Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 18
18 MORGV1SBL4Ð1Ð T"';ðlndagur .10. iúnl 1958 Bury vann íslandsmeistarana 3:1 Bury fók forystuna þegar á fyrstu mínútu ÍSLANÐSMEISTARARNIR frá Akranesi mættu atvinnumönn- uin Bury á sunnudagskvöldið. Þá var rigning en logn — líkt ensku veðri. Völlurinn varð fljótt nokk- uð þungur og erfiður. Úrslit leiks ins urðu að Bury sigraði með þremur mörkum gegn einu. Má telja það nokkuð sanngjörn úr- slit. Leikurinn var að öllu leyti meiri og betri af hálfu Bretanna, en Akranesliðið þó ekki án tæki- færa, þó aðeins eitt nýttist. Hrað- ir kaflar voru í þessum leik og mikil barátta í upphafi beggja hálfleika en Bretar náðu er leið á báða hálfleikina öllum tökum á leiknum. Leikurinn var ekki mínútu- gamall er Bretar skoiuóu sitt fyrsta mark. Brunuðu þeir upp völlinn og frá hægri kanti kom sending fyrir markið. Heigí ætl- aði að grípa en miðherjinn kom í veg fyrir að honum tækist það og Helgi missti knöttinn fyrir fætur Mclntosh innherja sem skoraði. Var raunar klaufalegt af Helga að ætla að gripa send- inguna og síðar í leiknum áttaði hann sig undir líkum kringum stæðum og sló þá frá. Með þetta mark á herðum hófu Akurnesingarnir að reyna sókn. Komust þeir í fyrri hálf- leik nokkrum sinnum í færi. Mest var hættan er sótt var upp kantana og gefið fyrir, en þá aðferð reyndu nú Akurnesingar. Þannig gaf Þórður Jóns fyrir snemma í leiknum og Ríkarður skaut viðstöðulaust — en fram- hjá: Nokkru síðar fór Rríkarður upp með knöttinn, komst í gegn á hægri væng gaf vel fyrir og Helgi Björgvinsson átti gott skot að marki sem var varið. Þetta voru fallegar tilraunir Akurnes- inga. Á 33. mín. fékk Helgi Björg- vinsson knöttinn við vallarmiðju, sandi fram völtinn í eyðu í brezku vörnina. Þórði Þórðar- syni tókst vel að nýta þessa ó- venjulega fallegu sendingu, komst í gegn og skoraði fram- Gdður órungur drengjunnu 100 m hlaup: 1. Ómar Ragnarsson ÍR 11,6 2. Gretar Þorsteinsson Á 11,8 3. Úlfar Teitsson KR 11,8 800 m hlaup: 1. Helgi HÓlm, ÍR 2:10,8 2. Guðjón I. Sigurðss. FH 2:11,9 3. Örn Steinsen KR 2:16,0 200 m gritidalilniip: 1. Steindór Guðjónsson IR 29,2 2. Gylfi Gunnarsson KR 30,0 3. Kristján Eyjólfsson lR 30,5 Langstökk: 1. Úlfar Teitsson KR 5.85 2. Kristján Eyjólfsson ÍR 5.85 3. Sigurður Þórðarson KR 5.73 Hástökk: 1. Steinþór Guðjónsson ÍR 1.65 2. Þorvaldur Jónasson KR 1.60 3. Egill Friðleifsson FH 1.60 Kúluvarp. 1. Arthur Ólafsson, UMSK 15.16 2. Gylfi Magnússon HSH 13.98 3. Jóhannes Sæmundsson KR 11.79 Spjótkast: l.Sigmundur Hermundss. Á 48.74 2. Arthur Ólafsson UMSK 43.36 3. Örn Hallsteinsson FH 42.64 hjá McLaren sem hljóp móti hon um. Leikar jafnir 1:1. Hinni þungu byrði sem Akranesliðið hafði borið frá 1. mínútu var létt af. En þá var eins og úthald Akurnesinga bilaði. Bretarnir áttu sóknina það sem eftir var hálfleiks, og þrátt fyrir það að þeir kæmust þá oft og eins fyrr í hálfleiknum í góð færi tókst þeim ekki að skora. Þó skall oft hurð nærri hælum, ekki sízt við fjórendurteknar sendingar Akra- nesvarnarinnar til Helga mark- varðar er Bretar stóðu allt í kringum hann, og hafa ekki í öðrum leik sést jafnmargar slíkar □------------------n Ágústa Þorsteinsd. vann .Pálsbikarinn' sem forseti íslands gaf SUNDMEISTARAMÓT Islands var haldið á Akureyri um helg- ina og fór hið bezta fram. Meðal gesta á mótinu voru forseti ís- lands og frú hans. Færði forsetinn Sundsambandinu að gjöf bikar til minningar um Pál Erlingsson [ sundkennara. Skal bikarinn heita I „Pálsbikarinn". og veitast þeim | sundmanni er bezt afrek vinnur | samkvæmt stigatöflu á Sund- I meistaramótinu ár hvert. Á þessu móti hlaut Ágústa Þorsteinsdóttir | bikarinn. Keppnin á mótinu var yfirleitt jöfn og skemmtileg og góður ár- angur náðist í ýmsum greinum. I M. a,- voru sett 2 íslenzk met. — Frásögn af mótinu verður að bíða næsta blaðs. ÚRSLIT heimsmeistarakeppninn- ar í knattspyrnu nófust á sunnu- daginn, en keppnin fer fram í Svíþjóð. Öll liðin 16, sem til úr- slita leika, léku þá. Af úrslitum þeirra 8 leika komu nokkur á óvart. Leikirnir voru þessir: Svíþjóð — Mexíkó 3:0 England — Rússland 2:2 Ungverjaland — Wales 1:1 Frakkland — Paraguay 7:3 Skotland — Júgóslavía 1:1 Brazilía — Austurríki 3:0 V-Þýzkaland — Argentína 3:1 N-Irland — Tékkóslóvakía 1:0 Ovæntust eru urslit síðasttalda leiksins, og í heild má segja að Bretlandseyjaliðin hafi átt góð- an dag. England náði jöfnu við Rússland í afar tvísýnum leik. Rússar „áttu fyrri hálfleik“ og höfðu 2:0 í hléi. í síðari hálf- leik tóku Bretar öll völd í sínar hendur og jöfnuðu er fjórar min- útur voru til leiksloka, úr víta- spyrnu. Ekki verður heldur ann- að sagt en að 3:1 sigur Þjóðverja yfir Argentínumönnum sé nokk- uð óvæntur og kannski eru Þjóðverjar sterkari nú en menn sendingar og hrein heppni að Bretum varð ekki mark eða mörk úr. Baráttan hófst aftur í síðari hálfleik, en tækifærin urðu ekki eins mörg hjá liðunum og fyrr. Tvö urðu mörk Bretanna. Hið fyrra skoraði Watson innherji með skalla eftir fallegt upphlaup á hægri væng og hnitmiðaða send ingu fyrir mark. Hið síðara skor- aði Neil framvörður frá hliðar- línu vítateigs — lyfti knettinum yfir alla vörn og hann hafnaði í netinu. Má það mark skrifast á slæma staðsetningu Helga. Eftir því sem á leið deyfðist leikurinn. Bretarnir réðu sannar- lega gangi hans, en það var eins og þeir hægðu ferðina, kærðu sig kollótta um markatöluna. Liðin Hafsteinn Elíasson lék í stöðu Guðjóns Finnbogasonar. Staða Guðjóns er vandfyllt, en Haf- steinn átti ekki slæma byrjun. Jón Leosson bar hita og þunga í vörninni og það því fremur að Kristinn Gunnlaugsson í stöðu bakvarðar átti slæman dag, enda sagður lítt æfður. Jón stóð sig með prýði. Sömu sögu er að segja um Svein, sem þó á til að vera grófur. Ríkharður lék aftar en hann er vanur, og samvinna hans og Þórðar var brotin niður á miðj unni. Oftar hefði þá mátt reyna kantana. Það skapaði hættu þeg- ar reynt var. Útherjarnir voru of lítið með og það er ekki þeim einum að kenna. Bretarnir eiga það enn allt sem sagt hefur verið um þá áður. Nú voru það íslandsmeistararnir er þeir „möluðu“ niður og það svo að á köflum var leikur þeirra lík- astur sýningu — og þá misheppn- uð sýiiing hvað mörkin snertir. McGrath, Melntosh og Parker voru beztir nú en hvergi er veik- ur hlekkur, að minnsta kosti finna ísl. lið hann ekki. — A.St. gerðu í síðustu heimsmeistara- keppni. Staðan í einstökum riðlum eft- ir þessa fyrstu umferð er þá þessi: 1. riðill Svíþjóð 2 stig Ungverjaland og Wales 1 stig Mexikó 0 stig 2. riðill Frakkland 2 stig Júgóslavía og Skotland 1 stig Paraguay 0 stig 3. riðill Brazilía 2 stig England og Rússland 1 stig Austurríki 0 stig 4. riðill V-Þýzkaland 2 stig N-Irland og Tékkóslóvakía 1 stig Argentína 0 stig Einnig vekur það athygli að hrein forysta er í hverjum riðli þegar eftir eina umferð. Fjórum af 8 leikum lyktaði með jafntefli, en öll urðu þau sitt í hverjum teija og koma á óvart eins og þeirriðli. D--------□ H eim*meistarakeppnin Frakkland, BrasHía Þýzkaland og Svíþjóð unnu Myndin er frá ieik Vals gegn Bury. Bury fékk aukaspyrnu á 20—25 m færi. Knettinum var lyft yfir varnarvegg Vals og inn fyrir hljóp einn Englendinganna og skoraði með skalla. Mark- vörðurinn fékk ekki að gert. Sá er fékk skorað þetta auðvelda og ódýra mark er að baki Árna Njálssyni, sem er fremst á myndinni. — Ljósm.: Jóh. Amundason. Geysihörð keppni á lands mótinu í bridge ÍSLANDSMÓT í bridge hófst laugardaginn og er spilað í Sjó- mannaskólanum i Reykjavík. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafnmikil harka í keppni á ís- landsmóti sem nú, því að lokn- um 4 umferðum, er spilaðar voru á laugardag og sunnudag er stað- an þessi: Efst er sveit Halls Símonar- sonar Rvík með 7 stig og síðan koma 7 sveitir með 5 stig, en það eru sveitir Árna M. Jóns- sonar Rvík, Ásbjörns Jónsson- ar, Rvík, Eggrúnar Arnórsd. Rvík, Eysteins Einarssonar Hfj., Hjalta Elíassonar Rvík, Óla Krist inssonar Húsavík og Sigurbjörns Bjarnasonar Akureyri. íslandsmeistararnir „sveit Harð ar Þórðarsonar" er svo í 9. sæti með 4 stig, en þeir fengu tvö töp fyrsta daginn fyrir utanbæjar- mönnum. Með 3 stig er sveit Hólmars Frímannssonar Sigluf. og 2 stig sveitir Ástu Flygenring Rvík, Ragnars Þorsteinss. Rvík, og Jóns Magnússonar Rvík, en lest- ina rekur sveit Karls Friðriks- sonar Akureyri með 1 stig, en þá sveit vantaði tvo af liðsmönn- um sínum í fyrstu umferðirnar. Einstakar umferðir fóru þannig: 1. uruferð Hallur vann Árna með 70 gegn 59 stigum Jón — Ástu — 73 — 48 — Hjalti — Eggrún — 51 — 45 — Ásbjörn — Karl — 56 — 41 — Óli — Ragnar — 59 — 33 — Hólmar — Eystein — 56 — 40 — Sigurb.i. — Hörð — 55 — 39 — 2. u oiferð Hallur vann Jón með 101 gegn 20 stigum Árni — Sigurbj. — 81 — 65 — Eggrún — Ástu — 61 — 41 — Ragnar — Karl — 65 — 55 — Eysteinn — Hörð — 60 — 50 — Hjaiti jafnt Ásbjörn — 54 — 51 — Óli — Hólmar — 55 — 53 — 3. umferð Hallur vann Hjalta með 51 gegn 40 stigum Árni —. Hólmar — 71 — 34 — Eggrún — Jón — 58 — 45 — Eysteinn — Ragnar — 57 — 33 — Hörður — Karl — 60 — 37 — Óli jafnt Ásbjörn — 53 — 49 — Sigurbj. — Ásta — 44 — 44 — 4. umferð . Hjalti vann Hólmar með 68 gegn 44 stigum Sigurbj. — Jón — 51 — 37 — Hörður — Ragnar — 70 — 28 — Hallur jafnt Eggrún — 50 — 48 — Árni — Ásbjörn — 53 — 51 — Óli — Eysteinn — 50 — 45 — Karl — Ásta — 35 — 31 — og sjá má á þessu hefur® margt skeð og það sem mesta vek ur athygli er hin góða frammi- staða sveitar Eggrúnar, sem er landsliðssveit íslands í kvenna- flokki og mun fara utan í sumar til keppni á Evrópumeistaramót í kvennaflokki, ennfremur góð frammistaða sveita utan af landi. Mótið hélt áfram í gærkvöldi og var þá spiluð 5. umferð og voru úrslit ekki kunn er blaðið fór í prentun. í kvöld kl. 8 hefst svo sjötta umferð. Málverkasýningu Valgerð ar Hafsfað að Ijúka MÁLVERKASÝNINGU Valgerð- ar Árnadóttur Hafstað, sem að undanförnu hefur staðið yfir í Sýningarsalnum í Ingólfsstræti, lýkur á miðvikudagskvöld. Sýn- ingin hefur verið vel sótt og nokkrar myndir selzt. Sýningin verður opin í dag og á morgun frá kl. 13—22 e ,h. Hátíðahöld á Seyðisfirði SEYÐISFIRÐI, 9. júní. — Slysa- varnadeildin Rún, en formaður hennar er frú Ólafía Auðunsdótt- ir, minntist eftirminnilega síðasta sjómannadags. Kl. 11 var gengið í skrúðgöngu til kirkju, en þar predikaði sóknarpresturinn, séra Erlendur Sigmundsson. Kl. 2 hófst svo almenn samkoma í hinu nýja félagsheimili, Herðu- breið. Halldór Lárusson, verkstj., setti samkomuna, pá hélt Erlend- ur Björnsson, bæjarfógeti, ræðu og séra Erlendur Sigmundsson las upp. Síðan var sýnd kvik- myndin Björgunarafrekið við Látrabjarg. Söngur var mikill milli þátta, m. a. söng karlakór. Sýndar voru útiíþróttir. Kaffi- veitingar fóru fram af mikilli rausn og að síðustu var dansað fram á nótt. — B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.