Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 11
Fimmtu'dagur 5. júní 1958 MORGUNBLAÐIÐ 11 Stefna Sjálfstœöismanna: HaUaíaus atvinnureksfur, aukning fram- leiðslunnar, lœkkun skatta og tolla. Heildarsamningar verði gerðir um kaup og kjör til lengri t\ma en nú tíðkast Vinstri stjórnin hefur margsvikið þjóðina á öllum sviðum Útvarpsrœða Sigurðar Bjarnasonar s.l. mánudagskvöld EINN af mestu núlifandi stjórn- málaleiðtogum heimsins, Winston Churchill, fyrrverandi forsætis- ráðherra Breta, komst þannig að orði, er hann ávarpaði þjóð sína á mikilli örlagastundu, að hann byði henni blóð, svita og tár. Þannig vildi hinn djúpvitri og raunsæi leiðtogi búa þjóð sína undir átökin við þá erfiðleika, sem fram undan voru. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum fyrir tæpum tveim- ur árum, sagði hún þjóðinni að vísu, að hér væri allt komið í kalda kol, sem þó var fjarstæða og ósannindi. En hún lýsti þvi jafnframt yfir, að ekkert væri auðveldara en að ráða fram úr erfiðleikunum. Hún hét þjóðinni því, að úr vanda hennar skyldi leyst með nýjum leiðum, og varanlegum úrræðum. Hún lof- aði gulli og grænum skógum. En ávöxturinn af starfi vinstri stjórnarinnar hefur ekki orðið sá, sem hún spáði sjálf við valda- töku sína. Aldrei hefur íslenzk þjóð staðið frammi fyrir öðrum eins vanda í stjórnmálum sínum, eftir að hún öðlaðist sjálfstæði sitt og einmitt nú. Spurt um úrræði Sjálfstæðis- að engan vanda væri hægt að leysa með Sjálfstæðisflokknum verða nú umfram allt að fá leið- beiningar frá honum um það, hvað gera skuli. Hallarekstur atvinnuveganna En hvað hefur eiginlega orðið af úrræðunum, sem vinstri stjórnin sagði þjóðinni að hún ætti sumarið 1956. Getur það verið, að sama hafi hent hæst- virta ríkisstjórn og hrafninn, sem etur sín eigin egg, þegar hart er í ári? Viðhorfin í íslenzkum stjórn- málum 'i dag, út á við og inn á við, hljóta að vera öllum ábyrg- um og hugsandi íslendingum hið mesta áhyggjuefni. Það er vit- anlega hlutverk stjórnarandstöð- unnar að gagnrýna mistök og vixlspor þeirra sem með völdin fara á hverjum tíma. Og vissu- lega er það rétt, að stjórnarand- staðan hefur að mörgu leyti mikl- um mun erfiðari aðstöðu til þess að kryfja vandamálin til mergj- ar en ríkisstjórnin, sem hefur fjölda sérfróðra manna í þjón- ustu sinni. Þrátt fyrir það, höf- um við Sjálfstæðismenn aldrei skorast undan því að segja þjóð- inni, hver afstaða okkar og stefna sé í stórum dráttum til hennar, en álagning hrikalegra nýrra skatta og tolla á almenn- ing. Sjálfstæðismenn vilja efla útflutningsframleiðsluna Ohugsandi er, að íslenzkri út- flutningsframleiðslu verði haldið uppi með slíkum hrossalækning- um til frambúðar. Ný gengis- skráning, sem .rnætt væri með hækkun kaupgjalds að vörmu spori væri þó gersamlega til- gangslaus. Jafnhliða raunverulegum jafn- vægisráðstöfunum telur Sjálf- stæðisflokkurinn, að höfuðnauð- syn beri til bess að auka útflutn- manna Þessi hæstvirta ríkisstjórn á nú það úrræði eitt, eftir að hún | Þjóðfélagsyandamálanna, enda hefur gefist upp í viðureigninni við þá erfiðleika, sem hún hef- ur að langsamlegu mestu leyti skapað sjálf, að ásaka Sjálf- stæðisflokkinn fyrir að hafa eng- ar tillögur flutt um lausn efna- hagsvandamálanna, og reyna að þótt við séum ekki í ríkisstjórn. Meginvandamál íslenzks efna- hagslífs er í dag hinn geigvæn- legi hallarekstur, svo að segja alls atvinnurekstrar í landinu, og þá fyrst og fremst útflutn- ingsframleiðslunnar. Fullkomið telja þjóðinni trú um, að hann “samræmi ríkir milli verðlags og eigi engin úrræði og farist því framlexðslukostnaðar í landinu ekki að gagnrýna uppgjöf ríkis- stjórnarinnar. Áður en þessari staðhæfingu er svarað, er rétt að minna á það, að flokkar vinstri stjórnar- innar spurðu ekki um úrræði Sjálfstæðisflokksins sumarið 1956. Þá sögðu þeir þjóðinni, að þeir kynnu sjálfir ráð við öllum vanda, og mestu máli skipti fyr- ir þjóðarheill, að Sjálfstæðis- flokkurinn yrði gersamlega ein- angraður um aldur og ævi. Þið munuð, hlustcndur góðir, heyra hæstv. forsætisráðherra, sem talar hér á eftir mér, halda sgr í þá staðhæfingu eins og sökkvandi maður í flak, að Sjálf- stæðisflokkurinn eigi engin sjálfstæð úrræði og hafi engar viðreisnartillögur flutt. Hæst- virtur fjármálaráöherra mun syngja sama sönginn. Hann hef- ur raulað hann undanfarna daga. Fulltrúar kommúnista og Alþýöu flokksins munu svo púa undir. Þannig mun öll vinstri hers- ingm reyna að hugga sig og fyigismenn sína og afsaka upp- gjöí sma og brigðmæli með því að stjórnarandstaðan hafi verið svo hláleg að vilja ekkt segja henni hvernig eigi að raða fram úr vandamálunum. En sjá menn ekki hve eymd stjórnarliðsins er uppmáluð í þessum afsökunum þess? Menn- imir, sem lýstu þvi yfir árið 1956 annars vegar og markaðsverðs útflutningsafurða okkar í við- skiptalöndunum hins vegar. Þetta þýðir það, að gengi íslenzkrar krónu er raunverulega fallið. Það er ekki lengur í neinu samræmi við hina opinberu skráningu þess. Vinstri stjórnin hefur fellt gengi krónunnar Sjálfstæðismenn hafa jafnan talið gengislækkun algert neyð- arúrræði. En fram hjá þeirri stað- reynd verður ekki gengið, að gengi krónunnar er fallið. Ein meginorsök þess gengisfalls eru hin pólitísku verkföll, sem komm únistar beittu sér fyrir árið 1955 og höfðu í för með sér stórfellt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. í framhaldi af því, að kommúnistum og bandamönnum þeirra tókst að brjóta niður jafn- vægisstefnu fyrrverandi ríkis- stjórnar í efnahagsmálunum, hef- ur svo gengi íslenzkrar krónu haldið áfram að falla hröðum skrefum. Vinstri stjórnin hefur verið að fella gengi krónunnar siðan hún settist á valdastól. En hún þorir ekki að viðurkenna það og reynir að fela það eins og önnur óhappaverk sín. Verð- bólguskrúfan hefur haldið áfram, hallarekstur útflutningsfram- leiðslunnar stöðugt orðið meiri, en engar aðrar ráðstafanir gerð- ar til þess að hindra stöðvun Sigurður Bjarnason ingsframleiðsluna þannig, að þjóðin fái meira til skiptanna og geti byggt lífskjör sín á heilbrigð- um og traustum grundvelli. í því sambandi verður að leggja áherzlu á það, að beina vinnu- aflinu í vaxandi mæli að þeim atvinnugreinum, sem standa und- ir gjaldeyrisöflun og útflutningi. í dag eru um 4500 manns á öll- um fiskiskipaflota þjóðarinnar. Af þessum hópi voru á s. 1. ári um 1400 útlendingar. Það er fráleitt að 3500 manns geti í framtíðinni staðið undir svo að segja allri útflutnings- framleiðslu 160 þúsund manna þjóðar. Við verðum að viður- kenna það, að gera það dæmi hreinlega upp við okkur, að ó- hugsandi er að þjóðin njóti til frambúðar þeirra lífskjara, sem hún hefur búið við undanfarin ár, án þess að auka þátttöku sína í útflutningsframleiðslunni. Jafnhliða þvi, sem gerðar eru raunhæfar ráðstafanir til þess að koma á jafnvægi í þjóðarbú- skapnum, yrði þess vegna að framkvæma róttækar aðgerðir til að beina vinnuafli þjóðarinnar til arðbærra starfa í þágu fram- leiðslunnar. Þetta hefur vinstri stjórnin gersamlega vanrækt. Hún hefur meira að segja snúist gegn sí- endurteknum tilraunum okkar Sjálfstæðismanna, m. a. um skatt frelsi sjómanna, til þess að örva þjóðina til þátttöku í sjómennsku og útgerð. í stað þess hefur hún gert kákráðstafanir, sem engin áhrif munu hafa. Lækkaðar álögur Þá er það skoðun okkar Sjálf- stæðismanna, að jafnhliða því, sem uppbótarkerfið yrði afnum- ið, beri að lækka að mikulm mun skatta og tolla á þjóðinni. Upp- bótakerfið hefur krafizt stöðugt nýrra skatta á almenning og er nú svo komið, að undir forystu núverandi hæstvirtrar ríkisstjórn ar hafa verið lagðir um það bil 1100 milljónir króna í nýjum álögum á almenning. Hefur þessi gífurlega skattheimta haft i för með sér lömun alls einkafram- taks, hindrað heilbrigða efna- hagsstarfsemi og átt ríkan þátt í margvíslegri upplausn og öfug- þróun í þjóðfélaginu. Einstakling- ar, þar á meðal dugandi sjómenn og aðrir framleiðendur, hætta að leggja sig fram um öflun verð- mæta, þegar hið opinbera tekur svo að segja allt sem þeir afla. Fáum þykir svo vænt um Eystein Jónsson að þeir leggi á sig erfiði og áhættu til þess eins að seðja skatthít hans. Heildarsamningar um kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn telur það einnig eitt hið mesta nauðsynja- mál, að samtök launþega og at- vinnurekenda geri með sér heildarsamning um kaup og kjör til lengri tíma en nú tíðkast. í nágrannalöndum okkar semja þessir aðilar víða til 2ja og jafn- vel 3ja ára. Tryggir þetta vinnu- frið og á ríkan þátt í sköpun nauðsynlegs jafnvægis í þjóð- félögunum. Hér hafa hinar tíðu samningsuppsagnir oft valdið miklu öryggisleysi og glundroða, sem síðan hefur orðið öllum til tjóns, verkafólki, atvinnurekend- um og þjóðarheildinni. Hagstofnun framleiðenda og launþega Þá er það og þýðingarmikið atriði, að framleiðendur og laun- þegar eignist sameiginlega hag- stofnun, sem hafi það hlutverk að gera sér grein fyrir greiðslu- getu atvmnuveganna á hverjum tíma, og þróun í hagmálum, fram kvæmi rannsóknir á kaupmætti launa fra ári til árs og leggi yfir- leitt sem gleggstar upplýsingar á borðið um hagræn málefni, sem varða í senn verkalýð og vinnu- veitendur og afkomu bjargræðis- veganna til lands og sjávar. Enginn hugsandi maður, sem vill þjóðfélagi sínu vel, kemst hjá því að viðurkenna þá hættu, sem feist í stöðugum og stór- felldum átökum milli verkalýðs og atvinnurekenda. Þessi átök verður nútímaþjóðfélag að hindra, ekki með valdboðum, heldur með samvinnu fjármagns og vinnu. Þessa tvo aflgjafa verð- ur að sætta. Engin töframeðul til Við Sjalfstæoismenn höfum aldrei sagt þjóð okkar, að unnt væri að leysa efnahagsvandamál hennar með töframeðulum, án þess að nokkur einstaklmgur eða stétt þyrfti nokkru að fórna. Við höfum þvert á móti sagt og segj- um enn, að frumskilyrði heil- brigðs efnahagslífs, góðra lífs- kjara og stöðugra þróunar og uppbyggingar í þjóðfélaginu sé að þjóðin líti raunsætt á hag sinn og miði eyðslu sína og krof- ur til lífsins fyrst og fremst við arð framleiðslu sinnar og at- vinnutækja. Þetta er hinn einfaldi sann- leikur um tillögur og úrræði í efnahagsmálum. Sá, sem segir þjóðinni þennan sannleika og hvikar aldrei frá honum, kemur fram eins og heiðarlegur stjórn- málamaður og villir ekki á sér heimildir. Sá, sem kemur hins vegar og segir þjóð sinni, að hann eigi ný og „varanleg úr- ræði“, sem leysi allan vanda auðveldlega, án þess að nokkur þurfi nokkru að fórna, og án þess að taka þurfi tillit til grund- vallarlögmála efnahagslífsins, hann segir þjóðinni ósatt, og ger- ir tilraun til þess að blekkja hana. Og það er einmitt það, sem nú- veran-di hæstvirt ríkisstjórn hef- ur gert. Hún átti engin ný og varanleg úrræði sumarið 1956 og hún á þau ekki heldur í dag. Þess vegna standa nú leiðtogar hennar uppi sem afhjúpaðir ósannindamenn frammi fyrir þjóð sinni. Kommúnistar og bandamenn þeirra hafa orðið að eta ofan í sig öll stóru orðin um „árásir" fyrrverandi stjórna á verkalýðinn, „kauprán" og „vísi- töluskerðingar“. Þeir hafa s. 1. tvö ár orðið sjálfir að sam- þykkja visitölubindingu, dulbúna gengislækkun og neyðst til að láta ríkisvaldið taka aftur af laun þegum hina fölsku „kjarabót", sem knúð var fram með hinum pólitísku verkföllum veturinn 1955. Þetta sér og skilur hinn marg- svikni verkalýður í dag. Reynslan af tillögum Sjálfstæðis- manna Ég hefi hér á undan rætt nokkra drætti í heildarstefnu okkar Sjálfstæðismanna gagnvart efnahagsvandamálunum. Til við- bótar vil ég aðeins vísa til reynslu þjóðarinnar af tillögum okkar og úrræðum í efnahagsmálum á ár- unum 1950—1955. Flokkur okkar átti þá sæti í ríkisstjórn og hik- aði ekki við að leggja fram fjöl- þættar tillögur um margvíslegar viðreisnarráðstafanir í efnahags- málum landsmanna. Sumar þess- ara ráðstafana voru ekki vinsæl- ar. En þær voru nauðsynlegar og þess vegna hikaði Sjálfstæðis- flokkurinn ekki við það að rækja skyldu sína við þjóðarhag og beita sér fyrir flutningi þeirra og lögfestingu. Hann treysti á heilbrigða dómgreind fólksins og tapaði heldur ekki ó því. Bæði í alþingiskosningunum 1956 og í bæjar- og sveitarstjórnarkosning- unum í vetur stórjók hann fylgi sitt meðal þjóðarinnar. En flokk- ar vinstri stjórnarinnar töpuðu að sama skapi. Því miður tókst upplausnaröflum þjóðfélagsins, kommúnistum og bandamönnum þeirra að brjóta þessar jafnvægis- ráðstafanir á bak aftur, eftir að mikill og heillavænlegur árang- ur hafði á þeim orðið. Kommúnistar hafa átt megin- þátt í þvi, að skapa upplausn í efnahagsmálum landsins með rót- lausum blekkingum og yfirboð- um um margra ára skeið. Með völdum sínum í verkalýðshreyf- ingunni hafa þeir oft gert að engu tilraunir fyrrverandi ríkisstjórna til þess að fylgja heilbrigðri stefnu í efnahagsmálum. Með því móti tókst þeim að lokum að troða sér inn í ríkisstjórn. Sam- starfsmenn þeirra þar hafa nú Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.