Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 12
12 MORCUNBI. AÐIÐ Þriðjudagur 3. jöní 1958 Hlustað á útvarp SUNNUDAGINN 25. maí, hvíta- sunnudag, var útvarpað frá bók- menntakynningn stúdentaráðs 12. jan. sl., erindi Sigurðar A. Magn- ússonar: Verk ungra Ijóðskálda. Var þetta mjög fróðlegt erindi, enda þótt langt sé frá því að und- irritaður sé S. A. M. samdóma um margt er hann sagði. Til dæmis get ég ekki fallizt á að rím og stuðlar í kvæðum sé „v>ð- líka mælikvarði“ á gæði ijóða og „kommusetning er á stíl höfunda í óbundnu máli“. Eg ber mikla virðingu fyrir mörgum ungum ljóðskáldum en eg á bágt með að fella mig við það, að sleppa hefðbundnu íslenzku rími og stuðlum. Þetta hefur verið sér- " kenni kvæða okkar um margar aldir og hefur þótt sjálfsagt. Þeg- ar farið er að raða prósa upp í misjafnlega langar línur og kalla það ljóð, getur skáldleg hugsun að vísu haldið sér, en ljóð er það ekki í meðvitund meginþorra manna. — Hin ungu islenzku skáld, er ekki hirða um rím og aðrar hefðbundnar venjur ís- ienzkra kvæða, hafa ekki fundið þetta upp sjálf. Þetta er erlend venja, það er það sem Jónas Hall grímsson orðaði svo „að tyggja upp á dönsku". Það er óneitan- lega þægilegt að þurfa ekki að fást við rím og fleira slíkt, en hvað ætli hin látnu skáld, svo sem Bjarni, Jónas, Grímur, Matt- hías, Einar Ben., Þorsteinn Erlingsson og fleiri hefðu sagt um þessi orð úr fyrirlestri S. A. M.: „Það er athyglisvert í ljóð- um yngri skálda yfirleitt að bæði í hrynjandi og orðfæri eru þau miklu nær eðlilegu mæltu máli en flestir fyrirrennarar þeirra, og að það er út af fyrir sig stórt skref frá ónákvæmu og fölsku skrúðmáli margra eldri skálda sem svínbeygðu eðlilegt tungu<ak ungir kröfur stuðla og ríms og misþyrmdu í raun réttri málinu‘“ (leturbr. mín). Og hvað segja þeir Davíð og Jakob Thor. um þetta? Það eru finnst mér. aum skáld, sem ekki geta rímað ljóð sín og sett á þau hinn tignarlega og fagra svip, sem rím og stuðlar gefa. En „eitthvað frumlegt, eitt- hvað nýtt á við tíðarsmekkinn", sagði þjóðskáldið Stgr. Thor- steinsson, einn af peim sem var stórskáld, en þurfti ekki á rím- leysu að halda. — Ungu skáldin vilja sjálfsagt vera í sambandi við íoriíðina — og eru það sum hver að minnsta kosti. — Það er nokkuð djarft sagt hjá ræðu- manni, að hefðbundið íslenzkt Ijóðform sé í hrörnun á þessari öld, hitt væri sönnu nær að ótt- ast það, að skáldhæfileikar ungu mannanna margra, sem fæddir eru eftir 1920, eða svo, séu minni en þeirra er áður voru bornir og að þessi vöntun leiði til alls kon- ar óheillavænlegra tilrauna. — Hannes Pétursson og Matthías Johannessen eru efnileg ljóð- skáld, einnig Þorsteinn Valdi- marsson. Fleiri eru liðtækir. A hvítasunnudag varð dr. theol. Friðrik Friðriksson níræð- ur. AUir Islendingar þekkja hann og fjöldi manna erlendis, enda hefur hann dvalizt langan tíma í Danmörku og í Ameríku, auk þess ferðazt mikið. Sennilega er hann merkasti islendingur, nú- lifandi, þsgar á allt er litið. Við- tal var við öldunginn í útvarpi, var hann hress og glaður, hann er nú nær því blindur, en aldrei fyrr hef ég heyrt mann þakka Guði fyrir blindu, flestum finnst það hinn þyngsti kross að tapa sjóninni. Séra Friðrik kvaðst inni lega hafa glaðzt af því — það hefði verið sending frá Guði, sér til blessunar. —• Þegar hann stofnaði drengjadeild KFUM boð- aði haftn til fundar — en enginn kom það kvöld og ekki hin næstu. Þá fór séra Friðrik í ræðu stólinn í tómum salnum og í stað þess að tala við drengina um Guð kvaðst hann hafa talað við Guð um drengina. Þannig gekk það þrjú kvöld, þá komu fjórir örengir og félagið var stofnað. Eftir stuttan tíma voru drengirn- ir orðnir 70. Að lokum spáði öld- ungurinn öllu góðu fyrir framtíð lands vors og lýðs, er það ekki lítils virði að heyra slíkt af vör- um þessa vitra og lífsreynda Guðsbarns. — Um kvöldið var dagskrá Kristilegs stúdentafélags, virðuleg og fögur dagskrá, þar sem hvert erindið öðru betra var flutt. —— Áður hafði Felix Ólafs- son flutt fróðlegt erindi frá Konsó í Etiophíu en þar er ís- lenzk trúboðsstöðsstöð, sem hann hefur veitt forstöðu. Búa þar menningarsnauðir blökkumenn við hin bágbornustu kjör, lækna- lausir og hjátrúarfullir. Hin ís- lenzka trúboðsstöð veitir þeim þá hjálp sem hún getur, læknishjálp, hjúkrun og kennslu. ★ Hinn góðkunni námsstjóri, Magnús Gislason, flutti erindi 28. maí er nefndist: Uppeldi og fé- lagsþroski. Magnús, sem áður var skólastjóri í Skógaskóla, hefur oft lagt viturlegt og gott til fræðslumála í ræðu og riti. — Hann talaði nú, meðal annars, um hversu gagnlegt og fræðandi það væri fyrir skólabörn að kennarar færu með þau í fræðslu ferðir úr kaupstöðunum út í sveitir, þar sem börnunum væru sýnd sveitastörf, dýr og fleira, sem kaupstaðabörn þekkja lítið. (Til dæmis veit eg þess dæmi að sæmilega greind 10 ára telpa þekkti ekki hest frá kú og annar krakki, stálpaður, hélt að sauð- kind væri ,,boli“). M. G. gat þess og að einnig væri ágætt að skóla- börn úr sveit færu fræðsluferðir í kaupstaði. Þetta er alveg rétt, böm geta undir góðri hand- leiðslu kennara lært ótrúlega mikið á stuttum ferðum, ef kenn- arinn er starfi sínu vaxinn og meirihluti kennara er það. iz Prófessor Richard Beck í Grand Forks er amerískur ríkisborgari, en fáir munu vera betri íslend- ingar en hann. Hann er þjóð- kunnur maður fyrir vísindastarf- semi og ritstörf og ákaflega vin- Flugferðir hæta úr samgöngmeysiim KÓPASKERI, 21. maí. — Hér eru stöðugir kuldar og hríðar- hraglandi flesta daga. Snjólaust er þó að mestu hér í lágsveitum en alveg gróðurlaust. Sagt er að mikill snjór sé til heiða. Sauð- burður stendur hér sem hæst og horfir til vandræða með hús og hey ef ekki hlýnar mjög fljót- lega. Framkvæmdir eru hafnai við bryggjugerðina á Kópaskeri og er fyrirhugað að lengja bryggjuna um ca 25 metra í sum- ar. Þegar því er lokið eiga smærvi skip að geta lagzt hér við bryggju. Aðalfundur Kaupfélags Norður Þingeyinga var haidinn í Kopa skeri 13. þ. m. Sóttu fundinn nær 50 fulltrúar auk stjórnar, endur- skoðenda og framkvæmdastjóra. Frá Hólsfjöllum mættu engir full trúar því snjór er mikill á Hóls- sandi og mjög illt yfirferðar. — Vörusala félagsins var 16 millj. og hafði aukizt um 3.1 millj. a árinu. Heilsufar er hér gott og kem- ur það sér vel því enginn er hér læknirinn. Að vísu er læknir á Raufarhöfn, en þangað hefur verið illfært að þessu og því erfitt um ferðir á milli. Samgöngur við héraðið hafa verið slæmar í vetur, og kastaði þó fyrst tólfunum þegar m s. Hekla hætti strandferðum. Var þá um tíma m.s. Esja sem héit uppi samgöngum. Nú hefur mjög ræzt úr þessu því flugferðir eru byrjaðar híngað. — Jósep Þorsteinsson. ■A. sæll maður, vegna óvenjulegra mannkosta. — Á fimmtudaginn flutti hann erindi í útvarpinu um Ríkisháskólann í Norður-Dakota, en þar er doktor Richard Beck próf. deildarstjóri i þeirri deild er sér um kennslu í öðrum mál- um en ensku. Kennir Beck skandinavísk mál, þar á meðal íslenzku, og mun háskóli þessi hafa haft fleiri nemendur í voru máli en nokkur annar háskóli í Bandaríkjunum. Margir ágætir menn af íslenzk- um ættum hafa stundað þar nám, meðal annarra hinn heimsfrægi landi vor, dr. Vilhjálmur Stef- ánsson. Háskólinn í Grand Forks er allstór, kennarar yfir 200 og stúdentar á fjórða þúsund, fer stöðugt fjölgandi. Eg held að fölskvalaus ættjarðarást og rækt- arsemi við Island sé nú mest meðal Vestur-Islendinga og er próf. Richard Beck þar í allra fresta flokki. Lætur hann ekkert tækifæri ónotað til þess að auka hróður íslendinga austanhafs og vestan. Prófessor Beck er ágæt- lega ritfær maður, skáld gott og með afbrigðum mikill starfsmáð- ur og áhugamaður um þau mál, er hann telur sig varða — og þau eru mörg tig merk. ★ Hallgrímur Jónasson, kennari, ferðagarpur og skáld, las upp úr vísnasafni sínu, nefndi hann það Vísnasafn frá vetrarkvöldum. — Margar voru vísur þessar ágæt- lega kveðnar og allar vel fram- bærilegar. Hallgrímur hefur þann ókost, er hann les upp kvæði, að hann lækkar mjög róminn, sem annars er ágætur, á tveimur eða þremur síðustu atkvæðum í hverri vísu og það svo mjög að maður verður annaðhvort að láta útvarpið hafa óþægilega hátt, eða missa af enda vísnanna eða er- indisins. Hlýtur H. J. að geta vanið sig af þessu og eru það vin- samleg tilmæli mín að hann geri það. Þorsteinn Jónsson. TILKYNNING nr. 4/1958 Inn^utningsskrifstofan hefur í dag ákveðið eftírfarandi hámain.ijverð á seida vinnu hjá buremaveimt«.vum; Dagv. Eftirv. Næt.v. kr. kr. kr. Sveinar 57.80 74.30 Aðstoðarmenn 46.10 59.25 Verkamenn 45.15 58.00 Verkstjórar 45.40 63.55 81.75 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verð- inu. , Reykjavík, 1. júní 1958. VERÐLAGSSTJÓRINN. TILKYNNING Nr. 5/1958 Innflutningsskrifstofan hefir í dag ákveðið eftirfarandi háimarksverð á selda virmu hja rafvirkjum. I I. Verkstaeðisvinna og viðgerðir: Dagvinna kr. 43.00 Hf.s. Ðronning ASexandrine fer til Færeyja og Kaupmanna- hafnar 9. júní nk. Pantaðir far- seðlar óskast greiddir nú þegar. Tilkynningar um vörur óskast sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson. S. ©. 6.^7 Eftirvinna ..................... — 60,20 Næturvinna ..................... — 77,40 I II. Vinna við raflagnir: Dagvinna .................. kr. — 41,00 Eftirvinna ..................... — 57,40 Næturvinna .................... -— 73,40 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verð- inu og skal vinna, sem undanþegin er gjöldum þessum vera ódýrari sem þeim nemur Reykjavík, 1. júní 1958. VERÐLAGSSTJÓRINN. St. Veroamii nr. 9 Fundur í kvöld kl. 8,30. 1. Inntaka nýliða. 2. Einsöngur: Óskar Guð- mundsson tenór. 3. Upplestur. ÆT. TIIKYNNING I SKIPAUTGCRB RIKISINS „ESJA“ Vestur um land í hringferð hinn 7. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna vestan Þórshafnar' í dag. — Farseðlar seldir á fimmtudag. — HERÐUBREIÐ austur um land hinn 7. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Horna- fjarðar, Djúpavogs, Bieiðdalsvík- ur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar og Bkkafjarðar í dag. Farseðlar seld ir á föstudag. — SKAFTFELLINGUR fer til Vesunamiaeyja 1 itvöid. Næsta ferð föstudag. Vörumót taka daglega. ' Nr. b/xbú8 Vegna erfiðleika fiskverzlana í Reykjavík og nágrenni á öflun nýrrar ýsu yfir sumarmánuóhna hefir Innflutn- ingsskrifstofan ákveðið að heimila nokkra verðhækkun á nýrri báta-ýsu á fyrrgreindum stöðum á tímabilinu 1. júní til 15. október 1958, og verður þá útsöiuverðið sem hér segir: Ný báta-ýsa: a) Slægð með haus .... kr. 3.35 pr. kg. b) Slægð og hausuð .... kr. 4,00 pr. kg. Reykjavík, 31. maí 1958. VERDLAGSSTJÓRINN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.