Morgunblaðið - 05.06.1958, Page 17

Morgunblaðið - 05.06.1958, Page 17
Fimmtudagur 5. júní 1958 MORGVNBLAÐ1Ð 17 Ólöl Finnsdóttir Mirmingarorð ÓLÖF FINNSDÓTTIR var fædd að Tungu í Fáskrúðsfirði hinn 6. júlí 1865, dóttir Finns Guðmunds sonar frá Ósi í Breiðdal og Önnu Guðmundsdóttur konu hans og voru þau bæði af traustum bændaættum af Héraði og Aust- fjörðum. Hún ólst upp í Tungu, og gift- ist þar liðlega tvítug Jóni Þór- arinssyni frá Núpi á Berufjarð- arströnd, þjóðhagasmið og bónda* Fengu þau fleytingskot Strýtu í Hálsþinghá við Hamarsfjörð aust anverðan og bjuggu þar allan sinn búskap. Þeim hjónum varð 6 barna auðið og eru þau nefnd hér eftir aldri. Ríkharður myndhöggvari í Reykjavík; Björn verzlunarm., og bóndi á Stakkhamri á Snæ- fellsnesi, dáinn 1920; Finnur list- málari Reykjavík; Georg bóndi í Skildinganesi; Karl læknir í Reykjavík og Anna, sem er þeirra einasta dóttir. Mann sinn missti Ólöf 1908, en hélt lengi áfram búskap eftir það með börnum sínum og einu barna barni sem þau tóku til fósturs. Eftir 32 ára búskap á Strýtu og fárra ára dvöl á Djúpa- vogi fluttist hún suður á land með Georg syni sínum. En síðustu 28 ár æfi sinnar var hún hjá Önnu dóttur sinni og manni hennar Erlingi Thorlacius í Kópa vogi og naut þar hinnar ákjósan- legustu umönnunar til hárrar elli. Liðlega áttræð missti Ólöf sjónina, en vann af ótrúlegu kappi og þreki til hinztu stundar. þar var hún jarðsett 3. jan. sl. við hlið manns síns. Ég ætla ekki að rekja æviatriði Ólafar í þessum fáu línum. Ævi hennar var að vísu sérstæð á ýmsa lund, en sérstæðari var þó persónuleiki hennar — stórbrot- inn og ógleymanlegur. Til munu tvær skýringar á hinu fornkveðna: Þeir, sem guð- irnir elska, deyja ungir. Sú merk ingin, sem sjaldnar er lögð í þetta orðtæki, er á þá leið að sá, sem ber anda, áhuga og lífsviðhorf æskunnar í brjósti sér. enda þótt hann eldist að árum, hljóti að vera þóknanlegur meistaranum mikla — eða með öðrum orðum: sá, sem allar sínar ævistundir er fulltrúi vaxtar og þroska, síung- ur og vakandi, hann hljóta guð- irnir að elska. Sé þessi skýring hins forna spakmælis rétt, eins og mér finnst eðlilegt, þá hygg ég að fáir hafi hlotið ástir guðanna framar Ólöfu Finnsdóttur. Flestum mun finnast, að þeir eigi við næga örðugleika að etja á lífsleiðinni — og má vera rétt. En þó mundi mörgum, sem svo hugsa, vera hollt að renna hug til konu, sem missti fyrirvinnu heimilis með fimm börnum á smábýli á Austfjörðum fyrir hálfri öld og hugleiða, hvaða eiginleikar það muni hafa verið, sem létu hana bjargast þannig, að hún gaf þeim öllum það vega- nesti sem hefur enzt þeim til ó venjulegs þroska og giftu. Fyrstu minningar Ólafar munu hafa verið um missi móður sinn- ar, Á bezta aldri missti hún mann sinn. Síðasta verk hennar mun hafa verið að prjóna vettlinga á eitt barna-barna-barnanna. Þeim vettlingum varð ekki lokið, en hún lauk því, sem meira var vert: að gefa öllum börnum sín- um og okkur öllum það fordæmi, sem mætti endast okkur til þess að deyja ungir, kenna okkur að lind eilífrar æsku sprettur upp í okkur sjáfum, kenna okkur að jafnvel maður með hennar reynslu getur dáið ungur. Betra veganesti mun trautt hægt að gefa öldum og óbornum. Síðasta verkinu varð ekki að fullu lokið; en ætla mætti að hugurinn, sem að baki því bjó, gæti enzt til að hlýja þeim. sem vettlingana átti að fá, á við óprjónaða þumalinn. Vinur. Gólfslípunin Barmahlíð 33 — Sími 13657. Þungavinnuvélar Sími 34-3-33 Skriffvélavirkji eða maður með hliðstæða menntun óskast. Þyrfti að geta siglt til sérnáms. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Bókhaldsvélar — 6072“. Annan vélstjóra vantar strax á hringnótabátinn FRAM frá Hafnarfitrði. Upplýsingar í síma 50165- Snurpunóf og bátar til sölu hvort tveggja í bezta standi með öllu tilheyrandi. Keilir hf. Hótel Garður ...býður upp a Opið yfir sumarið Gistið á Garði ★ 90 vistleg herbergi ★ Fallegt útsýni ★ Nálægt miðbænum ★ 50 bíla stæði ★ Afbragðs veitingar Borðið á Garði ★ • ★ Það mun verða okkur flestum, frá því við hendum fyrstu sporin og allt til fullorðinsára, að við bæði vitandi vits og ósjálfrátt veljum okkur fyrirmyndir meðal hinna eldri eða þeirra, sem á und an eru gengnir. Algengast mun þó vera, að fyr- irmyndin eða sá, sem við kysum helzt að líkjast, er löngu genginn og við höfum aðeins arfsögnina við að styðjast, sem lætur þá gjarnan gallana liggja í þagnar- gidi. en miklar kostina því meir. Hitt verður sjaldnar, að þeir, er við þekkjum af eigin raun, séu þannig gerðir, að okkur finnist þeir geta verið fullkomin fyrir- mynd. Tilefni þessara hugleiðinga er það að fyrir skömmu var til moldar borin sú kona, sem ég mundi ætla að kæmist einna næst því, að dómi þeirra er þekktu hana bezt, að geta í hug þeirra og minningu fullnægt þeim kröfum, sem við hljótum að gera til þeirra, er við vildum helzt líkjast. , Þessi kona er Ólöf Finnsdótt- ir, sem lézt sl. jólanótt, 93 ára að aldri, að Kársnesbraut 42 í Kópa- vogskaupstað; og lá ævibraut hennar þangað frá Tungu í Fá- skrúðsfirði um Hamarsfjörð, en Ómissandi fyrir nútíma bifreiðahreyfla Bifreiðin gengur þýðar á SHELL - benzini nteð I.C.A. Nútíma bifreiðahreyflar búa yfir feikna orku. Þeir geta framleitt fleiri hestöfl á hvern benzínlíter, en áður var talið mögulegt, en til þess að allir kostir þeirra nýtist, verða þeir að nota úrvalsbenzín. Með því að nota SHKLL-BENZlN með I. C. A. (Ignition Control Additive) verðið þér aðnjótandi allra kosta slíks úrvalsbenzíns. Þetta benzíníblendi eykur orku hreyfilsins, þar eð það hindrar ótímabæra íkveikju í eldsneytinu og kemur í veg fyrir skammhlaup í kertum, sem hvort- tveggja stafar af útfellingum, sem safnast fyrir í bruna- holinu. Nútíma bifreiðum er sérstaklega hætt við þessum vand- kvæðum, sem hafa í för með sér orkutap og óþarfa benzín- eyðslu, en þeirra verður einnig vart í eldri bifreiðum. Það er því ávinningur að nota SHELL-BENZÍN með I. C. -A., sem dregur úr skaðlegum áhrifum útfellinganna og trygg- ir fulla orkunýtni, jafnari og þýðari gang hreyfilsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.