Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 9
Miðvik'udagur 11. júní 1958 MORGVNBT. 4&1Ð 9 Eg vi maðu heldu // en r vera „pýramídaspá- opinber starfsmaður Samtal v/'ð Jónas Guðmundsson, sextugan 1 dag ÉG hitti Jónas Guðmundsson að máli í gær. Mig langaði til að rabba við hann stundarkorn, hafði heyrt margt aí hans högum og ekki allt eftir höfði almenn- ings. Sumir höfðu sagt, að hann væri „dálítið skrítinn", aðrir kölluðu hann „pýramídaspámann inn" og enn aðrir voru þess full- vissir, að hann væri ekki „með öllum mjalla". Ég notaði því fyrsta tækifæri, sem gafst til þess ai* hitta þennan umtalaða mann: Hann verður sextugur í dag. Ef einhverjir halda að menn verði frægir af því að fara troðn- ar slóðir, þá sýnir ferill Jónasar Guðmundssonar, að svo er ekki. Hann hefur verið verkalýðs- foringi á Norðfirði og einn af helztu leiðtogum Alþýðuflokks- ins um langt skeið, þingmaður, bankaráðsmaður og skrifstofu- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, auk þess sem hann hefur gegnt fjölmörgum öðrum opinberum störfum, en því hafa flestir kvæntur Sólveigu, dóttur Jóns í •Múla, hinni merkustu konu; átti hún um skeið sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar — Það hélzt í hend ur, að faðir minn og Pöntunar- félagið urðu gjaldþrota, enda var allur rekstur hans og fleiri at- hafnamanna bundinn starfsemi þess. Upp úr því hófst veldi Stefáns Th., sem var mesti at- hafnamaður á Seyðisfirði um langt skeið. Við létum þetta gott heita um æskuárin og snerum okkur að stjórnmálunum. Ég vissi að Jónas hafði tekið virkan þátt í þeim og.bað hann um að segja lesend- um Morgunblaðsins undan og ofan af stjórnmálaferli sínum. Hann svaraði: — Þegar ég var í Kennaraskól- anum, komst ég í kynni við jafn- aðarstefnuna og hafði hún mikil áhrif á lífsviðhorf mitt eftir það. Að prófi loknu tók ég við kenn- arastöðu við barnaskólann á Norðfirði. Það var 1921. Má gleymt. Hins vegar eru allir með segja, að þá hafi lífsstarf mitt á nótunum ef_talað er um „Jónas pýramídaspámann". Samtal okkar Jónasar barst strax að Seyðisfirði, þar bjó hann með foreldrum sínum ungur drengur og svo míkil ítök á þessi gaimi höfðinglegi bær i honum, að hann segir: Seyðisfjörður var svo sterkur menningar- og fram- kvæmdabær, að hann fer með manni, hvert sem leiðir liggja. Á mínum æskuárum var Seyðis- fjörður höfuðstaður Austurlands og litlu munaði að hann væri einnig höfuðstaður íslands. Að minnsta kosti þótti okkur að svo hlyti að vera. Þar var mikið og blómlegt atvinnulíf, útgerð og siglingar, sem Norðmenn lögðu grundvöll að, þar var aðalhöfn á Austfjörðum. Og þar var Þor- steinn Erlingsson. Þegar ég var ungur drengur, hafði ég það held- ur gott, því að faðir minn var útgerðarmaður og allvel stæður. Þess vegna man ég lítið eftir þeim dögum. Þó er mér konungs- koman 1907 einkar minnisstæð, þá kom Friðrik VIII. til Seyðis- fjarðar og í fylgd með honum Hannes Hafstein. Þeir opnuðu sæ- símann á Seyðisfirði. Þá fannst okkur hjarta landsins slá þar og hvergi annars staðar. Við héld- um stórhátíð í tilefni þessa merka atburðar og fólk streymdi til Seyðisfjarðar hvaðanæva að af Austfjörðum, rétt eins og hann hefði tekið við af Þingvöllum. En svo fluttist Jónas Guð- mundsson frá bernskustöðvum sínum. Faðir hans fór á hausinn, eins og það var kallað í þá daga, og foreldrarnir fluttust til Reykjavíkur. Síðan var Jónas í fóstri hjá Halldóri skólastjóra á Hvanneyri, sem hann segir að hafi verið einn merkasti búnað- arfrömuður síns tíma og einn þeirra sem renndi styrkustum stoðum undir islenzkan landbún- að. Þar var gott að vera, hjá þeim hjónum leið mér vel, segir Jónas og bætir við: Óhapp föður míns var nátengt þeirri harðvítugu baráttu, sem verzlunarauðvald þessa tima háði innbyróis. Þá var verzlunin ekki eins þroskuð og nú, enda ný af nálinni og forystumenn hennar áttu margt eftir að læra. Á þessum árum var sett á stofn Pöntunarfélag Fijotsdalshéraðs og var Jón í Múla einn helzti hvatamaður að stofnun þess. Verzlunarstjóri var Jón Stefánsson sem kallaður var Filippseyjakappi, vegna þess að hann hafði barizt í Bandarikja- her á Filippseyjum. Hann var stór maður og föngulegur og eitt mesta glæsimenni, sem ég hef séð fyrr og síðar. Hann var hafizt fyrir alvöru. Á Norðfirði eyddi ég öllum beztu árum ævi minnar. Þar giftist ég Sigríði konu minni og áttum við þar heima til ársins 1937. Flutt- umst þá suður til Reykjavík- ur og gerðist ég fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins. — Þegar ég kom til Norðfjarðar, gekk ég í lið með verkalýðnum þar og var orðinn forystumaður hans, áður en ég vissi af. Ég gekk i Alþýðuflokkinn og gerðist einn helzti leiðtogi hans á Aust- fjörðum. Verkalýðurinn bjó við afar kröpp kjör. Mig langaði að koma honum til hjálpar, hef aldrei getað setið auðum hönd- um. Það er óhætt að segja, að verkalýðsbaráttan hafi verið mjög hörð á þessum árum. At- vinnurekendur höfðu engan skiln ing á þörfum verkamanna og börðust gegn réttlætiskröfum þeirra með oddi og egg. Sízt af öllu gátu þeir skilið, að verka- lýðurinn þyrfti að hafa með sér samtök. Verkalýðsfélögin voru þeim mestur þyrnir í augum. Þau voru álitin „fjandskapur við atvinnulífið". Og ef einhver ætl- aði að gerast forystumaður verka lýðsins, var hann neyddur til þess að láta í minni pokann. Jón Rafnsson hafði t. d. reynt að stofna verkalýðsfélag á Norð- firði, en varð að fara þaðan. Fékk enga atvinnu. Ég var aftur á móti betur settur. Ég var barna kennari og því algjörlega óháð- ur atvinnurekendunum. Ég gat því beitt mér betur en þeir, sem höfðu reynt að sameina verka- lýðinn á undan mér. Ja, andúð? Ég veit það ekki, jú sjálfsagt hafa þeir haft á mér einhverja andúð, atvinnurekendurnir, en það kom þó ekki niður á mér persónulega, börn þeirra sóttu tíma hjá mér og ég held ég hafi verið allvel þokkaður kennari, enda ungur að árum og með ýms- ar nýjungar. — Á þessum árum var öll verzlun og viðskipti í höndum kaupmannanna, svo og atvinnutsekin. Þeir höfðu því mjög góða aðstöðu og notuðu hana óspart. Mátti raunar segja, að verkalýðurinn væri þrælbund inn á þeirra klafa. Menn sáu til dæmis aidrei peninga, allt var skrifað hjá öllum. Þetta var eins og Púlli sagði: Það er engin dýr- tíð á Vopnafirði, þar er allt skrif- að- — Með þessu móti gátu kaup- mennirmr haft mikil ítök í al- menningi. Já, þeir áttu jafnvel einstaklingana eins og menn eiga nú hunda, kindur eða hross. Ein af höfuðkröfum okkar var því sú, að verkamennirnir fengju kaup sitt greitt í peningum, svo að þeir gætu verzlað, þar sem þeim sýndist. Einnig kröfðumst við þess, að atvinnurekendur viðurkenndu samningsrétt verka lýðsfélagsins, en af báðum þess- um kröfum risu miklar deilur, svo að okkur var sá kostur vænst ur að hefja allsherjarverkfall á staðnum 1923. Þá sáu atvinnurek- endur sitt óvænna • og féllust á kröfur okkar. Einn þeirra hafði þó fengið verkfallsbrjóta, sem svo eru kallaðir, til að pakka fisk og skipa honum út. Það gátum við með engu móti þolað og áður en varði hafði mikill mannfjöldi safnazt saman við útgerðarstöð hans og umkringt hana. Höfðu menn í hótunum og hugðust beita valdi, en mér tókst að sefa fólkið, enda féllst kaupmaðurinn I | á skilyrði okkar þennan sama dag. Þar með var björninn unn- inn, og ég efast um að síðan hafi verið um verkalýðsbaráttu að ræða á Norðfirði. — Þegar þér lítið til baka, hvernig finnst yður þá þessi bar- átta æskuárnna? — Til baka? Maður á aldrei að líta til baka, þá verður maður að saltstólpa, eins og kona Lots. — Það er undarlegt að þér, svona rólegur maður, skulið hafa tekið þátt í öllum þessum ólátum. — Nei, ég var ekki rólegur, það er síður en svo að ég hafi venð rólegur, þó að ég sé orðinn það núna. Ég hef alltaf verið ákveðinn í mínum skoðunum og er það unni lokinni. Ég er þess fullviss, að hann hafði enga samúð með kommúnistum. Hann var jafnað- armaður alla ævi. Ég man eftir því að kommúnistar komu með ýmis skilyrði, sem voru ákaflega óaðgengileg fyrir okkur Alþýðuflokksmenn, eins og til dæmis þegar þeir settu enn. Ég hef alltaf viljað fylgja I fram þá kröfu að hinn nýi flokk því, sem ég hef álitið rétt hverju sinni. En ég hef samt ekki verið mikið fyrir slagsmál, onei. Við röbbuðum um fleiri þa?tti stjórnmálanna á þessum árum og Jónas Guðmundsson kom víða við. Hann var eldheitur baráttu- maður fyrir flokk sinn og kann frá mörgu að segja. Fyrst farman af einbeindi hann kröftum sinum að héraðsmálum á Austfjcrðum, en smám saman leiddist hann út í landspólitík, varð síðan þing- maður og loks einn af 'eiðtogum Alþýðuflokksins: — Þegar atök- in miklu urðu í Alþýðuflokknum 1938, var ég ritari hans. Þessi á- tök eru mér einna minnisstæðust á alllöngum stjórnmálaíeríi mín- um, enda urðu þau til þess, að Alþýðuflokkurinn klofnaði. Eins og þér vitið, vildi Héðinn Valdi- marsson taka upp samstarf við kommúnista. Meiri hluti flokks- ins undir forystu Jóns Baldvins- sonar var mótfallinn þessan fyrir ætlun. Var ég meðal þeirra. Jón Baldvinsson lézt skömmu síðar og mæddi þetta mál því að mestu á okkur Stefáni Jóhann. Það voru órólegir tímar. Innan flokksins höfðu verið mikil átök allt árið 1937, því að ýmsir þeirra, sem bezt studdu Héðinn, Sigfús Sig- urhjartarson og flein, virtust trúa því, að hægt vaeri að sameina flokkana í einn sósíaldemokrat- ískan flokk, en við hinir töldum allt sameiningarskraf kommún- ista lævíst herbragð, sem þyrfti að varast. Eins og ég sagði, var mikill meiri hluti Alþýðuflokks- ins á sömu skoðun. Við Héðinn Valdimarsson vorum ágætjr vin- ir og ræddumst oft við um þetta viðkvæma mál. Fyrir honum vakti að fá allan Alþýðuflokkinn í þetta samstarf. Hann leit svo á, að þar sem Alþýðuflokkurinn var miklu sterkari en kommúnist ar (sem höfðu engan þingmann á móti 10 þingmönnum Alþýðu- flokksins, auk þess sem við réð- um Alþýðusambandinu og öllurn stærstu verkalýðsféiögum lands- ins) mundi hann verða allsráð- andi í þessu samstaifi, enda þott kommúnistar fengju einhver ráð á meðan verið var að bræða flokkana saman. Þessu trúði Héð- inn og var ekki í neinum vafa um, að unnt væri að halda komm únistum í skefjum að sameining- ur skyldi telja Sovétríkin for- ysturíki yerkalýðsins. Héðinn vildi ganga að öllum þessum skilyrðum til bráðabirgða og trúði á mátt Alþýðuflokksins, ef hann £engi óklofinn til samstarfs ins. Hann varð auðvitað fyrir ákaflega miklum vonbrigðum, þegar honum tókst ekki að fylkja nema litlu broti úr Alþyðuflokkn um undir sitt merki. Hann hafði trúað á styrkleika sinn og fann þess vegna mun meiia til þess að standa uppi fáliðaður; var því vonsvikinn. Allt þetta mál varð til mikils ófarnaðar. Það olli vin- slitum og jafnvel persónulegri ógæfu sumraforystumannaflokks ins, og segja má, að hann hafi aldrei borið sitt barr eftir það. Jón Baldvinsson og Héðinn Valdi marsson voru báðir hinir ágæt- ustu menn og meðan þeir báru gæfu til að starfa saman, átti flokkurinn trausta og órugga for- ystu. En þegar slettist upp á vin- skapinn, byrjaði flokkurinn að fara í hundana og hefur haldið því áfram æ síðan. Ég spurði Jónas Guðmundsson, hvað hefði aðallega mótað afstöðu hans- til kommúnista á þessum árum. Hann sagði að hann hefði aldrei haft góða reynslu af þeim: — Ég man t. d. vel eftir því, þegai kommúnistaflokkurinn var stofn aður hér í Reykjavík 1930. Þá um haustið stóð yfir þing Alþýðu sambandsins, nokkrir fulltrúanna tóku höndum saman og stofnuðu flokkinn, en hafa vafalaust verið búnir að undirbúa það löngu áð- ur. Þegar fundurinn var nýbyrj- aður eitt kvöld, komu kommúnist ar „marserandi" undir rauðum fána frá Fjalakettinum, þar sem flokkurinn hafði verið stotnaður, og héldu rakleiðis niður í Iðnó þar sem við sátum á fundi, hrintu upp hurðinni, ruddust mn og lýstu því yfir, að þeir væru hættir þátttöku í þinginu. Það varð. uppi fótur og fit í salnum Ég var ritari og Björn Blöndai fundarstjóri. Við pökkuðum í skyndi saman ölium skjöium og skilríkjum sem þarna voru og flýðum með það út um bakdyrnar á leiksviðinu og upp á loft; vild- um ekki að það félli í óvina hend- ur. Héðinn Valdimarsson var að- alforseti þingsins og átti nokkur orðaskipti við kommúnista sem létu öllum illum látum og stukku upp á bekki og borð hrópandi: „Verkalýðssvikarar" o. s. frv. En ekki veit ég gjörla, hvernig fund- inum lyktaði, því að ég hafði nóg með mig og skjölin. Um siðir leystist fundurinn upp og urðu engin frekari fundarnöld þann dag. Þess má ge'a, að í fylkingar- brjósti fyrir óeirðaseggjunum voru Brynjólfur Bjarnason og Hindrik Ottoson, eldheitir Moskvu menn. — Næsta dag var tilkynnt, að Kommúnistaflokkur íslands hefði verið stofnaður. — Togstreitan innan Alþýðu- flckksins hélt áfram lengi eftir ' þeUa segir Jónas Guðmundsson ennfremur, en ég finn að hann vill helzt ekki um það mál ræða. Hann bætir þó við: — Á þessu tímabili var ég rit- stjóri Alþýðublaðsins um skeið. „í leyfi og 'veikindaforföllum'* Finnboga Rúts. Hann þótti held- ur óstöðugur í pólitíkinni, og viss um við aldrei hvorum megin hann var. Stundum var blaðið með því, að Al>ýðuflokkurinn. sameinaðist kommúnistum, stund um lagðist það gegn því. En 1942 var teningunum kastað. Þá var3 ofan á sú stefna, að hafna ekki alveg samvinnu við kommúnista. Þá sagði ég skilið við Alþýðu- flokkinn, mér fannst ég sjá hvert stefndi og er nú komið á daginn. að ég hafði rétt fyrir mér. Ég gleðst ekki yfir því, síður en svo, ég segi miklu fremur: því miður. Við lögðum nú stjórnmálin á hilluna, enda nóg komið af svo góðu, en snerum okkur að öðr- um málum. Jónas för nokkrum orðum um drykkjunneigð sína og sagði að sér væri alveg sama, þó að hann talaði um hana stundar- korn. Hún væri ekkert laúnung- armál. Ég var sjálfur alldrykk- felldur og þekki því drykkjuskap af eigin raun. Hann stafar, að mínum dómi, af of nánu sam- bandi við illar verur, sem vilja jafnvel leiða dauða og óhamingju yfir fórnardýr sín. Drykkjuskap- ur verður ekki læknaður nema með algjörri hugarfarsbreytingu drykkjumannsins sjálfs og er bænalíf langsamlega þýðingar- mesta og áhrifamesta læknis- aðferðin. Þeir, sem þetta hafa gert, hafa langflestir læknazt af óreglu á tiltölulega skömm- um tíma. Ég er sanhfærð- ur um að þetta er rétt hjá mér og gæti sagt yður mörg dæmi því til sönnunar, ef tími væri til. Ég skal aðeins segja yður eitt: Utgerðarmaður nokkur kom til mín fyrir um 10 árum. Hann var búinn að missa allar eigur sínar vegna drykkjuskapar og ekkert beið hans og fjölskyldu hana Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.