Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 3
Fímmtudaeur 5. júní 195S wonnvwniaðib Hrossaútflutningur og býzk kvikmynd um ísland Rithöfundurinn Ursula Bruns hér á landi SÍÐASTLHDINN þriðjudag voru blaðamenn boðaðir á íund með þýzku skáldkonunni frú Ursulu Bruns, sem hér dvelst um þess- ar mundir í boði Ferðaskrifstofu ríkisins og Búnaðarfélags íslands. Sem kunnugt er, er frú Ursula mikill aðdáandi íslenzka hests- ins og hefir um nokkurra ára bil átt fjóra íslenzka hesta úti í Þýzkalandi. Gunnar Bjarnason, hrossarækt- arráðunautur, kynnti frúna og skýrði í fáum dráttum frá erindi hennar til landsins, en þetta er í fyrsta skipti, sem hún kemur hingað. Frú Ursula er þekktur rithöf- undur í heimalandi sínu og hefir skrifað aljmargar bækur og kvik- myndahandrit, fyrst og fremst unglingabækur, þar sem hún lýs- ir samskiptum unglinga við dýr- in. Hún er einnig magister í listsögu og hefir ferðazt víða um heim. Hesta hefir hún átt frá barnsaldri og hefir kynnzt þeim víða á ferðalögum sínum svo sem í Arabíu og Persíu. Hún var einnig kennari í riddaraskóla þýzka hersins í tvö ár og er sér- grein hennar að þjálfa hesta í hindrunarhlaupi. Hér á landi hef- ir frúin ferðazt allmikið í rúma viku m. a. um Norðurland. Hefir hún hitt fjölda tamninga- og hestamanna og komið á bak hest- um í tugatali í þeim tilgangi að kynna sér tamningu þeirra og' meðferð. Kveður hún sig hafa lært mjög mikið á þessu ferða- lagi sínu. Aðalerindi hennar hing- að til lands er þó að kynna sér aðstöðu til kvikmyndatöku, en hún hefir í hyggju að skrifa hand rit að myndinni og ennfremur bók um sama efni. Verður kvik- myndin í söguformi og leikin af æfðum leikurum. Hefir þekkt kvikmyndafirma í Þýzkalandi ákveðið að gera kvikmyndina. íslenzki hesturinn mun verða snar þáttur í þessari mynd. Frú- in telur Mývatnssveit glæsileg- asta og ákjósanlegasta staðinn, sem aðalsvið myndarinnar. Frú Ursula Bruns segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenzka hestinum í Þýzkalandi. Hins veg- ar segir hún útflutningsörðugleik ana héðan svo mikla að illviðráð- anlegt sé. Þúsundir fyrirspurna berist bæði til sin og innflutn- ingsfyrirtækisins í Hamborg, sem ekki sé hægt að sinna, bæði vegna þess hve erfitt sé að fá skipakost til flutninganna og eins hinna óskiljanlegu hamla, sem séu á útflutningi hrossanna héð- an. Hvergi í heiminum muni vera tímatakmarkanir á hrossa- útflutningi nema hér á landi. 1 fyrravetur voru flutt út nokk ur hross héðan og komu þau til Rotterdam. Vegna þessa útflutn- ings sköpuðust allmiklar deilur hér á landi og skarst Dýravernd- unarfélagið í málið. A sama tíma var verið að skipa út 300 Shet- landshestum frá Hollandi til Kanada. Bæði kváðu þau, frúin og Gunnar Bjarnason, mótstöð- una gegn útflutningi hrossanna héðan óskiljanlega, því vitað væri að allar þjóðir vildu selja hesta sína og báðum væri þeim kunn- ugt um að islenzkir bændur vildu það gjarna. Nýjasta dæmið um söluvand- ræðín á hrossum héðan er það að skozkur dýralæknir, Stuart Mc Intosh, kom hingað til Reykja víkur eftir að hafa keypt 25 ís- lenzka hesta hér á landi. Hugðist hann skipa út hestum sínum og flytja til Skotlands en þar leigir hann hesta til útreiða. Þetta var hinn 31. maí. Samkvæmt nýsett- um lögum um útflutning hrossa má ekki flytja þau yfir hafið nema frá 1. júní til 1. nóv. Það skorti þvi einn dag til þess að þcwl úlflutningur Skotans félli inn í ramma laganna. Honum var synjað um leyfi til út- flutningsins. — Hér var um að ræða dýralækni, sem starf- að hefir hér á landi um hálfs árs skeið og ætlaði hann sjálfur að fylgja hrossum sínum. Hann efnum á móti innflutningi ís lenzka hestsins þangað. Hins veg ar fengju þeir ekki ráðið við þann mikla áróður, sem verið hefði fyrir íslenzka hestinum að und- anförnu i Þýzkalandi í sjónvarpi kvikmyndum og blöðum. Hestur- inn hefði einnig sjálfur sannað ágæti sitt með fótfimi sinni, mann elsku og því hve ódýrt væri að fóðra hann og hirða. Þótt marg- ir efnaðir Þjóðverjar keyptu hest inn, væru hinir þó fleiri, sem ekki hefðu áður átt þess kost að verða hestaeigendur fyrr. Væri hér fyrst og fremst um að ræða Þannig leíka þýzk börn sér við íslenzku folöldin hlýtur af þessu fjárhagslegt tjón svo þúsundum króna skiptir, því hann verður að fá hesta sína geymda hér í að minnsta kosti hálfan mánuð. Hann hélt því vonsvikinn heint á leið við svo búið. Gunnar Bjarnason benti á að Búnaðarþing hefði samþykkt að fara þess á leit að leyfður yrði útflutningur hrossa til 15. desem- ber, en Alþingi hefði synjað þeirri beiðni. En einmitt á þess- um tíma er markaðurinn dýrmæt astur, því hestar og þó einkum folöld eru notuð til jólagjafa. Um verðlag á islenzku hestunum til útflutnings væri það að segja, að hærra verð fengist fyrir folöld og ótamda hesta heldur en ef þeim væri slátrað hér heima. Frú Ursula kvað ekki aðeins vera við íslendinga að eiga í sambandi við útflutning hross- anna, heldur væru þýzkir hesta- ræktendur og ráðunautar í þeim hve ódýr hann er í rekstri. Sjálft verðið skipti minna máli. Um kvikmyndatökuna sagði frú Ursula Bruns, að áhugi hefði skap azt á henni mikið fyrir til- komu íslenzka hestsins og svo hins að slík mynd hefði ekki ver- ið gerð hér á landi fyrr. Landið væri sérstætt í augum megin- landsbúa. Fólk' væri þreytt á mergðinni en kyrrð íslenzkrar náttúru myndi hrífa það. Hins vegar myndi kvikmynda- gerð hér á landi skapa áhuga á landinu samfara hestinum. Fólk spyrði hvaðan þessi geðþekki hestur kæmi og hvernig landið væri. Síðan segði fólk sem svo: — Ættum við ekki að fara þangað? Þetta gæti því orðið til þess að laða hingað ferðamenn. Frúin kvað íslendinga eiga að byggja ferðamannakofa í gömlum stíl, annaðhvort úr torfi eða timbri. Gömlu íslenzku bæirnir höfðu hrifið hana. Ódýrir, hreinlegir og hlýjir kofar, þótt grófir og ein- faldir væru að gerð, myndu hrífa meginlandsbúann. Allir ferða- menn væru vanir hótelum. Dvöl á slíkum stöðum myndi því ekki færa þeim neitt nýtt. Frúin sagði að lokum, og lagði á það áherzlu, að hún myndi hvorki skrifa bók um ísland né stuðla að töku kvikmyndar ef ekki fengist lagfæring á allri vit- leysunni í sambandi við útflutn- ing íslenzka hestsins. Hún sagði það mikið áhugamál sitt, að þetta skemmtilega dýr gæti orðið lönd- um sínum til yndis, sjálf hefði hún engan fjárhagslegan ábata af því. En hún kvaðst vera orðin þreytt á því, að þurfa að svara neitandi fjölda fyrirspurna um það, sem mögulegt ætti að vera að veita.' Auk þess hefði hún annað með tíma sinn að gera. Leikför Þjóbleikhússins út á land oð hefjast Sýnt verður „Horft af brúnrti" *ftir Arthur Miller LEIKFLOKKUR frá Þjóðleikhús inu leggur af stað á morgun í leikför um Norður og Austurland og Vestfirði. Leikritið. sem sýnt verður, er hið vinsæla leikrit „Horft af brúnni", sem sýnt var hér í Þjóðleikhúsinu frá því í september og fram til jóla og aftur frá miðjum janúar og fram í febrúar. Þjóðleikhúsið hefur áður sent •leikflokka með ieiksýningar í Samband brunatrygg/enda á Islandi: Kyndiklefar og kynditœki REYNSLAN er sú, að yfir 16% elds- og reyktjóna verða út frá olíukynditækjum. Þetta er stað- reynd, sem er umhugsunarverð, því 16% brunatjóna er stór upp- hæð árlega, sem landsmenn greiða í iðgjöldum sínum. En hvað þýðir að fást um það? Ér það ekki óhjákvæmilegt, að eid- hætta fylgi eldstæðum, kunna menn að hugsa. Jú, — að vísu. Og það sem meira er, og allir þurfa að gera sér ljóst, að þessi eld- hætta er enn mikil, þrátt fyrir nýjustu öryggistæki, s.s. sjálf- virka loka á olíurörum o. fl., það hefur reynsla tryggingarfélag- anna sýnt ótvírætt undanfarið. Það er orsök flestra meiri háttar brunatjóna af þessum sökum, að eingöngu er treyst é öryggisút- búnað og sjálfvirkni kynditækj- anna eða athygli og nákvæmni gæzlumanna (á vinnustöðum). En augnablikstruflanir á brennslu eða loftrás, smávægileg bilun á kynditækjum eða eftir- tektarleysi eða fjarvera gæzlu- manns svolitla stund eru atriði, sem ekki er hægt að útiloka. En við þessu er hægt að gera og reyndar mjög auðvelt, og það er að búa svo um hnútana, að þessi smáóhöpp verði aldrei annað en smáóhópp, þ.e.a.s.: að einangra hættuna við kynditækin sjálf. — Það er helzt gert á þennan veg: 1) í kyndiklefum þarf umbúnað- ur að vera þannig, að auk fá- anlegrar öryggistækja á kyndi tækin sé klefinn al-eldvarinn að innan, þ.e. að sé hann ekki úr steini skal klæða vírneti og múrhúða vandlega veggi, loft og gólf og ætíð skulu dyra- karmar og hurð klædd blikki að innan. — Gleymið ekki dyrakarminum og gætið þess vel, að múrhúðunin taki alger- lega fyrir allar raufar með- i'ram rörum frá klefanum. 2) í verksmiðjum og verkstæð- um, þar sem ekki er hægt að korna þvi við að hafa kyndi- tækin í sérstökum klefa, þarf allt timbur og önnur eldnæm efni í veggjum og lofti nálægt kynditækjunum að vera klædd vírneti og múrhúðuð vandlega. Múrhúðun í lofti þarf að ná talsvert út fyrir kynditækin, a.m.k. 1 m. á hvern veg. — Járnhlutir, sem við smáóhöpp geta hitnað mik ið s.s. reykrör, þurrkarar, „cyklonar" (í mjölverksmiðj- um) eða járnreykháfar ættu hvergi að koma nær timbur- hlutum eða klæðningu en 30— 40 cm. — Mikið öryggi er í að hafa niðurfall i gólfi, sem næst oliukynditækjunum. leikferðalög um landið, en það hafa yfirleitt verið gamanieikir, að undanskildu „Brúðuheimil- inu", sem sýnt var á vegum Þjóð leikhússins á Akureyri, með Tore Segelcke í aðalhlutverkinu. Áætlað er að fara fyrst til Norð urlands og hafa fyrstu sýningu í Húnaveri í Bólstaðarhlíð 6. júni og því næst á Sauárkróki hinn 7. júní. Á Akui-eyri verða tvær sýningar, 8. og 9. júní og tvær sýningar á Húsavík 10. og 11. júní og þá að Skjólbrekku í Mývatns- sveit hinn 12. júní. Snjór er mikill á jörð fyrir norðan og vegir ekki fænr til Austfjarða enn sem komið er, en vera má að það breytist til batn- aðar, þannig að hægt verði að halda ferðinni áfram eins og aætl að er, til Reyðarfjarðar og ieika þar 13. júní, á Eskifirði 14. júni og því naest tvisvar á Seyðisfirði, dagana 15. og 16. júní. Á leiðinni til baka verður staldrað við á Akureyri og sýnt þar aftur dagana 17.—20. júni, að báðum dögum meðtöldum, þaðan haldið til Siglufjarðar og haldnar tvær sýningar, dagana 21. og 22. júní. Þaðan verður farið með Esju til ísafjarðar og þar verða sýningar 24. og 25. júní, i Bolungarvík 26. júní. á Flateyri við Önundarfjörð verða tvær sýn ingar, hinn 27. og 28. júní, á Þingeyri við Dýrafjörð hinn 29. og loks á Patreksfirði dagana 30. júní og 1. júlí og þaðan verður svo haldið heimleiðis hinn 2. júlí. Þess skal getið, að börnum innan 12 ára aldurs er bannaður aðgangur að sýningunum. Leikararnir, sem fara í þessa leikför eru: Haraldui Björnsson Regina Þórðardóttir, Róbert Arn- finnsson, Helgi Skúlason, K.ist- björg Kjeld, Ólafur Jónsson Jón Aðils, Klemenz Jónsson, Fiosi Ólafsson og Bragi Jonsson Leik- sviösstjóri er Guðm Bjarnason. Leiksijóri er Lárus Pálsson og verður hann með ' leikförinni á rokkrum ryrstu sýningunum. „Vel starfhæf" Forystugrein Tímans í gær fjallar um ágreining stjórnar- flokkanna innbyrðis. Viðurkenn- ir blaðið að til margháttaðs ágreinings hafi komið milli þeirra. En niðurstaða þess er þó sú, að stjórnin sé „vel starfhæf". Þetta er skoðun Timans. En öll þjóðin sér að vinstri stjórnín á ekki sameiginlega stefnu í einu einasta hinna stærri og þýðing- armeiri þjóðmála. Hún er klofin í efnahagsmálunum og stór hluti stjórnarflokkanna er í harðri andstöðu við „bjargráðin". Jai'n- vel þinglið stjórnarinnar hefur lýst þvi yfir að með þeim sé stefnt „út í öngþveiti". í landhelgismálinu hafa tveir stjórnarflokkanna meira að segja haldið uppi skömmum og hörðum dcilum innbyrðis í eldhúsdags- umræðunum frammi fyrir alþjóð. Stjórn, sem þannig er ástatt fyrir, gengur með dauðann í sjálfri sér. Stórt skarð í verka- mannalaunin Sigurður Bjarnason upplýsti í eldhúsdagsumræðunum að meðal verkamannalaun í Reykjavík væru reiknuð 57 þús. kr. á ári. Úti á landi væru þau miklu lægri. Stórt skarð væri höggvið í laun alls láglaunafólks með hinum gífurlegu nýju skatta- og tolla- álögum ríkisstjórnarinnar. Með „jólagjöf" vinstri stjórnarinnar fyrir jólin 1956 hefðu um 300 millj. kr. nýjar álögur verið lagð- ar á almenning. Það þýddi að meðaltali 9400 kr. nýja útgjalda- byrði fyrir hverja fimm manna f jölskyldu í landinu. Með „bjargráðunum" væri gjaldabyrðin aukin um tæpar 800 mill.j. kr. Það þýddi að meðaltaii 25 þús. kr. ný útgjöld fyrir hverja fimm manna fjölskyldu. Samtals hefði þá vinstri stjórnin lagt að meðaltali tæplega 35 þús. kr. auknar byrðar á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. Stjórnarliðið hneykslaðist ákaf- Iega á þessum útreikningum Sig- urðar Bjarnasonar. En það gat ekki vefengt að þeir væru réttir. Vitanlega koma hinar nýju álög- ur nokkuð misjafnlega niður. En þær koma greinilega harðast nið- ur á Iáglaunafólki. Stórkostleg verðhækkun brýnustu nauðsynja Sú staðreynd liggur nú fyrir, að með „bjargráðunum" leggjast hinir nýju skattar með fullum þunga á brýnustu nauðsynjar al- mennings. Fram til þessa tima hefur verið reynt að hlífa þeim. En nú leggjast hin háu yfir- færslugjöld beint á verð algeng- ustu nauðsynja, svo sem matvara og nauðsynlegasta klæðnaðar. Þetta bentu ræðumenn Sjálf- stæðisflokksins i eldhúsdagsum- ræðunum á. Þess vegna var stjórnarliðið mjög órólegt undir ræðum þeirrn. Allur almenningur sér að honum er ætlað að bera meginþunga byrðann*. Skattar og tollar vinstri stjórnarinnar eru fyrst og fretnst nefskattar, sem hver einasta fjölskylda i landinu verður að borga. Þess vegna eisi útrcikningar Sigurðar Bjarnasonar réttir. En kommún. istar og Alþýðuflokksmenn era dauðhræddir við þá. vegna þeas að þeir sýna fólkinu hinn beiska sannleika unt skalUeöi þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.