Morgunblaðið - 11.06.1958, Side 13

Morgunblaðið - 11.06.1958, Side 13
Miðviltudagur 11. júní 1958 MORGUHBLAÐIÐ 13 Horfl af brúnni sýni á Akureyri AKUREYRI, 9. júní — Leik- flokkur frá Þjóðleikhúsinu sýndi „Horft af brúnni“ í samkomuhús- inu hér í gærkvöldi. Var hvert sæti skipað og leiknum ákaflega vel tekið. Að sýningu lokinni var leikflokkurinn hylltur og sérstak lega Róbert Arnfinnsson, sem lék aðalhlutverkið. Leikurinn verður sýndur aftur í kvöld, en að því búnu fer leikflokkurinn austur í Þingeyjarsýslu og sýnir á Húsa- vík og Skjólbrekku (félagsheimili Mývetninga). — Leikflokkurinn mun hafa ætlað til Austurlands í sömu ferð, en þar sem ekki er búið að opna Austurlandsveginn er óvist hvort af því getur orðið. í bakaleiðinni munu verða fleiri sýningar hér á Akureyri. Heim- sóknir Þjóðleikhússins eru mestu listviðburðir hér um slóðir. Enn er þurrt hér og kemur ekki dropi úr lofti. f dag er bjart og gott veður, en ekki hlýtt, og gróðri fer mjög hægt fram. —Job. Þrír slasast er bíll velfur í Eyjafirði AKUREYRI, 9. júní. — í gær- kvöldi varð umferðarslys í Eyja- firði er sex manna fólksbifreið valt út af veginum. I bifreiðinni voru þrír menn og slösuðust þeir allir. Slysið varð á 9. tímanum í gær- kvöldi. Bifreiðin var á leið til Akureyrar. Norðan við svonefnda Konuklöpp skammt utan við Kristnes mu* bifreiðarstjórinn hafa ekið yfir hæð, séð bíl koma á móti sér, en þar eð hann hafði nýlega tekið próf og var óvanur akstri, mun honum hafa fatazt stjórn á bifreiðinni og lenti hún út af brekkumegin. Þar stöðvaðist bifreiðin á steini og stórskemmd- ist, m. a. brotnaði stýrishjólið af. Auk bifreiðarstjórans voru í förinni systir hans og unglings- piltur. Meiddust þau öll, en piltur inn me»t, mun hann meðal annars hafa nefbrotnað. Rétt eftir að slysið varð bar þar að bíl, sem var á leið í sömu átt. Tók hann fólkið og ók með það í sjúkrahús, þar sem gert var að meiðslum þess. Er pilturinn, sem mest meiddist enn í sjúkrahúsinu, en systkinin fóru heim eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. 1 dag komu þau þó aftur í sjúkra- húsið til myndatöku. Bifreiðin var sex manna fólks- bifreið, A-246. Var hún fengin að láni til þessarar ferðar. Job. KJÓLAR með tækifærisverði næstu daga. Laugaveg 60 — Sími 19031. Byggingarsamvinnufélag prentara íbúð í II. fl. til sölu (við Nesveg), 3 herbergi, eldhús og bað og stórt herbergi í rishæð með eldunarplássi. Félagsmenn, sem nota vilja forkaupsrétt sinn, gefi sig fram á skrifstofu félagsins, Hagamel 18 fyrir n.k. mánudagskvöld, 16. júní. STJÖRNIN. Til fastagesta Sýningarsalarins! Vinsamlegast gangið við og gerið skil í myndlistar og listiðnaðar- happdrættinu. Aðeins útgefnir 3 þús. miðar, 30 vinningar, 100 kr. miðinn. — Til- valið tækifæri að eignast myndlist og listiðnað fyrir tug þúsund króna, .ef heppnin er með. Dregið 18. júní. Sýning á vinningunum verður opnuð á fimmtu- dag og happdrættismiðar seldir í salnum. Sýningarsalurinn, Hverfisgötu 8—10. „Old English”DRI-BJ|IXE(frb- dræ-bríet> Fljótandi gljávax — Léttir störfin! — , — Er mjög drjúgt! — — Sparar dúkinn! — Inniheldur undraefnið „Silicones”, sem bæði hreinsar, gljáir og sparar — tima, erfiði, dúk og gólf. Fæst alls staðar plastplötur á húsgögn, eldhúsborð, skólaborð, skrifborð, veitingaborð, verzlunardiska. jafnhentugar fyrir rannsóknarstofur og sJúkndMtn og alls staðar þar sem reinlæti og þokki fara wm- an. ★ Forðizt eftirlíkingar, nafnið er á hverri plötu. Dmboðsmenn: G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H.F. Grótagötu Y, sími 2-4250. ^ Formica er skrásett vörumerkl fyrir samsettar plastplötyr framleiddar af Formica Ltd. MÝ 8EIMDIIMG „GILBARCO“ olíubrennarar væntanlegir alveg á næstunni. Þei«* viðskiptavinir vorir, er eiga brennara í pöntun eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu vora. Willv's Station 19SS ! til sölu. Bíllinn er ísérstaklega góðu ástandi. Með framdrifi, j útvarpi og miðstöð. Skipti á 1 góðum 6 -lanan bíl koma til greina. BÍLASALAN Klapparstíg 37 — Sími 1-90-32 íbúðarhús í landi Hallormsstaðar fæst leigt til sumardvalar frá 20. júní nk., til lengri eða skemmri tíma. — Upplýsingar gefur Þórarinn Björnsson, sími 11333, Ítoykjavík, eða húseig- andi, Sigurður Guttormsson, Hallormsstað. Tökum iafnframt á móti pöntunum til afgreiðslu um mánaðarmót ýúlí og ágúst. OLÍUFÉLAGIÐ HF. Sambandshúsinu Sími 24380

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.