Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 2
2 MORCUNBl. 4ÐIÐ Nota ber tímann fram til 1. sept. til að semja um varanlega lausn segir í yfirlýsingu brezku stjórnarinnar BLAÐINU barst í gærkveldi frá utanrikisráöuneytinu eftir farandi yfirlýsing brezku rík- isktjórnarinnar varðandi stækkun landhelginnar. Hinn 2. júní 1958 flutti for- sætisráðherra Jslands útvarps- ávarp, þar sem hann ræddi opin- bera tilkynningu, er gefin hafði verið út daginn áður þess efms, að stjórnmálaflokkar þeir, er sæti eiga í rikisstjórn íslands, hefðu orðið sammála um að gefa út reglugerð hinn 30. júní 1953 varðandi fiskveiðitakmörkin um- hverfis ísland. Samkvæmt reglu- gerðinni myndi ísland telja sér fiskveiðilögsögu allt að 12 mílur frá ströndum eftir 1. september 1958. Tilgangurinn væri að sjá svo um, að fiskveiðar innan hinna nýju takmarka skyldu háð ar íslenzkum yfirráðum og rétt- ui væri áskilinn til að breyta þeim gfunnlínum, sem íslenzku fiskveiðitakmörkin eru nú miðuð við. Brezku ríkisstjórninni hefir orðið það undrunarefni og þykir mjög miður, að í ávarpi forsætis- ráðherra íslands, svo og hinni opinberu tilkynningu, hefur ekk- ert tillit verið tekið til langvar- andi réttinda annarra þjóða til fiskveiða á úthafinu umhverfis ísland. í erindi, dags. 29. maí 1958, vakti sendiherra Bretlands í Reykjavík athygli íslenzku ríkis- stjórnarinnar á því, að reglugerð sú, sem fyrirhuguð er, mundi ekki takmarka og gæti ekki með löglegum hætti takmarkað rétt- indi annarra þjóða á úthafinu né heldur væri þannig hægt að banna að lögum fiskveiðar ann- arra þjóða á svæðum, sem lengi hafa verið talin til úthafsins. Brezka ríkisstjórnin mun því ekki sjá sér fært að viðurkenna, að hin fyrirhugaða reglugerð myndi hafa nokkurt lagalegt gildi, ef hún yrði gefin út. Kröf- ur ríkja varðandi yfirráð yfir fiskveiðum á svæðum utan hinn- ar venjulegu landhelgi hafa enga stoð í alþjóðalögum. Þá mun brezka ríkisstjórnin eigi að held- ur verða við því búin að viður- kenna grunnlínur, aðrar en þær, sem leyfðar eru að alþjóðalögum. Biezka ríkisstjórnin á erfitt með að trúa því, að ríkisstjórn íslands hafi í hyggju að beita valdi gegn brezkum fiskveiði- skipum í þvi skyni að fá þau til að fara eftir einhliða reglugerð, sem stuðningsflokkar íslenzku ríkisstjórnarinnar virðast ætla að gefa út í bága við þjóðarétt. Jafnframt hlýtur brezka ríkis- sjórnin að vekja athygli á' því, að hún myndi telja það skyldu sína að koma í veg fyrir hvers konar ólögmætar tilraunir til af- skipta af brezkum fiskiskipum á úthafinu, hvort sem slík afskipri fara fram á þeim svæðum, sem íslenzka rikisstjórnin hefur nú í hyggju að telja sig hafa yfirráð yfir eða ekki. Enda þótt ein þjóð eða fleiri geti ekki breytt alþjóðalögum, þá er þjóðum auðvitað heimilt að gera með sér tvihliða eða marg- hliða samninga, þar sem þær að einhverju leyti eða öllu afsaia sér eða takmarka á tilteknum svæöum réttindi, sem þær eiga kröfu til samkvæmt núgildandi reglum um hafið. Brezka ríkis- stjórnin og ýmsar aðrar vinveitt- ar ríkisstjórnir hafa gert allt, sem þeim er unnt til að fara þess á leit við íslenzku ríkisstjórnina að hún gripi eigi til einhliða ráð- stafana, en taka í þess stað upp viðræður í því skyni að ná við- unandi samkomulagi. Brezka ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir þeirri þýðingu, sem. fiskveiðar hafa fyrir ísland, en fiskveiðar hafa einnig mjög mikla þýðingu fyrir brezku þjóð- ina. Brezka ríkisstjórnin er þeirr- ar skoðunar, að með samninga- viðræðum ætti að vera hægt að komast að viðunandi samkomu- lagi. Af þessum sökum tilkynnti brezka ríkisstjórnin ríkisstjórn íslands, áður en tilkynning var gefin út um fyrirætlanir íslands, að hún væri reiðubúinn að hefja viðræður í þessu skyni. Brezka ríkistjórnin er enn reiðubúinn að hefja slíkar viðræður í þeim samvinn'uanda, sem hún sýndi á Genfarráðstefnunni um reglur þær, er gilda skyldu á hafinu. Það er von brezku ríkisstjórnar- innar, að ríkisstjórn íslands sé því sammála, að samningavið- ræður séu á allan hátt æskilegri en einhliða ráðstafanir og að nota beri tímann fram til 1. sept- ember n.k. til að semja.um varan lega lausn, er allir hlutaðeigandi geti vel við unað. Krefjast varaliluta í jaiðvinnsluvélar RÆKTUNARSAMBAND Glæsi- bæjar-, Skriðu- og Oxnadals- hrepps hélt aðalfuhd sinn þ. 10. maí sl. Er aðalfundurinn hald- inn sitt árið í hverjum hreppi og var að þessu sinni haldinn í þinghúsi Glæsibæjarhrepps. Erik Eylands vélfræðingur, ráðunautur ræktunarsamband- anna, mætti á fundinum og flutti greinargott erindi um vélar og verkfæri og svaraði fyrirspurn- um. Urðu allmiklar umræður á fundinum um vandræði þau er hljótast af hömlum, sem eru á innflutningi varahluta í landbún- aðarvélar. Var samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna, að víta harðlega þá ráðstöfun stjórn- Fimmtiidqeiir 5. júní 1958 arvaldanna, að leyfa ekki inn- flutning á varahlutum í jarð- vinnsluvélar ræktunarsambandí anna. • Stjórn ræktunarsambandsinsi skipa nú: Stefán Halldórsson, Hlöðum, Aðalsteinn Sigurðsson, öxnhóli og Þór Þorsteinsson, Bakka. Kvöldverðurinn til heiðurs norska skógræktarfólkinu í fyrrakvöld. — Við háborðið eru talið frá vinstri: Séra Harald Hope, dr. Ásmundur biskup Guðmundsson, Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, Andersen-Rysst sendiherra, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Lars Haugland, fararstjóri Norðmannanna, Hans Berg, forstjóri skógræktarstöðvarinnar í Örstavik, en þar hafa milli 30 og 40 íslenzkir skógræktarmenn verið við nám og störf, og lengst til hægri er Garðar Jónsson, skógarvörður á Tumastöðum. (Ljósm. Mbl. ól. K. M.). Komin í þeim tilgangi að klœða landið aftur skógi Frá móttöku norska skógræktarfólksins ÞAÐ var glaðlegur hópur, sem settist að matborði í Tjarnarkaffi í fyrrakvöld. Hér voru komnir 32 Norðmenn, konur og kariar, sem ætla að leggja fram sinn skerf til að klæða landið skógi á nýjan leik, eins og einn úr hópnum komst að orði. Er þetta fjórði Norðmanna-hópurinn, sem hingað kemur í þessum tilgangi, en aðalhvatamaðurinn og sá er mest og bezt hefur stuðlað að þessum heimsóknum, er sendi- herra Norðmanna hér á landi, Andersen-Rysst. Hefur hann einnig í heimalandi sínu notið stuðnings fjölmargra manna. í kvöldverðaboðinu í Tjarnar- kaffi í fyrrakvöid, er hinir góðu gestir voru boðnir velkomnir til íslands, talaði sendiherra Norð- manna fyrstur. — Hann kvaðsí fyrst vilja í eigin nafni og landa sinna búsettra hér í Reykjavík, bjóða Norðmennina velkomna til Reykjavíkur. Hann gerði að um- talsefni tilganginn með förinni hingað, sem væri í senn skóg- ræktarför, og skemmti- og kynnisför. Hann sagðist vona að þetta yrði skemmtileg og árang- ursrík ferð. Hann sagði ferða- fólkinu frá því, að fyrir 10 árum, þégar fyrsti skógræktarmanna- hópurinn kom frá Noregi, hafi hann dag einn heimsótt nokkra þeirra, þar sem þeir voru að störf um í Heiðmörk. Í hópnum var 75 ára gamall landi, er hann spurði hvers vegna hann á efri árum hefði lagt upp í þessa skógrækt- arför til íslands. — Jú, hinn 75 ára gamli maður, sem enn var ern vel og gekk ötull að starfi, hafði svarað eitthvað á þá leið, að það hefði eitt sinn verið uppi maður nokkur á íslandi, sem Snorri Sturluson hét. Vegna þessa manns stöndum við Norð- menn eilíflega í þakkarskuld við íslendinga. — Ég hafði lengi ósk- að þess að fá tækifæri til þess að leggja fram minn skerf til þess að endurgjalda íslendingum að einhverju leyti fyrir skerf Snorra til sögu Noregs, áður en ég dæi. — Þetta er ástæðan til þess að ég er hingað kominn til að gróðursetja skóg, hafði hinn aldraði Norðmaður svarað. Andersen-Rysst sendiherra minntist einnig almennt á gildi þessara skipta milli frændþjóð- anna á skógræktarmönnum og bar fram ósk um að framhald mætti á verða. Hann ræddi mjög vinsamlega um sín persónulegu kynni af landi og þjóð í sam- bandi við starf sitt og lauk máli sinu með því að óska Norðmönn- unum góðs gengis í sínu rnerka starfi, ekki aðeins fyrir íslend- inga heldur og fyrir Norðmenn. Þessu næst tók til máls farar- stjóri Norðmannanna, Lars Haug land af Hörðalandi, sem í stuttri ræðu brá upp skyndimynd af gestunum. Sagði hann, að í hópn um væru fulltrúar fiá velflestum landshlutum Noregs, á aldrinum 17—78 ára. Hann kvað ferða- langana hlakka mjög til þess að — Færeyingar Framh. af bls. 1 við Knut Vartdal formann Sam- bands fiskimanna á íslandsmið- um. Hann sagði m.a.: „Auðvitað er það tilgangslaust fyrir okkur að berjast gegn víkkun norsku fiskveiðilögsögunnar í 12 mílur, ef öll þau fiskimið sem við höf- um sótt á f jarlægum höfum verða okkur lokuð". Knut Vartdal og samband hans eru meðal þeirra sem barizt hafa hvað ákafast gegn vikkun fisk- veiðiHigsögunnar. „Hins vegar er það lítilvægt fyrir fiskimenn hér á Vesturlandinu, þótt Færeyingar víkki fiskveiðilögsögu sína", hélt Vartdal áfram." „Veiðar okkar innan 12 mílna frá eyjunum eru tiltölulega litlar. Fyrir okkur Vestlendinga er það mikilvægara að Norðmenn komist hjá því aS víkka sína landhelgi, að því til- skildu að þeir geti komið i veg fyrir víkkun fiskveiðilögsögunn- ar við Grænland og Nýfundna- land, þar sem við höfum mikilla hagsmuna að gæta. Ég er bara hræddur um, að víkkun Færey- inga á sinni lögsögm leiði til sams konar víkkunar á öðrum þeim miðuni sem við sækjum". fá tækifæri til að kynnast landi og þjóð og færði í nafni hópsins þakkir fyrir góðar móttökur. Nokkrar ungar stúlkur eru í hópnum, sem sögðust vera þess fullvissar, að fleira ungt fólk myndi hafa komið, ef meira hefði verið til þess gert að kynna þessa íslandsför. Sumar þeirra hafa aldrei áður komið út fyrir skerja garð Noregs en aðrar hafa víða farið. Allar hafa þær meiri og minni þekkingu í skógrækt. Við i 2rum gróðursetningarstarf í skól anum, sagði ung, Ijóshærð jenta', mjög norræn yfirlitum, sem kvaðst vona að hún myndi fara héðan með skemmtilegar endur- minningar. Þá er þar maður að nafni Jon Midttun, sem var hér á íslandi víða við símavinnu á árunum 1906—1908. — Ég hafði lofað að koma aftur 1909, en af því gat ekki orðið. En betra er seint en aldrei, sagði hann. — Já, þessi ferð mun verða likust ævintýri fyrir mig, sagði hinn gamli símamaður, sem er hinn vörpulegásti og ber aldurinn mjög vel. Þá er í hópnum ann- ar maður sem 10 ára gamall strengdi þess heit, að hann skyldi til íslands koma. Hann er nú um sjötugt. Þá tók til máls séra Harald Hope, sem stundum er kallaður „staurapresturinn" hér á landi af kunningjum. — En þetta nafn hef ur hann hlotið vegna þess, að hann hefur beitt sér fyrir því úti í Noregi að Skógrækt ríkisins hefur verið sent að gjöf þaðan mikið af stauraefni til skógrækt- argirðingar. — Hann er ekki einn af skógræktarmönnunum, en slóst í förina með þeim. Hann kvað það nauðsynlegt að verð- launa það starf, sem skógræktar- menn vinna, líkt og þegar íþrótta Framh. á bls. 19 — de Gaulle Framh. af bls. 1 sagði, að héðan í frá mundi franska stjórnin líta á alla Alsír- búa sem Frakka, er hefðu sömu réttindi og sömu skyldur. Hann sagði að stefnan sem Alsírbúar hefðu tekið væri byggð á endur- nýjun og bræðralagi. Endurnýj. unin nær til allra ríkisstofnana Frakklands, „og þess vegna er ég hingað kominn" sagði hann. „Ég minntist á bræðralag vegna þess að þér eruð geislandi mynd af fólki sem tekur höndum sam- an með eitt markmið í huga, þrátt fyrir mismunandi stéttir". Lofaði kosningum Forsætisráðherran sagði, að herinn í Alsír væri kjarni þeirr- ar hreyfingar sem hófst 13. maí. Herinn hefði haft hemil á storm- inum og þess vegna bæri hann fullt traust til hans, „bæði í dag og á morgun". Hann kvað fram- tíðina mundu verða ákveðna af hinum kjörnu fulltrúum Alsír, og í kosningunum mundu taka þátt allir borgarar í öllum bæj- um og borgum og þorpum. Við munum skapa'öllum þeim föður- land, sem hafa efazt um að þeir ættu það, sagði de Gaulle. Hann kvaðst opna dyr sættanna fyrir öllum og lofa öllum þeim nauð- synlegu lífsviðurværi, sem ekki hefðu haft það hingað til. „Ég mun sanna yður hve gjafmilt Frakkland er" sagði hann. Forsætisráðherrann sagði að kosningar mundu fara fram inn- an þriggja mánaða og var þeirri yfirlýsingu fagnað með dymjandi gný hrópa. De Gaulle lauk hinni stuttu ræðu sinni þannig: „Hinar 10 milljónir borgara sem byggja Alsír munu verða jafnréttháir Frakkar. Atkvæði þeirra skulu verða jafnþungvæg atkvæðum annarra Frakka. Lengi lifi lýð- veldið. Lengi lifi Frakkland". Sendinefnd frá Korsíku Sendinefnd frá Korsíku kom til Alsír eftir hádegi í dag og átti viðræður við de Gaulle rétt eftir komuna. Meðlimir sendi- nefndarinnar kváðust hafa beðið forsætisráðherrann um að koma við á Korsíku á leið sinni frá Alsír til Parísar, þótt ekki væri nema eina klukkustund. í nefnd- inni var m. a. Thomazzo ofursti, sem var settur hernaðarlegur og borgaralegur landstjóri á eyjunni eftir að öryggisnefnd hafði hrifs- að völdin þar 24. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.