Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVWBL AÐ1Ð Miðvikudagur 4. júní 1958 Fallhlífasveitirnar hafa ráðið úrslitum um valdatökéu hersins í Alsír. Hér sjást nokkrir fall- hlífamenn — ekki á mjög alvarlegri stundu. — Af hverju hlífaliðið ÞAÐ, sem liggur á bak við upp- reist fallhlífarhermannanna gegn ríkisstjórn landsins, er að þeir telja, að franski herinn hafi ekki verið sigraður af utanaðkomandi fjandmönnum, heldur hafi styrj- aldirnar í Asíu og Afriku tapazt í París og hafi þar valdið veikar og hikandi stjórnir. Fallhlífarher mennirnir urðu hvað eftir annað að stökkva út í dauða og eyði- leggingu: í Indó-Kína, í Súez og í Norður-Afríku. Ríkisvald, sem ekki hefur nægan þrótt til að verja, það sem það telur sig eiga utan síns eigin lands, og hef- ur heldur ekki kjark til þess að draga sig í tíma til baka úr stöðv- um, sem ekki er lengur hægt að halda, hlaut að vekja uppreisnar- anda meðal hermannanna. Upp- reisnin hófst meðal þeirra, sem urðu að borga með mestri blóð- töku fyrir þau mistök, sem gerzt höfðu. Fallhlífarhermennirnir töldu sig ekki lengur hafa skyldur gagn vart ríkinu eða stjórnskipuninni, en aðeins gagnvart „föðurland- inu“. Þeir töldu að ríkið gæti ekki lengur varið föðurlandið Stjórnirnar í París þorðu ekki að fara þá leið, sem Bretar fóru en hún var að gera nýlendurn- ar jafnrétta félaga og mynda gagnkvæman félagsskap með þeim og móðurlandinu. I staðinn fyrir það sendu frönsku ríkis- stjórnirnar herinn út til yztu endimarka hins gamla nýlendu- veldis og skipuðu honum að halda stöðvum sínum, hvað sem það kostaði. En stjórnirnar þorðu ekki að gera það heima fyrir, sem gera þurfti, til þess að þetta væri mögulegt. Það þurfti að hækka skatta og lengja herskyldu tímann. 1 staðinn fyrir að kosta því til, sem kosta þurfti, var hernum látið blæða. Dien-bien- phu, í frumskógum Indó-Kína, varð tákn fyrir öll hin töpuðu virki. Á árunum 1946—1947 urðu fall- hlífahermennirnir ásamt útlend- ingaherdeildum og nýlenduher- mönnum úr Senegal og Norður- Afríku, að berja niður uppreisn á Madagaskar og er talið að milli 40 og 60 þúsund íbúar hafi orðið að borga fyrir það með lífi sínu og margir Frakkar féllu. Nokkrum árum seinna gerðist ný blóðtaka hjá fallhlífahermönn unum, en það var í Kóreu. Stjórn in í París sendi þangað fallhlífa- lið undir stjórn Mire ofursta, en ásamt amerískum fótgönguliðs- mönnum tóku þeir hæðina „The heartbreak Hill“ í Kóreu með áhlaupi 1952. Þetta var talin ein af djörfustu og um leið kostnað- arsömustu árásum, sem gerðar voru í því stríði, þegar litið er á mannfall. Frá þessari hæð sigursins féllu svo hinir frönsku Paras niður í djúp ósigursins við Dien-bien- gerði franska fall- uppreisn ? phu. Meðan stóð á stríðinu í Indó-Kína missti franski herinn á hverju ári % af þeim ungu foringjum, sem útskrifaðir voru árlega frá herskólanum í St. Cyr. Þeir, sem lifðu átökin af fengu þriggja mánaða leyfi með kaupi. Svo var ferðinni heitið til Túnis og Marokkó, þar sem uppreisn stóð í fjallahéruðunum. Herfor- ingjarnir Massu og Gilles fengu það verkefni að endurskipa fall- hlífaherdeildir sínar á nýjan leik og á tæpum tveimur árum tókst Massu að mynda nýjan kjarna úrvalsflokka. Deild hans, sem er hin 10. í franska hernum er í dag einasta fullkomna fallhlífaher- sveit Frakka. Síðari grein 1 franska hernum gengur hver foringi út úr sinni sérstöku her- grein um leið og hann er gerður að hershöfðingja, eða „general". Þeir Massu og Gilles eru þeir einustu, sem hafa fengið því framgengt að halda einkennum sínum og stöðum sem foringjar í fallhlífaliðinu, þótt þeir væru gerðir að hershöfðingjum. Eftir þrotlausa bardaga í fjöll- um Norður-Afríku og eftir lang- varandi samningaumleitanir neyddust Frakkar 1955—56, að láta Túnis og Marokkó laust. En þar kom það á ný • Ijós, að stjórn málamennirnir höfðu gefið eftir of seint og líka viljað gefa of lítið eftir. Þá breiddist uppreisn- areldurinn út til hinna þeldökku manna í Alsír og fallhlífaliðinu var enn á ný skipað að bæla uppreisnina niður. En í hvert skipti, sem þeir slökktu einn eld, var eins og tveir nýir kviknuðu. Það var hinn 5. nóvember 1956, þegar stóð á hernaðaraðgerðun- um við Súez, að fyrstu frönsku fallhlífamönnunum var kastað niður hjá Port Said til þess að opna leiðina til Súez. Þeir áttu að lenda á mjóum landtanga milli vatnsins Manzaleh og skurðarins sjálfs. Þetta leit ekki vel út, því aðeins létt vindkast hefði getað hrakið fallhlífarnar út í vatnið eða skurðinn. En Gilles foringi huggaði menn sína og sagði: Haf- ið engar áhyggjur. Ykkur verður kastað út í 150 metra hæð. — Minnsta hæð, sem örugg þykir, þegar fallhlífahermenn varpa sér út, er 80 metrar, því annars er ekki talið víst að fallhlífin fái tíma til þess að þenja sig út og bera mennina hægt til jarðar. Egypzku loftvarnabyssurnar skutu óaflátanlega. Kassar með skotfærum, sem kastað var niður úr mikilli hæð, svifu á leið til jarðar, en sprungu í loftinu. Flug mennirnir köstuðu reyksprengj- um. Þá stukku fallhlífahermenn- irnir, en 13 egypzk loftvarnavirki skutu af kappi. Enginn datt í vatnið. Þessi hernaðaraðgerð stóð yfir í einn klukkutíma. Að þeim tíma loknum hafði liðinu tekizt að taka þá brú og þá brunna með neyzluvatni, sem því hafði verið skipað að taka og loks höfðu þeir náð á sitt vald loftvarnastöðvun- um. Ennfremur höfuð þeir getað rekið egypzka fótgönguliðsmenn úr stöðvum sínum og náð á sitt vald allmörgum. brynvörðum her- vögnum. Þennan sama dag um kl. hálf- fjögur stökk Massu til jarðar með þúsund fallhlífahermenn við Port-Fuad. Um »cvöldið höfðu menn hans náð bænum í sínar hendur. Meðan Massu þaut suður á við til E1 Kantara greip hik og ótti um sig hjá stjórnmálamönn- unum í París og London. Þeir drógu nú allt í einu inn klærnar og gáfu Nasser skurðinn og sáu svo um, að þessi einræðisherra sat nú fastari í sessi en nokkru sinni fyrr. Massu og hermönnum hans fannst þeir vera dregnir á tálar. Parísarblaðið Figaro tók svo til orða, að atburðirnir við Súez hefðu fyllt bikar vonbrigð- anna. Þegar fallhlífahermennirnir komu nú aftur til Asír frá Eg- yptalandi, hafði ástandið stór- versnað þar. Sá árangur, sem þeir höfðu náð um vorið var nú að engu orðinn, því uppreisnarmenn höfðu náð þeim landskik- um, sem um var að ræða, aftur á sitt vald. I höfuðstaðnum Alsír herjuðu uppreisnarmenn með báii og brandi. Þegar hér var komið mun fall- hlífahermönnunum í fyrsta sinn hafa dottið í hug, að tími væri kominn til þess að gera opinbera uppreisn gegn stjórn- inni í París. Svo langt gekk, að foringi nokkur úr fallhlífaliðinu, Jacques Faure að nafni, tók þá ákvörðun að taka Alsírmálaráð- herrann, Robert Lacoste, fastan og skyldi hann vera lokaður inni í virki nokkru í eyðimörkinni, en síðan átti að gera Salan hershöfð- ingja að æðsta yfirvaldi í Alsír. En þessi fyrirætlan komst upp og Faure var tekinn fastur. Var hann sendur til Parísar, en slapp þar með 30 daga fangelsi, en í dag er hann næstæðsti maður frönsku herjanna í Þýzkalandi. Massu hefur hins vegar tekið fyrirætlun Faure upp með nokkr- um breytingum. En þrátt fyrir þessa ólgu innan fallhlífaliðsins, sem frönskum stjórnmálamönn- um var vel kunnugt um, sáu þeir sér þann einn kost vænstan að gera Massu og herlið hans að ör- yggislögreglu í Alsír. Massu tókst að uppræta uppreisnarmenn í sjálfri höfuðborginni, en nú var hann orðinn svo öflugur, að stjórnmálamennirnir gátu ekki lengur við hann ráðið — og nú eru afleiðingar þess kunnar. LISSABON 2. júní. — Eini stjórn arandstæðingurinn, sem verður í framboði við forsetakosningarnar í Portúgal á sunnudaginn, hefur ákært stjórnina um að reyna að koma í veg fyrir að hann njóti jafnrar aðstöðu við aðra fram- bjóðendur. Meðal farþega með Gullfaxa til Reykjavíkur s.l. sunnudagskvöld var leikflokkur frá Folketeatret i Kaupmannahöfn, en flokkur þessi hefir að undanförnu verið á ferðalagi um önnur Norðurlönd. Meðal þeirra sem tóku á móti listafólkinu á flugvellinum, voru þjóðleikhússtjóri og formaður Þjóðleikhúsráðs. — Myndin er tekin við komuna til Reykjavíkur. (Ljósm.: Sv. Sæm.) shrsfar ur i daglega lífinu J IGÆR var minnzt með nokkr- um orðum hér í dálkunum á danska flokkinn frá Fóikleikhús- inu í Kaupmannahöfn, sem sýndi í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld og í gær. Velvakandi hefur að gamni sínu verið að reyna að gera sér grein fyrir fjölda og stærð leikhúsanna í Kaupmanna- höfn í tilefni af þessari heim- sókn, og bera niðurstöðurnar saman við það, sem er hér í Reykjavík. í Kaupmannahöfn munu vera þessi leikhús: Konunglega leikhúsið, 2 salir með 1493 og 1126 sætum; A. B. C. leikhúsið, 655 sæti; Allé-senan, 566 sæti; Apollo leikhúsið, 441 sæti; Aveny Teater; Det ny Scala, 1104 sæti; Det ny Teater, 1052 sæti; Fólkleikhúsið, 1053 sæti; Frederiksberg Teater. 540 sæti; Mercur leikhúsið, 635 sæti; Riddarasalurinn, 202 sæti; Röde Kro Teater, 370 sæti. Þetta verða alls 13 leikhússalir með 9237 sætum auk sætanna í Aveny leikhúsinu, en um það finnur Velvakandi engar upp- lýsingar. Mun það vera nystofnað eða endurreist. Auk þessa er Tivoli leikhúsið rekið á sumrin. Eru þar taiin 983 sæti og 100 stæði. Einnig hefur Skólasenan svokallaða sýningar í ýmsum leikhúsum, og á sumrin eru auk þess revýusýningar og skrautsýningar víðar. Ánð 1955 voru íbúar Kaupmannahafnar (að meðtöldum íbúum á Friðriks bergi, í Gentofte og útborg- um) taldir alls 1.227.126. En snúum okkur nú að Reykja- vík. Þar eru þessi leikhús: Þjóðleikhúsið, 661 sæti; Iðnó, 310 sæti. Á sumrin starfar svo Leikhús Heimdallar í Sjáifstæð- ishúsinu, 350 sæti, og á sama stað eru revýusýningar við og við. Komið hefur fyrir, að leikrit hafa verið sýnd í Austurbæjar- bíói og þess er og að geta að fyrir utan hina regiulegu starf- semi Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó er þar oft starfsemi á sumr- in, t. d. hefur leikhús Gísla Hall- dórssonar fengið þar inni að undanförnu. — íbúar Reykja- víkur árið 1955 voru 63 856. Til að gera samanburðinn ekki of flókinn skulum við halda okk- ur við hin föstu leikhús. sern sýna á veturna. Þá kemur í ljós. að í Kaupmannahöfn er eitt leikhús fyrir um 95.000 manns, í Reykjavík fyrir rúmlega 30.000 manns. En við úthlutun Ave.ny leikhúsinu 1000 sætum verða í Kaupmannahöfn um 120 manns um hvert sæti í leikhúsi, í Reykja vík rúmlega 75 manns. Eftir þessu að dæma eru Reykvíkir.gar miklir leikvinir, en Velvakandi vill ekki taka ábyrgð á gildi sam- anburðarins. Svo kynni að vera, að einhver hafi gaman af að vita, hvað er verið að sýna þessa dagana í leikhúsum Kaupmannanafnar Á sunnudaginn voru þessi hús enn opin: A. B. C., sem sýndi revýuna „Spræl, sprællemænd, spræl” með Svend Asmussen og hljóm- sveit, Kjeld Petersen, Dirch Pass- er o. fl. Á Allé senunni var sýnt „Jonsen sálugi“ eftir Soya með Else Marie o. fl. Det ny teater sýnir „Trójustríðið er ekki háð“ eftir Giraudoux. Meðal leikenda eru Mogens Wieth, Helle Virkner og Berthe Qvistgaard. f Tivoli leikhúsinu gengur „Blöðrurólan“ sem virðist vera franskur gaman- söngleikur. Svo kemur hið dular- fulla Aveny Teater, en þar er sýnt leikrit, sem nefnist hvorki meira né minna en „Ég hata þig, elskan mín.“ Fyrir utan þetta eru svo skrautsýningar og revýur á Bakkanum og víðar auglýstar í sunnudagsblöðunum í Kaup- mannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.