Morgunblaðið - 05.06.1958, Síða 6

Morgunblaðið - 05.06.1958, Síða 6
M U K í, V I\ B 1 1Ð1Ð Fimmtudagur 5. júni 1958 t Ef Karl Marx heimsækti Moskvu HUGSUM okkur, ef Karl Marx lifnaði allt í einu við og færi í heimsókn til Moskvu, — hvað myndi hann há halda um Sovét- ríkin? Hann sæi brjóstmyndir af sjálf um sér hangandi upp um alla veggi í opinberum skrifstofum og á hátíðisdögum sæi hann þær skreyttar og í stækkaðri mynd upp á veggjum húsanna. Hann myndi heyra nafn sitt lofað í ræð um sovézkra leiðtoga, finna að hann væri tignaður sem dýr- lingur um allt landið. En bráðlega færi hann að spyrja rússnesku leiðtogana óþægilegra spurninga varðandi þrúun Sovétþjóðfélagsins. Nikita Krúsjeff og íélagar hans í Kreml eru heppnir, að Marx rís senni lega ekki upp frá dauðum. Þejr geta notað nafn hans eins og þeim sýnist, alveg eins og þeir nota nöfn Lenins og Stalins. Þó verður ekki komið í veg fyrir að skrifuð verk Marx og samstarfsmanns hans, Engeis, tali sinu máli. Hver sem vill get ur kynnt sér þau og borið sam- an við árangurinn sem náðst hef- ur í Sovétríkjunum. Marx og Engels rituðu hin mestu býsn að magni til, en hugmyndum þeirra um kommúnískt þjóðfélag má lýsa þannig í stuttu máli: Marx hélt því fram, að komm- únískt þjóðfélag kæmist á xót með alþjóðlegri byitingu verka- mannanna, sem myndu afnema. eignarréttinn ,taka í sínar hend- ur öll framleiðslutæki, sameina þau undir stjórn ríkisins, — sem yrði tímabundið alræði öreig- anna. Afleiðingin yrði sú, að öil stéttaskipting hyrfi og sá tími kæmi að ríkið þurrkaðist út. í fyrstunni myndu verkamenn hljóta laun í samræmi við vinnu sína, en síðar myndu allir vinna eftir því sem hæfileikar þeirra og geta leyfðu og hljóta laun, eft,- ir því sem þeir þörfnuðust. Þann- ig skyldi ljúka arðráni og kúg- un sumra manna á öðrum. Enda þótt draumsýnir Marx komi mest fram í almennum hug- leiðingum, fór hann þó nægilega mikið út í smáatriði til þess að bera má saman við veruleikann, hvort og að hve miklu leyti þær hafa rætzt. Nú hefur langur tími liðið síðan lærisveinar hans tóku völdin í Rússlandi, með byltingu, sem hafði á sér öll einkenni ör- eigabyltingar, enda lýstu þeir yf- ir stofnun „einræðis öreiganna" og afnámu allan eignarrétt yfir f ramleiðslutækj unum. Að vísu var þessi byltirig frem- ur þjóðleg en alþjóðleg, eins og Marx hafði haldið að hún yrði. Að vísu gerðist þetta ekki í þrosk uðu kapítalísku ríki, eins og Marx hafði haldið fram, heldur í vanyrktu og fátæku landi. Þöt! þessar forsendur væru mikilvæg- ar að áliti Marx og frávik fra þeim hefðu í fyrstu nokkur áhrif á þróun bolsévikabyltingarinnar, þá urðu þau ekki til þess að for- ingjar byltingarinnar örvæntu og legðu hugmyndir Marx á hill- una. En hvernig reynast þá draum- sýnir Marx og veruleikinn. Það má bera draumsýn og veruleika saman í Sovétríkjunum með þvi að vitna til fimm meginatriða í kenningum Marx ★ 1 fyrsta lagi „stéttlaust þjóðfé- lag“. Marx skrifaði: „1 stað gamla borgaralega þjóðfélagsins, í stað stétta þess og stéttabaráttu, munum við öðlast samfélag, þar sem frjáls þroski hvers einstaklings verður undirstaða að frjálsum þroska allra.“ Og í „Kommúnistaávarpinu“ frá 1848 skrifuðu Marx og Eng- els: „Ef öreigarnir verða til neyddir að skipuleggja sig sem stétt, af aðstæðum í baráttu við borgarastéttirnar — ef öreigarnir gera sig með bylt- ingunni að yfirráðastétt og af- má með valdi gamla fram- leiðslukerfið, — þá munu þeir jafnframt afmá orsakir stétta- baráttunnar og þurrka út stétt ir almennt. Þar með munu ör- eigarnir einnig afnema yfirráð sjálfra sín sem stéttar." Ef Marx heimsækti Sovétríkin nú, þá myndi hann að sjálfsögðu heyra hin slitnu orð rússnesku leiðtoganna um að í Sovétríkj unum sé engin stéttabarátta né stéttamismunur. En allt í kring- um sig myndi hann sjá gagnstæð- an veruleika. Suma Rússa skortir hvorki fæði, klæði né skæði. Einkabíl- stjórar aka þeim til vinnu sinn- ar í rennilegum bifreiðum. Þeir búa í stórum íbúðum í borginni og þeir eiga sveitasetur fyrir ut- an borgina. Þeir hafa nóg eyðslu- fé og eyða því í óhófi. Þeir geta séð svo um að börn þeirra njóti forgangsréttar í lífinu. En svo eru aðrir Rússar, sem klæðast stöguðum baðmullar- jökkum — slitnum og snjáðum fötum. Þeir lifa að mest á brauði og kartöflum, verða að ganga til vinnu sinnar eða fara með yfir- fullum strætisvögnum. Þeir verða að búa í múgíbúðarhúsum, þar sem hver fjölskylda hefur aðeins eitt herbergi. Og þeir vinna við aðstæður, sem þeir verða ekki öfundaðir af. Við Rauða torgið^ beint and spænis Leningrafhýsinu, stendur „GUM“ — það er skammstöfun fyrir „Aðalverzlunin“. A þetta hús er oft hengd við hátíðleg tæki færi risastðr brjóstmynd af Karli Marx. Þetta hús er hof efnis- legra gæða rússnesku yfirstéttar innar. Það er að vísu rétt, að tugþúsundir verkamanna og bænda ganga um verzlunina á hverju ári til að dást að hinum stórkostlegu útstillingum o máske kaupa þeir svolítið í verzluninni. Það breytir þó engu um það að verzlunin GUM er fyrirtæki yfirstéttarviðskipta. — Það eru aðeins yfirstéttirnar, sem hafa efni á að verzla í GUM að nokkru ráði. Þótt rússneska yfirstéttin sé margbreytileg, má nefna nokkur einkenni hennar. í fyrsta lagi, meðlimir hennar vinna ekki neina erfiðisvinnu. I öðru lagi eru þeir forstjórar, framkvæmda- stjórar, aðstoðarframkvæmda- stjórar, eftirlitsmenn eða verk- fræðingar. Þeir eru það sem Rússar kalla „nachalniki“ — yf- irmenn. En þeir sem tilheyra lægri stéttum kallast „podchiny- onnye" — undirgefnir. í þriðja lagi hafa meðlimir yfirstéttar innar allir einhvern hluta af rík- isvaldinu í höndum sínum, hvað valdalitlir sem þeir eru í raun og veru. Þeir hafa „vlast“, sem þýðir vald og „avtoritet" eða virðingu og þetta er einn þýðingarmesti eiginleiki þeirra. I fjórða lagi eru margir þeirra meðlimir Komm- únistaflokksins. Þeir verða að til- heyra flokknum og hlýða flokkn- um, en flokkurinn skiptir lág- stéttirnar litlu máli. Að lokum er það aðaleinkenni yfirstéttarinnar rússnesku að meðlimir hennar fá í sinn hlut miklu stærri hluta þjóðartekn- anna hlutfallslega á hvern ein- stakling, heldur en meðlimir hinna þriggja lágstétta, skrif- stofumanna, verkamanna og bænda. Og beinar launatekjur yfirstéttamanna eru ekki nema hluti þeirra veraldlegu gæða er þeir njóta. Margir njóta sér- stakra sérréttinda, sem ekki verða metin til fjár, en bæta lífs- kjör þeirra verulega. Það er óhagganleg staðreynd, að yfirstéttir eru til í Sovétríkjun um, hvað sem Pravda og Krúsjeff segja. Þannig fór þá með fyrsta liðinn í kenningum Marx. Annar liður er sú kenning hans að ríkisvaldið þurrkist smám sam an út. I „Kommúnistaávarpinu“ skrif ar Marx: „Þegar sá áfangi hefur náðst í þróuninni, að stéttamismun- ur hefur verið afmáður og óll framleiðslan hefur sameinazt í höndum hins stóra samfélags allrar þjóðarinnar, mun ríkis- valdið missa hið skipulagða vald einnar stéttar til að kúga aðra.“ Og Engels sagði: „Þar sem „ríkið“ er aðeins bráðabirgða-„stofnun“, sem er notuð í byltingunni til þess að sigrast með valdi á- andstæð- ingunum, þá er það alger mis- skilningur, að tala um „ríki hins frjálsa fólks“. Öreigarnir munu viðhalda ríkisvaldir.u aðeins um stundarsakir til þess að sigrast á andstæðing- um sínum. Þeir munu ekki beita ríkisvaldinu í þágu frelsisins, en strax og hægt verður að tala um frelsi, pá hættir ríkið að vera til.“ Berum þetta svo saman við veruleikann í Sovétríkjunum í dag. Aldrei fyrr í sögu mann- kynsins hefur verið til eins stór- kostlegt og voldugt ríki. Skrjf- finnar þess skipta milljónum. Framh. á bls. 18. rifar úr daglega lífínu Reyktur hvalur VARLA mundi mikið ýkt þó að sagt væri að nálega hver ihaður teldi hvalrengi (sem í daglegu tali er venjulega nefnt hvalur) flestum öðrum mat ljúf- fengara. Og efalítið er það í sjálfu sér holl fæða. Hitt er svo annað mál, hvort það er hollt þegar búið er að súrsa það í ediki Það getur naumast ver)ð. Á uppvaxt arárum mínum var á heimili for- eldra minna á hverju sumri keypt ur svo mikill hvaiur að entist árlangt. Nokkuð af honurn var súrsað, vitanlega í skyrsýru, en þó var meira reykt (viðarieykt), og ennþá ijúííengari var reyk'i hvalurinn. Nú eru hvalveiðar að hefjast að þessu sinni, og nú hefði ég viljað leggja til, að þeir sem sölunni stjórna, létu nú reykja nokkuð. Ég er illa svikinn, ef ekki yrði mikil eftirspurn eftir reyktum hval. Ýmsir óttast. að súrsaði hvalurinn, sem hér er seldur, kunni að vera súrsaður í ediki og forðast hann þess vegna. Öldungur.“ Fyrirspurnir um strætisvagna KÆRI Velvakandi! Ég ætla að biðja þig að birta nokkrar spurningar til forráða- manna strætisvagna Reykjavíkur, en þær eru þessar: Eru einhverjar sérstakar á- stæður fyrir því, að lélegustu vagnarnir, sem í förum eru, eru látnir fara um smáíbúða- og Bústaðhverfi og ferðir þeirra strjálastar allra ferða? Hver er ástæðan fyrir því, að iðulega er aðeins sendur einn lítill vagn á þeim tíma, sem flestir eru að fara til vinnu sinn- ar, hann yfirfylltur svo vart íná hræra hendi, en síðan ekið fram hjá hópum, er bíða við biðstaðina, án þess að tilkynna þeim, að þeir verði að bjarga sér á annan veg í bæinn? Hver er ástæðan fyrir því, að engin takmörk virðast ná yfir, hve mörgum farþegum má troða í strætisvagn, gagnvart lögreglu- samþykkt Reykjavíkur eða gagn- vart tryggingum? Ef vagnskortur er mikill, hvers vegna má þá ekki taka einn vagn af innan-Hringbrautar-vögnun- um, þar sem fólk á aðeins 10—15 mínútna gang fyrir hendi, og láta hann í té fólki, sem á hátt í klukkustundargang fyrir hendi til vinnu sinnar? Fólkið hér í þessum hverfum telur sig jafnrétthátt og fóik í öðrum hverfum bæjarins, en svo virðist sem forráðamönnum bæj- arins finnist það ekki, þar sem þeir mismuna íbúunum svo mjög. Nú vil ég eindregið fara fram á, að fyrirspurnum mínum verði svarað af hlutaðeigandi aðilum. Svavar H. Jóhannsson Breiðag. 31“ Hvar er vagninn staddur? „|»AÐ er orð í tíma talað sem Ó ■r segir í Mbl. í dag (3.júní) um hátterni bílstjóra í strætis- vögnum, og eiga þeir þó vonandi ekki allir óskilið mál. Ég er, eins og margir aðrir, aðfluttur í bæ- inn og ókunnugur í mörgum hlut um hans. Og þó að um hábjartan dag sé, er þess að jafnaði ekki kostur að sja út um glugga til þess að reyna að átta sig, því að oftast verður maður að standa í vagninum, alveg skorðaöur. Um viðkomustaði virðist mér vagn- stjórinn oftast annaðhvort þegja, eða þá að hann muidrar svo iágt og óskýrt, að ekki heyrist. Þess væri sannarlega full þörf, að bíl- stjórar hefðu strangar fyrii'skip- anir um að kalla upp hátt og skýrt og í tæka tíð nafn hvers viðkomustaðar. Það er augljóst, að án slíkra fyrirskipana gera þeir það ekki. Þetta er alls staðar gert erlendis, en hvergi hafa mér reynzt starísmenn strætisvagna svo umhyggjusamir um farþegana sem á Englandi. Þar getur maður verið öruggur og áhyggjulaus ef harm bara segir starfsmanninum ákvörðun- arstað sinn, um leið og hann fer inn í vagninn og biður hann að minnast sín. Og ekki skortir á, að leiðbeiningar séu látnar í té, ef óskað er. Observator“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.