Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 12
12 MORC.VTSBl 4 ÐIÐ Miðvik'udagur 4. júní 1958 - RæBa Ólafs Thors JTramhald aí blii. 11. a8, og síðan tveggja mánaða at- hugun ríkisstjórnarinnar á tillög- um þessara sérfræðinga. Orð Hermanns Jónasonar voru þessi: „Fram hefir farið mjög ítar- leg athugun á öllu fjárhags- fcerfinu. Sérfræðingar undir forystu Jónasai flaraiz hag- fræðings. hafa fjallað um þá rannsokn og lagt skýrslu fyrir ríkissfjornina. Má segja a'ð nú liggi uiveg Ijóst fyrir, hvernig ástandið er, og hver áhrif ein- stakar aðgerðir til leiðrétting- ar og úrbóta koma til með að bafa. Þá er það ríkisstjórnar- innar og stuðningsflokka henn ar og loks Alþingis í heild að velja þær leiðir, sem heppileg astar eru og færar eru taldar“. Hér þarf Eysteinn Jónsson að læra af Hermanni Jónassyni, og eftir þetta væri honum sæmst að iáta minna. Honum ber að muna, að frekja hans, er hann krefst tafarlaust úrræða Sjálf- stæðisflokksins er árás á Her- mann Jónasson, sem alveg rétti- lega segir, að það sé ekki fyrr en fyrir liggi ýtarlegar upplýs- ingar, að auðið sé að gera sér grein fyrir „hver áhrif einstakav aðgerðir til leiðréttingar og úr- bóta komi til með að hafa“ og að þá, þ. e. a. s. þegar upplýsing- arnar liggi fyrir, og þá fyrst komt til kasta stjórnar og þings. Krafa Eysteins Jónssonar um tafarlaus úrræði Sjálfstæðisflokksins, er því að dómi Hermanns Jónasson- ar krafa um, að stærsti flokkur landsins geri órökstuddar tillóg- ur Ég veit að Eysteiru Jónssyni er ákaflega sárt um Eystein áónssor.. Ég skal því enn minna hanr, á, að enda þótt Eysteinn Jónsson og stjórnin ætti æru sina og líf að verja og öll þjóðin biðí með öndina i liálsinum eftir nýju var- anlegu úrræðunum, þá treysti Eysteinn Jónsson sér ekki til að segja eitt einasta orð fyrr en sérfræðingar sýndu honum stað- reyndirnar, lögðu fyrir hann nið- urstöður rannsókna sinr.a. Og ég skal bæta því við að það var ekki fyrr en sérfræðingarnir höfðu skýrt þetta flókna mál fyrir Eysteini Jónssyni í marga mánuði, að hann fékk málið og taldi sig geta gert tillögur, svo burðugar sem þær nú eru. Eysteinn talar í ullarballa. Eysteinn Jónsson veit ofur vel, að ríkisstjórnin lét sér ekki nægja að leyna Sjálfstæðisflokkuir. stað reyndum málsins, heldur gerði hún leik að pví að villa honum og þjóðinni í heild sýn í aðaiefn- um. Þetta sést m. a. á pví, að nýverið taldi Lúðvik Jósefsson tekjuþörfina 90 míllj. kr., en Gylfi l>. Gíslason allt að 200 millj., en nú bera þeir báðir fram frumvarp um 790 millj. kr nýja skatta. Er þó öllum ljóst. að úr- ræðin hljóta að miðast við tekju- þörfina og að ailt annað gildir um 90 en 790 milljóna tekjuöflun. Allt þetta vil ég biðja háttvirta hhistendur að hafa í huga, þegar Eysteinn Jónsson og aðrir slikir heimta nú úrræði Sjálfstæðis- flokksins. Ég bið menn að muna að Hermann Jónasson hefir ineð réttum rökum sýnt íram á, að stjórnin ein átti aðgang að þeim heimíidum, sem rannsaka þnrfti. fékk ein réttar upplysingar sér- fræðinganna og hafði því ein að- stöðu til að gera sér grein fyrir Jhver áhrif einstakar aðgerðir" muni hafa, eins og Hermann Jón- asson réttilega sagði, en að án þess a5 geta það, eru tillögur til úrbóia fálm eitt. Með þessu er málið útrætt, og allt mas Eysieins Jónssonar, hversu mikið yfirlæti og hávaði, sem því l.ann að fylgja, hiýiur að vera talað eins og ofan i ullar- balla. Sjálfstæðisflokkurinn andvíg-’r gengisiækkun. Ég get þó vel gert Eysteini Jóns' syni það til geðs að svara því hiklaust, hvort Sjálístæðísflokk- urinn vilji gengisiækkun. Sjált- stæðisflokkurinn er og hefur allt- af verið andvígur gengislækkun, m. a. með þeim rökum, að sér- hver þjóð, sem æ ofan í æ missir tök á verðmæti gjaldmiðils síns, er í mikilli hættu stödd. Sarnt sem áður hefur Sjálfstæðisflokk- urinn tvisvar staðið að því með Framsóknarflokknum að viður- kenna gengisfall, sem þegar vai orðið. Hvort auðið hefði verið að umflýja slikt nú, treysti ég mér ekki að fullyrða, þar eð stjórnin heldur enn leyndu áliti erlendra og innlendra sérfræðinga og hefir með því varnað okkur Sjálfstæðis mönnum aðgangs að þeim gögn- um, sem stjórn.n taldi sig þurfa að rannsaka mánuðum og árum saman áður en hún tók ákvarð- amr sjnar. En þegai' þess er gætt, að sjait ákvæði þessa frumvarps spinna upp á stg verulegan hluta tekjuparfa úúlutningssjóðs og rikissjoðs, tel ég ao margt Vrr.di ti3, að forðast heiði rnátt gengis- fellingu frumvarpsir.s. Eítir sam þykkt þess hafa líkur fyr.r að „stiga þurfi sporið út“, eins og forsætisráðherra orðaði það, stór aukizt. Þeim öðrum tveim spurningum, sem Eysteinn Jónsson beindi tií mín, við fyrstu umræðu málsins vil ég svara þannig: Ég tel víst, að gögn málsins sanni, að auðið sé að afla tekna með hyggilegri og réttlátari hætti, jafnvel þótt fara ætti þessar villigötur stjórn- arinnar hvað stefnu eða stefnu- leysi varðar. Hitt er svo bein óskammfeilni af þeim, sem okkur hafa leynt öllum gögnum, að biðja okkur að ákveða, hvort upp bætur til atvinnuveganna eigi að vera meiri eða minni. Um þessa hlið segi ég að lok- um þetta: Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hefur farið með völd- in hefur hann oft þurft að bera fram tillögur til að ráða fram úr mikZum vanda, bæði á 3viði efna- hagsmála og á óðrum sviðum. Hann hefur aldrei hliðrað ser hjá því að gera tiliögur og fram- kvæma þær. Svo mun enn reyn- ast, ef þjóðin felur honum for- ystuna og að því kemur kannske fyrr en seinna. Ráðherrarnir ganga til spnrninga. En nú, þegar ég hefi með þolin- mæði svarað batnalegum spurn- ingum ráðherranna um stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahags- málunum, iangar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þa sja»fa. Fg spyý nú: Hver er ykkar stefna í eina- hagsmálunum? Um það kom ekkert fram við umræðurnar um þetta mál undanfarna daga, 3 .0. að en það, að þeir kepptust allir við að sverja af sér frumvarpið. Allir sögðu þeir, að í því fælist alls ekki stefna síns flokks held- ur væri frumvarpið eins konar óburður, sem fallizt hefði verið á að gera að stefnu stefnulausrar stjórnar yfir sauðburðinn. Hver er stefna Framsóknar- flokksins í efnahagsmálunum? Viil Framsóknarflokkurinn hreina gengisfellingu? Eða ætlar hann kannske að leggja 1100 milljóna nýja skatta á þjóðina fyrir hverja tveggja ára valdatið sína? Hver er stefna Alþýðuflokks- ins í efiiahagsmálunum? Váll hann gengisfellingu? Hver er stefna kommúnista í þeim? Vilja þeir ennþá meiri gengisfellingu? Þessum spurningum verða stjórnarflokkarnir að svara skýrt og greinilega í þessum umræðum. Ella verða kröfur þeirra um, að Sjálfstæðisflokkurinn komi þeim til hjálpar og leggi tafarlaust fram úrræði til úrbóta, enn aumkunarverðari. Stjórnin orðlaus Ég minni svo stjórnina á, að hún hefir enn nær engri svarað af þeim 20 fyrirspurnum, er ég beindi til hennar við 1. umræðu þessa máls. Sjálflýsandi ramminn Næst er að athuga, hverjir það eru, sem geía þjóðinni þesisur gjafir. Ég er tilneyddur með öifáum orðum að rifja enn einu sinni unp nokkur ummæli vina a'.þýð - unnar. Þau eru góður rammi uni ásjónu rikisstiórr ar'nnar, að vísu gamalkunnur flestum, en fyrir það gagnlegur að k. nn er sjá f- lýsandi og sýr ir því stjórmna eins og hún or, uctt hún v c;i hylja sig í skugga. Hamhleypa í vígamóð Þegar Hermann Jónasson rauf stjórnarsamstarfið vorið 1956, flutti hann ræðu, sem prentuð er í Tímanum 10. marz 1956. Hann lýsir stjórnarferli Eysteins Jóns- sonar og félaga hans þannig: „Haldið hefir verið lengra inn á eyðimörk fjárhagslegs ósjálf- stæðis .... “ Stefnir Hermann Jónasson öll- um afbrotamönnum fyrir dóm- stól þjóðarinnar og gleymdi þá víst engum nema sjálfum sár. Niðurgreiðslur, uppbæiur og skattaálögur séu „hættuleg svika leið“. „Gegn þessum voða þarf þjóðin að rísa aður en það er of seint" segir nermann Jónas- son. Hann krefst algjörrar stefnu- breytingar tafav.aust. Býður for- ystu sína. Boðar varanlegu úr- ræðin, an a'lra fórna. Nær með bellibrögðum valdaaðstöðu og myndar bjargráðastjórn sína. Nú verður atburðarásin hröð. Erlendir sérfræðingar eru tafar laust tilkvaddir, því lífið liggur við. Þeir „taka út þjóðarbúið", en því hafði stjórnin lofað. Og í októberbyrjun 1956 getur for- sætisráðherra skýrt frá, að hans haukfránu fjármálaaugú hafi séð allt rétt, spádómsandi hans enn einu sinni sannað ágæti sitt. Er- lendu sérfræðingarnir séu búmr að staðfesta þetta allt. Nú skyldi „blaðið brotið“, „ny stefila tafar- laust upp tekin“, „varanlegu úr- ræðin“ væru á tröppunum. Máttvana eftir berserksganginn gögnin og höfðu þó sérfræðingarn ir látið stjórnina fylgjast með málum daglega í næi heilt miss- iri. Get ég þessa enn, svo menn betur skilj; hvern hlut stjcrnin ætlar Sjálfstæðisflokknum, sem hún skammtaði 2—3 daga tn að kynna sér frumvarplð, en án skjala og skilríkja. Kunnugir bítast bezt Meðan þessu fór fram, hófu ráðherrarnir deiiu um má.íð í blöðum sínum. Lúðvík Jósefsson fræddi þjóðina á því, að öll tekju þörfin væri 90 milljónir. Gylfi Þ. Gíslason, taldi dálitla reiknings- skekkju hjá Lúðvík. Þörfin væri 200 millj. kr., en ekki 90 millj. Þjóðviljinn tók upp hanzkann fyrir sinn mann og sagði, að prófessor dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra væri hrein- ræktað hiægiiegt fífl. Enda hefði I hann þá sagt að uppbótakerfið væri komið út í slíkar öfgax að „mikil síidveiði myndi senn lega gera íslenzka ríkið gjalubiota" og fleiri svipuð visdómsorð. Endirnm varð svo sá, að þessir herrar sameinuðust um að leggja á þjóðina 790 millj. kr. nýja skatta til að auka uppbotakerfið. Hirði ég ekki að iekja þessar ógeðþekku og ósæmi.egu umtæð- ur í stjórnarblöðunum undan- farnar vikur. Etu þær siðlausarí og sóðalegri en ég man dæmi um í íslenzkum stjórnmáladeilum. — Nefni ég aðeins sem dæmi, auk lýsingarinnar á menntamálaráð- herra, að eitt stjórnarblaðið lýsti forsætisráðherra sem „siðlausum, yfirlætisfullum oflátung" og brigzlaði honum um fals og flærð, en bætti síðan við, að þetta væri „aðeins brot af því, sem hann verðskuldaði." Hafði hann pá snert russneska hjartað í komm- únistaflokknum. Utanrikisráð- herra fékk i sinn hlut, að hann væri smánarblettur á íslenzku þjóðinni, en fjármálaráðhr. var af greiddur með því að vera íhalds- samt hundsskinn. Hafa þessi fuk- yrði enn aukizt allra síðustu dag- ana. En á skammri stundu skipast veður i lofti. Það mátti forsætis- ráðheriann sanna. Hann lenti í gerningaveðri. Hætti við varan- legu úrræðin. Sneri við og hélt aftur inn í eyðimörkina, kannske til að leita að Eysteini. sem þar hefur orðið eftii Armlög endur- fundanna virðast hafa orðið svo heit, að forsætisráðherrann týndi áttavitanum og þar með stefn- unni og hélt sér nú að gömlu heilræðunum hans Eysteius. Aðeins hélt hann miklu lengra inn á „svikaleið niðurgreiðsin- anna, uppbótanna og skattanna" en nokkrum hafði áður hug- kvæmzt, því í einingu andans og bandi friðarins lagði nú öll stjórn arhersingin í árslok 1956 300 milljón kr. nýja skatta á þjóðina og stóð alls ekkert á kommúnist- um. Hafði þó Lúðvík Jósefsson, svo sem ég áður minnti á, sagt í byrjun þessa sama árs þegar fyrrverandi stjórn lagði 100 millj. kr. skatta á i sama skyni, þ. e. a. s. til að nindra stöðvun framleiðslunnar, að nér væri um að ræða: • „Stórfelldustu árás, sem gerð hefði verið á vinnandi stéttir í landinu", og Hannibal svarið þess helgan éið, að: „nýju skattaflóði verði ckki með neinu móti fram koinið á Alþingi“. Allt var þetta nú með köldu blóði svikið, öllu með glóðu geði1 kyngt. En sjálf deilan um væntanleg- ar úrlausnir vandamála þjóðar- innar einkenndist af því, að einn sagði það svart. sem annar sagði hvítt, og oft mátti sjá sama dag- inn í einu og sama blaði mörgum 1 ólíkum leiðum haldið fram, sem því eina rétta. Verri en vitfirringar En það þori ég að fullyrða, að þótt útvarpað hefði verið frá hreinum vitlausraspítala um- ræðum um þessi mestu vandamál þjóðarinnar, og þeim alveg óund- irbúnum, hefðu þær umræður án efa orðið engu siður uppbyggi- legar en þessar viðræður ríkis- stjórnarinnar í blöðum hennar síðustu vikurnar, en auk þess vafalaust miklu prúðari. Mér þykir allt þetta atferli hrein þjóðarskömm og hefi ekk- I ert geð í mér til að rekja það 1 frekar. En rétt er að viðurkenna ! að eftir þessar innbyrðis deilur j stjórnarinnar má telja víst að all- ! ir skilji að menn sem þannig | hugsa og tala hver um annan, og auk þess eru ósammáia í flest- um aðalefnum, megna aldrei að leysa hin margvíslegu vandamál ísienzku þjóðarinnar. Að brjóta heila í tómum haus Nú hafa menn þá loksins feng- ið að sjá árangur nær tveggja ára heilabrota stjórnarinnar, þeirrar stjórnar, sem raimar þótt- ist öll ráð kunna, þegar í upp- í klaustri Eftir þetia gekk stjórnin í klausiur, lofaði bót og betrun og hóf nú leit að úrræðunum. sem hún áður þóttist hafa í hendi sér. Voru nú sóttir nýir sérfræðing ar. Þeir unnu dag og nótt og af- hentu skjöl öll og skilríki 18. marz síðastliðinn, Síðan hefir stjórnin verið að athuga þessi gögn. Stjórnarherr- unum dugði ekki minna en tveir mánuðir til að setja sig inn í hafi. Hvernig lízt mönnum á óburð- inn? Einu sinni sagði maður við kunningja sinn: „Hvernig ferð þú að því að brjóta flösku í tóm- um poka?“ Hinn svaraði: „Hvernig ferð þú að því að brjóta heila í tóm- um haus“? Einhvern veginn dettur mér þessi saga í hug, þegar ég lít á þessi nýju „varanlegu" úrræði", eftir öll heilabrot stjórnarinnar. Samþykkt — fellt Þessum árangri, svo beysinn, sem hann er, hefir svo stjórnin náð eftir óviðunandi leiðum. Stjórnin hefir gerzt sek um að flytja æðstu völd þessara þýðing- armiklu mála frá Alþingi og yfir í hendur Alþýðusambandisns. Með þessu er „brotið blað í stjórnmálalífi íslands". Þeir bera þunga ábyrgð, sem það hafa gert. Þeir hafa framið svik við þing- ræðið og lýðræðið og fært með því voða yfir þjóðina og sjálf- stæði hennar. Hitt er svo mál fyrir sig, að samþykki þessa nýja æðsta vald- hafa yfir málefnum þjóðarinnar er fengið með ótrúlegustu að- ferðum. Við það bætist svo, að valdhafinn, Alþýðusambandið, samþykkti ekki þetta frumvarp, heldur mótmælti því. Mótmæla- tillagan var að vísu að forminu til felld með 15 atkv. gegn 14. En bak við þessa 14, sem mót- mæltu, stendur samkvæmt með- limaskrám félaganna hvorki meira né minna en 82% þeirra, er atkvæði greiddu. Bak við hina 15, sem gustukuðu sig yfir grát- bænandi aumkvunarverðustu ríkisstjórn standa aðeins 18%. Verkalýðurinn samþykkti þvi ekki gerðir stjórnarinnar, þótt hún láti svo, heldur mótmælti þeim með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Waterloo Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra, stendur nú á sinni pólitísku Waterloo. Orrustunni er lokið. Stríð hans er senn á enda. Honum tekst ekki að gleyma því, hversu hart hann fordæmdi aðgerðir fyrri stjórna, hversu heitt hann hét því að hætta taf- arlaust svikaleið uppbóta, niður- greiðslna og skatta, og hversu afdráttarlaust hann lofaði að leysa vandann með varanlegum úrræðum og án þess að skerða lífskjörin. Verðbólgan skyldi taf- arlaust stöðvuð. Efnd þessara lof- orða ætti að vera prófsteinn á stjórnina. Nú spyr þessi hermaður á Waterloo sjálfan sig: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg“? Hann litast um. Varanlegu úr- ræðin sér hann ekki. Það, sem við blasir, er nýir skattar. Fyrst 300 milljónir. Síðan 790 milljónir, og er þá sleppt stóreignaskattin- um svonefnda er nemur 135 mill- jónum. Gengisfelling. Lögskipað- ar kauphækkanir. Lögskipuð ný verðbólguskriða. Lögskipaðar nýjar stórauknar niðurgreiðslur og uppbætur. Og loks prófsteinn- inn, sem orðinn er legsteinn allra loforða og myllusteinn um háls hans sjálfs, sem sökkva mun hon- um í pólitískt djúp niður. Asninu milli heysátnanna Hermaðurinn á Waterloo sér, að víxlsporin eru mörg, vanefnd- ii nar fleiri. Hann spyr sjálfan sig hvort ógæfan stafi ekki að verulegu leyti af því, að forysta hans hafi brugðizt. Hvort hann hafi ekki skort hæfni til að taka ákvörðun. Þessar hugleiðingar Hermanns Jónassonar minna mig á söguna um asnann. Hann stóð glorhungr- aður milli tveggja heysátna. Hann var að því kominn að fá sér tuggu úr annarri, þegar honum varð litið á hina og sá, að úr henni mátti líka seðja sig. í hvora átti hann að bíta? Vesalings asn- inn velti vöngum. Honum vair lífsins ómögulegt að ákveða sig. Að lokum varð hann hungur- morða. Við íslendingar eigum ennþá heysáturnar. Gengisfallið, skaita til millifærslna og niðurgreiðslna, verðstöðvun, verðhjöðnun, mynt- skiptingu og enn fleiri „heysát- ur“. Asnann eigum við hins vegar engan. Aftur á móti eigum við for- sætisráðherra, sem sýnist hafa erft þann brest hins víðkunna asna, að geta ekki ákveðið í Framh. á bls. 1°

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.