Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 12
12 MUKUU /V li I AOlt) r.Iiðvikudagur 11. júní 1958 „Það er rétt. Eg lagði það til að við skyldum bíða þangað til hárgreiðslu madame Cortes væri lokið", sagði skipstjórinn afsak- andi. „Amy frænka sagði mér frá því, að hún hefði komið bréfi til geymslu hjá féhirðinum, þar sem skýrt væri frá því hvernig opna ætti lásinn á peningaskápn- um hennar", sagði Ron. — „Hún hafði fengið þá hugmynd að ég ætti ekki að kunna það á meðan hún væri á lífi. Amy frænka hef- ur vanið sig á það að treysta engum nema sjálfri sér. Og svo hefur hún aldrei haft sérlega mikið álit á mér. Samt held ég að hún hafi nú talsverðar mætur á mér. . . Hver hefur nú bréfið?", spurði hann svo með áhyggju- svip. — „Ef þessi glæpaflokkur hefur klófest það, getum við átt von á hinu versta". „Það er nú þegar búið að stela hinu dýrmæta smaragðasafni, monsieur Cortes", sagði Jean Collet. „Er búið að stela smarögðun- um?" „Já þeim var stolið snemma í dag — í morgun". Við allt það sem á undan hafði gerzt bættist nú þessi nýja vitneskja eins og þruma úr heið- skiru lofti. Skipstjórinn og Ron sátu sem agndofa. — Joan ein lét sér hvergi bregða. Smaragðarnir skiptu hana svo litlu máli, bara ef takast mætti að bjarga lífi madame Cortes. „Þér vissuð hvaða upplýsingar stóðu í bréfinu og að þorpararn- ir myndu að sjálfsögðu notfæra sér þær", hrópaði Ron -— „og samt gerðuð þér ekkert til að fyrirbyggja þjófnaðinn". „Það var ekki nauðsynlegt, því að það er gersamlega ómögu- legt að flytja smaragðana burt úr skipinu. Þeir eru einhvers staðar hérna innanborðs og ég held m.a.s. að ég viti hvar ég get fundið þá. Ég get handtekið manninn sem þjófnaðinn framdi, en hann er aðeins eitt lítið peð í leiknum og það er fyrst og fremst foringinn, sem við verð- um að klófesta". Aftur heyrðist langt og ömur- legt öskur í þokulúðrinum. „Þér hefðuð geíað hindrað til- ræðið við frænku mína", sagði Ron ásakandi. „Ég gat ekki vitað að hún myndi treysta permanent-vél- inni í salnum", svaraði Collet ró- lega. — „Ef mig hefði grunað það, myndi ég hafa aðvarað hana, því að ég vissi að flokkur- inn hefur alltaf haft eins konar umsjón með salnum". „Það er ekki víst að Amy frænka hefði tekið nokkurt tillit til aðvarana yðar", varð Ron að viðurkenna. — „Hún hefur sjálf vitað það, að salurinn var hættu- legur". Skipstjórinn leit á Joan: — Urðuð þér þess nokkuð vör að madame Cortes væri óróleg eða áhyggjufull þegar þér töluðuð við hana í morgun?", spurði hann. „Nei, hún var róieg og elsku- leg í viðmóti, eins og alltaf". Vernier skipstjóri neri hendur sínar með fátkenndum tilburð- um. Þokulúðurinn hélt áfram að öskra, en nú stóð honum á sama um það, því að hann var hvort sem var hættur að hugga um bláa bandið og nýtt hraðamet. Hitt var mikilvægara ef takast mætti að leiða þetta dularfulla Sandgerbingar Morgunblaðið vantar afgreiðslumann í Sandgerði frá 1. júlí n.k. Axel Jónsson, kaupmaður, Sandgerði gefur nánari upplýsingar. Lögreglan í Kópavogi tilkynjiir : Eftirleiðis er sími lögreglunnar í Kópavogi nr. 1 78 64. Er svarað í því númeri allan sólarhringinn. Kópavogsbúar eru hvattir til að geyma auglýsingu mál til lykta áður en skipið kæmi til New York. „Leyfist mér að leggja eina spurningu fyrir mademoiselle Richards?", spurði féhirðirinn og sneri sér að skipstjóranum og þegar sá síðarnefndi kinkaði kolli, hélt hann áfram: „Til hvers áttuð þér að nota pening- ana, sem þér fenguð hjá madame Cortes, mademoiselle Richards?" „Ég átti að kaupa bréf af þjón- inum á mínum gangi. Hann heitir Noilly. Bréfið átti að vera frá Marie Gallon til Lisette systur minnar skrifað sömu nóttina og Marie brann til bana í káetu sinni. Eftir því sem ég hefi komizt næst, þá fannst umslagið í káetu Marie, eftir brunann, en sjálft bréfið var horfið. Noilly þóttist hafa bréfið í fórum sín- um og krafðist 3000 dollara fyrir það. Að mínu áliti voru þetta allt of miklir peningar, en madame Cortes sagði, að ef bréfið inni- héldi þær upplýsingar, sem hún byggist við, þá væri það marg- falt meira virði". „Og hvað stendur svo í þessu bréfi ", spurði skipstjórinn. — „Fenguð þér það?" Joan hristi höfuðið. „Noilly kom ekki með það, og í morgun frétti ég, að hann hefði orðið fyrir slysi. Hann liggur meðvitundarlaus í sjúkrastofu skipsins. Það er sagt að hann hafi fengið mjög alvarlegan heila- hristing". „Ég er sannfaerður um það að Marie Gallon var myrt", sagði Ron. — „Eins og Collet umsjón- armaður sagði áðan, þá hafi ég nú í síðastliðna mánuði verið að reyna að uppgötva hina raun- verulegu dánarorsök hennar. Marie var heiðarleg stúlka en mjög barnaleg og einföld og þess vegna náðu óþokkarnir valdi yfir henna. Þeir vildu nota hana, en hún vildi helzt sleppa úr klón um á þeim. . . Þess vegna varð hún að deyja". „Lisette systir min vissi hvers vegna Marie dó", sagði Joan hik- andi. — „Áður en skipið fór frá Cherbourg, hafði hún séð nokkra hinna seku um borð. Þess vegna læsti hún sig inni í káetunni og flýði í land, eftir að ég var kom- in. Meðan ég var hjá Lisette í káetunni, fékk hún bréf. Nú veit ég að það var frá Charles Mor- elle". „Eruð þér alveg viss um það?", spurði Collet umsjónar- maður og Joan kinkaði kolli. „Ég sá skriftina á umslaginu, en Lisette reif sjálft bréfið í sund ur og fleygði því út um kýraug- að. í gær sá ég monsieur Charles kvitta fyrir simskeyti. ~ Það var sama skriftin og á umslag- inu". „Nefndi systir yðar það nokk- uð, að hún þekkti þennan Char- les Morelle?", spurði Collet. „Lisette hélt því fram að hún þekkti engan starfsmann hár- greiðslustofunnar og ég held að hún hafi sagt satt, en svo kom , bréfið og það hafði aðra sögu að segja. Þess vegna flýði hún í i land". ) Jean Collet dró velktan ' franskan vindlapakka upp úr brjóstvasanum á skyrtunni sinni og kveikti sér í einum. „Systir yðar vissi, að sami þorparaflokkurinn sem ferðaðist með Fleurie í fyrra, var með Rochelle í þessari ferð", sagði hann. — „Þegar hún fékk svo bréfið, vissi hún óðar að líf hehn ar var í bráðri hættu. Þér segið að það hafi verið Charles Mor- elle sem skrifaði bréfið, en að i því er ég bezt veit var hann ekki með Fleurie og ekki heldur neinn annar af starfsmönnum hárgreiðslustofunnar. En þrátt fyrir það var salurinn aðalbæki- stöð flokksins. Þaðan lágu þræð- irnir, en hvert og til hverra?" „Til frú Leishman t.d. Það er ég alveg viss um", sagði Joan. „Frú Leishman er með í samtök unum, en ég held að hún hafi ekki stóru hlutverki að gegna þar. Hún er ein af hjálpar- mönnunum, sem hefði miskunnar laust verið svipt lífi, ef til slíks hefði komið. Ég er ekki einu sinni viss um að hún viti hver „foringinn" er raunverulega". „Getur það verið Charles Mor- elle ", spurði Ron. Umsjónarmaðurinn kinkaði rauðhærða kollinum hægt, en svo yppti hann öxlum. . „Það get ég ekki fullyrt, en hitt er áreiðanlegt, að hann er einn af þeim, sem við verðum að taka fastan, jafnvel þótt ég viti ekki með fullri vissu hvort hann var með Fleurie. Ef ég gæti sannað að svo hefði verið, þá væri allt öðru máli að gegna. Nú vitum við að Charles Morelle skrifaði Lisette þetta bréf. Þau geta hafa kynnzt í París. Þau stunda bæði sama starfið og vel má vera að þau hafi oftar en einu sinni unnið á sama stað. Á Fleurie tortryggði ég alveg sér- staklega einn farþegann, sem kaljaði sig de Savigny greifafrú. Hún var á milli fertugs og fimmtugs, lítil og holdug, en mjög snotur og fín með sig. Seinna komst ég að því, að hún ferðaðist undir fölsku nafni. Ég hefi leitað að henni hérna á Roc- helle, en mér hefur ekki tekizt að finna hana. Þar hefðu myndirnar orðið til mikillar hjálpar". „Hvaða myndir?", spurði skip- stjórinn. „Húsbóndi minn fékk mér um- slag með myndum af tveimur grunsamlegum manneskjum sem höfðu verið með síðustu ferð Fleurie. í lestinni til Cherbourg fann ég það á mér að fylgzt var með ferðum mínum og var hræddur um að á mig yrði ráð- izt. Þorpararnir gátu hafa fengið veður af því að ég hefði þessar myndir og var hræddur við að missa þær. Ég þekkti Lisette frá því í ferðinni með Fleurie og áleit mér óhætt að treysta henni. Ég fékk henni umslagið með myndunum og bað hana að koma þeim út í skipið, svo að enginn vissi". 1) „Slepptu byssunni, ef þú vilt að stúlkan haldi lífi", sagði Eskimóinn. Áður en Stígur fengi svarað opnuðust dyrnar hljóðlega og Markús birtist í þeim. a— 2) „Láttu stúlkuna lausa og slepptu hnífnum", sagði Markús skipandi röddu. — 3) „Ó, Markús, guði sé lof að þú komst loksins", hrópaði Dídí. —¦ 4) „Lokaðu dyrunum", hrópar Stígur, „Ríkarður getur séð þig". — „Hafðu engar áhyggjur af því", sagði Markús, „ég lokaði þá inni í geymslunni eftir að þeir höfðu slökkt eldinn". „Og síðan hafið þér ekki séð þær, þykist ég vita.?" sagði skip- stjórinn. „Nei. Annaðhvort hefur Lis- ette farið með þær í land, eða þær eru geymdar einhvers staðar í káetu mademoiselle Richards". „Ég get fullvissað yður um það, að ég er búin að leita alls staðar í káetunni", sagði Joan en svo þagnaði hún skyndilega, vegna þess að nýrri hugmynd skaut upp í hug hennar. Hún sá fyrir sér stóra plastpokann með mörgu hólfunum, þar sem Lisette geymdi snyrtivörur sín- ar. Hún minntist orða móður sinnar, að svona poki væri tilval- inn felustaður. Að öllum líkind- um hafði hún sagt það sama við Lisette, svo að hún gat hafa falið myndir Collets i pokanum. í honum voru mörg hólf sem Joan hafði ekki opnað. „Má ég skreppa í burtu sem allra snöggvast. — Mig langar að hlaupa niður í káetuna min?", sagði hún við skipstjórann. — „Það er einn staður þar, sem ég á eftir að leita í og svo ætla ég líka að sækja þessa 3000 doll- ara, svo að ég geti skilað þeim aftur". „Farið þér bara, mademoiselle Richards, en reynið bara að verða ekki of lengi". Ron sendi henni uppörvandi bros, um leið og hún fór og í dyrunum mætti hún hjúkrunar- konu, sem sneri sér til Ron: „Monsieur Cortes, læknirinn bið- ur yður að koma tafarlaust". „Er frænka mín. . .", byrjaði Ron og náfölnaði. „Ég get ekkert sagt, monsieur Cortes", svaraði hjúkrunarkonan — „Ég átti bara að biðja yður að koma -— undir eins". Og Ron flýtti sér þegjandi og áhyggjufullur út úr káetunni, á eftir hjúkrunarkonunni. Dyrnar á káetu Joans voru lokaðar, en ekki læstar. Hún gat sjálf hafa gleymt að loka þeim, þegar hún fór út. En það var líka hugsanlegt að þjónninn hefði komið þangað í fjærveru hennar. Hún hugsaði ekki meira um þaS, en teygði hendina inn undir þvottaskálina. Pokinn var á sín- um stað og hún varpaði öndinni af hugarlétti, þegar hún fann til umslagsins með peningunum, í gegnum næfurþunnt efni pokans. SHÍItvarpiö Fastir liðir eins og venjulega. 1.° 50—14.00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 19.30 Tónleikar: (Óperulög plötur). 20.30 Tónleikar frá útvarpinu í Tel-Aviv: „Frá ísrael". 20.50 Hugleiðingar um slysfarir og slysavarnir (Stefán Guðnason læknir á Akureyri). 21. 15 Islenzk tónlist: Lög eftir Frið rik Bjarnason (plötur). 21.35 Kímnisaga vikunnar „Lof lyginn- ar", amerísk saga. (Ævar Kvaran leikari). 22.10 Erindi: Fagurt land, fjöllum lukt Baldur Bjarna son magister). 22.30 Djasslög af segulbandi frá sænska útvarpinu. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 12. júní : Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 20.30 Tónleíkar (plötur): Ballata fyrir píanó og hljómsveit op. 19 eftir Fauré (Kathleen Long og Filharmoníska hljóm- sveitin í Lundúnum leika; Jean Martinon stj.) 20.45 Útvarp frá íþróttaleikvanginum í Laugar- dal: Lýst síðari hálfleik í knatt- spyrnukeppni milli úrvalsliðs af Suðvesturlandi og enska lið'sins Bury.21.40 Hæstaréttarmal (Há- kon Guðmundsson hæstaréttarrit ari). 22.10 Upplestur: Jóhannes Örn Jónsson á Steðja fer með frumortar stökur og kvæði. 22.30 Tónleikar (plötur): Þættir úr ballettinum: „Hefðarfrúin og fíflið" eftir Verdi-Mackerras (Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur; Charles Mac- kerras stj.). 23.05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.