Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 14
14 MORGWSBl 4Ð1Ð "*WMTnt<tegur 11, júnf 1958 Sþréttafrétli? Kj(Íct-p'úblafoinA Sundmeistaramótið á Akureyri SUNDMEISTARAMÓT íslands var haldið á Akureyri um sl. helgi. Sá sundráð Akureyrar um mótið og er það mál allra er kynntust að framkvæmdin hafi verið Akureyringum til mikiis sóma. Þetta sundmeistaramót hafði sérstæðan svip. Heiðurs- gestur þess var forseti íslands As geir Ásegirsson og forsetafrúin. Ávarpaði forsetinn mótsgesti með góðri og fróðlegri ræðu, þar sem hann minntist frumkvöðla sun.d- íþróttarinnar og sundkennslu hér á land og einkum þó Páls Erl- ingssonar. Afhenti forsetinn Sundsambandinu að gjöf fagran bikar sem bera skyldi nafnið „Pálsbikarinn" og veitast þeim sundmanni eða sundkonu er bezt afrek ynni á Sundmeistara xnótinu ár hvert samkvæmt stiga öflu Sundsambandsins. Þetta verða því æðstu verðlaun sem sundmenn keppa að og gleðilegt að þau skulu tengd nafni þess manns er fyrsta og stærsta Grett- istakinu lyfti varðandi sund- mennt þjóðarinnar. Erlingur Pálsson, sonur Páls Erlingssonar, þakkaði gjöfina í nafni Sundsambandsins. Allt þetta ásamt góðri fram- kvæmd setti sinn svip á mótið á Akureyri og gerði það ógleyman- leg þeim er viðstaddir voru. Þar við bættist góður árangur surid- manna. Þeir settu 2 met á mótinu og hið þriðja var sett i auka- keppni eftir mótið. • Bezta afrek mótsins samkv. stigatöflu vann Águsta Þorsteins- dóttir Á. Synti hún 100 m skrið- sund á 1:08,1 mín er gefur 868 sig. Einar Krístinsson Á vann annað bezta afrek mótsins í 400 m bringusundi, synti á 6:00,9. Hefur aðeins Sigurður Þingey- ingur betur gert í þeirri grein. Gefur það afrek 858,5 stig. Þriðja bezta afrek vann Pétur Kristjáns- son er synti 100 m skriðsund á 59,7 sek. er gefur 858 stig. Eru því afrekin jöfn og góð og fleiri fylgja fast á eftir þessum. En allra manna mál er að skemmti- legt og verðskuldað hafi verið að Ágústa Þorsteinsdóttir varð fyrst til að vinna „Pálsbikarinn". Gef- ur það konum fordæmi um að leggja meíri stund og almennari TIL LEIGU tvær 2ja herb. íbúðir í góðum kjallara eða 5 herb. og eldhús. Önnur laus strax, hin í ágúst. Tilboð merkt: „Fyrirframgreiðsla — 6116" sendist blaðinu fyrir laugardag. Sfúlka óskast til skrifstofustarfa. Bókhalds- og vélritunarkunn- átta nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og aldur leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Skrifstofustörf — 6129" fyrir laugardag 14. þ.m. Til sölu Tvær 2ja herb. íbúðir í sama húsi í Vesturbænum 1 herb. í risi fylgir hvorri íbúð. Sér hitaveita fyrir hvora íbúð. FASTEIGNA OG LÖGFRÆÖISKRIFSTOFAN Hafnarstræti 8 — Sími 19729. Svarað á kvöldin í síma 15054. ATVINNA Ungur reglusamur maður óskast til starfa í verk- smiðjunni. Fyrirspumum ekki svarað í síma. H.F. HREIIMN Barónsstíg 2. TIL SOLU Tii sölu í sama húsi 3ja og 6 herbergja íbúð. Ibúðir þessar eru í steinhúsi á hitaveitusvæði. Lausar fljótlega. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400. á sund, en sund er ekki síður í- þrótt kvenna en karla, ungra sem gamalla, „íþrótt íþróttanna" eins og Páll Erlingsson orðaði það. Metin á mótinu setti Pétur Kristjánsson í 200 m skriðsundi karla (synti 1. sprett í 4x200 m boðsundi) á 2:18,4 mín. Eldra metið átti Guðm. Gíslason ÍR og var það 2:18,5 mín. Boðsundsveit Rvíkur (Helga Haraldsdóttir KR, Hrafnhildur Guðmundsdóttir lR og Ágústa Á) setti met í þrísundi kvenna 50 m 1:50,5 mín. Þriðja metið setti Helga Haraldsdóttir í aukagrein 200 m baksundi kvenna á 2:57,3 — átti sjálf það eldra 3:02,2. Árangur varð góður í ýmsum öðrum greinum s.s. í 100 m skriðsundi karla og 200 m bringusundi karla. Pétur Krist- jánsson varð fjórfaldur meistari og sá sundmannanna sem mest kom á óvart og sýndi að hann hef- ur ekki sagt sitt síðasta orð ennþá í sundíþróttinni. Reykvíkingar unnu öll meistarastigin nema í 200 m bringusundi, þar sem Sig. Sigurðsson frá Akranesi vann. Árangur í einstökum greinum. 100 in .kriðsund karla: Islm.: Pétur Kristjánsson Á 59,7 sek. 2. Guðm. Gíslason ÍR 60,3 sek. 400 m bringusund karla : Islm.: Einar Kristinsson Á 6:00,9 mín. 2. Sig Sigurðsson ÍA 6:12,3. 100 m ba'ksund kvenna: Islm.: Helga Haraldsdóttir KR 1:2Í,5. 2. Vigdís Sigurðardóttir Á 1:37,1. 200 111 bringusund kvenna. Islm.: Hrafnhildur Guðmundsd. lR 3:13,4. 2. Sigrún Sigurðardóttr- SH 3:16,6. 4x100 m fjórsund karla: A-sveit Reykjavíkur 4:49,6. 2. B-sveit Reykjavíkur 5:40,6. 100 m flugsund karlt: Pétur Kristjánsson Á 1:12,3. 2. Guðm. Gíslason ÍR 1:14,8 mín. Forseti íslands, hr. Asgeir Asgeirsson, afhendir Agiistu Þor- steinsdóttur „Pálsbikarinn" fyrir bezta afrek mótsins. 400 m skrið'sund karla: Helgi Sigurðsson Æ 5:00,3. 2. Björn Þórisson SRA 5:40,3. 100 m skriðsund kvenna: Ágústa Þorsteinsdóttii Á 1:08,1. 2. Erla Hólmsteinsdóttir SRA 1:21,9. 100 m baksund karla: Guðm Gíslason ÍR 1:11,8 mín. 2. Jón Helgason lA 1:15,2. 200 m oringusund karla: Sig. Sigurðsson ÍA 2:53,3 mín. 2. Ein- ar Kristinsson Á 2:54,7. 3x50 m þrísund 'kvenna: A-sveit Rvíkur 1:50,5 MET. 2. A-sveit SH 2:06,8. 4x200 m skriðsund karla. A-sveit Rvíkur 9:z3,2. 2. B-sveit Rvíkur 11:41,3. Á gveimu- unglinga má líta sem meistaramót ungiinga. Úrslit þar urðu: 100 m skriðs. drengja: Er- lingur Georgsson SH 1:07,2. 2. Hörður Finnsson iBK. 1:07,9. 50 m bringusund telpna: Sigrún Sig- urðardóttir SH 43,0 sek. 100 m bringusunu drengja Höiður Finnsson iBK 1:22,2 mín. 2. Sæ- mundur Sigurðsson IR 1:24,9. 50 m skriðsund telpna: Ágústa Þor- steinsdóttir Á 31,0 sek. 2. Hrafn- hildur Guðmundsdóttir IR 33,7. ;*»W»MCC**¥Sgír^ít(ÍiÍÍ?^,^,^->>0!??; Séð yiir hina glæsilegu sundlaug Akureyringa hafa verið yfir 1000 áhorfendur. veðurblíðunni fyrri mótsdaginn. — Þá munu Tilraunalandslið mœtir Bury í Laugardal FIMMTI og síðasti leikur Bury 1 dal. Hefst leikurinn kl. 20.00. — verður annað kvöld og fer hann Leika Englendingarnir þá gegn fram á leikvanginum í Laugar-1 úrvalsliði Suðvesturlands og MATSVEIN vantar strax á 80 tonna hringnótabát. Uppl. í síma 24961 eftir kl. 7 í kvöld. hefur landsliðsnefnd þegar valið liðið. Suð'vesturland: Heimir Guðjónsson ikií), Hreiðar Ársælsson (KR), Jón Leósson (ÍA), Sveinn Teitsson (tA), Hörður Felixson (KR), Halldór Halldórsson (Val), Grét- ar Sigurðsson (Fram), Ríkharð- ur Jónsson (lA), Þórður Þórðar- son (fA), Guðmundur Óskarsson (Fram) og Ellert Schram (KR). Bury FC: MacLaren, Howcroft, Conroy, Turner, MacGrath, Atherton, Munro, Watson, Darbyshire, Parker og Mercer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.