Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 11. júni 1958 MORCUIVBL AÐtb 15 — í fáum orðum sagt Framh. af bls. 9 nema eyðimerkurganga. Hann hafði margoft reynt að hætta að drekka, en ekki tekizt. Kunningi hans benti honum á að tala við mig. Hann kom heim til mín og ég sagði honum þá skoðun mína, að drykkjuskap- urinn byggðist á sambandi við illar verur og eina leiðin til að lækna hann væri sú, að snúa sér til Jesús í einlægni og biðja um hjálp. Maður gæti svo gert ýmis- legt til að styrkja viljakraft sinn, en bænin væri aðalatriðið. Við báðum svo sameiginlega um hjálp, þessum manni til handa. Síðan fékk ég honum reglur sem ég sagði að hann skyldi fylgja næstu þrjár vikurnar og skyldi ég svo heimsækja hann að þeim tíma liðnum. I>essi maður hefur aldrei bragðað áfengi síðan og er nú efnaður maður hér á Suð- urlandi. Ég gæti sagt yður fjölda dæma, en þetta verður að nægja. Ég gerði sjálfur margar tilraun- ir til að hætta að drekka og hef ég skýrt frá sálarástandi mínu um það leyti í litlum pésa, sem heitir: „Leyndardómur of- drykkjunnar“. Sá sem fyrstur benti mér á sambapdið við hina illu anda, var Þórður Sveinsson læknir. Mig langar aðeins til að segja yður frá því: í niðurlæg- ingu minni hugkvæmdist mér einn dag að fara til Þórðar Sveinssonar læknis og leita ráða hjá honum. Þegar ég kom til Þorðar, sat hann í stól sínum og hlustaði á útvarp. Hann bauð mér sæti við endann á skrifborð- inu og við tókum tal saman. Ég sagði honum, að ég væri til hans kominn sökum þess, að ég væri orðinn of drykkfelldur og vildi gera enn eina tilraun til að losna undan þeirri ástríðu. Þórður vék eitthvað að því, að ég mundi vera „næmur“, en ég vissi varla þá, við hvað væri átt með því. Svo snýr hann sér að mér og segir: „Vitið þér af hverju menn drekka?“ Mér varð ógreitt um svar, en mun hafa sagt, að það mundu sjálfsagt liggja til þess margar orsakir og misjafnar. „Nei, það er aðeins ein höfuð- ástæða til drykkjuskapar manna og það er of náið samband við lágar verur, sem eru á sveimi hér á jörðinni og ná með einhverjum hætti sambandi við næmgeðja menn“. „Nú, hann er þá svona. — Ég mátti svo sem vita það, að ekki væri til mikils að fara til þessa uppgjafalæknis, þegar yngri læknar gátu ekki hjálpað", hugsaði ég, en upphátt sagði ég fátt eða ekkert. Ég var al inn upp við þá hugsun, að svokall- aðir „yfirnáttúrulegir“ hlutir og trú á anda eða ósýnilegar verur, væri hindurvitni og hégómi. En Þórður hé’. áfram: „Þessar verur ná því betra sam bandi við mann, því óhreinni sem líkaminn er og því meira sem hann er sýktur af tóbaksr.autn, vín- nautn eða öðru slíku. Þess vegna er fyrsta stigið að hreinsa líkam- ann og það verður bezt gert með heitum böðum". Þetta þótti mér ekki svo fráleitt og tjáði hon- um, að mér væri Ijúft að reyna þess konar böð sem hann fyrir- skipaði. Þetta var fyrsta soorið, sem ég steig til að losna við drykkjuhneigðina. Ég átti oft tal v.J Þórð Sveinsson eftir þetta og reyndist ann mér alltaf hin mesta hjálparhella. Hef ég sann- færzt um, að hann hafði rétt fyr- ir sér i öllum greinum. Ég komst að þvi siðar með aðstoð skyggnr- ar konu að sá sem hafði einna verst áhrif á mig af framliðnum verum, var maður nokkur sem dó með þeim hætti að hann féll út um glugga á húsi hér í Rvík ár - ið 1920. Var hann oft í skrifstofu minni og hafði hin verstu áhrif á mig. Annars skulum við sleppa þessu. Ég get fagnað því nú á sex- tugsafmæli mínu, að íg hef unn- ið bug á drykkjuhneigð minni, það er aðalatriðið. Það er kannske stærsti sigur sem ég hef -mnið. En ef þér ’ iljið, get ég að lokum minnzt nokkrum orðum á Dag- renningu. Áhugi minn á Biblíunni ! og pýramídafræðum hófst, þegar ég var á Norðfirði 1937. Þá í kynntist ég dálitlum enskum pésa, (eftir Adam Rrtherford, sem heit- ir „Hin mikla arfleifð íslands". Þar voru sagðir ýmsir undarlegir ' hlutir um ísland, sem síðar komu fram, eins og t.d. þao, að landið yrði sjálfstætt ríki 1941, en eng- r inn hafð' búizt við, að það yrði • fyrr en 1944. Fór svo, að ég tók að kynna r-iér þessa hluti og lagði sérstaka stund á Biblíuna. Leitaði j ég að rökum fyrir kenningum i Rutherfords cg við það efldist trú ; mín mjög. Það getur enginn orð- ið annað en trúaður, sem les spá- dóma Biblíunnar, nema kannske I prestarnir. Ég veit það ekki. En j eitt veit ég. spádimar Biblíunnar i eru guðs orð. Þegar ég hóf pess- ar athuganir mínar, sp rrði ég j sjálfan mig þessarar grundvatiar- spurningar: Er Bibhan guðs orð eða er hún mannaverk? Ég þykist hafa komizt að raun um, að hún er guðs rð, og á því hef ég byggt lífsskoðanir mínar og kenningar. Við það hef ég öðlazt meiri s’.iln- ing á ýmsum hlutum en ég hafði áður. Pýramídafræðin er ný vis- indagrein, óskyld Biblíunni að öðru leyti en því, að spádómar þeir, sem í Biblíunni finnast á mættu máti, eru ritaðar í Keops- pýramída með stærðfræðilegu táknmáli. I að er allt og sumt. Til- gangurinn með þessu grúski mínu er sá að bæta fólkið, hjálpa því til að öðtast trú á æðri mátt og eignast nýjan titgang með ’í"i sínu. Ég vil breyta mönnum eins og ég hef sjálfur breyczt. Ég hef öðlazt hamingju og rósemi hug- ans í þessari leit minni og hví þá ekki að láta aðra njóta góðs af því? — Þetta er mikið stökk frá umfangsmikitli stjórnmáiastarf- semi og afskiptum af opinberu lífi. — Nei, ekki svo mjög, mér finnst þetta þvert á móti vera framhald af pólitíkinni. Að vísu varð ég á sínum tíma að gera upp á milli þess að vera „fínn opinber itarfsmaður" eða „ófinn pýramídaspámaður“. Ég valdi hið siðarnefnda. Það var að minnsta kosti ekki eins sálardrepandi! Nú, mér finnst líka að ég hafi öðlazt nýtt viðhorf, en gömlu félagarnir dagað uppi; enn eru þeir að rífast um efnahagsmálin í útvarpinu á sama hátt og við gerðum fyrir 20 árum. — M. Hafnarfjörður Stúlka sem er góð í skrifstofureikning óskast til afgreiðslu í brauðbúð. Uppl. í síma 50263. SMURT BRAUÐ Snittur og matpakkar allan daginn Matbarinn Lækjargötu 6 Sími 10340 ÚTBOÐ Tilboð óskast í girðingu. Undirbygging, steyptur garður, stöplar, timburgrindverk. Lengd girðingar um hálfur kílómeter. Lýsing ásamt uppdráttum sækist til Jóhannesar Kristánssonar, skrifstofu Rafmagnsveitu Reykja- víkur, Tjarnargötu 12. Skilatrygging, kr. 50.00. Sfaða hókara við embætti mitt er laus til umsóknar. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu minni á Reykjavíkurflugvelli fyrir 1. júlí n.k. Laun samkvæmt launalögum. Reykjavík, 9. júní 1958 Flugmálastjórinn Agnar Kofoed-Hansen. Vörubíll til sölu sem nýr Chevrolet vörubíll, smíðaár 1953, keyrður 40 þús. km. Skipti koma til greina. Hagkvæmt verð. Uppl. í síma 50989 eftir kl. 7 á kvöldin. TILKYNNING Af gefnu tilefni skal tekið fram, að skipverjum á skipum vorum er stranglega bannað að taka að sér flutning vörusendinga utan farmskrár og fram hjá hinni almennu póstþjónustu nema sérstök heimild útgerðarstjórnarinnar sé veitt. Skipaútgerð ríkisins Kærar þakkir til ykkar allra sem sýndu mér vinsemd 29. maí. Ölína Pálsdóttir, Vesturgötu 23, Hafnarfirði. Mínar hjartans þakkir flyt ég börnum mínum, tengda- börnum og barnabörnum og öðrum vinum ogkunningjum, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaskeytum á 70 ára afmæli mínu 4. þ.m. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. ^ Guð blessi ykkur öll. Lifið heil. | Kristín Tómasdóttir, Hafsteini Stokkeyri. Affgreiðslumaður óskast strax. Uppl. milli kl. 6—7 í kvöld (ekki í síma). Verzl. VÍSIR hf., Laugaveg 1. Plymouth Plymoutm Belwegere ’55, 4ra dyra, keyrður 7 þús. km. til sýnis og sölu hjá Barðanum h.f., Skúlagötu 40. Tilboð óskast. Móðir okkar GUÐRCN asmundsdóttir frá Gunnarshólma Eyrarbakka, andaðist þann 10. júní að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Börn hinnar látnu. Útför GUNNLAUGS HILDIBRANDSSONAR frá Hafnarfirði, verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudag kl. 1,30. Rögnvaldur R. Gunnlaugsson. MAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hvanneyri andaðist í Elliheimilinu Grund 8. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. kl. 10,30. At- höfninni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Guðmundur Jónsson, Hvanneyri. Sonur minn og bróðir okkar JÓHANN SAMÚELSSON sem lézt 6.þ.m. verður jarðsunginn fimmtudaginn 12. júní kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju. Arndís Árnadóttir, Guðrún Samúelsdóttir, Ingvi Samúelsson, Þórunn Samúelsdóttir, Guðmundur Samúelsson. Kveðjuathöfn í minningu PETRU GUÐMUNDSDÖTTUR ljósmóður frá Tungu í Nauteyrarhreppi, sem andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði, 6. þ.m., fer fram í Hallgrímskirkju 12. þ.m. kl. 2 e.h. Jarðsett verður að Melgraseyri við ísafjarðardjúp. Fyrir hönd aðstandenda. Ásgeir Höskuldsson. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum nær og fjær fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för eiginmanns míns og föður, sonar og bróður RAGNARS PÉTURS BJARNASONAR Austurveg 65, Selfossi. Einnig innilegustu þakkir til þeirra sem heimsóttu hann í veikindum hans, og þeirra sem líknuðu honum og hjúkr- uðu og réttu honum hjálparhönd á einhvern hátt. Harrín Elsa Jónsdóttir og hörn, Þórhildur Hannesdóttir og börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.