Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 10
10 MORCTtlVnr 4f>1Ð Fimmtuuagur 5. júní 1958 ttiQm&kMb Xítg.: H.f- Arvakur, ReykjavIX. Framkvæmdastjóri: bigíús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola. simj 33045 Auglýsingar: Arnj Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs.'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjalci kr. 30.00 á mánuði innaniands. t lausasolu kr. 1.50 eintakið. / ÞINGLOKIN NÚ er þinghaldinu að Ijúka að þessu sinni og hefur Alþingi sjaldan setið leng- ur en líka sjaldan setið yfir minni störfum, en verið hefur í vetur. Fyrst lagði Eysteinn Jóns- son fram fjárlagafrumvarp sitt með miklum halla og kvaðst ekki hafa ráð til þess að bæta þar úr, en skaut máli sínu til þingsins og þá sérstaklega til stjórnar- flokkanna. — Nærri má geta, að ekki var átt við það, að Sjáif- stæðismen legðu hér hönd á plóginn, því að stjórnarflokkarn- ir höfðu margoft lýst því yfir, að fyrsta skilyrðið til þess, að leysa efnahagsmálin farsællega væri, að Sjálfstæðismenn kæmu þar hvergi nærri. Þetta verk ætluðu stjórnarflokkarnir sér sjálti.c. En eftir að Eysteinn hafði lagt fram uppgjafarfrumvarp sitt, gerðist ekkert í langan tíma og var nú beðið eftir því, að bæjarstjóvn- arkosningarnar færu fram. Tii- lögur ríkisstjórnarinnar máttu ekki sjá dagsins ljós fyrir þann tíma. Á meðan sat Alþingi vik- um saman aðgerðalítið eða nær því aðgerðarlaust. Að bæjar- stjórnarkosningunum liðnum komu nýjar tafir og það var ekki fyrr en nú í s.l, mánuði, að bjarg- ráð ríkisstjórnarinnar sáu dags- ins ljós. Síðan komu deilurnar innbyrðis á milli flokkanna og efnahagsmálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar var ekki tekið á dagskrá svo dögum skipti. Loks ins eftir að tekizt hafði að lífga stjórnarlíkið við, með þeim hætti, sem alkunnugt er orðið, þá var loks bundinn endir á afgreiðslu bjargráðanna svonefndu. Það má í rauninni segja, að Alþingi hafi að miklu leyti setið yfir því að bíða eftir efnahagsmáltillögum ríkisstjórnarihnar í allan vetur og mjög lítið orðið úr störfum löngum tímum saman að öðru leyti. • Ástæðan til þessa er sú, að ríkisstjórnin var ráðvillt í efna- hagsmálunum. Hún vissi ekkert hvað hún átti að gera, eins og ljóst kom fram í uppgjöf sjálfs fjármálaráðherrans, þegar hann lagði fram fjárlagafrumvarpið. Önnur orsökin var svo sú, að ríkisstjórnin hefur að öðru leyti algerlega vanrækt að undirbua ný mál í hendur þingsins og koma fram með þau í tæka tíð, svo Alþingi hefði tækifæri til að athuga þau mál og afgreiða þau á hæfilegan hátt. Þinghaldið hefur í ríkum mæli borið svip af ráðleysi og fálmi ríkisstjórnarinnar. í útvarpsumræðunum, sem far- ið hafa fram untíaniarm kvöld, hefur einkum borið á tveimur málum, efnahagsmáiunum og landhelgismálinu. Sjálfstæðis- menn hafa deilt hart á stjórnar- flokkana fyrir stefnuleysi í efna- hagsmálunum og fyrir það, að stofna ui harðvítugra innbyrðis deiina um landhelgismálið, þegar mest ríður á að þjóðin sé ein- huga um það, sem gerist af henn- ar hálfu í því máli. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins deiidi á sundrungina, sem stjórn- arflokkarnir höfðu stofnað til út af landhelgismálinu og kvað Sjálfstæðisflokkinn engan þátt vilja eiga í þeim gráa hildarleik. Það bar einnig mjög á því í um- ræðunum, að í ljós kom, hversu mikil óheilindi eru innan ríkis- stjórnarinnar og bitnar það ástand ekki sízt einmitt á þýð- ingarmesta málinu, landhelgis- málinu, sem í senn er stórkost- legt hagsmunamál íslendinga inn á við og viðkvæmt miliiríkja- mál. Það var auðheyrt í umræðun- um, sem fóru fram á Alþingi og útvarpað var, hversu bágt stjórn- arflokkarnir áttu í sambandi við þau svik á gefnum loforðum, sem stjórnin er staðin að. Raunveru- lega gerðu stjórnarflokkarnir ekki minnstu tilraun til þess að afsaka þessi svik, en reyndu að bera sig borginmannlega og töldu að raunverulega væri „allt í lagi". Eysteinn Jónsson lét sér um munn fara á þriðjudagskvöld, að með bjargráðunum væri stig- ið spor „hálfa leið út úr upp- bótafyrirkomulaginu". Hvernig það svo fær staðizt, að ríkis- stjórnin sé að stíga skref hálfa leið út úr uppbótakerfinu' á sama tíma sem allar uppbætur og styrkir stórhækka og þyngri álög ur eru lagðar á landsmenn til að standa undir því kerfi, en nokkru sinni fyrr, fær víst enginn mað- ur skilið. Það kom líka ljóst fram hjá sumum ræðumönnum stjórn- arflokkanna og þá ekki sízt for- sætisráðherranum, að hann við- urkenndi að tjaldað væri hér til einnar nætur, hér væri ekkert annað gert en það, sem kallaði á enn nýjar ráðstafanir, bjarg- ráðin heimtuðu ný bjargráð. Þannig hefur þetta raunar gengið koll af kolli síðan ríkisstjórnin tók við, því eitt „bjargráðið" sem hún hefur komið með hefur einungis kallað á önnur, en nokkra varanlega lausn eða úr- bót hefur ríkisstjórnin ckki get- að fundið. Nú þegar þingið fer heim, er því augljóst, að því fer eins og manni sem hættir við hálfnað verk eða minna en hálfnað og leggur frá sér verkfærin í bili, en verður svo síðar neyddur til að taka það upp og halda áfram. En margir munu mæla það, og vafalaust er meirihluti þjóðar- innar þeirrar skoðunar, að nú- verandi ríkisstjórn hafi engin skilyrði til að leysa þau mál, sem hún er að glíma víð. Reynslan af tveggja ára valdatímabili hennar hafi sýnt það svo ljós lega sem verða má. Stjórnar- flokkarnir vita líka, að ef nú væri gengið til kosninga, að þess ari reynslu fenginni, mundi koma í ljós að stjórnarflokkarnir nytu sízt af öllu trausts þjóðar- innar og þess vegna hafa þeir forðazt að leggja málin undir dóm almennings. Nú í þinglokin er því ekki bjart um að litast Stórkostleg vandamál bæði út á við og inn á við blasá við þess- ari traustlausu stjórn og almenn- ingur horfir með óhug til þess, sem verða vill. UTAN UR HEIMI Mennirnir í stjórn de Gaulles UTANRIKISRAÐHERRA í stjórn de Gaulles, Maurice Cove de Murville, hefir aldrei látið til sín taka í innanríkismálum Frakk- lands og jafnan leitt hjá sér þá ólgu, sem þar hefir ríkt. Hann er viðurkenndur sem ágætur dipló- mat, ætíð rólegur og prúður. Hann hefir undanfarið verið sendiherra Frakka í Bonn, en hafði áður gegnt sendiherraem- bætti i Washington, Róm og Kaíró, og einnig hefir hann ver- ið aðalfulltrúi Frakka hjá SÞ. Á styrjaldarárunum flúði hai.n til Alsír og varð ritari „Stríðs- nefndar" Frjálsra Frakka. Varð það til þess, að Vichystjórnin svipti hann frönskum ríkisborg- ararétti. De Muiville er 51 árs að aldri. Pinay — „Maðurinn, sem bjargaði frankanum" Vestur-þýzka stjórnin hefir látið í ljós ánægju sína yfir þvi, að de Murville hefir verið skip- aður utanríkisráðherra. Bendir stjórnin á, að Couve de Murville hafi aflað sér margra vina í Vest- ur-Þýzkalandi með starfi sínu í Bonn, svo.að vestur-þýzka stjórn in geti fastlega búizt við vinsam- legu samstarfi við hann sem ut- anríkisráðherra. Sátta- og samningamennirnir Pinay og Pflimlin Antoine Pinay, sem verður f jár málaráðherra, hefir löngum ver- ið talinn gætinn samningamaður. Hann er 67 ára og forustumaður óháðra íhaldsmanna í fulltrúa- deildinni. Hann hefir oft verið kallaður „Maðurinn, sem bjarg- aði frankanum", fyrir þann skerf, er hann lagði til lausnar efnahags málunum sem forsætisráðherra 1952. Hann er talinn vera vin- sælastur þeirra manna, er gegnt hafa forsætisráðherraembættinu í Frakklandi frá styrjaldarlokum. Hann studdi de Gaulle til valda með ráðum og dáð. Pierre Pflimlin, er vék úr for- sætisráðherraembættinu fyrir de Gaulle, verður ráðherra án stjórn ardeildar í stjórn de Gaulles. Talið er vafalítið, að hann verði áhrifamikill. Hann er 51 árs og hefir setið 15 sinnum í stjórn. Hann er lögfræðingur og hag- fræðingur og talinn vera slyngur samningamaður. Mollet hefir áður unnið fyrir de Gaulle — í neðanjarðarhreyfingunni Guy Mollet verður eins og Pflimlin ráðherra án stjórnar- deildar. Hann er 52 ára, leiðtogi jafnaðarmanna og mjög andvíg- ur kommúnistum. Eftir styrjöld- ina tók hann að láta mikið til sín taka í stjórnmálum Frakklands, og hefir hann verið einhver á- hrifamesti stjórnmálamaðurinn í Frakklandi undanfarin ár, enda viljasterkur, duglegur og mjög góður samningamaður. Á styrj- aldarárunum var hann einn af forustumönnum fröusku neðan- jarðarhreyfingarinnar. Hann hef- ir gegnt ýmsum ráðherrastöðum og varð" forsætisráðherra 1956. Stefna hans sem forsætisráð- herra í Alsírmálunum beindist að stjórnmálalegum, efnahags- legum og þjóðfélagslegum endur- bótum í Alsír, en jafnframt lagði hann ríka áherzlu á að varðveita og styrkja sambandið milli Alsír og Frakklands. Maðurinn frá Fílabeinsströndinni Felix Hwuphouet-Boigny er einn af fjórum ráðherrum án stjórnardeildar í stjórn de Gaull- es. Hann er 53 ára og læknir að menntun. Hann er ættaður frá Fílabeinsströndinni í Vestur-Af- ríku, og þar er hann forustumað- ur afríkanska lýðræðissambands- ins. Er þetta einhver stærsti og bezt skipulagði stjórnmálaflokk- urinn í Vestur-Afríku. Þó að hann sé frá Vestur-Afríku, er hann ekki nýr á nálinni í frönsk- um stjórnmálum. 1 janúar 1956 varð hann ráðherra án stjórnar- deildar í stjórn Mollets, síðar sat hann í stjórn Gaillards og einn- ig í stjórn Pflimlins. Hann er sérfræðingur í málum frönsku Afríku. Fjórði ráðherrann án stjórnar- deildar er Louis Jacquinot, lög- fræðingur og þingmaður íhalds- manna, 59 ára að aldri. Hann gekk í flokk de Gaulles í Lund- únum á styrjaldarárunum og skipulagði flota Frjálsra Frakka. í bráðabirgðastjórn de Gaulles eftir stríðið varð hann flotamála- De Murville .— Vichystjórnin svipti hann ríkisborgararétti ráðherra, og síðar fjallaði hann sem ráðherra um mál Araba í frönskum nýlendum. Hann hef- ir verið sex sinnum ráðherra frá styr j aldarlokum. Nýi dómsmálaráðherrann, Michel Debre, er mjög hægri- sinnaður og einn af leiðtogum lýðveldisflokksins, sem áður var Gaullistaflokkurinn. Hann er 46 ára og mikill andstæðingur hverra þeirra aðgerða, er kunna að verða til þess að veikja að- stöðu Frakka í Norður-Afríku. Hann var manna fyrstur til að krefjast þess, að de Gaulle tæki völdin í sínar hendur í takmark- aðan tíma. Debre er lögfræðingur og á sæti í lýðveldisráðinu, efri deild franska þingsins. Heimspekingurinn Malraux Því var fleygt í forsölum þings- ins, áður en það ákvað að taka sér hvíld frá störfum í sex mán uði, að skáldsagnahöfundurinn og heimspekingurinn André Mal raux yrði upplýsingamálaráð herra. Það mun nú vera afráðið, að hann taki við þeirri stjórnar- deild. Hann var einnig upplýs ingamálaráðherra í stjórn de Gaulles eftir styrjöldina. Hann Mollet — viljasterkur, dugmikill og mjög góður samningamaður var einn af stofnendum Gaullista- flokksins, er nefndist „Samband frönsku þjóðarinnar" en sá flokk ur leystist síðai upp, og var þá lýðveldisflokkurmii stofnaður. — Hann barðist í flokki Repúblik- ana í borgarastyrjöldinni á Spáni. Hann var handtekinn af Þjóð- verjum á hernámsárunum, en slapp úr haldi og gekk í neðan- jarðarhreyfinguna. Er hann hafði setið í bráðabirgðastjórn de Gaull es, hætti hann öllum afskiptum af stjórnmálum, og hefir síðan fengizt yið ritstörf. Er ráðherra- listi de Gaulles var lesinn upp í þinginu, vakti það mesta at- hygli og undrun, að Malraux skyldi vera á listanum. Ekki hefir enn verið ákveðið, hvaða ráðherraembætti Paul Bacon gegni. Hann hefir níu sinn- um verið verklýðsmálaráðherra, er fimmtugur að aldri og blaða- maður að atvinnu. Hann hefir mikið látið til sín taka í kaþóisku verklýðshreyfingunni og er með- limur Kaþólska lýðveldisflokks- ins. Ekki hefir heldur verið ákveð- ið, hvaða ráðherraembætti Max Lejeune gegni. Frá styrjaldar- lokum hefir hann gegnt mörgum ráðherraembættum. Um skeið var hann hermálaráðherra, en 1957 varð hann ráðherra í mál- efnum Sahara. Hann tók þátt í neðanjarðarhreyfingunni og sat um skeið í haldi sem stríðsfangi. Lejeune er aðeins 43 ára og til- heyrir yngri kynslóðinni meðal franskra stjórnmálamanna. Emile Pelletier, sem verður innanríkismálaráðherra, hefir aldrei verið ráðherra og aldrei setið á þingi. Hann er ríkisstarfs- maður og nú síðast amtmaður í M!W Malraux — rithöfundur og heimspekingur Signuamti, héraðinu umhverfis París. Eins og margir aðrir ráð- herrar de Gaulles, var hann í neðanjarðarhreyfingunni og var sæmdur heiðursmerk: fyrir þátt- töku sína í henni. + Enn hefur neyðarástandi ekki verið aflýst á Ceylon, en allt er þar með kyrrum kjörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.