Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 2
2 MORCVNTir 4Ð1Ð >riðjudagur 10. júní 1958 4 -» 0 Eimskip fer fram á hœkkun flutningsggalda Frá aðalfundi félagsins á laugardaginn FOSSAR Eimskipafélags Islands j fóru á sl. ári alls 77 ferðir milli; Ianda og strandferðir þeirra voru 50, segir í skýrslu þeirri sem lögð var fram á aðalfundi Eimskipa- féíags Islands, er haldinn var sl. laugardag. Heildar-vöruflutning- ur með „Fossunum“ varð 215 þús. tonn. I þeim kafla skýrslunnar er fjallar um farmgjöld og fargjöld, segir m.a. að útgerðarkostnaður Gullfoss hafi aukizt um 50% síðan 1050, er skipið hóf siglingar, en síðan hafi fargjöld ekki hækkað nema um það sem svarar álagn- ingu ríkissjóðs, fargjaldaskatti og söluskatti. Þar var komið frásögn blaðsins af aðaifundinum í sunnudagsbiað inu að gjaldkeri félagsstjórnar Birgir Kjaran hagfræðingur, lagði fram reikninga. Formaður félagsins, Einar B. Guðmundsson, hrl., hafði drepið á nokkur atriði þeirra í hinu ýtarlega yfirliti er hann gerði grein fyrir skýrslu stjórnarinnar. En í greinargerð gjaidkera kom fram að reikning- arnir sýnr. tap á rekstri félagsins, sem nemur rúmum 2 millj. kr. auk útsvars og kirkjugarðsgjalds 1 millj., 218 þús. kr., sem greitt var úr varasjóði, eða samtals um 3 millj. 250 þús. kr., en þá hafði verið afskrifa* af eignum félags- ins 6 millj. 820 þús. kr. Hagnaður af rekstri eigin skipa félagsins varð um 6 millj. 120 þús. kr., sæ er um 2,5 millj. kr. minni hagnaður en árið 1956. Um 800 þús. kr. hagnaður varð af leiguskipum félagsins. Rekstrar- halli vöruafgreiðslu varð um 1 millj. 880 þús, kr., sem er tals- vert minna tap en árið áður, m.a. vegna betri vinnuaðstöðu í hinum nýju vörugeymsluhúsum félags- ins. Eignir umfram skuldir samkv. efnahagsreikningi félagsins nema kr. 50.587.566,00 og er þá bókfært verð allra skipanna aðeins talið kr. 23.594.460,00 og fasteigna 8 millj. og 400 þús. kr. Eignir Eftirlaunasjóðs félags- ins nema nú rúmlega 9 millj. kr. og voru á árinu sem leið greiddar kr. 1.248.750.78 í eftirlaun til fyrr- verandi starfsmanna og ekkna þeirra. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Einar B. Guðmunds- son, Richarr' Thors, Birgir Kjar- an, og fulltrúí Vestur-íslendinga, Grettir Eggertsson, og voru þeir allir endurkjörnir. I stað Hjartar Jónssonar sem verið hefir endur- FERÐADEILD Heimdallar efnir til Þórsmerkurferðar um næstu helgi. Lagt veröur af stað á laug- ardag kl. 2 e. h. og tjaldað í Húsadal. Til Reykjavíkur verður komið aftur um kl. 10 að kvöldi sunnudags. Væntanlegir þátttak- endur hafi samband við skrif- stofu félagsins í Valhöll við Suð- urgötu, opin daglega kl. 5—7, eða í síma 17102 á sama tíma. UM síðustu helgi hélt Sigurður Bjarnason, þingmaður Norður- ísfirðinga, þingmálafundi i öllum kauptúnum kjördæmis síns. Fund urinn í Súðavík var á laugar- dagskvöldið og var Áki Eggerts- son þar fundarstjóri. í Bolung- arvík var fundur síðdegis á sunnudag og var Friðrik Sigur- björnsson fundarstjóri þar. Sein-i skoðandi félagsins undanfarin 10 ár, en baðst nú undan endurkosn- ingu, var kjörinn Ari Ó. Thorlac- ius, lögg. endurskoðandi. Loks var samþykkt í einu hljóði reglugerð um hinn nýja Lífeyris- sjóð félagsins, sem tók til starfa um síðustu áramót, samkv. samn- ingi við félög yfirmanna í sam- bandi við verkfallið í fyrra. Þess skal getið að Eftirlaunasjóður fé- lagsins sem hefir starfað síðan ár- ið 1917, eða í 41 ár, starfar áfram á sama grundvelli og áður vegna þeirra manna sem þegar eru komn ir á eftirlaun, og annarra, sem kusu heldur að vera áfram í þeim sjóði en í hinum nýja Lífeyris- sjóði. Að síðustu var samþykkt með samhljóða atkvæðum svofelld til- laga sem formaður félagsstjórn- arinnar lagði fram: „Aðalfundur H.f. Eimskipafé- lags Islands haldinn 7. júní 1958, skorar á verðlagsyfirvöldin að leyfa félaginu nauðsynlegar hækk anir á flutningsgjöldum til að tryggja afkomu þess. Jafnframt skorar fundurinn á gjaldeyrisyfirvöldin að tryggja félaginu nægilegar yfirfærslur, er geri því kleift að standa í skilum með erlendar greiðslur". 15. ÞINGI Sambands íslenzkra barnakennara var slitið laust fyr- ir hádegi í gær, en það var sett á föstudaginn var, eins og áður hefur verið frá greint. Á laugardaginn gerðist meðal annars: Dr. Matthías Jónasson flutti erindi um handbók kenn- ara, og hvatti eindregið til að hefjast handa um samningu slíkr- ar bókar. Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, flutti erindi um síarfsfræðslu í skóhim. Rakti hann sögu slíkrar fræslu hér á landi og lagði áherzlu á, að þess konar fræðslu yrði komíð á al- mennt í skólum landsins. Kristján Gunnarsson flutti ýtarlegt fram- söguerindi um menntun kennara. Var því eftir nokkrar umræður vísað til nefndar. Samþykkt var, eftir tillögu milliþínganefndar, að fela stjórn inni að vinna að því að fram- kvæmd verði fræðslumiðlun meðal kennara, en í þeirri nefnd áttu sæti dr. Broddi Jóhannes- son, Jón Kristgeirsson og Þórður Kristjánsson. Með fræðslumiðlun er átt við, að innan kennarasam- takanna verði komið upp deild til að stuðla að því, að íslenzkir kennarar eigi kost á að fylgjast sem bezt má verða með þróun uppeldis- og kennslumála hér- lendis og erlendis, einkum mark- verðum nýjungum. Fræðslumiðl- un beitir sér fyrir námskeiðum, fræðslu í ræðu og riti, farand- sýningum, kennslutækja- og kennslubókasafni o. fl. Tilgang- urinn er, að þetta auðveldi kennur um, að halda við og auka mennt- un sína. Gunnar Guðmundsson asti fundurinn var í Hnífsdal á sunnudagskvöld og stjórnaði Ein- ar Steindórsson oddviti honum. Þingmaðurinn ræddi aðallega héraðsmál, en einnig þjóðmál al- mennt. Nokkrar umræður urðu á fundunum, sem voru vel sóttir. Var máli þingmannsins ágætlega i tekið. Mikliail Suslov Suslov horfinn LUNDÚNUM, 9. júní. — Frétta- menn í Moskvu halda því fram, að einn helzti andstæðingur Krú- sjeffs, stalinistinn Mikhail Sus- lov, sé nú horfinn. Gera þeir ráð fyrir, að hann hafi verið „hreins- aður“. — Suslov hefur ekki sézt í Moskvu frá því um miðjan maí. Þá fara ekki heldur neinar sögur af Bulganin, en sumir fréttamenn segjast vita fyrir víst, að hann hafi verið sendur til staðar nokk- urs við Svartahaf. flutti erindi um námstíma barna og heimavinnu. Þingfulltrúar, ásamt gestum snæddu hádegis- verð hjá borgarstjóra. Á sunnudag var lokið umræð- um um nefndarálit og önnur mál og áiyktanir samþykktar. Þingstörfum lauk með skýrslu frá nefnd, er þingið hafði kosið til að ganga á fund menntamála- ráðherra til áréttingar samþykkt- um þingsins um byggingu kenn- araskóians. Menntamálaráðherra veitti nefndinni hinar vinsamleg- ustu móttökur og taldi ekki vand kvæði á, að úr því, að nú yrði hafin bygging skólans yrði verk- inu haldið áfram með eðlilegum hraða, og vart mundi standa á fjárfestingarleyfum til þess. Handbært fé til byggingarinnar er nú um 4 milljónir kr. Verður því að vænta frekari fjárveitinga til hennar á næstu fjárlögum. Fyrir skömmu hefur verið sam- þykkt ný teikning af húsinu, og er .gert ráð fyrir, að það verði reist í áföngum. ★ Stjórn Sambandsins var öll endurkjörin, en hana skipa þeir Gunnar G<uðmundsson, yfirkenn- ari, Auður Eiríksdóttir, Frímann Jónasson, Jón Kristgeirsson, Kristján Gunnarsson, Ingi Krist- insson og Þórður Kristjánsson. Endurskoðendur voru einnig endurkjörnir þau Helga Þorgils- dóttir og Siguröur Jónsson, Mýr- arhúsum. Þá voru og kjörnir fulltrúar á þing Bandalags starfsmanna rikis og bæja. ★ Helztu samþykktir: 1. Þingið felur stjórn S.ÍB. að láta semja og gefa út handbók fyrir kennara, og bendir á að vísa því máli til fræðslumiðlun- arnefndar til framkvæmla. 2. Framkomnum breytingartU- lögum á lögum um skipulag Sam- bandsins var öllum vísað frá með rökstuddri dagskrá. 3. Þingið skorar á fræðslumála- stjórn, að vinna að því, að tekin verði upp starfsfræðsla á öðru ári ungiingastigsins eða á sein- asta ári barnafræðslunnar, þar sem skyldunámi lýkur. Framh. á bls. 19 Vegur kennaraskólans verði aukinn Þingi barnakennara lauk i gær Þingmálafundir í Norð ur-ísafjarðarsýsl u Bjargráðin í framkvæmd í GÆR gekk í gildi hækkun á mjóik og mjólkurafurðum sem hér segir: Flöskumjólk hækkaði um 20 aura lítrinn, úr kr. 3.48 i 3.68. Brúsamjólk hækkaði úr kr. 3.35 í 3.53. Rjómi á lítraflöskum hækkaði úr kr. 32, 95 lítrinn í kr. 34,25, en rjómapelinn hækkaði úr kr. 8,35 í 8,70. Niðurgreitt smjör hækkaði úr kr. 41.00 kg í kr. 41,80 en óniðurgreitt úr kr. 60.20 kg. í kr. 62.50 Skyrkílóið hækkajði úr kr. 7,10 í kr. 7,45. Hækkun þessi stafar að nokkru leyti af hækk- uðu grunnkaupi bænda um 5%, en að nokkru leyti af hækkuðum dreifingarkostnaði. Verðlaunasfytta leikkonunnar til sýnis VEGNA óska margra borgarbúa hefur stjórn Minningarsjóðs Soffíu Guðlaugsdóttir, farið þess á leit við frú Helgu Valtýsdóttur, að hún lánaði „Skálholtssvein- inn“ til þess að hann yrði hafður til sýnis. Myndastyttun* gerði listamað- urinn Aage Nielsen-Edwin. Þá hefur og Leikfélag Reykja- víkur góðfúslega lánað myndir úr „Glerdýrunum" eftir Tennesse Williams. Styttan verður til sýnis í sýn- ingarglugga Morgunblaðsins næstu daga. Fyrsta síldin efnagreind NORÐUR á Siglufiiði hafa verið efnagreindar fyrstu síldarnar á þessu sumri. Hafði togarinn Haf- liði fengið þær í vörpuna norð- austur af Horni og kom hann með þær í gær til efnagreiningar í rannsóknarstofu Sildarverk- smiðja ídkisins á Siglufirði. Meðallengd þessara sílda var 35 cm, meðalþyngd var 310 grömm og fitumagn var aðeins 7,2 pró- sent. Geta má þess að meðallengd fyrstu síldarinnar sem komið var með til Siglufjarðar í fyrra var hin sama og nú, en meðalþyngdin 350 grömm og meðalfita 13,5 pró- sent og þótti það mjög mögur síld. Ilenny Wolff Listkynsiing Mbl. Hanna Daviðsson Hanna Davíðsson. SjáU’smynd. 1 GLUGGA Morgunl>la5sin$ eru mi t.l sýnis nokkrar myndir eftir frú Hönnu Davíðsson frá Hafnarfirði. Fleslar myndirnar eru blónia- myndir í olíu- og pastel, en einn- ig nokkrar mannamyndir og lief- ur frú Hanna gert þær í tómstund- um. Frú Hanna segir í bréfi sem fylg- ir inyndiiiium: „Ég er fædd i Keykjavík. og þegar ég var 10-12 ára vaknaði hjá mér óviðráöanfeg löngun til þess að læra að teikna. I>elta var uni aidamótin og lítið um li.$ttjáningu í liöfuðstaðiium. I>ó man ég eftir að ég sæi mynd- ir eftir Þórarin B. Þorláksson. Þegar Stefán Eiríksson mynd- skeri fór að kenna teikningu, stundaði ég nám hjá honum í 3—* 4 ár, en fór þá af landi burt og dvaldi í Danmörku um 8 ára skeið. Stundaði ég þar teikninám í einkas'kólum og var einnig á „Teknisk-skole44. Hafði ég á þess- um áruiti í hyggju að gerast nem- andi á „Kunstakadcmíunni44, en livarf heim um sumartíma til ís- lands og lá leið mín eftir það um aðrar brautir. - Ég giftist, og í 18 ár get ég varla sagt að ég snerti á teikniblýi. Árið 1930 var ég beðin að skreyta Fríkirkju Hafnarf jarðar og þá hófst það starf, sem mér hefur verið lijartfólgnasl um æy- ina. INú liin síðari ár hefi ég svo dálítið hlúð að þessari lineigð ininni til listarinnar. Myndir frú Hönnu, sem sýnd- ar eru nú í glugga blaðsins ^ru ekki til sölu, en þeir sem hefðu í Hyggju að lala við hana geta hringt í sínia 50299. Endurbygging hafn- arbryggjunnar SIGLUFIRÐI, 9. júní. — Nú hef- ur verið gengið frá 1.000.000,60 króna láni, sem hafnarsjóður Siglufjarðar tekur með ríkis- ábyrgð hjá Framkvæmdabankan- um til framhaldsframkvæmda við stækkun og endurbyggingu aðal- hafnarbryggjunnar hér á staðn- um. Verk þetta var hafið á sl. sumri og verður nú haldið áfram af fullum krafti eftir því sem aðstæður leyfa. Frœg þýzk söngkona hjá Tónlistarfélaginu 1 GÆR kvöddu forstöðumenn Tón listarfélag3ins fréttamenr. á sinn fund og kynntu þá fyrir þýzku óratoríusöngkonunni, prófessor Henny Wolff og undirleikara hennar, próf. Hermann Reutter. Söngkonan syngur á tveimur tón- leikum fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins, sem haldnir verða í kvöld og annað kvöld í Austur- bæjarbíói kl. 7 bæði kvöldin. Prófessor Wolff, sem er mjög þekkt söngkona í heimalandi sínu kennir nú við tónlistarskólann í Stuttgart. 1 maí sl. hlaut prófess- or Wolff merka viðurkenningu, ;r hún var kjörin kona ársins í tón- listariífi Þýzkalands á 125 ára af- mælishátíð Brahms. Prófessor Reutter er einhver allra bezti undirleikari Þjóðverja um þessar mundir. Meðal afreka hans á tón- listarsviðinu má geta þess að hann hefur samið 7 óperur og 2 balletta. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.