Morgunblaðið - 03.06.1958, Síða 10

Morgunblaðið - 03.06.1958, Síða 10
10 MOKCTnvnr aðjð Þriðjudagur 3. júní 1958 XJtg.: H.l Arvakur, ReykjavIK. Framkvæmdastjóri: Sigíus Jónsson. 't.ðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 22480 Askriítargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 1.50 emtakið. VERÐHÆKKANIR SKELLA Á NÚ, þegar bjargráð ríkis- stjórnarinnar hafa verið samþykkt, lætur það ekki lengi bíða eftir sér, að verðhækk- anir skelli á. Það er sízt af öllu að dýrtíðin hafi verið stöðvuð, enda er það viðurkennt af stjórn- málaflokkunum að nú muni ný alda dýrtíðar og verðbólgu skella yfir. Sjálf blöð stjórnar- flokkanna lýsa því yfir, hvert í kapp við annað, að hin svonefnda „verðstöðvunarstefna", sem ríkis stjórnin hafi haldið uppi að und- anförhu, sé nú úr sögunni og afleiðingin verði ný verðbólga. Þegar ágreiningurinn varð inn- an Alþýðusambandsins eða hinn- ar svokölluðu 19 manna nefndar um afstöðuna til',,bjargráðanna“, var það einmitt tekið fram, af þeim fulltrúum verkalýðssam- takanna, sem voru andsnúnir frumvarpi ríkisstjórnarinnar, að það fæli í sér brot á þeirri stjórn- arstefnu, sem lofað hefði verið með því að verðið væri nú sízt af öllu lengur stöðvað, heldur stefnt út í nýja dýrtíð. Verðhækkanirnar láta heldur ekki bíða eftir sér. Benzínið hef- ur nú þegar stórhækkað og ■margar fleiri vörutegundir fara á eftir jafnskjótt og nýjar vörur koma á markaðinn. Þess verður nú vart næstu daga og vikur, jafnóðurn og vörur koma en sam- kvæmt fregnum, sem bárust frá tollstjóra fyrir helgina eru inn- flytjendur ekkert að flýta sér að því að leysa inn vörur sínar, en þrátt fyrir það mun þó verð- hækkunin óhjákvæmilega koma fljótlega í ljós. Almenningur mun finna fyrir því, að pening- arnir verða ódrýgri og ódrýgri og munu húsmæðurnar sérstak- lega hafa sína sögu af því að segja nú í náinni framtíð. Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var um sama leyti og bjargráðin voru samþykkt, var því lýst yíir að ekki yrði komizt hjá því að hækka gjöld fyrir hitaveituna, rafmagn og fer'óir með strætisvögnum. Bent var á. með skýrum tölum, að tilkostn- aður þessara stofnana bæjarins ykist stórlega vegna „bjargráða" ríkisstjórnarinnar og væri ekki um annað að ræða en taka af- leiðingunum af því í hækkuðum gjöldum. Þjóðviljinn reynir hér að klóra í bakkann varðandi raf- magnsverðið í grein fyrir helg- ina, þar sem því er haldið fram að tekjuafgangur Rafveitunnar hafi verið svo mikill að und- anförnu, að óþarfi sé að hækka gjöldin. Hér er vitaskuld ekki sagt nema brot af sannleikanum, þvi að rekstrarafgangur Raf- magnsveitunnar hefur allur farið í að víkka út kerfið í bænum, enda er slíkt óhjákvæmilegt meðan nýjar byggingar og heil ný hverfi rísa upp með þeim hraða, sem verið hefur að und- anförnu. Ef ekki væri fyrir hendi fé til þess að leysa þetta verk- efni, mundu raflagnir í húsin stöðvast og sjá allir hvert það stefndi. Hins vegar er engin lán að fá til þess að standa undir þessum framkvæmdum Raf- magnsveitunnar og verður því fé til framkvæmdanna að fást úr rekstri hennar sjálfrar. Það er vitaskuld rétt, sem hald- ið var fram innan Alþýðusam- bandsins og einnig hefur komið fram í nefndarálitum á Alþingi varðandi bjargráðafrumvarpið, að hér er um að ræða algert brot á þeim loforðum, sem ríkis- stjórnin gaf um að stöðva verð- bólgu og reisa efnahagslífið úr rúst að nýju, eins og það var kallað. Því var einnig lofað, að gengisfelling yrði ekki fram- kvæmd, en allir sjá, hvað um það loforð hefur orðið. Segja má, að á pappírnum sé hið skráða gengi krónunnar hið sama og áður var, þegar vinstri stjórnin kom til valda. En það er aug- ljóst, að þó skráða gengið væri orðið mjög óraunhæft, þegar eft- ir jólagjöfina 1956, er það nú enn meiri fjarstæða en var þá. Hið skráða gengi er þess vegna, eins og bent hefur verið á, ekk- ert annað en pappírsgengi. Eftir samþykkt „bjargráða“frumvarps- ins liggur það nú ljóst fyrir, að alls engar gjaldeyrisyfirfærslur fara nú fram á þessu skráða gengi. Minnsta yfirfærslugjald sem krafizt verður er 30%, en allur þorri af gjaldeyrisyfirfærsl- um er með 55% yfirfærslugjaldi. Fyrir utan það er lagt 22—62% innflutningsgjald á mjög veru- legan hluta innflutningsins. Það er því vitaskuld ekkert annað en blekking, þegar því er haldið fram, að gengi hafi haldizt óbreytt í tíð ríkisstjórnarinnar. Það er ljósara en svo, að almenn- ingur verði blekktur, að gengið hefur verið stórkostlega fellt og hefur því loforð ríkisstjórnar- innar varðandi gengið verið frek- lega brotið. Þetta lendir vitaskuld ekki með minnstuna þunga á kommúnistunum, sem stærst orð- in hafa haft um það að gengið yrði alls ekki fellt. Eins og bent var á hér á und- an hljóta verðhækkanirnar að koma fram nú á næstunni. Á það má benda að húsaolía mun hækka um 32%, byggingarefni mun hækka mikið og er talið að timbur hækki um 25—29%, sement um 25—30% og steypu- styrktarjárn um 20%. Þannig er þessu varið, einnig með aðrar tegundir byggingarvara. Búizt er við að byggingarkostnaður hækki um 11%, en þó telja flestir að það muni verða meira. Brýnustu lífsnauðsynjar manna, eins og kornvörur, kaffi og sykur eiga að hækka um 15%, einföldustu búsáhöld hækka um 25%, hrein- lætisvörur um 26%, metravara hækkar um 8—45% og þannig má lengi áfram halda. Reynslan á næstu tímum mun sýna það svo ljóslega að ekki verður um deilt, hversu herfilega ríkis- stjórnin hefur brugðizt þeim lof- orðum, sem hún í öndverðu gaf varðandi efnahagsmál. Sú krafa verður sífellt háværari að ríkis- stjórnin ieggi öll þessi mál undir dóm alþjóðar í nýjum kosning- um. Engin ríkisstjórn, sem setið hefur á íslandi, hefur nokkurn tímann brotið loforð sín svo freklega sem þessi. Þetta ger- ir ábyrgðina þyngri, ríkis- stjórnin komst til valda á blekk- ingum, á loforðum, sem hún hef- ur svikið og það er vitaskuld skýlaus lýðræðisskylda ríkis- stjórnar, sem þannig hefur hag- að sér, að stofna þegar í stað til nýrra kosninga og láta þjóðina skera úr. // l§g»UTAN ór heimi ] Ójbekkti Frakkinn" í forseta- stólnum grípur í taumana SKÖMMU fyrir helgina tók René Coty að sér aðalhlutverkið í þeim harmleik, sem nú á sér stað á franskri grund. Hann greip til þess ráðs, sem er einsdæmi í sögu Frakklands og i mannkynssög- unni: Hann lagði að veði stöðu sína sem æðsti maður ríkisins, til að þingmenn sættu sig við valdatöku de Gaulle, sem ætlar sér að gera stjórnarlög landsins óvirk og bjarga þannig leifunum af franska lýðveldinu — með hrossalækningu. Hann gerði þetta, af því að honum var orð- ið Ijóst, að ekki var lengur hægt að velja milli lýðveldisins og de Gaulle heldur milli de Garlle og stjórnleysis — blóðugrai borg- arastyrjaldar, þar sem „Frakk- ar myndu berjast gegr. Frökk- um“. o—O—o Engan grunaði — og sizt Coty sjálfan — að rás atburðanna myndi leggja slíka ábyrgð og slíkt hlutverk á herðar þessa aldraða forseta. En þegar örlög- in börðu að dyrum í Elyséehöll- inni, hugsaði hann sig ekki um. Hann hefur aldrei verið öfga- eða ofstækismaður, og einmitt þess vegna var hann á sínum tíma kjörinn forseti. Coty hefur ætíð verið milligöngumaður, sátta- og samningamaður í frönsk um stjórnmálum. En nú sneri hann blaðinu við og setti allt sitt traust á einn mann. —- Coty er 75 ára að aldri. „Minn eini bandamaður var raunverulega jóla- sveinninn£í Er Coty var kjörinn forseti 1954, fékk hann viðurnefnið „óþekkti Frakkinn“. En þó að hann væri lítt kunnur, var hann á marga vegu dæmigerður Frakki. Heimilislíf þeirra hjóna hvað ætíð hafa verið til fyrir- myndar. Coty gleðst jafnan fölskvalaust yfir börnum sínum og barnabörnum og hann hefur ætíð haft glöggt auga fyrir því, hve smámunirnir skipta miklu máli. Mikil ringulreið ríkti við forsetakjörið í Versailles 1954, og Coty varð loks fyrir valinu, er 13 atkvæðagreislur höfðu farið fram. Sjálfur komst hann svo að orði: „Minn eini bandamaður var raunverulega jólasveinninn“. Þingmenn efri deildarinnar voru áfjáðir í að komast í jólaleyfi, og var það höfuðástæðan fyrir því, að þeir komu sér loks saman um að kjósa til forseta óþekkt- an þingmann frá Le Havre, Coty að nafni. Hvað hafði hann tiL brunns að bera? Framar öllu það, að hann átti engan persónu- legan fjandmann, þó að hann hefði verið stjórnmálamaður í 30 ár ,en hafði hins vegar aflað sér mikillar reynslu með því að gegna mörgum ráðherrastöðum. Þannig orsakaðist það, að René Coty tók fyrst að láta raunveru- lega að sér kveða 71 árs að aldri, þegar aðrir eru yfirleitt teknir að búa sig undir hvíld frá störf- um. Um þessar mundir áttu þau hjón líka gullbrúðkaup. Kona Cotys var dóttir útgerðarmanns frá Le Havre', og á sínum tíma hafði hann beðið hennar með því að vitna í kvæði eftir Musset, er var viðeigandi við það tæki- færi. Frú Coty lézt fyrir nokkru, og tók forsetinn lát hennar mjög nærri sér. o—O—o Faðir Cotys og afi áttu lítinn kaþólskan skóla í Le Havre. Coty er því sprottinn upp úr kjarna frönsku borgarastéttarinnar. — Hann nam lögfræði og heim- speki. Fimm ár liðu frá því, að hann lauk lögfræðiprófi, þar til hann lagði út á stjórnmálabraut- ina sem bæjarfulltrúi í fæðingar- borg sinni. Að fyrri heimsstyrj- öldinni lokinni vár hann kosinn á þing. Átti hann fyrst sæti í neðri deild, en tólf árum síðar fékk hann sæti í eíri deild. Einn af 600 Á árunum milli fyrri og síð- ari heimsstyrjaldarinnar var hann forustumaður flokks, er kallaði sig „Vinstri lýðveldis- flokkinn“, en eftir síðari heims- styrjöldina gekk hann í flokk óháðra íhaldsmanpa. Hann var einn þeirra 600 þingmanna, sem í Vichy 10. júlí 1940 greiddu at- kvæði með því að fá stjórn Pétains í hendur einræðisvald, og þar með var Þriðja lýðveldið raunveruiega úr sögunni. Eftir að de Gaulle hafði stofnsett stjórn Frjálsra Frakka í Alsír, voru þessir 600 þingmenn svipt- ir rétti til þess að taka framar virkan þátt í frönskum stjórn- málum, Er hernámi Þjóðverja lauk, var mál þessara 600 manna rannsakað og 200 þeirra, þ. á. m. Coty og Robert Schuman fengu aftur sín pólitísku réttindi. o—O—o Föðurlandsást Cotys mun aldrei hafa verið dregin í efa. Á stríðs- árunum leyndi hann um langt skeið í íbúð sinni Alexandre nokkrum Parodi, er síðar varð ráðuneytisstjóri í franska utan- ríkisráðuneytinu. Parodi var hundeltur af Gestapo. Forsetinn eini óháði stjórnmálamaðurinn Einu sinm komst Coty svo að orði ....lýðræði á sér rætur í skynsemi, og stefnumark þess eru framfarir". Persónulegt markmið Cotys sem stjórnmála- manns um margra ára skeið var ætíð að efla þroska Frakklands sem lýðræðisríkis. Það hlýtur því að hafa fengið mikið á hann að verða að krefjast þess, að lýð- ræði í landinu yrði gert óvirkt. a. m. k. um skeið, svo að land og þjóð yrði borgið frá bræðra- vígum. Coty hefir eins og fyrir- rennari hans Auriol, alltaf litið svo á, að forsetinn eigi að vera hafinn yfir dægurþras stjórn- málanna. Einmitt þess vegna hef- ur forsetinn verið eini óháði stjórnmálamaðurinn, og hefir því haft mesta möguleika á að vera réttsýnn, þegar mest reið á, og hann hefir orðið að grípa í taum- ana til að afstýra glundroða. Á sínum tíma skipaði Coty t. d. Mendes-France forsætisráðherra gegn vilja þingsins. Stjórnarlög Frakklands hafa ætíð verið Coty áhyggjuefni, enda eru þau raunverulega orsök þeirra örlagaríku atburða, er nú hafa átt sér stað. Hvað eftir ann- að hefir hann skírskotað til stjórnarlaga Breta sem þeirrar fyrirmyndar, er Frakkar ættu að keppa að. Og hann hefir vitnað til orða Francois Mauriac: „Frakk ar eru allra þjóða heims verst fallnir til að búa við lýðræði, og þess vegna höfum við allt síðan 1789 eytt tímanum í að öfunda Englendinga af stjórnar- lögum þeirra ....“. Er hann á sínum tíma lagði fram drög að nýrri og veiga- meiri stjórnarlögum, sagði hann: „Einstaklingurinn verður alltaf að vera nr. 1, sá, er mestu ræður í ríkinu — í senn markmið og tæki starfsemi þess. Land er raunverulega lifandi vera. Ríki er aðeins hægt að styrkja og treysta með sífelldri þróun og endurnýjun ....“. o—O—o Skyldi hann álíta, að de Gaulle geti endurnýjað franska ríkið? Varla. En honum mun vera ljóst, að valdataka hershöfðingjans er eina leiðin út úr glundroðanum. Adalfyndur Meistara- félags húsasmiða MEISTARAFÉLAG húsasmiða I Reykjavík, hélt nú nýlega aðal- fund sinn í 3aðstofu iðnaðar- manna. Kosnir voru eftirtaldir menn í stjórn félagsins: Ingólfur Finnbogason formaður, Tómas Vigfússon, varaformaður, Daníel Einarsson, ritari, Anton Sigurðsson. gjaldkeri, Gissur Sigurðsson, vararitari. Guðmundur Halldórsson, sem áður var formaður, baðst ein- dregið undan endurkosningu að þessu’ sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.