Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 10. júní 1958 MORC.T'MiT AÐIÐ 11 Stórviðburðir i leikhúslífi Vínarborgar SEGJA MÁ að hver stórviðburð- urinn hafi rekið annan i leik- húslífi Vínarborgar undanfarið. Ennþá ber samt hæst í huga vorum sýningu á leikriti O’Neills „Long day’s journey in to night“, á minna sviði Burgtheaters. Ég minnist þess ekki að hafa séð betri leiksýningu hér í borg. Sýningin var glæsilegur .sig- ur þeirrar leikaðferðar, sem hér á eitt af sínum beztu véum, hins samræmda leikstíls, andstæðu stjörnuleiksins, sem enn er við lýði í ýmsum löndum. Hver leikari skilaði leik, sem var með því bezta, sem hann hafði nokkru sinni gert. Ég ætla ekki að þreyta ís- lenzka lesendur með nöfnum, sem hafa enga merkingu á ís- landi, en geta má ölmu Seidler, sem lék móðurina af snilld, sem ekki er hversdagsviðburður í beztu leikhúsum heimsins. Ég ætla ekki að rekja efni leiksins hér, það hlýtur brátt að koma að því að íslenzkir leikstjórar sjái sér fært að koma þessu verki fyrir sjónir íslenzkra leikhús- gesta. Ekki sízt þar sem leikrit- ið sem og hin önnur af seinni leik ritum O’Neills hafa verið frum- sýnd í einu næsta nágrannalandi okkar við miklar undirtektir. Hingað til Vinar berst þessa dagana bergmál frá Berlín, frá frumsýningunni á einu þeirra leikrita, sem O’Neill lét eftir sig: „Touch of a poet“. Þjóðleikhús Austurríkis, Burgtheater, hefur tilkynnt sýningu á því á næsta leikári. Þessi síðustu leikrit O’Neills eru að fara sigurför um heiminn. Hvar sem þau eru sýnd er þeim tekið opnum örmum. Þau bera lítinn keim af tilraununum, sem einkenndu lengst af skáldið. Þau eru einföld í formi og bygg- ingu, lúta næstum hinum þrem sígildu meginreglum um einingu atburðarásar, staðar, og tíma. Að minnsta kosti má segja það um „Long day’s journey into night“. Sennilega er kominn tími fyrir þá gagnrýnendur, sem fram að þessu hafa talið fyrstu einþáttunga O’Neills það bezta sem hann gerði, til að endur- skoða afstöðu sína. Annað stærsta leikhús borgar- innar, Volkstheater, hefur sýnt óvenjudugnað og djörfung und- anfarið, reyndar nokkuð sem maður hefur átt að venjast frá þeirri hlið, en síðustu átökin hafa verið óvenjulega kröftug. Fyrir rúmum mánuði var frumsýning á hinu mikla leikriti Jean Paul Sartre, „Le Diable et le bon Dieu“, verki sem hefur töluvert verið leikið á ýmsum sviðum Evrópu. Leikritið er langt, viða- mikið og fjölmennt. Sviðsetning þess missti að mínu áliti marks, gerði það kátbroslegt og túlkun- ina ósannfærandi. Vera má að leikritið sjál'ft eigi þar töluverða sök á. Sýningin verður samt að teljast viðburður í leikhúslífi borgarinnar. Skömmu síðar kom upp í Volks theater eitt af hugtækustu leik- ritum O’Neills, „Strange Inter- lude“, eitt þessara löngu leik- rita hans, sem ná næstum yfir heila mannsævi. Höfuðpersóna verksins er ung kona, sem missti elskhuga sinn i stríðinu áður en hún fékk að njóta hans. Fjöl- skyldan hafði bannað henni að giftast honum áður en hann færi á vigvöllinn í Evrópu. Eftir fall hans er lif hennar stöðug tilraun til að finna tilfinningum hennar stað í raunveruleikanum, þar sem hún elskar mann, sem ekki er lengur lifs. Með þessu leikriti reyndi O’Neill nýja leikritunar- aðferð, hann lætur persónurnar hugsa upphátt. Á milli samtal- anna tala þær upphátt við sjálfar sig, listgrip sem krefst nákvæmra vinnubragða af hendi leikstjór- ans. Ég gat ekki sætt mig við lausn viðkomandi leikstjóra, sem lét leikarana túlka hugsanirnar með látbragði, sem um venjulegt samtal væri að ræða, og hina leikarana beinlínis hlusta á það, sem fram átti að fara í þögn í huga persónunnar, aðeins heyr- anlegt fyrir áhorfendur. Enda var aðferðin miskilin framan af af óhorfendum, sem hlógu óspart, þar sem talaðar hugsanir eru þekktir hláturvakar í skopleik m. Um tilraunina sem slíka ætla brögðum er hægt að setja verk- ið á svið, svo áhorfendur geti notið þess. Einbeitingin og fyll- ingin má aldrei slakna. Persón- ur leiksins eru aðeins fjórar, Ham, blíndur maður í hjólastól, foreldrar hans, Nall og Negg, fóta laus gamalmenni og Clov, nokk- urs konar þjónustumaður íhúsinu sá eini sem enn getur gengið, en erfiðlega þó. Einum degi úr lífi þessa fólks er brugðið upp fyrir leikhúsgestinum. Kannske eru þetta síðustu mannverurnar sem eftir eru á jörðinni, eftir að .... Þessi dagur er eins og flestir aðrir dagar, fullir af endurtekn- „Vinnukonurnar" hans Genet hafi ég ekki komizt til að sjá. Kjallaraleikhúsin hafa verið heldur slakari, en áður, ef til vill má því um kenna að stærri leikhúsin eru smám saman að loka fyrir þeim aðganginum að flestum leikritum, sem eitthvert gildi hafa. Samt hefir sumar sýn- ingar borið hátt. í Theater der Courage var sýnt fyrir skömmu „The petrified Forest" eftir ameríska rithöfundinn Robert E. Sherwood. Gott leikrit, góður leikur, leiktjöld og ljós prýðileg, góð leikstjórn. Niðurstaðan: Góð sýning. Leikritið gerist á litlum matbar í Arizona-eyðimörkinni. Afinn, sonurinn, sem rekur mat barinn og sonardóttirin, sem ber fram matinn, og benzín-af greiðslumaðurinn eru íbúar þessa staðar. Þau reyna hverí um sig að fylla líf sitt, hvert með sinni fögru blekkingu. í þennan hóp kemur fyrrverandi, tilvon- andi rithöfundur, sem lifað hef- ur lengi með fögrum konum í glæstum höllum á Rivierunni. Skáld, sem hefði getað orðið. Hann er á gönguferð um þvert meginlandið á ekkert eftir nema ósk um að geta fórnað lífi sínu fyrir eitthvað, sem væri þess virði, og líftrygginguna, sem fyrr verandi kona hans borgaði. Þá koma glæpamenn á flótta undan lögreglunni til sögunnar, sem fullnægja ósk hans. Leikritið er spennandi, vel samið, og höfund- ur hefur líka eitthvað að segja samtímamönnum sínum, báðum megin Atlantshafsins. í Theater am Parkring var fyrir skömmu sýnt annað prýðilegt amerískt leikrit, „The silver- chord“ eftir Sidney Howard, um ekkju, sem hefur blindazt af ást til sona sinna og getur ekki hugs- að sér að missa þá í hendur ann- Jón Laxdal Halldórsson í hiutverki sinu í leikriti Goldonis. ég að vera fáorður, hún er at- hyglisverð, en aðeins tilraun. Hugsanir manns eru ekki svo beinar og einfaldar í sniðum og auðsegjanlegar sem O’Neill gerir þær, talað orð getur aldrei orð- ið nema daufur skuggi af því sem gerist í mannshuganum á hverri stundu. Fyrir skömmu var opnað hér nýtt leikhús, sem vakið hefur mikla athygli og umtal, jafnvel hneykslun. Nokkrir auðugir fram leiðendur undir forustu fjársterk asta manns landsins fengu ung- um leikara og leikstjóra í hendur töluvert fé, til að reka leikhús, sem væri sem opnast fyrir nýjum straumum í leikbókmenntum. Ætlanin er að gefa Vínarbúum tækifæri til að kynnast því nýj- asta, sem er að gerast á því sviði, Opnunin fór fram á þrem kvöldum, samtalk sýnd fimm leikrit, eitt fyrir heilt kvöld, „Fin de partie" eftir Samuel Beckett, fjórir einþáttungar, tveir eftir Ionesco, rúmena, sem skrifar á frönsku, „La cantatrice chauve“ og „La lecon“, einn einþáttung- ur eftir Belgann Michel de Ghelderode, „Escurial", og ein- þáttungurinn „Les Bonnes" eftir Jean Genet. Þessi framleiðsla var heldur beisk fyrir Vínarbúa. „Fin de partie“ nóði næstum að reita þá til reiði, en því miður fyrir leik- húsið hófust ekki róstur, til þess er Vínarbúinn of skaplaus. Á eftir reyndu menn að hæðast að verkinu, sumir létu sér nægja að finnast það dónalegt og hurfu svo að þungmeltum réttum og góðum vínum til að örva and- ann, til að hlæja að tvíræðari sögum, en jafnvel Beckett leyfði sér að festa á blað. Sýningin var áhrifamikil og heilsteypt. Vinnu- brögð leikstjóra, sem vissi ná- kvæmlega hvað hann vildi og tókst að fá það fram, mátti kenna | í öllum staðsetningum, hverri hreyfingu og áherzlu. Aðeins með j slíkri ögun og nákvæmum vinnu- | ingum og samræðum um einskis verða hluti. Allt liggur að baki, ekkert er framundan nema dauð- inn. öllu sem máli skiptir er lokið. Fin de partie. Leikslok. Leiksýning, sem greypt verður 1 huga manns það sem eftir er ævinnar, sem aðvörun, sem ógn- un, um hvað sem hver vill lesa út úr verkinu, sem er sér með- vitandi um hvað er að vera manneskja á vorum tímum. Hin verkin vöktu misjafnar undirtektir líka. Escurial er áreiðanlega ekki bezta dæmið, sem hægt var að taka um hið auðuga sköpunarstarf Ghelder- odes, en eins og á stóð, senni- lega það sem auðvelddst var við- ureignar. Michel de Ghelderode er flæmskur rithöfundur, sem skrifar á frönsku. öll leikrit hans gerast á sama tíma, á blómaöld Niðurlanda, ýmist á Flæmingja- landi eða á Spáni. Efni þeirra er oft ýmis áður notuð stef í leikbókmenntum heimsins, brugð ið í nýjan búning og mörg ný. Tragisk hirðfífl og brjálaðir kóng ar, fégirnd og fólska, töfrar og tryllingur. Ef vel er með farið geta þessi verk verið áhrifamikil og hrífandi. Ionesco er vinsælast- ur allra þessara manna í París, sem þarf ekki endilega að vera trygging fyrir yfirburðum hans yfir hina. En fólki hefur alltaf þótt gaman að hlæja í leikhúsi, jafnvel þótt skopið hafi ekki ann- að til sins ágætis en að vera næstum innihaldslaus della. Mér þykir þessum góða manni heldur mislagðar hendur. Ég hefi séð eftir hann þrjú góð leikrit, en þar á meðal var hvorugt þeirra, sem hér er um að ræða. Sem „bragðprufu" má taka þetta dæmi: Brunaliðsmaðurinn: (Gengur að útgöngudyrunum, stanzar). En hvað er annars með sköllóttu söngkonuna? (Almenn og þrúg- andi þögn). Frú Smith: Hún er alltaf með sömu hárgreiðsluna. arra kvenna, hefur veikt vilja þeirra og gert þá næstum óhæfa til að hóndla gæfuna þar sem hún býðst þeim. Leikritið er ekki mjög merkilegt, en getur gefið góðri leikkonu tækifæri til að sýna það sem hún kann. Hlut- verkinu gerði viðkomandi leik- kona mjög góð skil. Það geíur að skilja að þetta leikrit hefur verið sýnt í Þýzkalandi við góða aðsókn, sérstaklega þar sem fyr- irfram vinsælar og góðar leik- konur fóru með hlutverk móður- innar. Hér í Vín er starfandi leikskóli, sem ber nafn hins mikla austur- ríska leÍKstjórá Max Reinhardt. Þrátt fyrir þessa nafngift, er skól inn í raumnni hluti af ríkisstofn- uninni Akademie fúr Musik und darstellende Kunst. Strangur skóli, sem tekur aðeins við litl- um hluta þess fólks, sem þar vill inn komast. Til mikillar ónægju fyrir íslendinga-nýlenduna hér í Vín var ungur, íslenzkur leikari, Jón Laxdal Halldórsson, tekinn inn í skólann, haustið 1956. Framför hans hefur verið svo skjót og mikil, að í vetur fékk hann að taka þátt í einni af hin- um opinberu sýningum skólans. Sýnt var klassískt, ítalskt gam- anleikrit eftir Goldoni, „Slóttuga ekkjan“. Það er ekki auðvelt né þakklátt verk að leika „stíl- komedíur", en landinn stóð sig vel og fékk ágæta dóma fyrir leik sinn. Framundan er leikför skólans til Rómar og tekur Jón þátt í henni líka, svo hann má una glaður við sitt. Ég læt svo bréfinu lokið, þó af nógu sé enn að taka, og stiklað hafi verið á stóru. Kannski býðst annað tækifæri til að kynna íslenzkum lesendum betur leik- húslífið á Dónárströnd. Þ .11. Aukin storfsemi Búnuðorsnm- bunds Austur-Skuituiellssýslu HÖFN I HORNAFIRÐI, 12. maí— Búnaðarsamband Austur-Skaft- fellinga hélt aðalfund sinn að Holtum á Mýrum dagana 10.—11. maí. Fundinn sátu auk stjórnar 12 fulltrúar, Pálmi Einarsson landnámsstjóri, Egill Jónsson héraðsráðunautur og Jón Eiríks- son heiðursfélagi sambandsins auk fleiri gesta. Formaður sam- bandsins, Steinþór Þórðarson flutti skýrslu stjórnarinnar og gat um framkvæmd mála frá síðasta aðalfundi. Þá flutti Pálmi Einarsson ýtarlegt erindi og at- hyglisvert um framfarir í land- búnaði hin síðari ár, framtíðar- horfur um sölu landbúnaðarvara o. fl., sem varðaði landbúnaðinn sérstaklega. Ráðunautur sam- bandsins flutti skýrslu um störf sín og fyrirhugaðar framkvæmd- ir á næstu árum. I skýrslu ráðu- nauts kom í ljós að heildarrækt- un á sambandssvæðinu árið 1957 var 90 ha. eða 7406 fermetrar á hvern bónda í héraðinu. Mest ræktun á hvern einstakan bónda var í Suðursveit 12186 fermetr- ar. Ennfremur gat ráðunautur þess að stofnuð hefðu verið 4 nautgriparæktarfélög á sam- bandssvæðinu, sem ráðunautur- inn an^ast skýrsluhald fyrir, en mjólkurbú KASK annast fitu- mælingar. Sambandið hefur hafið tilraun með samanburð á aðfengnum fjárstofni við heimafé og fyrir- hugaðar eru beitartilraunir með . eldi sláturlamba og ýmislegt I fleira. Það kom greinilega í ljós * að starfsemi sambandsins hefur stóraukizt með ráðningu ráðu- nauts. Mörg mál voru rædd á fund- inum, meðal annars má nefna að megn óánægja ríkti yfir því, hve erfitt væri með útvegun á girðingarefni sérstaklega vírnet- um og heyrðust jafnvel raddir um hvort ekki væri rétt að óska eftir að slík vara væri hátolluð ef slíkt yrði til að auðvelda inn- flutninginn. í þessu sambandi var samþykkt ályktun til land- búnaðarráðuneytisins um að ráða bót á þessu máli, ennfremur var samþykkt ályktun um að fá bætt úr því vandræðaástandi, sem rík- ir með að fá varahluti í dráttar- vélar og önnur landbúnaðar- tæki. Samþykkt var ályktun um að krefjast þess að fá fullt skráð verð landbúnaðarvara. Tekið var vel í erindi Búnaðarfélags ís- lands um stofnun stöðvar til að annast djúpfrystingu sæðis. Niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 1958 voru áætlaðar 67 þús. krónur. Þá fór fram kosning búnaðar- þingsfulltrúa, einn listi kom fram: Egill Jónsson og til vara Sighvatur Davíðsson. Stjórnarkjör fór á sama veg að aðeins einn listi kom fram og var stjórnin öll endur1 jörin en hana skipa Steinþór Þórðarson formaður, Kristján Benediktsson gjaldkeri og Stefán Jónsson rit- ari. ★ Barna- og unglingaskólanum í Höfn í Hornafirði var slitið sunnudaginn 11. þ. m. í skólan- um voru í vetur 93 nemendur, 71 í barnaskólanum og 22 í ung- lingaskóla. Unglingabréf tóku 9 nemendur en barnapróf 12. Hæstu einkunnir í skólanum fengu 2 stúlkur við barnapróf, Inga Tryggvadóttir 9,40 og Magn- hildur Gísladóttir 9.09. Hæstu einkunn við unglingapróf, Sig- urður Eymundsson 8.56. Við skólaslit messaði sóknarprestur séra Rögnvaldur Finnbogason og skólastjórmn Knútur Þorsteins- son flutti skólaslitaræðu. Auk skólastjóra störfuðu 3 fastir kennarar við skólann. Nýr barnaskóla er í smíðum og standa vonir til að eitthvað af honum verði komið til notk- unar í haust, enda nauðsynlegt, þar sem húsnæðisþrengsli baga mjög og nemendum fjölgar ár- lega, munu verða á annað hundr- að næsta skólaár. — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.