Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 16
16 MUKUUmHLAVItí Þriðjudagur 10. júní 1958 Joan hafði hlustað með vaxandi Undrun á það sem konurnar höfðu að segja. Það var bersýnilegt að þær vildu gera hana ábyrga fyrir morðtilrauninni við madame Cort es. Framburðir þeirra voru svo samhljóða, að engu var líkara en að þetta væru samantekin ráð. Hvað gat hér búið á bak við? Hvers vegna vildu þær koma því til leiðar að hún yrði stimpluð sem morðingi? Handleggur Ron hvíldi enn þá eins og hlífiskjöldur á öxlum henn- ar. Hún var þakklát honum fyrir það, en slíkt gat samt ekki varið hana fyrir hinni kænskulegu og illu ákæru, sem nú virtist ógna henni. Nú var það féhirðirinn sem skarst í leikinn. „Madame Cortes fékk útborgaða 3000 dollara síðdegis í gær, hr. skipstjóri", tagði hann. „Það sýnir að ég hefi á réttu að standa“, flýtti madame Claire sét að segja og röddin var sigri hrós- andi. „Er það rétt, að þér hafið fengið alla þessa peninga hjá madame Cortes?“, spurði skipstjórinn að Jokum. „Já, hr. skipstjóri", svaraði Joan. Aftur stóðu allir á öndinni aí undrun og eftirvæntingu. Joan fann að enginn kenndi í brjósti um hana. AHir nutu baia æsingarinn ar, æsingarinnar vegna. Þetta var hófur af úlfum, sem beið þess í ofvæni að leggja hana að velli — tæta hana í sundur. Skelfingin gagntók hana meðan hún r-enndi augunum frá einu and litinu til annars. Hún kom auga á Jean Collet aftast f hópnum og það vakti undrun hennar að sjá hann. Hann hafði ekki komið með raf- magnsfræðingunum sem gengu frá Ijósunum. Sem snöggvast mætti hún augnatilliti hans og hún taldi sér trú um að hann hefði kinkað til hennar kolli, hughreyst- andi. Veikt bros flögraði um var ir hans en hvernig átti hún að skilja það? Og enn spurði hún sjálfa sig hvort hann væri vinur eða óvinur. Hann var kannske hræddur um að hún færi að tala um þetta um- slag, sem systir hennar hafði laumað út í Rochelle fyrir hann. Kom hann til að hjálpa henni, eða til að gleðjast yfir niðurlæg- ingu hennar? Hann þokaði sér hægt inn til skipstjórans og hvíslaði einhverju að honum. Vernier slcipstjóri kink- aði kolli með alvarlegum svip, svo ræskti hann sig og sagði: „Ég ætla að halda yfirheyrsl- unum áfram inni í minni íbúð og ég vil biðja þau monsieur Cortes og Lisette Richards að koma með mér þangað. Allir aðrir skulu líka fara út úr stofunni, sem verð ur læst og innsigiuð. Starfsfólkið skal bíða í káetum sínum, þar til það fær nánari fyrirmæli frá mér. AHir, sem unnið hafa hér í hár- greiðslustofunni verða að skoða sig sem eins konar íanga þangað til permanent-vélin hefur verið rannsökuð . . . Segið dr. Perrier að hann skuli snúa sér tii mín jafnskjótt og hann getur gefið nokkrar nánari upplýsingar um á- stand madame Cortes“. Að svo mæltu snerist hann á hæl og þjösnaðist út úr salnum og niður eftir ganginum, til íbúð- ar sinnar. Rogier féhirðirinn, varð eftir og gætti þess að skip- unum skipstjórans væri hlýtt. Hann gaf þeim Ron og Joan fyrst bending'u og þau gengu hægt og niðurlút á eftir skipstjóranum, en margir renndu til þeirra forvitn- vlm augum. Þau voru næstum komin að skipstjórakáetunni, þegar Joan sagði: „Ég fullvissa þig um það, að ég hefi ekki gert neitt rangt, Ron“. „Það veit ég vel. Þú ert ekkert við þetta riðin. En hér hefur verið framinn glæpur og ég ætla mér að hafa uppi á þeim seka. Mér þykir leitt hvað það er margt sem gerir þig tortryggilega". „Frænka þín lét mig hafa 3000 dollara, til þess að kaupa bréf af þjóninum mínum fyrir. Hann sagði að Marie Gallon hefði skrif að Lisette það, kvöldið sem hún do . . . Þú veizt að ég er ekki Lis- ette?“ „Já, ég veit það“, sagði hann alvarlega og kinkaði kolli. „Ég hafði lengi haft óljósan grun um það og Amy frænka sagði mér það í gærkvöldi. Eigin- lega var ég fyrir löngu orðin viss um það a? þú gætir ekki verið Lisette. Þú ert allt öðru vísi en hún. Það þykir mér vænt um, vina mín . . .“ Hann þrýsti hönd henn- ar. Þokulúðurinn gaf frá sér lang- dregið öskur um leið og þau gengu inn f ká' -u skipstjórans. Þokan smaug inn um opnu kýraugun og hékk eins og kóngulóarvefur í loftinu. Skipstjórinn gaf þeim merki að setjast og þau settust. Jean Collet hafði einnig fylgzt með þeim og stanzaði við dyrnar og snéri baki við þeim. Hvað var vélamaður að gera í káetu skipstjórans, þegar svona stóð á?, spurði Joan sjálfa sig. TIL SÖLU Hálf húseign Ný standsett efri hæð tvær stofur, eldhús og salerni og rishæð sem er 2 herb. og bað við miðbæinn. Þrjár geymsl- ur fylgja. Sér inngangur og sér hitaveita. Söluverð kr. 300 þús. IMýfa fasteignasalan Bankastræti 7. Sími 24-300 kl. 7,30—8,30 18546. Sumartízkan 1958. MARKAÐURINN Laugveg 89. — Hafnarstræti 5. — Kom hann til þess að segja skipstjóranum það sem hann vissi um hana, eða var hann hræddur um að hún myndi Ijóstra ein- hverju upp um hann? Það myndi vera bezt að hún segði fyrst sína eigin sögu og svo yrði hún að taka afleiðingunum. Það jók henni kjark að Ron skyldi vera þa rna sem vinur hennar. Hún reis á fætur án þess að sýna nokkurt minnsta hik og gekk að skrif- borði skipstjórans. 1 stuttum, sundurslitnum setn- ingum sagði hún alla söguna — um ótta Lisette systur sinnar, um hinar tvíræðu hótanir frú Leishman fyrsta kvöldið og um það hvernig hún áleit sig verða að hjálpa systur sinni. „Þegar ég lagði út í þetta allt saman, var það Iíka vegna þess að ég þiáði ævintýri, hr. skip Btjóri", sagði tiún að lokum. — „Það líf sem ég hafði lifað fram að þeim tíma var dauft og dap- urlegt miðað við tilveru systur minnar". Gráturinn ætlaði að yfirbuga hana, en hún beit saman tönn- unum. Hún vildi vera hugrökk og ekki gráta. „Vissuð þér þetta allt, monsie- ur Cortes og vissi frænka yðar það?“, spurði skipstjórinn, sem hafði hlustað á alla játninguna án þess að sýna nokkur svipbrigði. „Eiginlega hefi ég vitað það Iengi“, svaraði Ron eftir nokkra umhugsun. — „í fyrra þegar ég ferðaðist með Fleurie kynntist ég Lisette mjög náið og ég varð þess fljótlega var að þessi unga stúlka hérna gat ekki verið Lisette. Að vísu eru systurnar mjög líkar í útliti, en skapgerð þeirra er mjög ólík. Ég lét þó ekki á neinu bera, vegna þess að ég vonaði að með því að láta sem ekkert væri, gæti ég afhjúpað óaldarflokkinn sem reyndi að stela demöntum frænku minnar í fyrra og var valdur að dauða Marie Gallon . . . Þessa játningu sem þið hafið nú hlustað á, heyrði frænka mín í gærkvöldi“. Skipstjórinn leit til Jeans Coll- et. „Nú er víst bezt að þér haldið rannsóknunum áfram“, sagði hann og brosti örlítið. — „Ég veit ekki hvernig r'. að fara með svona mál. Þar eruð þér mér fremri“. Stóri vélstjórinn kom til þeirra og brosti, þegar hann sá undrun- arsvipinn á þeim Ron og Joan. „Þetta er Collet umsjónarmað- ur í frönsku sakamálalögregl- unni“, sagði skipstjórinn. 15. KAFLI. Vernier skipstjóri var staðinn á fætur og Jean Collet settist í sætið hans, innan við skrifborðið. „Þér — þér eruð leynilögregiu- maður“, hvíslaði Joan. Hún gat með engu móti skilið þetta, þar sem það var þó Collet sem beðið hafði Lisette, systur hennar að smygla hinu dularfulla umslagi út í skipið. Þetta umslag var kannske alls ekki til í raun og veru, heldur einungis gildra sem Iögð var fyrir hana. „Mér þykir fyrir því að ég skyldi neyðast til að Ijúga í yður, mademoiselle Richards", svaraði Jean Collet. — „En í fyrstu var ég ekki alveg viss um hvorum meg in þér stæðuð og seinna neyddist ég svo til að halda leiknum áfram til að r.iyna að komast að sann- leikanum. Ég vonaði, eins og mon sieur Cortes, að með hjálp yða i j tækist mér að finna glæpaflokk- j ir>n. Við monsieur Cortes höfum bersýnilega glímt við sama við- fangsefnið í síðastliðið hálft ár en með ólíkum hætti. Báðir höfum , við reynt að finna þá sem báru á- byrgð á dauða Marie Gallon í ( fyrra -— þá sömu sem sóttust eft- ir gimsteinum madame Cortes. 1 rannsóknum okkar höfum við báð- ir farið aðrar leiðir en þær sem eru venjulegast valdar í svona mál- um. Monsieur Cortes hefur rakið slóð þorparanna til vetursetustað ar þeii ra á Riviera, þar sem þeir hafa rekið mjög umfangsmikinn spilabanka. Ég hefi hins vegar 1 fylgzt með því sem fram fór i París. Þannig komst ég að því að I nokkrir meðlimir flokksins höfðu : tryggt sér sérleyfi á rekstri hár- greiðslustofunnar hérna á skip- 1 inu. Því miður hafði mér ei tekizt j að afla mér sannana, sem nægðu til þess að lögi-eglan gæti látið til skarar skríða“. Jean CoIIet tók sér málhvíld og kveikti í vindlingi, sem hann tók af skrifborði skipstjórans. Að því loknu hélt hann áfram: „Smátt | og smátt hefur mér orðið það Ijóst ! að madame Cortes hefur líka I glímt við þetta sama mól og ef I satt skal segja þá virðist hún allt- | af hafa verið nokkuð á undan okk- | ur í rannsóknum sínum. Um það | fáum við gleggri vitneskju, þegar I hún kemst aftur til meðvitundar, i sem vonandi verður innan | skamms. LæKnirinn álitur nefni- I lega að hægt muni verða að I bjarga lífi hennar. Þá hafa giæpa | mennirnir tapað leiknum að fullu J og öllu. Hún vissi þegar svo ‘ mikið að ákveðið var að ryðja j henni úr vegi. Kannske hefði verið hægt að hindra þetta tilræði við hana, ef við hefðum ekki leitað að lausninni eftir þremur mismun- andi leiðum, heldur unnið saman. En nú er bara of seint að naga sig í handarbakið fyrir það“. Rogier féhirðir bættist nú í hóp ■ inn. Hann stóð rétt fyrir innan (dyrnar og togaði í annan, langa Ieyrnasnepilinn á sér. „Hefur skipstjórinn ekki sagt yður frá því, að peningaskápur- , inn minn var brotinn upp í nótt“? spurði hann. I „Meðal þess sem stolið var, var | bréf sem ég átti að afhenda ! frænda madame Cortes, ef dauða (hennar skyldi bera óvænt og skyndilega að höndum“. „Var bréfinu stolið?“, hrópaði Ron og spratt á .fætur. — „Hvers vegna hefur frænku minni ekki verið skýrt frá því?“ „Ég reyndi að hringja til henn ar, en þá var hún stödd í hár- greiðslusalnum", svaraði Rogier. — „Og skipstjórinn áleit . . . “ ailltvarpiö Þriðjudagur 10. júní: | Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar. 20.30 Erindi: Is- lenzk ljóðlist; fyrra erindi (Jó- hannes úr Kötlum). 21.00 Frá tón j leikum Sinfóníuhljómsveitar ls- * lands í Austurbæjarbíói 3. þ.m. i Stjórnandi Paul Pampichler. Ein- leikari á selló: Erling Blöndal | Bengtsson. 21.30 lítvarpssagan: 1 „Sunnufell" eftir Peter Freuchen j V. (Sverrir Kristjánsson sagn- Ifræðingur). 22.10 Iþróttir Sigurð j ur Sigurðsson). 22.30 Haukur ; Hauksson kynnir log unga fólks- Miðvikudagur 11. júni: Fastir liðir eins og venjulega. 1? 50—14.00 „Við vinnuna“: Tón- leikar af plötum. 19.30 Tónleikar: (Óperulög plötur). 20.30 Tónleikar frá útvarpinu í Tel-Aviv: „Frá lsrael“. 20.50 Hugleiðingar um slysfarir og slysavarnir (Stefán Guðnason læknir á Akureyri). 21. 15 íslenzk tónlist: Lög eftir Frið rik Bjarnason (plötur). 21.35 Kímnisaga vikunnar „Lof lyginn- ar“, amerísk saga. (Ævar Kvaran leikari). 22.10 Erindi: Fagurt land, fjöllum lukt Baldur Bjarna , son magister). 22.30 Djasslög af 1) „Það var einhver fyrir utan i 2) Stígur lítur við og Frikki not-| Dídíar og beinir hníf sínum að iStígur, eða ég sting stúlkuna með segulbandi frá sænska útvarpinu. gluggann, Stigur“, sagði Didí. —'ar tækifærið, grípur um háls[henni. — 3) „Slepptu byssunni, |hnífnum“, segir Frikki ögrandi. (23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.