Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3. júní 1958 M O R C TJ /V B 1 4 Ð 1 b 11 Af hverju gerði franska fall- hlífaliöið uppreisn ? ÞAÐ voru frönsku fallhlífasveit- irnar, sem komu de Gaulle til valda. Ef þesum sveitum hefði ekki verið til að dreifa, hefði de Gaullt vafalaust engan mögu- leika haft á, að ná til sín völdum í Frakklandi. Eftir að foringjar fallhlífaliðs- ins höfðu hrifsað til sín völdm í Alzír og fáum dögum seinna á Korsíku, var það einmitt óttinn við að slík bylting myndi berast til meginlands Frakklands, sem kom hreyfingu á máiin í sjálfri höfuðborginni. Ef ekki hefðu kcm ið til hinir svokölluðu „les homm- Fyrri grein es peintes", eða máluðu mennirn- ir, en þá er átt við fallhlífaher- mennina í olífugrænum og mold- arlituðum felubúningi, hefði það vafalaust ekki gerzt í Paris, sem þar hefur skeð á undanförn- um dögum. Það er þess virði að athuga nánar, hverjir það eru, sem þarna eiga hlut að máli, hverjir hinir frönsku fallhlífar- hermenn raunverulega eru og hvaða sögu þeir eiga að baki sér. Það hefur orðið þeirra hlut- verk að vera seinastir til þess af < frönskum hermönnum að haida út úr hverju landinu á fætur öðru, sem Frakkar hafa orðið að yíirgefa. Engir menn hafa haft jafnnáin kynni af þeim at'burð- um sem á stuttum tíma hafa breytt hinu franska stórveldi úr því að vera nýlenduríki og í að vera land hinna miklu ósigra. „Les Parachutistes ‘ i styttiagu kallaðir Paras, gripu til örþrifa- ráða sinna í Alzír í þeirri von að geta stöðvað þessa þróun, þó seint væri. Hvort þeim heppn- aðist það er vafalaust tvísýnt en framtiðin mun leiða það í ljós. ★ Þyrnibraut hinna frönsku fall- hiífahermanna hófst árið 1945, þegar foringinn Jacques Massu kom til hafnarinnar Haiphong i Indókína, til þess að starfa að því þar; undir yfirstjórn Lesclercs ' herforingja, að vinna frönsku ný- lenduna Tongking aftur, Fallbyss ur Viet-nam uppreisnarmann- anna skutu á landgöngubáta Frakkanna og var sífelld skot- hríð á milli þeirfa og bryggjunn- ar. Sagt er að 18 hermenn hafi fallið í kringum Massu, en þó hann væri með hæstu mönnum eða um það bil 2 metra hár þó stóð hann teinréttur í sjónum og óð óskaddaður til lands. Sagt er, að hinir svokölluðu úrvalshermenn allra landa og á öllum tímum hafi ekki haft við- ari sjóndeilarhring en þann. sem þeir gátu séð undan barðinu á stálhjálminum. Þetta á einnig við hina hraustu en þröngsýnu „tetes brulées“, eins og þeir eru kallað- ir, eða hina „sviðnu hausa“ Mass- us hershöfðingja — fallhlífarher- mennina. Það á einnig við um slíka her- flokka, að meðal þeirra ríkir ákaflega sterkur félagsandi, frem ur láta þeir lífið en gefast upp og heldur brjóta þeir lög lands- ins en reglur félagsskaparins. Þetta á við um hina frönsku fall- hlifamenn og þetta átti við um „kommando“-sveitir Breta, hina svokölluðu „leðurhálsa" Banda- ríkjamanna og einnig hinar þýzku SS-sveitir. Þegar komið er til bardaga, þekkja þessir menn ekki til neinnar vægðar. Flestir eru þeir sjálfboðaliðar, hermenn að atvinnu, sem hafa að baki sér mjög hörkulega skól- un og þeim hefur verið innrætt ótakmörkuð hlýðni, gagnvart yfirboðara sínum. Francois Bondy skrifar um fall- hlífarhermennina: „Fallhlífarhermennirnir hafa í Alzír sérstakt álit á sér og þeir hafa líka ólíka stöðu við allar aðrar hersveitir. Foringi í þessu úrvalsliði á hægara með að ná sambandi við hina hæstu foringja innan hersins og jafnvel allt til hermálaráðherrans en hershöfð- ingjar úr öðrum deildum hers- ins. Fallhlífarhermennirnir menn að þeim jaínvel líka. en fyrirliti þá andi, sem ríkir meðal fallhiífa- mannanna, nær líka til þeina, sem þegar eru farnar úr þessum deildum og nú gegna borgaraleg um störfum. Fallhlífarhermenn- irnir sjá betur en nokkrir aðrir fyrir ekkjum og börnum þeirra, sem fallnir eru, eða fyrir þeim, sem ekki geta lengur gegnt störf- um. 70 þúsund fyrrverandi með- limir í fallhlífadeildunum eru í félögum og samböndum, sem eru nátengd fallhlífaliðunum. Þess:r menn eru allir mjög þjóðernis- lega sinnaðir og þegar rætt hefur verið um að til þess kynni að koma, að einhverjir reyndu að hrifsa til sín völdin í Frakklandi og koma þar á stofn hálf-fasist- ísku einræði, þá hefur verið um það talað, að einmitt þessir fyrr- verandi fallhlífarmenn mundu verða fremstir í flokki um að koma slíku á. Jean Planchais bendir á það í bók sinni, sem kom út fyrir þá atburði, sem nú hafa gerzt, að þeim fjölgi alltai' meir og meir, sem komi heim eftir að hafa endað þjónustu sína í fallhlífarliðinu, en haldi áfram að vinna í anda þess í borgaralegu lífi. Þessir menn ganga með rauða eða bláa koll- húfu og taka þátt í öllum hóp- göngum, sem haldnar eru gegn uppgjöf eða friðarsamningum við Afríkumenn. Planchais bætir því við, að þeir sem standa fyrir ut- an, líti á íallhlífarmennina með ótta en að öðrum þræði dáist Fallhlífarhermenirnir taka því með kuldalegri ró, þegar einhver af þeirra eigin mönnum feilur í valinn og á sama hátt líta beir á dauða annarra. Herforingi nokkur, Marcel Bige: d, sem er baráttufélagi Massus hershöfð- ingja, spyr eftir hverja orrustu: „Hve margir „Macabæer“ voru í dag?“. Macabæer er það orð, sem íallhlífarhermennirnir nota um þá dauðu. Sagt er að Bigeard hafi ein- hvern tímann sagt í fjöllum Al- zír: „Við erum hinir nýju kross- fararriddarar. Við erum hér ekki aðeins vegna Frakklands neldur vegna allrar hinnar evrópsku siðmenningar. Við verjum vestnð gegn austrinu í hinni uppruna- legu og eiginlegu þýðingu þess orðs.“ Sagt er að Bigeard hafi líka öðru sinni sagt: „Við verðum að hafa trú krossferðariddax’ana“ Sagt er að Massu hershöfðingi líki mönnum sínum einmg oft við hina gömlu riddara krossfar- anna. Margir spyrja sjálfa sig, hvenær þeir hafi heyrt þetta og þvílíkt áður og eru þá margir, sem svara því til, að þetta og annað svipað hafi SS-sveitirnar þýzku á árum Hitlers, látið sér um munn fara. Frönsku fallhlíf— arhermennirnir gera sér líka al- veg Ijóst, hvað er saraeiginlegt með þeim og SS-sveitunum og Jean Planchais segir i bók sinni, sem fyrr er nefnd: „Það er mjög algengt að fallhlífarhermenn geri það að gamni sínu að kynna sig með náfni, en segja svo SS á eftir.“ Hilmar Jónsson: Bæjar- og héraðsbóhasöín eins Aginn er harður og honum er haldið uppi með mjög harkaleg- um refsingum. Meðal slíkta vopnabræðra ræður fremur hrjúf ur félagsandi og ekki alveg ósvip aður því, sem þekktist meðal hinna svokölluðu „lensukarla'' á miðöldum. Hernaðarsérfræðingur hins þekkta blaðs Le Monde, Jean Planchais, hefur nýlega skrifað bók um her Frakka, sem harm kallar: „Le Malaise de l’Armée". Þar segir hann um fallhlífarher- mennina: „Félagar þeirra úr öðrum her- deildum öfunda þá og fyrirlíta í senn. Það kemur af því, að þeir standa þar sem orrustan er hörð ust, þeir eru taldir fífldjarfir og „kaldir" karlar. Flestir líta á þá sem siðlitla viíliinenn, a.. því að þeim eru fengin verkefni, sem aðrir ekki vilja eða geta komið fram, og á það t. d. við lögreglu- eftirlit í Alzír, eða starf við að „hreinsa" sérstaklega torfær svæði af uppreisnarmönnum. Þeir eru í senn úrvalslið hersins og skotspónn annarra ......Það er sagt um okkur í París, að við séum skepnur. Já, auðvitað, en við erum stoltir af því.“ Þannig líta fallhlífarhermennirnir á þetta sjálfir. Þanmg er þeirra félagsandi, en þar blandast sam- an takmarkalaus vilji til fórnar og fyrirlitning á mannslífum." Þetta segir Jean Planchais. Svissneski blaðamaðurinn himnum sendur! mynda sérstaka flokka og þeir taka ekki við skipunum frá öðr- um en foringjum þeirra, sem sjálfir eru aldir upp við þá bar- daga, sem átt er í, en aðrir' koma þar ekki til greina. Þeim er sjálf- um ljóst, að þeir eru algerlega ómissandi, og í skjóli þess geta þeir leyft sér ýmislegt, sem ann- ars fellur ekki rétt vel inn í lýðræðislegt skipulag.“ Hér verður líka að taka það með í reikninginn, að sá félags ÞAÐ er staðreynd, sem við yngri kynslóðin íslenzka getum því miður ekki mótmælt með rökum að á sögu Islendinga skortir okk- ur þekkingu. Hygg ég að æsku- fólk hafi mjög óljósa hugmynd um hvað hefur drifið á daga forfeðra okkar eftir dauða Jóns Sigurðssonar. Tveir stúdentar, sem ég hitti fyrir skömmu, minntust t. d. ekki að hafa heyrt talað um Jón Baldvinsson. Ein þeirra fáu ráðstafana sem miðað hafa að því að bæta úr þessari vanþekkingu eru lög um almenn- ingsbókasöfn, er sett voru í ráð- herratíð Bjarna Benediktssonar 1955. Hlutverk bæjar- og héraðs- bókasafna er fyrst og fremst að halda á lofti þjóðlegri menningu. Á því hefur viljað verða mis- brestur að almenningur hefði greiðan aðgang að tímaritum og ýmsum öðrum íslenzkum heimild um frá fyrri hluta þessarar ald- ar. Með fyrr greindum lögum átti að vera ráðin bót á því. Bókafulltrúi ríkisins lét það verða eitt af sinum fyrstu verk- ------------------------------- ;.\\ V.V^W-'V'VÍiVÍ'.i..-. Fallhlífahermenn í eyðimörkinni- um, er hann'tók við störfum, að skrifa helztu bókasöfnum á land- inu bréf, þar :em þeim var bent á Helga Tryggvason, er gæti út- vegað flest ef ekki öll tímarit, sem út hafa komið á ísienzku. Ber öllum saman um að þekk- ing Helga og brennandi áhugi í þessum efnum er dæmalaus. Hef- ur undirritaður nokkura reynslu af mjög hagkvæmum viðskiptum við hann. En í þe'ssu ambandi hefur Helgi orðið fyrir stórum vonbrigðum. Á einu og hálfu ári hefur aðeins eitt hé- " ibókasafn snúið sér til hans í því skyni að kaupa gömul timarit. Virðist svo sem bók?.v"ðir hafi e'-ki of mikinn áhuga á að afla söfnum s.'-um h::...:ida um sögu bjlð- arinnar. Helgi Tryggvason er enginn burgeis. Hefur ha.... l.'.'ið áhuga- mál sín sitja fyrir söfnun ver- aldlegra auðæfa. Ef engin bvevt- ing verður á, mun hann nauð- beygður til að auglýsa tímarit þau til sölu, " voru t "■ Munu þá bák-- J. ir grípa í ‘ ef þá um slíkar bókmenntir í frr.ntíð- inni. Geta - ’ _.m kennt, því Helgi hefur sannarlega haldið öll sin loforð við þá. Hér er gott málefni að renna út i sandinn sökum áhugaleysis nokkurra ei..staklinga í ábyrgð- í. .'ilum. í N-ísafjarðarsýslu ÞÚFUM, N-ls., 26. maí. — Fram til 23. þ.m. var sífelld norðanátt og kuldi Frost flestar nætur, gróður því nær enginn, ær alls staðar á húsi með gjöf í bæði mál Síðan hefir brugðið til betri veðráttu. Eru nú hlýindi og góð- viðri dag hvern, og gróðri fer óð- um fram. Sauðburður stendur nú sem hæst og gengur alls staðar vel. Má því vænta góðrar afkomu með sauðfé, ef tíðarfar helzt 6- breytt. Tún og útjörð grænka nú dag hvern. — P.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.