Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Hægviðri, léttskýjað Hitl 4—8 stig. 128. tbl. — Þriðjudagur 10. júní 1958 Sjónvarpid á íslandi. Sjá bls. 3. Sjálfsfœöisflokkurinn boöar til almennra stjórn- málafunda á tíu stööum Ýmsir forystumenn flokksins mœta á fundunum SJAL.FSTÆÐISFLOKKURINN efnir til almennra stjórnmálafunda nú í vikunni og um næstu helgi víðs vegar um land. A fundunum mæta ýmsir forystumenn flokksins og munu þeir flytja framsögu- ræður á fundunum um stjórnmálaviðliorfið. Fundirnir verða haldn- ir á eftirtöldum stöðum: Breiðabliki á Snæfellsnesi, Búðardal, Bol- ungarvík, ísafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði og Eskifirði. í góðviðrinu síðustu daga hefur Tjörnin mikið aðdráttarafl. Ungir og gamlir una þar í fegurð og ró umhverfisins. Börnin hafa nóg að gera. Hér er hornsílaveiði stunduð af kappi. Kannski er þetta fyrsta æfing mikilhæfra aflamanna —Ljósm. vig. Dregið í happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins í kvöld Vinningurinn er glæsileg Plymouth bifreið af nýjustu gerð Snæfelbness- og Hnappadalssýsla Fundurii.n á Snsefellsnesi veró- ur haldinn að Breiðabliki laugar- daginn 14. júní og hefst kl. 8.30 sd. Frummælendur verða: Ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ágústsson, alþm. Dalasýsla 1 Dalasýslu verður haldinn fund ur í Búðardal, sunnudaginn 15. júní og hefst hann kl. 3 síðð. — Frummæiendur á fundinurn verða alþingismennirnir: Magnús Jóns son og Jón Pálmason. Norður-ísafjarðarsýsla Fundur verður haldinn í Bol- ungarvík laugardaginn 14. júní kl. 8,30 síðd. Málshefjendur verða alþingismennirnir: Ólafur Björiis son og Björn Ólafsson. fsafjörður Fundurinn á Isafirði verður haldinn á föstudaginn 13. júní kl. 8,30 sd. Málshefjendur verða alþingismennirnir: Björn Ólafs son, Kjartan Jóhannsson >g Ólafur Bj örnsson. Es’kifjörður Fundurinn á Eskifirði verður haldinn föstudaginn 13. jún." kl. 8,30 sd. Málshef jendur verða: Sigfús Bjarna- son látinn ÁRNESI, 7. júní. — Sigfús Bjarnason, Sandi, fyrrum hrepps stóri lézt í fyrrinótt 85 ára að aldri. Með Sigfúsi Bjarnasyni er genginn merkur, gáfaður og fjöl fróður Þingeyingur, er mjög hef- ur komið við sögu, héraðsins um langt skeið. Hann var lengi hreppsstjóri í Aðaldal, átti sæti í hreppsnefnd og sýslunefnd sveitar sinnar. Einnig var hann hinn mes<i áhugamaður um fjall- skilamál og fjallkóngur í Þeyst- areykjalandi og Þeystareykja- göngum. Sigfús Bjarnason var sjálfstæðismaður í orðsins fyllsta skilningi og sannur persónugerf- ingúr íslenzkrar bændamenning- ar. — Fréttaritari. Kópavogur FUNDUR í Fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi í kvöld í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík (minni salmum). Ólaf- ur Thors flytur framsöguræðu um stjórnmálaviðhorfið. Gunnar Thoroddsen borgarstj. og Einar Sigurðsson, útgerðarmaður. V.-Húnavalnssýsla Fundur verður haldinn á Hvammstanga laugardaginn 14. júní kl. 8 sd. Frummælendur v> rða alþingismennirnir: Magnús Jónsson og Jón Pálmason. A.-Húnavatnssýsla 1 Austui'-Húnavatnssýslu verður fundur á Blönduósi föstudaginn 13. júní kl. 8 sd. Frummælendur á fundinum verða aiþingismenn- irnir: Tón Pálmason og Magnús Jónsson. Sígluf jörður Fundurinn á Siglufirði verður haldinn í Sjómannaheimilinu föstu Samningafundur um kjör sildar- sjómanna EINS og skýrt hefur verið frá, er ekki enn búið að semja um kaup og kjör síldarsjómanna. Al- þýðusamband íslands hvatti til þess að samningum yrði sagt upp og gerðu sjómannafélögin það. Kjaradeila þessi er komin ’1 sáttasemjara ríkisins, og hefur hann haldið einn fund með full- trúum sjómanna og útgerðar- manna. Hefur hann boðað samn- inganefndir þessara aðila á sinn fund aftur síðdegis í dag. Dagsbrún leggur fram kröfur sínar SÍÐDEGIS í ;ær héldu fulltrúar Vinnuveitendasambands Islands og Verkamannafélagsins Dags- brún hér í Reykjavík fyrsta fund sinn en Dagsbrún var íeðal þeirra mörgu félaga sem sögðu kjarasamningum sínum upp miðað við 1. júní. Á þessum fundi lögðu fulltrúar Dagsbrúnar fram kröfur sínar. 1 gærkvöldi cr Mbl. spurðist fyrir um það hjá Vinnuveitendasam- bandinu hvérjar væru helztu kröf ur Dagsbrúnarmanna, taldi full- trúi þess Barði Friðriksson hdl. sig ekki á þessu stigi málsins geta gefið upplýsingar um þær. Stjórn arfundur í Vinnuveitendasam- bandinu mun verða haldinn á morgun, miðvikudag, upplýsti Barði, og munu þá kröfur Dags- brúnar verða lagðar þar fram og ræddar. Þessi fyrsti fundur í gær hafði staðið í rúmlega 2 klst. dagskvöld 13. júní, kl. 8,30. Frum- mælendur '. fundinum verða al- þingismennirnir: Sigurður Bjarna son og Friðjón Þórðarson. Akureyri Á Akureyri verður fundur hald- inn í Varðborg fimmtudaginn 12. júní kl. 8,30 sd. Frummælendur verða alþingismennirnir: Friðjón Þórðarson og Sigurður Bjarnason. Scyði-f jörðu r Á Seyðisfirði verður fundur fimmtudaginn 12 júní kl. 8,30 sd. Frummælendur á fundinum verða: Gunnar Thoroddsen, borgarstj. og Einar Sigurðsson, útgerðarmaður. Snjó rult af Siglu- fjarðarskarði SIGLUFIRÐI, 9. júní. — Nú er unnið að því að ryðja snjó af Siglufjarðarskarði, en óvenju- mikill snjór er á fjallveginum. Hefur verið unnið með tveimur ýtum um vikutíma að snjóruðn- ingnum Siglufjarðarmegin í Skarðinu, en ekkert hefur enn verið unnið Skagafjarðarmegin og veldur sú ráðstöfun vonbrigð- um Siglfirðinga og Skagfirðinga. Gert er ráð fyrir að vegurinn yfir Siglufjarðarskarð verði ekki opinn til umferðar fyrr en eftir hálfan mánuð ef að líkum lætur. Ekkert hefur verið unnið að Siglufjarðarvegi ytra, Strákaveg- inum, í vor, en við þann veg binda Siglfirðingar vonir sinar um varanlegt samband við þjóðvegakerfið. Á sl. ári var ruddur vegur norður Ströndina, allt að þeim stað, er gera á 900 m jarðgöng gegnum fjallið Stráka. Er þess að vænta, að þeirri vegarlagnmgu verði hrað- að sem allra mest. Siglfirðingar undir- búa síldarverfíð SIGLUFIRÐI, 9. iúní. — Hér í Siglufirði er nú undirbúningur sumarvertíðarinnar í fullum gangi. Er undirbúningsvinna haf- in á flestum söltunarstöðvunum, svo og hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og bæjarins. Er gert ráð fyrir fvrstu síldar- bátunum á miðin um 10. júní. FYI^STU síldarfregnirnar af miðunum íyrðra bárust síðdegis í gær til Siglufjarðar. Sigurður Finnsson loftskeytamaður og starfsmaður síldarleitarinnar heyrði norska línuveiðara sem voru á Strandagrunni tilkynna að þeir hefðu séð tvær síldartorfur í Strandagrunshorni. I fyrra veiddist fyrsta síldin einmitt á sömu slóðum, 18 júní. Þegar þessi fregn spurðist var ákveðið að stærri síldarleitarflug vélin, sem Jóhannes Halldórsson skipstjóri mun leita úr, fari norð- f KVÖLD verður dregið um hlna glæsilegu Plymouth-bif- reið í happdrætti Sjálfstæðis- flokksins og eru því seinustu forvöð fyrir þá, sem vilja tryggja sér miða, að gera það í dag. Miðarnir verða til sölu í happdrættisbifreiðinni við Útvegsbankann í dag og í skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu. Allir meðlimir Sjálfstæðisfé I laganna, sem fengið hafa I senda miða, enu hvattir til að greiða þá í skrifstofunni fyrir klukkan 6 í dag. Sími skrif- stofunnar er 1-71-04. _ Þeir, sem ekki geta komið því við að koma í skrifstofuna, eru ur þegar síðdegis í dag. Munu síldarleitarflugvélarnar hafa aðal- bækistöð á Akureyri. Einnig tók stefnu á Stranda- grunnið síldarleitarskipíð Rán, en það mun ekki ná á þessar slóðir fyrr en með morgni í -dag. Ekkert einasta íslenzkt síldveiði skip er komið á miðin nyrðra. Þangað eru aftur á móti komin nokkur norsk. skip. Ekkert af þeim var þó á þessum slóðum í gær, en þangað hröðuðu för sinni þau sem komin voru á miðin. beðnir að vera við því búnir að innheimtumenn happ- drættisins heimsæki þá í kvöld til að vitja annaðlivort miðanna eða andvirðis þeirra. Menn eru beðnir að athuga, að aðeins verður dregið úr seldum miðum. Takmarkið er — að allir miðar verði seldir fyrir mið- nætti. Dreng bjargað af fleka SEX ára snáði var á laugardags- morguninn kominn á svolitlum fleka, langt út á voginn, út af Kársnesi í Kópavogi, er honum var bjargað. Hafði drengurinn fundið flek- ann í fjörunni, sett hann fram og stokkið upp á hann, en ekki athugað að vindur stóð frá landi. Þó drengurinn væri kominn svo langt frá landi, hafði hann verið hinn rólegasti. Hafði það, ásamt snarræði Jóns Jónssonar, Kárs- nesbraut 12, bjargað lífi drengs- ins, en Jón hafði séð til ferða drengsins, fengið bát að láni og reri út á eftir flekanum, sem óð- um færðist lengra og lengra út voginn. Á bæj arfógetaskrifstof- unni höfðu verið gerðar ráðstaf- anir til að senda út bát frá olíu- stöð Skeljungs í Skerjafirði til að bjarga drengnum, en til þess kom ekki. Það kemur alloft fyrir að lög- reglan hér í Reykjavík er beðin að koma til aðstoðar við drengi, sem hafa farið út á fleka og ekki getað bjargáð sér að landi aftur. Leikur þessi er hættulegur, t. d. drukknaði einn drengur í vor af slíkum fleka. Norðmenn hafa séð síld við Strandir Sildarleitarflugvélin og leitarskipið Rán halda jbongoð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.