Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 10
10 MORCinSTtl 4 Ð!Ð M'íðviKudagur 4. júní 1958 IttlMðlttfr Otg.: H.i Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglysingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjalct kr 30.00 á mánuðj mnaniands. 1 iausasolu kr. 1.50 emtakið. HALMSTRÁ VINSTRI STJÓRNARINNAR II LDHÚSDAGSUMRÆÐ- \ UNUM á Alþingi er lokið. Vinstri stjórnin hefur verið krafin reikningsskila fyrir stefnuleysi sitt, uppgjöf og úr- ræðaleysi frammi fyrir þingi og þjóð. Enginn, sem kveður upp hlutlausan dóm um frammistöðu stjórnarinnar kemst hjá því að viðurkenna að frammistaða henn ar þar var hin aumlegasta. Það var athyglisvert, að fyrsti ræðumaður stjórnarliðsins, sjálf- ur forsætisráðherrann, talaði nú í allt öðrum tón en í hinum fyrstu eldhúsumræðum vinstri stjórnarinnar. Þá kom hann fram sem hinn „sterki“ stjórnmála- maður, sem átti ráð við hverjum vanda og taldi þjóðinni fyrst og fremst bera nauðsyn til þess að einangra Sjálfstæðisflokkinn og bægja áhrifum hans frá stjórn landsins. Nú var þessi sami forsætisráð- herra bijúgur eins og pörupiltur, sem veit upp á sig skömmina. Hermann Jónasson, sem hefur haft forystu í vinstri stjórn s. 1. tæp tvö ár sagði þjóðinni ekki lengur, að auðvelt væri að ráða niðurlögum hvers konar erfið- leika i íslenzkum efnahagsmál- um með nýjum og „varanlegum úrræðum", eins og hann sagði, þegar hann myndaði vinstri stjórnina og hóf samstarf við kommúnista um landsstjórn. Þvert á móti sagði hann henni nú, að það væru engin varanleg úrræði til. Hálmstrá sterka mannsins En eitt hálmstrá reyndi „sterki“ maðurinn í forsætisráðherrastóln- um að halda í í gegnum þykkt og þunnt Hann afsakaði uppgjöf og* stefnuleysi stjórnar sinnar með því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki flutt neinar sjálfstæðar tillögur til lausnar vanda efna- hagsmálanna. Það var hans eina afsökun. Ólafur Thors formaður Sjálf- stæðisflokksins svaraði þessum fyrirslætti stjórnarliðsins, sem varði að minnsta kosti hálfum ræðutíma sínum í eldhúsumræð- unum í það, að þrástagast á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði angar sjálfstæðar tillögur flutt. Komst Ólafur Thors þá m. a. rð orði á þessa leið: „í framsöguræðu minni hér á Alþingi um þetta mál, gerði ég allýtarlega grein fyrir, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki enn borið fram úrræði í efnahagsmálunum. Með orðum Hermanns Jónassonar, sem birt eru í Tímanum 20. síðasta mán- aðar, sannaði ég, að ríkisstjórn- in treysti sér ekki til að gera neinar skynsamlegar tillögur í málinu fyrr en að undangengnum nær tveggja ára athugunum sér- fræðinga á þeim gögnum, sem ríkisstjórnin ein getur veitt að- gang að, og síðan tveggja mánaða athugun ríkisstjórnarinnar á til- lögum þessara sérfræðinga. Ríkistjórnarinnaír er að velja leiðir Orð Hermanns Jónassonar voru þeaai: „Fram hefur farið mjög ítar- leg athugun á öllu fjárhags- kerfinu. Sérfræðingar undir forystu Jónasar Haralz hag- fræðings, hafa fjallað um þá rannsókn og lagt skýrslu fyr- ir ríkisstjórnina. Má segja, að nú liggi alveg ljóst fyrir, hvernig ástandið er, og hver áhrif einstakar aðgerðir til leiðréttingar og úrbóta, koma til að hafa. Þá er það ríkis- stjórnarinnar og stuðnings- flokka hennar og ioks Alþingis í heild að velja þær leiðir, sem heppilegastar eru og fær- ar eru taldar“. Ólafur Thors benti á, að með þessum ummælum hefði Her- mann Jónasson sjálfur leitt gild rök að því, að ríkisstjórríin hafi allt aðra og betri aðstöðu til þess en stjórnarandstaðan að setja fram sundurliðaðar tillögur um einstök atriði efnahagsmálanna. Forsætisráðherrann væri því í raun og veru búinn að svara sjálfur ásökunum sínum á hend- ur Sjálfstæðisflokknum fyrir að hafa ekki flutt sjálfstæðar tillög- ur um lausn efnahagsvandamál- anna nú. Sjálfstáeðisflokkurinn hefði hins vegar aldrei hikað við það, sagði formaður flokksins, að gera tillögur um lausn vanda- málanna, þegar hann hefði átt sæti í ríkisstjórn. Biðja nú um hjálp S j álf stæðismanna Sigurður Bjarnason benti á það í sinni ræðu, að mennirnir, sem lýstu því yfir sumarið 1956, að engann vanda væri hægt að leysa með Sjálfstæðisflokknum, kæmu nú og bæðu umfram allt um leiðbeinmgar hjá honum um hvað gera skyldi. Það væri þeirra eina úrræði og afsökun á sinni eigin uppgjöf og úrræðaleysi. Sigurður Bjarnason leiddi rök að því, að það væri hin mesta fjarstæða að Sjálfstæðismenn hefðu ekki markað stefnu í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Það væri að sjálfsögðu ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að bera fram tillögur í einstökum atrið- um. En þjóðinni væri kunnugt um stefnu Sjálfstæðisflokksins í stórum dráttum gagnvart höfuð- vandamálum líðandi stundar. Hún þekkti einnig reynsluna af starfi og stefnu flokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn hefði hins veg- ar aldrei sagt þjóðinni, að hægt væri að leysa vanda efnahags- mála hennar með töframeðulum eða varanlegum úrræðum til frambúðar. Þess vegna stæði hann ekki uppi eins og svikari frammi fyrir þjóðinni, eins og vinstri stjórnin gerði nú. Heildarmyndin af útvarpsum- ræðunum var sú, að stjórnarlið- ið var uppgefið og vonsvikið. Deiiurnar milli Alþýðuflokksins og kommúnista um landhelgis- málið voru stjórninni til hinnar inestu vanvirðu og undirstrika enn sundrungina og upplausnina innan stiórnarinnar. UTAN UR HEIMI i ii . - * imHhi-inuHmifíH- ••‘“iiimfUHffJJIJjnp!!!;:;:;': Soraya — býðst sem svarar 3 millj. ísl. kr. Verður Soraya frv. drottn- ing kvik.myndaleik.kona ? SORAYU, fyrrverandi keisara- ynju í íran, hefir verið boðið að leika í kvikmynd, er byggð verði á æviferli hennar. Kvikmynda- framleiðandinn Philip A. Wax- man hefir gert Sorayu þetta til- boð og vill greiða henni sem svar- ar 3 milljónum ísl. kr. fyrir við- vikið. Segist Waxman hafa rætt við móður Sorayu, Evu Esfand- iari. í síma, og hafi hún hvatt hann til að halda áfram samninga umleitunum við dóttur sína. Waxman segir í bréfi til Sor- ayu prinsessu: „Ég er sannfærð- ur um, að konur um allan heim hafa fylgzt með ástarsögu yðar hátignar af mikilli samúð og skilningi, er einna helzt er sam- bærilegt við það, er allur heim- urinn fylgdist með kærleikum hertogans og hertogafrúarinnar af Windsor. Ævisaga yðar er ekki aðeins mjög dramatískt efni í kvikmynd, heldur mundi hún einnig afla írönsku þjóðinni sam- úðar og góðvilja. Yðar hátign er mjög fögur. Og ung kona, sem býr yfir menntun þeirri og reynslu, er þér hafið aflað yður i opinberri stöðu, býr vafalaust einnig yfir leikhæfileikum. Ég bið því yðar hátign að íhuga þetta tilboð vandlega". Nú vinnur Waxman að því að ljúka kvikmynd um Gene Krupa. Waxman á sitt eigið kvikmynda- félag og segist þegar hafa fjár- hagstryggingu fyrir töku kvik- myndarinnar. Waxman telur, að kvikmynd um ævi Sorayu hljóíi að verða vinsæl um allan heim, og rökstyður hann þá sannfæringu sína með eftirfar- andi rökum: „Konur vilja annað hvort láta dýrka sig eða láta manninn, sem þær elska, fara með sig eins og ambáttir. Hér er um að ræða unga konu, er reynt hefir hvort tveggja. Ástarsaga hennar er í senn falleg og dapur- leg .. .“ „Fegurð prinsessunnar er sam bærileg við fegurð Ritu Hay- worth, Kim Novaks og Övu Gardner — hún er reyndar mjög lík hinni síðastnefndu". Móðir drottningarinnar kvað í símasámtali við Waxman hafa beðið hann að gera mjög ná- kvæmlega grein fyrir öllum smá atriðum í sambandi við samning inn við Sorayu. „Bezti kvik. myndahandritahöfundur í heim- inum, Orin Jannings, er reiðu- búinn. Ef prinsessan sýnir nokk- urn minnsta áhuga, förum við þegar flugleiðis til Bahamaeyja og hefjum starfið....“ Suzanne Massu er fésfurmóðir fjörutíu Arabadrengja Nýlega var lítill Arabadrengur an maður hennar berst við handtekinn í Alsír fyrir að stela í verzlun nokkurri. Hann bað lög- regluna þess grátandi, að móðir hans yrði ekki kölluð á vettvang. Móðir hans er Suzanne Massu, kona herforingjans fræga. Með- Hörð viðureign í flokki hinna ódauðlegu" // MEÐAN stjórnmálabaráttan um framtíð Frakklands hefur geisað, hefur einnig staðið yfir hörð við- ureign milli „hinna ódauðlegu" í hinni virðulegu frönsku Aka- demíu. Nýlega átti að velja eftirmenn Edouards Herriots og Claude Farreres í Akademíuna. Umsækj- endurnir voru tveir: Paul Morand og líffræðingurinn Jean Rostand, sem er sonur rithöfundarins, er skrifaði „Cyrano de Bergerac1'. Meðlimir Akademíunnar voru yfirleitt mjög andvígir Morand, sem hafði verið „Vichy-maður“ og samstarfsmaður nazista á stríðsárunum. Um skeið var hann sendiherra Vichy-stjórnar- innar i Rúmeníu. — Að lokinni heimsstyrjöldinni dvaldist hann um margra ára skeið erlendis. Um skeið var útlit fyrir, að vinstri menn í Akademíunni, sem einkum voru andvígir Mor- and, myndu greiða atkvæði með honum, ef Rostand yrði einnig samþykktur, en margir hafa tal- Morand og Rostand ið hann of róttækan og of mikinn „boheme“ til að fá sæti í þessari virðuiegu stofnun. En er fundur hófst í Akademíunni, fór allt samkomu- lag út um þúfur. Fjórar at- kvæðagreiðslur fóru fram, en Rostand fékk aldrei nægilega mörg atkvæði, svo að vinstri menn ákváðu að koma í veg fyr- ir kosningu Morands, þó að hann vantaði aðeins eitt atkvæði. Að fundinum loknum fóru hinir 37 ódauðlegu heim, dauðþreyttir og í íllu skapi. Þess má geta, að fjór- ir þeirra eru um nírætt. 1 sögu Akademíunnar kvað aldrei hafa verið haldinn svo róstusamur fundur. Einn af þátt- takendunum sagði síðar: „Það var gott, að við höfðum ekki sverð —• þá hefði komið til blóðsút- hellinga." Mikið uppnám varð meðal vinstri manna, er þeir fréttu, að erkibiskupinn af Le Mans, Grente kardínáli, 86 ára að aldri, væri að hugsa um að greiða atkvæði með Morand. — Andstæðingar Morands náðu sér umsvifalaust í eina bók rithöf- undarins og sýndu erkibiskupin- um nokkra „djarfa“ kafla úr henni. Erkibiskupinn varð mjög hneykslaður og greiddi atkvæði gegn Morand. Segja má þó, að Jean Rostand hafi verið enn óheppnari «n Morand, þar sem hinn fyrrnefndi hefði vafalaust hlotið kosningu, ef Morand hefði ekki komið þarna við sögu. Rostand verður nú áfram að bíða eftir því að verða ódauðlegur...... skæruliða í Alsír, fæst hún við að hiynna að munaðarlausum Arababörnum. Nú er hún fóstur- móðir 140 Arabadrengja, sem hvergi áttu höf ði sínu að að halla. Með aðstoð sjálfboðaliða endur- reisti frú Massu byggingu er orðið hafði fyrir sprengju, í fá- tækrahverfi Algeirsborgar. En Arababörnin báru lítið traust til hvítu mananna, og það gekk illa fyrst í stað að fá þau til að . ... 'JilPPífef' . Susanne Massu er brosmild og gráeyg með hrokkið hár leita hælis í byggingunni. Þá var gripið til þess rúðs að skilja hús- ið eftir opið á kvöldin. Þar var nóg af rúmum og matur á borð- um, og ekki leið á löngu, þar tii sulturinn varð óttanum yfirsterk ari. Og innan skamms var hvert rúm skipað. Nokkur ár eru nú liðin, síðan frú Massu reisti mun aðarleysingjahæli sitt. ^ Tilkynnt er í Washington, að kjarnorkukafbátar Banda- ríltjamanna gætu verið undir sjávarborði samfleytt í ár eða meira, ef þeir rúmuðu næg mat- væli fyrir áhafnir til svo langs tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.