Morgunblaðið - 05.06.1958, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.06.1958, Qupperneq 8
8 MORCVNBLAÐJB Fimmtudagur 5. júni 1958 skáldið Hans Kartvig Seedorff. Naut þstta fagra ljóð sín vel í ágætri framsögn frúarinnar. Að leikslokum ávarpaði Þjóð- leikhússtjóri Thorvald Larsen for stjóra, þakkaði honum boð „Folketeatrets“ s. 1. sumar og komu -hans og leikflokksins hingað nú og afhenti honum lár- viðarsveig. Þakkaði Thorvald Larsen í stuttri en snjallri ræðu. Ahorfendur tóku leiknum for- kunnarvel, enda var hér um ó- venjulega fágaða og heilsteypta leiksýningu að ræða. Hafi hinir góðu gestir þökk fyrir komuna. Sigurður Grímsson. Ásgeir Gu&bjartsson aflahœstur ísfirðinga Þjóðleikhúsið heiðrar Thorvaid Larsen leikhússtjóra. Folkefeatret // 30 ára frestur sjónleikur' eftir Soya Leikstjóri: Björn VJaft Boolsen Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu rr HINGAÐ komu fyrir nokkrum dögum í boði Þjóðleikhússins, leikarar frá „Folketeatret" í Kaupmannahöfn ásamt forstjóra leikhússins, Thorvald Larsen, og léku hér tvö kvöld, sl. mánu- dags- og þriðjudagskvöld, sjón- leikinn „30 ára frestur", eftir hinn kunna danska rithöfund C. E. Soya. — Var ferð þessi gerð til þess að endurgjalda heimsókn Þjóðleikhússins s. 1. sumar til „Folketeatret" í tilefni af aldarafmæli þessa merka leik- húss. Sýndi Þjóðleikhúsið þar, sem kunnugt er, Gullna hliðið, mann, John, fósturson forstjór rás eða persónur, en fjalla þó öll um hið sama meginefni, réttlæt- ið í tilverunni. í „30 ára frestur“ er kjarninn Nemesis, þ. e. sú kenning að illgerðir mannanna komi niður á þeim sjálfum fyrr eða síðar í þessu lífi. — Atburða- rás leiksins er rakin afturábak og er það snjöll og skemmtileg tækni og nýtt fyrirbrigði hér á sviði. Hefst leikurinn (1. þáttur) á því að Borch forstjóri, roskinn maður, sem kvæntur er ungri og fríðri konu, stendur hana að því að vera í þingum vif5 ungan eftir Davíð Stefánsson. Dönsk leikmenfting er háþróuð, enda á hún aldagamla sögu að baki sér. Hafa Danir haft for- ustuna í leiklistarmálum Norður- landa frá fyrstu tíð og þeirri for- ustu hafa þeir haldið, svo að eigi verður um deilt, fram á þennan dag. Það er því vissulega mikið fagnaðarefni okkur Islendingum, er hingað koma öndvegisleikarar frá háborg leikmenningar Norð- urlanda, Kaupmannahöfn, og gefa okkur kost á að njóta listar sinnar, þó eigi sé nema í örfá skipti. — Hingað hafa áður kom- ans (er síðar reynist sonur hans). Forstjórinn tekur þessu áfalli með heimspekilegri still- ingu en þó miklum sársauka undir niðri. Honum er það ljóst að það ' er Nemesis sem hefur heimsótt hann —7 dagur reikn- ingsskilanna, sem enginn fær 1 umflúið, því að hann hafði á æskuárum sínum lagt hjúskapar- hamingju vinar síns og konu hans í rúst og orðið þess valdur að þau létu bæði lífið fyrir byssukúlu eiginmannsins. — Er sú saga rakin sem áður segir afturábak í síðari þáttunum ið mikilhæfir danskir leikarar og ] Þremur. hrifið alla með list sinni og er þá skemmst að minnast beimsókn ar leikflokks Konunglega leik- hússins hingað vorið 1952, er sýndi hér í Þjóðleikhúsinu hinn klassiska sjónleik Holbergs, ,Det lykkelige skipbrud", með Poul Reumert i aðalhlutverkinu. Hun sú frábæra leiksýning seint gleymast þeim sem sáu hana. Höfundur sjónleiksins „30 ára frestur", C. E. Soya, er liðlega sextugur, fæddur árið 1896. Hef- ur hann verið mikilvirk'ur rit- höfundur og samið bæði skáld- sögur og fjölda leikrita, en jafn- an verið nokkuð umdeildur. Óli- um ber þó saman um að hann búi yfir mikilli tækni sem leik- ritahöfundur, enda kemur pað ekki hvað sízt í ljós í leikritinu, sem hér ræðir um, því að það er snilldarlega samið og margt bráðsnjallt, sem höfundurinn leggur persónum leiksins i munn. Soya hefur þótt oft fullberorður um feimnismálin í leikritum sín- um og einnig napur og ósann- gjarn í ádeilum, en í síðari leik- ritunum hneigist hann æ meir til heimspekilegra og siðferði- legra hugleiðinga. — Þannig er það í „30 ára frestur“. Er leikrit þetta eitt af fjórum leikritum höfundarins, er hann hefur nefnt til samans tetralogi, eða fjórspil. Þau eru þó ekki í neinum tengsl- um hvert við annað um atburða- Leikrit þetta er sterkt og áhrifamikið leiksviðsverk, en ekki að sama skapi djúpur skáld- skapur, þó að hugleiðingar höf- undarins séu vissulega athyglis- verðar og margt sé þar snjallra orðræðna. Leikstjórn og sviðsetning Bool- sens er með þeim ágætum, að sjaldan mun hafa sézt hér leikur með jafngóðum heildarsvip og að þessu sinni. Þá eru og leik- tjöld og sviðsbúnaður allur prýðisgóður. Um leikinn er ekki nema eitt að segja: Hann var frábær. Ebbe Rode, sem leikur Borch forstjóra, annað aðalhlutverk leiksins, er míkill listamaður og naut sín til fulls í þessu mikla og vandasama hlutverki. Var meðal annars at- hyglisvert hversu vel honum tókst með útliti og öllu látbragði að yngjast með rás atburðanna. — Þá var og mjög áhrifamikill og sannfærandi leikur Birgitte Federspiel í hlutverki Jeanne, konu Borchs, ekki sízt í 3. þætti heima hjá rektorshjónunum. -— Rektorshjónin, sem þau Freddy Koch og Vera Gebuhr léku og mótuðu af næmum skilningi á slíkum manngerðum, munu lengi verða minnisstæð áhorfendum, ekki sízt frúin með sínu vægð- arlausa hjartalagi og dómhörðu þröngsýni. Bráðskemmtilegur var og Knud Heglund í hlutverki guðfræðingsins Hase-Nielsen, og margt spekiorðið framgekk af munni þessa kaldhæðna náunga. — Og ekki má gleyma unga manninum Bent Mejding sem leikur John. Mejding er ennþá við leiknám, en þó var leikur hans svo öruggur að ekki var annað sýnilegt en um þjálfaðan leikara væri að ræða. Bendir allt til að hann eigi fyrir sér glæsi- legan frama á leiksviðinu. — Aðrir leikendur voru Lis Löwert er leikur Rósu, þjónustustúlku á heimili Borch’s, Peter Marcell, er leikur Nilsson, bílstjóra, Inger Bolvig er leikur vinnustúlku, Birthe Bachausen er leikur Edith og Björn Watt Boolsen er fer með hlutverk eiginmanns hennar. — Hlutverk þessi eru ekki mikil að vöxtum en prýðilega með þau farið. Áður en leiksýningin hófst, flutti frú Ingeborg Skov fyrir framan leiktjaldið ljóðið „Svan- erne fra Norden“ eftir danska VETRARVERTIÐ er fyrir nokkru lokið á ísafirði og sjómenn farnir að undirbúa síldveiðarnar. Fjórir bátar verða gerðir út á síldarver- tíðina frá Isafirði í sumar ug er búizt við því að þeir geti haldið norður í lok næstu v'ku. Átta bátar stunduðu róðra á vetrarver tíðinni og varð Guðbjörg aíla- hæst, veiddi 663 lestir 'miðað við slægðan fisk) í 95 róðrum. Skipstjóri á Guðbjörgu er Ás- geir Guðbjartsson — og hann hefur á undanförnum vertíðum jafnan verið aflahæstur ísfirð- inga. Sigurður Knstjánsson, iand formaður á Guðbjörgu-, brá sér suður til Reykjavíkur í vertið- arlokin — og leit hann upp á ritstjórn Mbl. í vikunni og sagði fréttir af vertíðinm vestra. Sú var tiðin, að ísafjörður var einn af mestu útgerðarbæjum landsins og þaðan stutt að sa;kja á miðin. Á undanförnum árum hefur ágangur togara vaxið mjög á miðupum undan norðanverðum Vestfjörðum svo að nú verða ísa- fjarðarbátar að sækja suður í Látraröst — og allt suður í Jökul djúp. Hver sjóferð tekur því nú orðið a. m. k. 30 klst. — og aílt upp í 40 klst, enda þótt ekki sé ýkjavont í sjóinn. Þeir verða því að halda vel á spöðunum vestra — og það hefur ekki orðið á löfn inni á Guðbjörgu erfiðislaust að fá 40,000 kr. í hásetahlut í vetur. Ásgeir Guðbjartsson var emnig Stjórn Starfsmannafélags Útvegsbankans: frá vinstri, Guð- mundur Ásgeirsson, varaformaður, Jón ísleifsson, gjaldkeri, Adolf Björnsson, formaður, Sigurður Guttormsson, ritari og Þorsteinn Friðriksson. — Starfsmannafélag Útvegsbankans 25 ára STARFSMANNAFELAG Ut- vegsbankans átti 25 ára afmæli á sunnudaginn var, stofnað 1. júní 1933. Aðalhvatamenn að stofnunm voru þeir Brynjólfur Jóhannesson og Jóhann Árnason, en fyrstu stjórn félagsins skipuðu Einar E. Kvaran, formaður, Bryt.j ólur Jóhanneson ritari, og Krist- ján Jónscn, gjaldkeri. Verkefni félagsins á liðnum ald arfjórðungi hafa verið margþætt. Félagið hefur jafnan látið i'g miklu apta launa- og starfskjör félagsmanna og gert tillögur til úrbóta þegar þess hefur þótt þörf. Þá hefur það beitt sér fyrir stofn un eftirlaunasjóðs fyrir starfs- fólk bankans og keypt sumar- bústað í Lækjarbotnum og rekur hann sem félagsheimili. Á 25 ára afmæli Útvegsbanka íslands hf. var Starfsmannafélagi bankans gefinn sjóður að upphæö kr. 200.000.00 til styrktar ungum starfsmönnum til náms og eldri bankamönnum til kynnisfara. Hefur sex starfsmönnum verið veittur styrkur úr sjóði þessum, samtals 42 þús. kr. Félagsmenn Starfsmannafélags Útvegsbankans eru nú 144. I Reykjavík i20, á Akureyri 3, ísa- firði 6, Seyðisfirði 4, Siglufirði 3, og í Vestmannaeyjum 8. Bankablaðið, 1. tbl. þessa ár- gangs, er helgað þessum tíma- mótum Starfsmannafélags Útvegs bankans. Er það hið vandaðasta að öllum fágangi. Þá minntist starfsmannfélagið aldarfjórðungs afmælisins með hátíðasamkomu í Þjóðleikhúskjallaranum si. laug- ardag. Var þar margt til skemmt unar m. a. söngleikþáttur fluttur af þremur starfsmönnum bank- ans undir stjórn Brynjólfs Jó- hannessonar. aflahæstur á vertíðinni í fyrra — og aflaði þá 600 lestir. Næstaflahæsti báturinn í vetur Guðbjörg er 50 lestir að stærð. var Gunnvör með 517 lestir — og þar næst kom Gunnhildur með 480 lestir. Varð hún aflahæst þeirra báta, sem eingöngu veiddu á línu, því að bæði Guðbjörg og Gunnvör veiddu í net síðasta mánuð vertíðarinnar. Húsmæðraskólan- um á Blönduósi sagt upp HÚSMÆÐRASKÓLANUM á Blönduósi var sagt upp 28. maí. Skólinn var að þessu sinni eins og jafnan áður mjög vel sóttur, því að 70 námsmeyjar höfðu sótt um skólavist, en ekki var hægt að taka nema 42, og er það þó hærri tala en nokkru sinni áður, enda hafði einni kennslu- konu verið bætt Við kennaralið skólans, svo að þær eru nú fiór- ar, auk forstöðukonu og leik- fimikennara, sem kennir nokk- urn hluta vetrarins. Sýning a handavinnu nemenda var haldin dagana 26 og 27. maí og var hún fjölsótt að vanda, eada er það furðulegt, hversu mikilli og fag- urri handavinnu af ýmsu tagi er afkastað þar á hverjum vetri. — Skólameyjar héldu nú í vor eíns og áður fjölbreytta skemmtun, sýndu m. a. sjónleik og gaman- pátt, sem þær höfðu sjálfar sarn- ið, og var gerður að því góður rómur. Við skólauppsögn var að vanda boðið nokkrum velunnurum skol- ans og hélt forstöðukonan, frú Hulda Stefánsdóttir, þar snjalla ræðu, en einnig fluttu þar ávörp formaður skólaráðsins, Runólfur bóndi á Kornsá, og aðalprófdóm- ari séra Pétur Ingjaldsson Hrönn Haraldsdóttir hafði orð fyrir námsmeyjum og þakkaði forstöðukonu og kennurum skól- ans störf þeirra í þógu nemenda. Nokkrar námsmeyjar hlutu verðlaun úr sjóðum skólans. Nú að skólanum loknum fara námsmeyjarnar í sameiginlega skemmtiferð og skiljast að því búnu eftir ánægjulegar og lær- dómsríkar samvistir, margar sjólfsagt til þess að sjást aldrei aftur, því að skólann sækja nú eins og jafnan áður, stúlkur úr öllum landshlutum. Sumar þeirra voru að þessu sinni dætuv eða jafnvel dætradætur gamalia námsmeyja frá þessum skóla. Kvennaskóla Húnvetninga, sem er elzti kvennaskóli landsins utan Reykjavíkur. r regnritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.