Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 20
V EÐRIÐ Suðvestan og sunnangola eða kaldi. Skýjað. 124. tbl. — Fimmtudagur 5. júní 1958 Eldhúsdagsumræðurnar ! Ræða Jóns Fálmasonar á bls. 9 Ræða Sig. Bjarnasonar á bls. 11 Frá fundi sameinaðs Alþingis í gær, er þinglauaiiir fóru fram. Forseti íslands í ræðustól. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Alþingi afgreiddi 52 lög og 31 ályktun Þinglausnir í gær ÞINGLAUSNIR fóru fram í gær. Kl. 1,30 setti forseti sameinaðs Alþingis, Emil Jónsson, þing- fund, og síðan gekk forseti ís- lands í fundarsalinn. Þá flutti þingforseti ræðu. Gat hann þess, að þingið hefði staðið frá 10. október til 20. desember 1957 og frá 4. febrúar tii 4. júní 1958, alls 193 daga. Gaf hann síð- an yfirlit um störf þingsins: . Þingfundir hafa alls verið 281, — 115 í neðri deild, 112 í efri deild og 54 í sameinuðu þingi. Alls hafa verið lögð fram 120 lagafrumvörp, 34 frá siiórmnni og 86 þiiigniannafrumvóip. Af þingmannafrumvörpum voru 36 flutt af nefndum, 31 þeirra að beiðn; einstakra ráðherra. — Af frumvörpunum voru 52 afgreidd sem lög, 31 stjórnarfrv. og 21 þingmannafrv. Felld voru 2 þíng mannafrv., 6 voru afgreidd með rökstuddri dagskrá og 5 var vís- að til ríkisstjórnarinnar, 55. frv. urðu ekki útrædd, þar af voru 3 stjórnarfrv. Efíir þinglausnir í gær komu þingmenn Sjálfstæðisflokksins saman á fund. Ljósmyndari Mbl. tók þá þessa mynd af for- manni flokksins og tveimur elztu þingmönnum hans. — Á myndinni eru talið frá vinstri: Jón Sigurðsson á Reynistað, 2. þingm. Skagfirðinga, Ólafur Thors og Jóhann Þ. Jósefsson, þin^maður Vestmannaeyinga. Efni fæsl ekki lii viðgerða og A SÍBASTA fundi bæjarstjórn- ar, sem haldinn var fyrir nokkr- um vikum, skýrði hafnarstjóri frá því, að enn hefðu ekki borizt nein svör frá Innflutningsskrif- stofunni um nauðsynleg leyfi á efniskaupum til framkvæmda í höfninni. — í framhaldi af þessu upplýsti hafnarstjóri að vegna þessa, væri ekki mögulegt að hefja nauðsynlegar viðgerðir á bryggjum og ekki hægt að hefja neina nýsmíði. Aðalfundu r AÐALFUNDUR Mjölnis, félags Sjálfstæðismanna á Keflavíkur- flugvelli, verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu í Keflavík í kvöld kl. 8,30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður rætt um stjórnmála viðhorfið og skipulagsmál félags- ins. Deila V.R. hjá sáttasemjara í GÆRKVÖLDI hélt sáttasemj- ari rikisins fund með fulltrúum vinnuveitenda og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, en sem kunnugt er af fréttum hafa aðilar vísað kaup- og kjaradeilu til hans. Samkomulag náðist ekki. Farfuglaferð í Gullborgarhraun UM NÆSTU helgi ráðgera Far- fuglar ferð vestur í Gullborgar- hraun í Hnappadal. Skoðaðir verða hraunhellarnir þar. Einníg verður gengið a Eldborg. Lagt verður af stað kl. 3 á laugardaginn og komið í bæinn á sunnudagskvöld. Farfuglar leggja til tjöld, hit- unaráhöld og kakaó til fararinn- ar. — Upplýsingar um ferðina verða gefnar á skrifstofu Farfugla að Lindagötu 50 á miðvikudags- og föstudagskv. kl. 8,30—10, sími 15937 aðeins á sama tíma. Fœreyingar klofnir um landhelgismáliB, KAUPMANNAHÖFN, 4. júní. — Blaðið „Information" skýrir í dag frá því, að deilur Breta og íslend inga um fiskveiðilögsöguna hafi skapáð alvarleg vandamál í Fær- eyjum. Lögþingið hafi mál'íð nú til umræðu og sé búizt við, að lýðveldisflokkur nn og þjóðtiokk urinn muni krefjast þess að Fær- eyingar fari að dærm íslendinga. Færeyingar geti hins vegar tkki víkkað landhelgina án samkomu- lags við dönsku stjornina.en hún geri ekki einhliða ráðstafanir. Sambandsflokkurinn heldur því fram, að ekki finnist lausn á fiskilögsöguvandamálinu án samninga. „Föroyatidindi", sem Heimdell- ingar HEIMDELLINGAR, herðum sölu á happdrættismiðum Sjálfstæðis- flokksins. — Gerum skil á and- virði heimsendra miða fyrir næstu helgi. Verum minnugir þess að takmarkið er að allir miðar happdrættisins seljist fyr- ir 10. júní n. k. Skrifstofa happ- drættisins er í Sjálfstæðishús- inu, opið alla daga frá kl. 9—7, sími 17-1-04. segir Information styður Djurhuus lögmann, segir í dag, að góður árangur náist að eins með samkomulagi við ata. „Information" heldur áfram: „Með því að taka þessa raunhæfu afstöðu, sem er eina færa leiðin, verður aðstaða sambandsflokks- ins gagnvart sjálfstjórnarmönn- um veikari, og ^æti þetta flýtt fyrir kosningum til Lögþingsins. Á Genfarráðstefnunni á dogunurn studdu Danir íslendinga í kröf- unni um 12 mílna landhelgi, en gengus. að sjálfsógðu ekki inn á að íslendingar framkvæmdu víkk unina upp á sitt eindæmi. DansKa stjórnin hefur tilkynnt Færeyj- ingum að hún hafi til atnugunar, hvaða skref beri að stíga i land- helgismálum Færeyja. Einlhiða ákvörðun íslendinga hefur engin éhrif á afstöðu dönsku stjórnar- innar, en hún kann að torvelda væntanlegar samningaumleitanir við Breta". —Páll. Neðanjarðar olíugeymir við Grandagarð FYRIR nokkru hefur hafnar- stjórn Reykjavíkur samþykkt að heimila Skeljungi h.f. að setja upp 30.000 iítra olíugeymi í vél- bátahöfninni. Verður geymirinn við nyrztu bátabryggjuna við Grandagarð og gerði hafnarstjórn þá kröfu að geymirinn yrði graf- inn niður. Dregið eftir fimm daga ÞEIR Sjálfstæðismenn, sem enn hafa ekki gert skil á miðum sínum eru minntir á, aö nú eru aðeins 5 dagar þar til dreg- ið verður um hinn glæsiiega vinning í happdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Verið öll samtaka um að selja miðana upp fyrir 10. iúní. Hafið samband við skrifstofuna í Sjálfstæðishúsinu strax í dag. Sími 1-71-04. Andvirði miðanna sótt til þeirra, sem þess óska. — Happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Alls voru bornar fram 67 þings ályktunartillögur, 65 í sameinuðu Alþingi og ein í hvorri deild. 30 tillögur voru afgreiddar sem ályktanir Alþingis, ein sem álykt un efri deildar, 7 voru afgreidd- ar með rökstuddri dagskrá, einni var vísað til ríkisijórnarinnar, 2b urðu ekki útræddar. Þá voru bornar fram 10 fyrir- spurnir á 8 þingskjölum. Aliar fyrirspurnir voru ræddar nema tvær. Mál til meðferðar í þinginu voru því alls 195, en þingskjöl urðu alls 624. Að lokum mælti Emil Jónsson nokkur orð um störf Alþingis og drap sérstaklega á nauðsyn þess, að þing og þjóð gerðu sér ljosa grein fyrir nauðsyn þess að leysa vanda efnahagsmálanna. Þá þakk aði hann þingmönnum góða sam- vinnu og færði þeim árnaðaróskir svo og starfsmönnurr þingsins. Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, kvaddi sérhljóðs, þakkaði góðar óskh þingforseta, færði honum þakkir og árriaði honum og ástvinum hans heiila í nafni þingmanna. Tók þing- heimur undir orð hans með því að rísa úr sætum. Þá tók forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson til máls. Hann las forsetabréf um þinglausnir, sagði síðan 77. lögjaíarþinginu slitið, og bað menn jafnframt minnast fósturjarðarinnar. Þing- menn risu úr sætum og forsætis- ráðherra mælti: Heill forseta vor um og fósturjörð. Lifi ísland Tók þmgheimur undir með húrranróp um. Var síðan aí þingj gen^ið. öíðasti fund.i! í efri deild var sl. :uanudag. faar avö'paði Bi-'fl- harð Steránsso.l, þingdeil.tar- menn, en Jóhann p Jósefsson, þingmaður Vestmannaeymga þakkaði forseta fyrir þr-irra hbnd. í neðri deiid var siðasti fundur á þriðjudag. Forsetmr., Einar Oi- geirsson ávarpaði þingdeildar- menn, en Ólafur Thors svavaði fyrir þeirra hönd. Bjargráðin í framkvæmd MEÐ hverjum degi, sem líður koma í ljós nýjar afleiðingar bjargráða ríkisstjórnarinnar. Nú spyrja menn áður en þeir kaupa vöruna hve mikið hún hafi hækkað. Helztu hækkanir síðustu daga eru að kilóið af ýsunni hækk aði úr kr. 3,40 í kr. 4,00 eða um tæp 18%, laukurinn hækkaði úr kr. 5,55 kílóið í kr. 6.35, eða rúm 14%. Appelsín hefur hækkað úr kr 2,50 flaskan í kr. 2,95 «ða um 18 %, pepsikóla hefur hækkað um 22%, úr kr. 2,50 í 3,05 flaskan, en kókakólaflaskan hefur hækkað úr kr. 2,25 í kr. 2,60 eða um tæp 16%. GRÓÐU ftöJU-1'W iNGARFERfi í Heiðmörk á föstudag. Farið frá Sjálfstæðishúsinu kl. 8 e.h. Fé- lagar eru beðnir um að fjöl- menna og mæta stundvíslega. Stjóiiu .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.