ung- mennafélagsins Njáls í V-Land- eyjum og formaður þess lengi. A sæti í hreppsnefnd og skatta- nefnd. Kona hans er Ingileif Auðunsdóttir. Búnaðarfélag Vestur-Landeyja átti sjötíu ára afmæli á síðast- liðnu ári. Þess var minnzt með veglegu hófi í félagsheimili sveit- arinnar, Njálsbúð, ekki alls fyrir löngu. Félagið er talið stofnað 1887 og hefur verið starfandi að mestu óslitið síðan. Það hefur jafnan beitt sér fyrir hvers kon- ar framfaramálum sveitarinnar og komið ýmsu góðu til leiðar Aðalhvatamaður að stofnun þess var ísak Sigurðsson, bóndi í Mið koti. Var hann og fyrsti formað- ur þess. Lengst hefur verið for- maður Valdimar Jónsson, bóndi að Álfhólum, eða frá 1921—46. Formaður frá 1946 séra Sigurður S. Haukdal, Bergþórshvoli, og meðstjórnendur nú Guðjón Ein- arsson, Berjanesi, og Jón M Jónsson, Hvítanesi. Óboðnir gestir. — Það er gjarna svo í sveitinni, þegar gesn ber að garði, að þeim er vel fagn- að. Svo er og um þá gesti, er koma um hávegu loftsins, lífga umhverfið með söng sínum og byggja hreiður undir verndar- væng mannanna. En það er alloft svo, að í kjölfar þessara aufúsu gesta koma aðrir gestir, óboðmr og óvelkomnir, flestir þeirra alla leið sunnan úr höfuðstaðnum. Þeir koma hlaðnir morðvopnum, til að skjóta þá fugla, er mink- arnir hafa ekki enn grandað. Svo ófyrirleitnir eru þessir óboðnu gestir, að þeir iðka skotfimi sína heim undir bæjum. Mildi að ekki skuli slys hafa orðið á mönnum Komið hefur fyrir, að kinduv hafa orðið fyrir skotum þessara kappa. Nýlega voru slíkir óhappa menn á ferð í Vestur-Landeyjum og skutu fugla á túnum. Á einum bænum skutu þeir andahjón, sen voru búin að vera á bæ þessum nokkur ár og verpa þar í túninu, fólkinu til yndisauka. Að vísu náð ist númerið á bifreið þessara skot manna, og málið er í rannsókn. En slík mál hafa oft átt erfitt uppdráttar. Frá þessu er sagt ti! viðvörunar hinum óvelkomnu skotmönnum. Þeir mega ekki halda, að þeim leyfist allt, þegar þeir eru komnir upp í sveit. Bjargráðin. — Nú er mikið tal- að um þær ráðstafanir, er stjórn in hyggst gera til að bjarga þjóð- inni, og ekki eru allir á einu máli. Og þó er öllum ljóst, að miklar verða álögur og þungar. Bændur eru almennt mjög undr- andi yfir þeirri yfirlýsingu stjórn ar Stéttarfélags bænda, að þessar ráðstafanir komi sízt þyngra nið- ur á bændum en öðrum stéttum Að vísu á mjólkin að hækka lítils háttar, en reynslan á þessum svo- kölluðu mjólkurhækkunum hef- ur oftast verið sú,. að þær hafa ekki komið í hlut bændanna, en lent í hít aukins rekstrarkostnað- ar, og stundum verið gefnar eftir Það eitt, að gífurleg hækkun verð ur á fóðurbæti og tilbúnum áburði, verður stórkostlegt áfall fyrir bændastéttina og skapar stórum versnandi afkomuskil yrði. En það er margt fleira en þetta, sem leggst með miklum þunga á bændur, þó að ekki verði upp talið í þetta sinn. Með hvaða rétti og í umboði hverra gefur stjórn Stéttarsambands bænda út fyrrnefnda yfirlýsingu? Og hvað gera bændafulltrúarnir á Alþingi? öðru vísi, ef Hauks nyti ekki við. Að eðlisfari var Haukur mjög félagslyndur og hjálpsamur. Sí- kátur og glaðvær var hann í vinahóp, hrókur alls fagnaðar, og kunni þá list að skemmta sér og öðrum, enda vann hann hylli allra sem kynntust honum. Frá sex mánaða samveru á framandi grund, rifjast upp í huga mér margar ánægjustundir, sem ég átti með honum í margháttuðu samstarfi, oft við erfið skilyrði. Hann var fjölhæfur og vakandi starfsmaður, sem var sér þess meðvitandi, að allt þurfti að gera á réttum tíma, ef ekki átti að hlaupa snurða á þráðinn. En þeg- ar einhver stund var til hvíldar, gengum við saman á listasöfn, sóttum leikhús, eða annað til andlegrar uppbyggingar. Haukur var opinn fyrir öllu fögru, og vildi læra af því, og var hann í því sem öðru, enginn yfirborðs- maður, en naut þess innilega að komast í snertingu við hámenn- ingu fagurra lista, í hverri mynd sem var. Þess vegna var svo frjóvgandi að vera í návist hans. Hið mikla sálarfjör hans snart mann innilega. Að lokinni heimssýningunni var hann gerður að heiðursborg- ara New York-borgar, þá aðeins 22 ára gamall, og mun slíkt fá- títt, en sýnir að starf hans var vel metið. Nú er Haukur horfinn sjón- um vorum, — fluttur á æðra svið. Eftir eru góðar endurminningar um ljúfan og góðan félaga og vin, þar sem hvergi ber skugga á, en einungis ríkir björt heið- ríkja og hlýja sumarsólar sem vermir inn að hjartarótum. Þegar góður vinur kveður þessa jörð, er söknuðurinn sár. Sann- leikurinn er samt sá, að hug- stæður vinur deyr ekki. Endur- minningarnar um hann halda áfram að lifa í brjóstum vorum, þróast þar og vaxa, og auka á þroska okkar og lífsreynslu. „Deyr fé, deyja frændr deyr sjalfr it sama ; en orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr“. J. P. Bolvíkingafélagið í Reykjavík BOLVÍKINGAFÉL. í Reykjavík hélt nýlega aðalfund sinn i Skátaheimilinu við Snorrabraut. Stjórn félagsins var endurkjör- in, en hana skipa: Jóhannes Magnússon, sem er formaður. Ingibjörg Jónsdóttir, Jens E. Níelsson, Hafliði Bjarnason og Ólafur Tímótheusson. Félagið ætlar að efna til hóp- ferðar til Bolungavíkur í sumar og var kosin sérstök nefnd til þess að annast undirbúning henn- ar. Þeir sem eiga sæti í henm eru: Hafliði Bjarnason, Einar ÓI- afsson, Steinn Ingi Jóhannesson og Steingrímur Bjarnason. Þeir Bolvíkingar í Reykjavík, sem áhuga hafa á því að fara þessa ferð með félaginu, eru beðn ir að hafa samband við undir- búningsnefndina eða einhvern úr stjórn félagsins. Rætt var um Orgelsjóð Hóls- kirkju, sem verður 50 ára á þessu ári og með hvaða hætti félagið gæti styrkt hann. Konur innan félagsins ætla að hafa bazar 4. júní í þeim tilgangi. Þeir, sem hugsa sér að styrkja þessa starfsemi félagsins, eru vin- samlegast beðnir að hafa sarn- band við einhvern úr stjórn fé- lagsins eða bazarnefnd þess, sem skipuð er þessum konum: Ingi björgu Jónsdóttur, Halldóru Ein- arsdóttur, Elínu Guðmundsdótt- ur, Salóme Pálmadóttur, Gunn- jónu Jónsdóttur, Klöru Rögn- valdsdóttur, Sigríði Beck og Benný Finnbogadóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.