Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 5. júní 1958 MORGUNBLAÐtÐ 19 ýþrcttafrét tit ^íctph btaÍAiHA i - é Liösmenn Bury við Loftleiðavélina er flutti þá til Islands. Atvinnurnennirnir áftu leikinn — en KR skorabi FYRSTI leikur atvinnumannanna frá Bury fór fram í gærkvöldi og mættu KR-ingar þeim. Úrslit urðu þau, ag KR vann með 1 marki gegn engu. ÍTrslit þessi komu mjög á óvænt og gefa enga hugmynd um gang leiksins. Bury hafði frumkvæði um allan leik, og var í sókn á vailarhelmingi KR, sennilega 80—85 mín. af leiktímanum. En leiðin fyrir knöttinn inn í markið var lokuð, ýmist fyrir frábæran leik Heimis í marki KR, fyrir harðfylgi KR- vamarinnar eða hreina heppni. Mörg og falleg markskot Bury- manna flugu „hárfint" framhjá, og má sennilega kenna það mal- arvellinum, þar sem knötturinn lyftist meira en á ^rasvelli, en slíkum eru Bury-menn vanir. Yfirburðir. Bury náði þegar í upphafi tök- um á leiknum og sóknin var þung að markí KR. í tækni, í hröðum leik, um nákvæmni í sendingum og yfirleitt öllu sýndi Bury yfir- burði. Og þó leikurinn hefði end- að með 4—5 mörkum gegn einu hefði ekki þurft að tala um óheppni KR-inga. Bury sækir á — KR skorar Átta sinnium í fyrri hálfleik voru Bury-menn í „dauðafæri". Þrívegis bjargaði Heimir meist- aralega vel, en hin skotin sleiktu stangir og þverslá. í þessum hálfleik átti KR í raun og veru aðeins eitt upp- hlaup alla leið að marki Bury, — en þetta eina var líka lengra en að markinu, knötturinn hafnaði í því. Ellert Schram útherji og Þór ólur Beck miðherji léku saman upp vinstri væng, Þórólfur gaf í eyðu og Ellert brunaði inn fyrir varnarvegg Bury og skoraði lag- legt mark. Þetta reyndist sigur- markið í leiknum. Bjargað i línu Lengst af í síðari hálfleik var sókn Bury jafn látlaus og áður — og oft lá mjög nærri. — Heim- ir varði með stakri prýði. Sér- staka athygli vakti er hann tví- vegis varði glæsilega föst jarðar- skot út í bláhorni marksins. Og eitt sinn var knötturinn kominn framhjá honum, var á marklínu er Garðar krækti í hann og sendi út fyrir endamörk. Gæfan sveik ekki KR þetta kvöld. Hún var 12 hlekkurinn í liði þeirra. Er undir lokin dró var komin uppgjöf í Bury-menn vegna mót- lætisins. KR náði nokkrum lag- legum snöggum upphlaupum, íslenzk blómafrímerki ÞANN 8. júlí nk. verða gefin út tvö íslenzk frímerki með myndum af íslenzkum blómum. Merki þessi verða prentuð í lit- um og eru verðgildi þeirra eins og sjá má á meðfylgjandi mynd- um, 1 króna (eyrarrós) og kr. 2,50 (fjóla). Það var vel til fallið að veija íslenzk blóm sem „mótív" á fi'i- merki og er vonandi að vel tak;st með prentun jg annan frágan^ merkjanna, en þau eru prentuð hjá Thomas de la Rue í London. Smekklegra hefði verið að haia merkin aðeins sfærn eða af sömu stærð og blómamerki annarra landa, t. d. Luxemborgar því blómin njóta sín betur í slíkri stærð. Upplag þessara nýju fri- merkja má telja með minna móti, því að af 1 krónu-merkinu eru 1.250.000 og af kr. 2,50, eru aðeins 750.000 stykki. Söfnurum skal á það bent, þeg- ar þeir kaupa þessi frímerki, að athuga að merkin séu vel „eent- eruð", en því hefir verið töluvert ábótavant á íslenzkum frímerkja útgáfum síðari ára — J. Hallgr. sem voru þó án þunga og voru ekki alvarleg hætta fyrir Bury. Liðin Lið Bury virðist skipað jafn- sterkum mönnum, sem allir búa yfir meiri knatttækni en okkar menn, enda atvinnumenn. Hraða eiga þeir nógan ef því er að skipta og skot föst og góð, þó „kanonur" þeirra væru ekki stilltar fyrir malarvöllinn hér. Trú mín er að þeir eigi eftir að læra aðferðina — og það fljótt. Hliðarframverðir Bury réðu vallarmiðjunni svo innherjarnir gátu óskiptir farið í sókn með miðherja og útherjum. Spil þeirra þeirra varð stundum helzt til þröngt inná eða innan vítateigs KR. Á vörnina reyndi lítið sem ekki. Þetta var leikur a milli sóknarlínu Bury og varnar KR fyrst og fremst. Vörn KR stóð sig með stakri prýði í þessum leik. Hæst ber þar Heimi í markinu, Hreiðar og Hörð Felixon. Þessir þrír sýndu með leik sínum nú að þeir væru verðugir nýliðar í ísl. landslið- inu og þurfa annarr;t félaga menn vel að spjara sig í leiknum við Bury, ef þeir eiga að skyggja á val þessara þriggja. Garðar og Helgi voru lengst af í yörn og skiluðu sínu vel. Framlínan reyndist sízt, en beztan leik þar sýndi Ellert Schram. Næst mæta Bury menn Vals- mönnum og verður sá leikur á föstudagskvöld. —A.St. Barizt í Beirut BEIRUT, 4. júni. — í Beirut höf- uðborg Líbanons var enn barizt í dag og létu nokkrir menn lífið í þessum bardögum. Ennfremur urðu sprengingar víða í borginni. Uppreisnarmenn hafa eitt hverfi borgarinnar á sínu valdi. Annars staðar í landinu ráku hersveitir stjórnarinnar flótta uppreisnar- manna og gerðu loftárásir á byssustæði þeirra. Sex bátar ineð Dönsku leikar- arnir héldu heiin DANSKI -leikflokkurinn frá Folketeatret í Kaupmannahöfn, lauk leikför sinni um allar höf- uðborgir Norðurlandanna með leiksýningu sinni í Þjóðleikhús- inu s.l. þriðjudagskvöld. Húsfyll- ir var á sýningunni. Héldu leik- ararnir síðan til Kaupmannahafn ar árla dags á miðvikudag. Leikflokkurinn kom hi.igað sunnudaginn 1. júní og þá um kvöidið bauð danski sendiheir- ann Grev Knud leikurunum tii kvöldverðar. Á mánudag vo-u Danirnir i hádegisverðarboði Fé- lags íslenzkra leikara, en þar voru um 40 íslenzkir leikarar sam ankomnir til þess að fagna hinun, góðu gestum. Um kvöldið var sýning í Þjóðleikhúsinu og að sýningu lokinni afhenti Þjóðleik- hússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz, danska leikhússtjóranun. Thor- vald Larsen, lárviðarsveig, og lýsti í ræðu sinni gleði yfir þvi, að hann hefði komið með flokk sinn hingað til Reykjavíkur. — Thorvald Larsen þakkaði fyrir lárviða_jveiginn og nllan þann hlýhug, sem honum og leikfloKkn um ; 3fði verið sýndur. Formað- ur Félags íslenzkra leikara fæiði leikflokknum blóm frá félaginu. Á þriðjudag sátu dcasku leik- ararnir hádegisverðarboð hja menntamálaráðherra og óku aust ur á Þingvöll síðdegis í blíðskap- arveðri og sólskini. Um kvöldið léku þeir fyrir troðfullu húsi og við mikinn fögnuð áhorfenda og héldu svo heimleiðis næsta morg- un. r tunnur AKRANESI, 4. júní. — í dag komu reknetjabátarnir sex. að tölu hingað með tæpar 500 tunn- ur af mjög fallegri síld. Höfðu þeir verið 12 mílur suður af Reykjanesi. f gær var síldin treg hjá öllum nema Bjarna Jóhannes syni. Hann /ar eini báturinn, sem var suðurfrá í gær og fékk þá 150 tunnur. —Oddur — Skógrækt .. Framh. af bls. 2 menn vinna afrek á leikvangi. Siðan dró hann upp úr ferða- tosku sinni þrjá fallega silfurbik- ara mismunandi stóra, sem hann sagði að skógræktarfólkið ætti að keppa um til minningar um ís- landsferðina og starfið við að klæða landið aftur skógi. Bað hann forráðamenn skógræktar- innar að veita bikurunum mót- töku og einnig að annast veitingu verðlaunanna. Sr. Hope lauk máli sínu með þvi að segja við hópinn: Megi blessun fylgja starfi huga og handar. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, þakkaði hinum norsku ræðumönnum og færði sr. Hope þakkir Skógræktarinnar fyrir hina fallegu verðlaunabikara. Þar með var móttökuhátíðinni í»rauninni lokið, því að þegar var farið að hugsa fyrir alvarlegri hlutum, ferðinni austur að Geysi í Haukadal, þar sem Norðmenn- irnir munu dveljast meðan þeir eru hér eða fram í miðjan júní- mánuð. n- ELDVARNAFRÆÐSLA SAM- BANDS BRUNATRYGGJENDA. Á fSLANDI: Fimmtudagur 5. júní. Sýningargluggi í Bankastræti (Málaranum). Frásögn um eldvarnamál í fréttaauka útvarpsins, Gisli Ól- afsson form. S.B.Á.Í. Grein í dagblöðunum um olíu- kyndingar og eldhættu. D- -D EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund Faðir minn HELGI GUÐMUNDSSON Hverfisgötu 66A, andaðist að heimili sínu að kvöldi 3. júní. Guðrún Helgadóttir. Móðir okkar RAGNA JÓNSSON andaðist að heimili sínu 3. júní. EUen Eyjólfsdóttir, Jón Eyjólfsson. Minningarathöfn um SNORBA ARINBJARNAR listmálara bróður okkar, fer fram í Fríkirkjunni föstudaginn 6. júni kl. 2.30. Sveínbjörn Arinbjarnar og systkini. Jarðarför RAGNHEIÐAR MAONUSDÖTTUR frá Litlu-Drageyri, sem andaðist 30. maí, fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 6. júní klukkan 3 síðdegis. Afþökkum blóm. Aðstandendur. ......................¦¦¦¦¦ EINAR J. ÓLAFSSON kaupmaður Freyjugötu 26, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. júní kl. 1,30. Ingibjörg Guðmundsdóttir. I Útför móður okkar og tengdamóður GUDRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR Selvogsgötu 5, Hafnarfirði fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 6. júní kl. 2. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Börn og tengdaböru. Minningarathöfn um konuna mína, dóttur, systur og rnág- konu GUÐRÚNU ERLU ARNBJARNARDÓTTUR sem lézt af slysförum 30. jan. sl. hefur farið fram. — Þökkum hjartanlega alla samúð og vinarhug. Hjalti Gíslason, Arnbjörn Gunnlaugsson, Guðrún og Haukur Claessen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.