Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNnr 4ÐÍL Tliðvik'udagur 11. júní 1958 iittMfaMfr UTAN UR HEIMI TTtg.: H.í. Arvakur, Reykjavllt. Framkvæmdastjón: öigíus Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benedíktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarriason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arnr Ola, simr 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýs’ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askrrftargjalo kr 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasolu kr. 1.50 eintakið. RÚSSAR OG LANDHELGISMÁLIN Et INS og kunnugt er hafa Rússar 12 mílna land- J helgi, sem nær ekki að- eins til fiskveiðilögsögu, heldur til alls þess, sem talið er felast í fullkominni landhelgi. En þeir hafa hins vegar samið við Breta um að skip þeirra megi veiða inn að 3 mílum við Norður-Rúss- land. Hefur oft af Breta hálfu verið vitnað í samning þennan gagnvart okkur Islendingum og hafa Bretar ekki sparað að ben.ia á hið rússneska fordæmi um að semja um landhelgi. Telja þeir að reynslan af landhelgissamingn um við Rússa ætti að vera okkur til fyrirmyndar. Á fundi Alþjóðalaganefndar SÞ 1956 skýrði fulltrúi Rússa í nefndinni frá því, að samningur • inn við Breta hefði verið gerður og taldi hann merkilegan við- burð, með því að það væri ein- mitt hin rétta leið, að þjóðir gerðu samninga sín á milli um fiskveiðiréttindi á borð við þann, sem Rússar og Bretar hefðu gert. í Genf greiddu Rússar atkvæði á móti öllum tillögum nema sin- um eigin. Voru þeir t. d. á móti tillögu Kanada um 12 mílna fisk- veiðilandhelgi. Hins vegar töldu Rússar rétt að hver þjóð mætti ákveða 12 mílna landhelgi á sama hátt og Rússar hafa sjálfir en til- laga þeirra um þetta fékk sama og engan byr í Genf. Þessi til- laga Rússa gekk svo langt að von- laust var um samþykki hennar. Er ljóst af þeim fréttum, sem birtar voru frá Genfarráðstefn- unni, að Rússar hafa sízt af öllu reynt að finna þar leiðir til mála miðlunar og tillaga þeirra um 12 mílna landhelgina var langt frá því að vera til þess fallin að gera málstað íslands gagn. Eins og kunnugt er báru Islendingar fram tillögu um sérstök réttindi strand ríkis utan fiskveiðilandhelgi, þegar svo stendur á að þjóð- in lifir á fiskveiðum að mestu, eins og er um íslendinga. Þessa sérstöðu vildu Islendingar um- fram allt fá samþykkta en Rússar greiddu þar atkvæði á móti. Fréttirnar af Genfarráðstefn- unni báru það Ijóslega með sér, að Rússar horfðu með ánægju á það ósamkomulag, sem uppi var meðal Vesturþjóðanna í land- helgismálunum almennt. Rússar reyndu af öllum mætti að „fiska í gruggugu vatni“, notfæra sér ágreininginn og fremur kynda undir honum en hitt Þetta er í samræmi við starfsaðferðir Rússa á alþjóðaráðstefnum yfirleitt. I því ljósi ber líka að skoða af- stöðu þeirra ti landhelgismála al- mennt og landhelgi íslands sér- staklega. ERU KOMMUNISTAR MEÐ „VERKFALLSBRÖLT"? TIMINN segir í gær, að Morgunblaðið reyni nú „gera sem mest veður út af verðhækkunum þeim, er verða af völdum hinna nýju efna- hagsráðstafana“. Segir blaðið, að tilgangurinn leyni sér ekki, því að með þessu eigi að „ýta undir verkalýðsfélögin að fara nú af stað með nýjar kaupkröfur.“ — Þetta er ekki ósvipaður sónn, eins og kvað við í Tímanum og öllum hinna stjórnarblöðunum eftir „jólagjöfina" frægu, því þegar Morgunblaðið gerðist svo djarft að skýra frá verðhækkun- um og samningsuppsögnum, var það undantekningarlaust lagt þannig út í þeim blöðum, að nú væru Sjálfstæðismenn að „róa undir verkföllum." Stjórnarblöð- in töldu hins vegar sízt af öllu nokkra skyldu sína að láta al- menning vita um það, sem raun- verulega var að gérast í þessum efnum og stungu öllum fréttum, sem þau með nokkru móti gátu, undir stól, sem vörðuðu verð- hækkanir og uppsagnir samn- inga. Nú er þessu öðru vísi farið. Stjórnarblöðin skýra nu frá pví sem gerist i verðlagsmálum og á vinnumarkaðinum, enda er vitaskuld ómögulegt að komast hjá því. Þó er enn stungið und- ir stól ýmsu af því sem gerist og þýðingu hefur. Má í því sam- bandi benda á, að Tíminn birtir sem fæstar fréttir af þessum mal- um og hefur alls ekki skýrt neitt, að kalla, frá hinum miklu verð- hækkunum, sem komnar eru í ijós og eru á uppsiglingu. Hins vegar fer Þjóðviljinn sízt af öllu í launkofa með verðhækkanirnar. Hefur hann hvað eftir annað birt á fremstu síðu mjög áberandi fréttir af verðhækkunum og sömuleiðis hefur blaðið skýrt frá uppsögnum samninga. Má benda á sem dæmi, að á fremstu síðu Þjóðviljans í gær er stór frétt um að mjólkurlítrinn hækki um 20 aura og standa fyrir ofan að- alfyrirsögnina þessi orð: „Frá- hvarfið frá stöðvunarstefnunni“. Hér gerir Þjóðviljinn ekki ein- ungis að skýra frá, að hver lítri mjólkur hækki nú um 20 aura, heldur bendir blaðið á það á áber andi hátt í sjálfri fyrirsögninni yfir fréttinni, að þetta sé afleið- ing af því, að ríkisstjórnin hafi horfið frá þeirri stefnu, sem hún lofaði í öndverðu og átti að fel- ast í að stöðva verðhækkanir. Það verður ekki ófróðlegt að sjá, hvort Tíminn ávítar Þjóðviljann nú fyrir að gerast svo djarfur að birta slíka frétt. Eins og menn muna, hafði rit- ari Dagsbrúnar það við orð, nokkru eftir að stjórnin var mynduð, að ef verkalýðnum sýnd ist svo, hefði hann alltaf í hendi sér að taka upp það, sem ritar- inn kallaði „gömlu leiðina", þ. e. að koma af stað verkföll- um. — Eins og kunnugt er, hafa kommúnistar ætíð notað þau tök, sem þeir hafa haft á verkalýðshreyfingunni sem póli tískt tæki og þýddu vitaskuld þessi ummæli Dagsbrúnarritar- ans ekki annað en að kommún- istar myndu enn nota sín ráð í verkalýðshreyfingunni pólitískt, ef þeim byði svo við að horfa.; Það gæti virzt svo, að kommún- istar teldu að nú væri tími til þess kominn og í þessu sam- bandi er ekki ófróðlegt að spyrja, hvort Þjóðviljinn sé, með því að birta slíkar fréttir um verðhækk- anir og svik ríkisstjórnarinnar við hina upprunalegu stefnu, að „róa undir verkföllum", eins og Tíminn orðar það. Þannig hugsar brezki skopteiknarinn Low sér þann vanda, sem de Gaulle er á höndum. Þó aó honum hafi verið falið að stjórna með tilskipunu m í sex mánuði, er framkvæmdavald hans raun- verulega mjög takmarkað. Umgengnisvenjur í Sovétríkjunum FYRIR skömmu var gefin út í Leningrad bók, og var upplagið milljón eintök. Nokkrum dögum síðar var bókin alveg ófáanleg í Sovétríkjunum. Bók þessi hét „Um heilagt líf“, og er það fyrsta bókin um þetta efni, sem komið hefur út í Sovétríkjunum undan- farin 30 ár. Er bókinni skipt nið- ur í kafla um barnauppeldi, heilsugæzlu, heimilisbúnað, klæðnað og ástalíf í hjónaband- inu. Einn kaflinn fjallar um reyk ingar, annar um ofnautn áfengis, og er sá síðastnefndi langur. Allt bendir samt til þess, að það sé kaflinn um umgengnisvenjur, sem orðið h^fur til þess, að bókin seldist svo vel. Er hann skrifaður af Gordienko nokkrum, sem sagður er vera kandídat í heim- speki. Segir hann í upphafi, að „íbúar Sovétríkjanna eigi að reyna að tileinka sér framkomu, er sé í samræmi við menningu þeirra og fagran hugsunarhátt. .“ Gordienko lýsir prúðmenni á eftirfarandi hátt: „Hann slekkur ekki eldinn í vindlingi sínum á borðinu, stólnum eða öðrum hús- búnaði, stráir ekki öskunni á gólfið eða föt sín. Og hann snertir ekki á manni, sem hann á tal við, grípur ekki í frakkaermi hans, slær ekki kumpánalega áöxlhans eða bak og handfjallar ekki hnappana á fötunum hans . . fc“ Samræður yfir borðum eiga ekki að vera of fjörugar: „Maður, sem talar með munninn fullan af mat, er ófagur ásýndum . . .“ Heita súpu á að kæla með skeiðinni, en ekki með því að blása á hana, því að þá getur sletzt á borðdúk- inn. „Aldrei má borða með hnífn- um“, en Gordienko bætir við „kjúklingabein má taka með fingrunum . . .“. Flestar reglurnar virðast sótt- ar beint í bækur, er gefnar hafa verið út í kapítaliskum löndum um þetta efni, en víða bera þær þó merki sérstakra aðstæðna í Sóvétríkj unum, t. d. eru sérstak- ar reglur um íbúðir í opinberri eign, þar sem margar fjölskyldur búa í sömu íbúð: „Siðaður maður ber ætíð að dyrum, áður en hann gengur inn í herbergi". „Komi gestir í heimsókn, er það ekki heppilegt að bjóða þeim sæti á rúminu eða setjast þar sjálfur. .“. í ýmsum atriðum snýst höfund- urinn alveg gegn rússneskum sið venjum: „Sé glasi lyft og skálað, er það ekki skylda að tæma glas- ið, og ekki telst það til góðra siða að hvetja menn til að drekka mikið gegn vilja sínum“. „Engan veginn er ákjósanlegt að sækja fyrirlestra í klúbbum jakkalaus, í náttfötum eða baðslopp". And- litsfarða má nota í hófi. Því er nákvæmlega lýst, hvernig eigi að heilsa og kveðja. Sé konu heilsað eða hún kvödd, á maður ekki að verða fyrri til að rétta fram höndina. Sama regla gildir um mann, sem er tignari eða eldri en viðkomandi, segir Gordienko. Þá á að hneigja sig og bíða þess, að hinn aðilinn rétti fram hendina. Þó að bókin hafi verið gefin út í milljón eintökum, mun að- eins takmarkaður fjöldi hinna fjölmörgu íbúa Sovétríkjanna fá tækifæri til að kynna sér hana. En bókin verður að teljast merki leg sem tákn um breytta siði og nýjar venjur innan Sovétríkj- anna og einnig vegna þess, að þar er lögð áherzla á fjölskyldu- líf og almennt siðgæði — en flokkslegs einstrengingsháttar gætir lítið. Saga Lorraine- krossins LORRAINEKROSSINN var á stríðsárunum tákn de Gaulles sem forystumanns í frelsisbar- áttu Frakka. Og nú er þéssi kross tákn þeirra vona, er de Gaulle elur í brjósti um „end- urfæðingu Frakklands", eins og hann orðar það. Skömmu áður en de Gaulle tók völdin í sínar hendur, flaug sveit úr franska flughernum yfir sveitasetur hans, og mynduðu þær Lorrainekross á fluginu. Krossinn dregur nafn af Lorrainehéraðinu, sem Frakk- ar og Þjóðverjar hafa löngum deilt um. Þegar á miðöldum var þessi kross orðinn tákn héraðs- ins, og aðalsmenn höfðu það á merkiskjöldum sínum og her- klæðum. Jeanne d’Arc var fædd í Dom- reny í Lorraine, og er hún hóf baráttu sína gegn Englendingum skömmu fyrir 1430, gerði hún þennan kross að merki sínu. Þegar Alsace-Lorraine komst undir yfirráð Þjóðverja eftir styrjöldina um 1870, varð kress- inn tákn franskra þjóðernissinna í Lorraine. Er þeir Emile Muselier aðmír- áll og de Gaulle hófu á stríðs- árunum undirbúning að stofnun hers frjálsra Frakka, ákváðu þeir að nota Lorraine-krossinn, sem tákn frelsisbaráttunnar. Brátt mátti sjá hann á einkennis- búningum franskra hermanna, — ^ o,«uiie nciuur ræou, uo baki hans er tákn Lorraine- krossins fánum þeirra, fiugritum og svo mætti iengi teija. A sveua- setri ue Gaulles getur viða að lita Lorrainekrossinn t. d. á vindia- kassa hans, myndarömmum og í reit úti fyrir glugganum á vinnu- stofu hans, mynda lifandi blom þetta tákn hershöfðingjans. Að styrjöldinni lokinni varð Lorraine krossinn tákn Gaullista. Um Lorrainekrossinn og erfiða skapsmuni de Gaulles, sagði Churchill við Roosvelt á sínum tíma: „Engan kross er eins þungt að bera og Lorrainekrossinn . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.