Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 3. júní 1958 MORCVNBTAÐIÐ 13 Lærdómsrík ferð til á Norðurlöndum Haraldur Björnsson segir frá ýmsu athyglisverðu er bar fyrir hann á 5 vikna ferð HARALDUR BJÖRNSSON, leikari er fyrir nokkru kom- inn heim úr ferðalagi um Norðurlönd. Ferðina fór hann til þess að kynna sér þróun- ina í leiklist og leikhúsmál- um Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Hann hlaut ferða- styrk frá Sænsk-íslenzka fé- laginu, sem fyrir nokkrum árum veitti 5 íslenzkum leik- urum styrk til Svíþjóðar-far- ar. Auk þess hlaut Haraldur styrk frá Félagi ísl. leikara. Fréttamaður Mbl. hitti Harald að máli nýlega og bað hann að segja sér, hvaða gagn hann teldi sig hafa haft af ferðalaginu. Svaraði Haraldur svo: — Ferðin tók 5 vikur. Á þeim tíma sá ég 28 leiksýningar í 22 leikhúsum. Ég ræddi við leik- húsmenn og kynnti mér leikstarf- semi í Málmey, Stokkhólmi, Uppsölum, Norrkíbing, Gauta- borg, Oslo, Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum og Álaborg. Ég hafði kynnzt flestum þessum leikhúsum áður, en það'- var vissulega lærdómsríkt að lieim- sækja þau enn. Hvarvetna var mér tekið tveim höndum. Slík ferð er lítið skemmtiferðaiag, hún var eins og strangasta vinna og kostnaðarsöm, því að ferða- lögin vonu löng og dveljast varð á gistihúsum í borgunum. Fréttamanninum lék forvitni á að vita, hvað leikhúsin á Norð- urlöndum hefðu helzt verið að sýna og spurði Harald, hyað hann teldi merkilegast af því sem hann sá. Óperur og ballett — Það er erfitt að velja eitt úr. En t. d. gæti ég nefnt Óper- una í Stokkhólmi. Þar sá ég óperur eftir Wagner, Mozart og Bizet. Sýningin á Valkyrjunni og Isolde með Birgit Nilson er eitt af því stórkostlegasta, sem ég hef séð. Birgit hefur allt sem til þarf, útlit, hreyfingar, leik og röddina. Svo það kemur mér ekki á óvart, þótt hún hafi verið ráðin til Metropolitan-óperunnar. Þarna sá ég einnig, þá beztu Carmen, sem ég hef séð. Hún heitir Kirsten Meyer og er aðeins 25 ára. Það var sko Spánn. Hefði ekki getað séð spánskari Carmen þótt ég hefði farið suður í Andalúsíu. Hún er nú ráðin til | að syngja á Spáni og víðar í Evrópu. í Stokkhólmi sá ég einnig ballettinn „Fröken Júlía“, sem er byggður á samnefndu leikriti Strindbergs. Var fyrst hræddur við að sjá sýninguna, — óttaðist að þessu meistaraverki væri mis- þyrmt, — en það fór á annan veg, ballettinn hafði meiri áhrif á mig en leikritið. — Og úr því að ég byrjaði að tala um óperur verð ég að minn- ast þess að ég var viðstaddur frumsýningu á II Trovatore í Kaupmannahöfn með Magnúsi Jónssyni í aðalhlutverki. Var frammistaða hans mjög góð. — En hvaða leikrit eru nú helzt á döfinni á Norðurlöndum? — Ég sá mörg leikrit. Þau sjálf, efniviðurinn og meðferð þeirra var allt frá hinu- bezta og niður í sviplausar og gallaðar sýn ingar. Á aðalleikhúsunum, Dramaten í Stokkhólmi, National teatret í Osló og Konunglega í Kaupmannahöfn kemur vart eða alls ekki til mála að sýning- arnar séu annað en fyrsta flokks. Þegar maður kemur t. d. til Stokkhólms, liggur við að íslend- ingurinn fái minnimáttarkennd, því að það virðast engin takmörk fyrir því, hvað þeir bera í leikinn. Þar sá ég t. d. Farmor og Vár herre eftir Hjalmar Bergman með Tore Teje í aðalhlutverki. Sýning sem hvergi var blettur eða hrukka á. Ég heimsótti leikskólann sænska sem er mjög vel skipulagður. Og nú sækja þeir sig líka mjög í ballettinum, eru taldir standa Dönum jafnfætis. Vandi ungu leikaranna Annars varð ég þess mjög var í þessari för, hve eldri leik- ararnir bera af hinum yngri í framburði og taltækni. Að ein- hverju leyti stafar það af meiri þroska og æfingu, en þó efast ég um að það sé nægileg skýring. Ég er hræddur um að margir hinna yngri séu hættir að vanda sína replik. Þeir segja að þetta sé ný stefna, en ég óttast að það sé önnur ofsök. Það getur að minnsta kosti ekki ver- ið nein „stefna" að tala svo óskýrt að áheyrendurnir heyri ekki nema annað hvert orð. Vildi þetta brenna víða við, jafnvel hjá þeim leikurum sem hlotið hafa mikla viðurkenningu. í „Messe for en Sköge“ sá ég Bodil Kjær, og Mogens Wieth í Thorea- dorvalsinn. Hið fyrra eftir W. Faulkner. Mér leiðist sá höfund- ur og sýningin skemmd af ó- skýrxý framsögn frú Kjær í góðu leikriti. Það var í nýja leikhús- inu í Kaupmannahöfn. Gagnrýnendum svarað í Osló sá ég Lillebil Ibsen og Per Ábel í „An Ideal Husband" O. Wilde og einnig Jóns- messunæturdraum. Þar var verið að sýna á Nýja leikhúsinu „The Sleeping Prince“ T. Ratti- gan. Að mínu áliti var það ljómandi skemmtileg sýning og vel sett upp. þrátt fyrir það skömmuðu gagnrýnendur blað- anna það, og hafði það þau áhrif að sýnt var að leikritið myndi falla. Þá gerðist sá atburður að leikhúsa leikhússtjórinn Aksel Otto Normann svaraði í blöðunum og sagðist geta sagt það sem elzti leikhússtjóri á Norður- löndum, að gagnrýnendurnir hefðu rangt fyrir sér, — hann hefði sjálfsagt eins mikið vit á þesstu og þeir. Þrátt fyrir það varð stykkinu ekki bjarg- að. Það væri vissulega gaman að fá það hingað, en hver þorir það, þegar það hefur fengið slíka útreið í Noregi? Af leikritum, sem ég sá í Kaup- mannahöfn má nefna „Ðen döde Dronning" eftir Montherland, með P. Reument í' aðalhlutverki, sem mér fannst lítið varið í. Þá Haraldur Björnsson var það „Draumurinn um Orfeus" eftir Tennessee Williams, — undarlegt verk. Og loks er það „Separated Tables“ eftir Rattig-; an. Mjög gott leikrit og skemmti- j legt, á Folketeatret, með E. Rode í aðalhlutverki. „Dómarinn“ eftir Moberg Ég get ekki farið að telja upp öll leikritin sem ég' sá í ferðinni. En eitt vil ég þó nefna enn. Það er „Dómarinn“ eftir Moberg. Það var nú sýnt samtímis á þrem- ur stöðum í Svíþjóð og sá ég það í Stokkhólmi í Intima Teatern Það tekur til meðferðar vanda- mál, sem mjög er á dag- skrá, — ranglætið í réttarfar- inu. Sama efnið og í Marm- ara, en miklu meira lifandi. Þetta er verk, sem við þurfum endi- lega að fá hingað og vona ég að það verði fyrr en seinna. — Er mikið um ný innlend leikrit á Norðurlöndum um þess- ar mundir? — Það get ég varla sagt. I Svíþjóð eru sýndir Moberg og Snurpunót og bátar til sölu hvort tveggja í bezta standi með öllu tilheyrandi. Keilir hf. Koilokór Akureyror Samsöngur í Austurbæjarbíó föstudaginn 6. júní kl. 7.15. Söngst.jóri: Áskell Jónsson Við hljóðfærið: Guðrún Kristinsdóttir. Einsöngvarar: Eiríkur Stefánsson Jóhann Kouráðsson, Jósteinn Konráðsson. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal. Hjalmar Bergman, sem er látinn og í Danmörku eru nokkrir höf- undar t. d. Soya og Kjeld Abell, og Knud Sönderby, sem er hækk andi stjarna. í Noregi virðist gróskuna vanta og ensk ög bandarísk leikrit hafa yfir- höndina. Frönsk leikrit eru einnig vinsæl, en t. d. þýzk sjást varla. Eitt ástralskt leikrit sá ég á Dramatiska Teaterns lilla scen. „The seventeenth Dolls Summer“, — sérkennilegt og skemmtilegt. Þörf aukinnar kynningar — Þér hafið verið í Stokkhólmi á vegum Sænsk-íslenzka félags- ins? — Já, mér var afskaplega vel tekið. Á fundi í íslendingafélag- inu þar í borg, las ég upp úr Merði Valgarðssyni (Jóh. Sig.). Var því vel tekið. Að lokum segir Haraldur: — Ég er ánægður með ferð- ina. Fékk ég i henni ómetan- legt yfirlit yfir leiklist á Norð- urlöndum. Er ég þakklátur þeim sem studdu mig til far- arinnar. Það er nauðsynlegt fyrir leikara að kynnast leik- listinni í öðrum löndum. Ann- ars er hætta á að þeir staðni. Leikarar á Norðurlöndum eiga auðvelt með þetta, en í vegi okkar verður ætíð hinn erfiði byrjunar þröskuldur, ferðin yfir hafið til Norðurlanda, sem er ærið kostnaðarsöm. Hef ég leitað eftir því við fliug- félögin að Ieikarar fengju af- slátt af fargjaldi, því að þeim sé nauðsynlegt í starfi sínu að fylgjast með því sem ger- ist í öðrum löndum, — en það hefur ennþá ekki borið árang- ur. — Þér hafið verið í fáum hlut- verkum hjá Þjóðleikhúsinu I vetur? —| Já og nei. Ég h f verið í þrem smáþilutverkum — og einu stærra, en það var vegna þessa ferðalags, að ég gat ekki tekið að mér stærri hlutverk' eftir nýj- árið. — Það yar sagt, í dönsku blöð- unum, að málverk af yður í hlutverki Eiríks Galta í Fyrir kóngsins mekt, hafi verið á Charlottenborgarsýningunni? — Rétt er það. Það er eftir K. Kjær, sem hafði heilan vegg á þessari vorsýningu af myndum frá íslandi — og hlaut hún niikið umtal og mjög góða dóma. — Er það ekki fyrsta málverk ið af ísl. leikara í hlutverki? — Eftir því sem ég bezt veit, þá er það svo. —i Kaupir þá ekki Þjóðleikhús- ið myndina? Eða þér? — Ekki hefi ég neitt heyrt um að leikhúsið ætli sér það, og tæp- ast hefur leikari við leikhúsið hér, ráð á að kaupa svo stóra og dýra mynd. — En nú leikið þér í Föðurn- um. Er það annars ekki lítilvægt hlutverk? — Jú,. og í' prógramminu «ru þessi ummæli höfð eftir Kaj Munk um þetta hlutverk: — Þessi helvítis hálfskapaði prest- ur, segir Haraldur og hlær mikið. Það er þjóðkunnur hlátur. Starfsstúlkur oskast Upplýsingar á skrifstofunni. Elli- og hjúkrunarheimilið Crund (Jnglingsstúlka 14—16 ára stúlka óskast strax á gott sveitaheimlll ekki mjög langt frá Reykjavík. Uppl. á Langholtsvegi 153 eftir kl. 6 í dag og næstu daga. „BctRnba66 buxur Barnasmekkbuxur með myndinni á smekknum eru íomnar aftur. Stærðir: 2—3—4—5—6 — Marglr litir — í „Bamba“ buxum verða börnin ánægð ! Laugaveg 22 — Laugaveg 38 Snorrabraut 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.