Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 6
e MORGVNBL'ABIÐ Föstudagur 27. júní 1958 Pétur Jakobsson m memonam ÞÓTT ég sé duft eitt og aska ætla ég að leyfa mér að skrifa um hinn stórgáfaða vin minn Pétut Jakobsson, fasteignasala og skáld. Hann var fæddur í Grundar- koti í Vatnsdal 11. apríl 1886 Hann lauk búfræðiprófi frá Hól- um 1907 og kennaraprófi við Kennaraskóla íslands 1912 og ma geta þess, að hann var fyrsti kennari hins kraftmikla nóbels verðlaunarithöfundar Halldórs inu. Hann var óvenjukærleiks- ríkur maður og stórbrotinn and- ans maður. Kvæntur var Pétur frú Sól- veigu Pálsdóttur, vænni konu og gjörvilegri; sem var stoð hans og stytta til dauðadags, enda er það kunnara, en frá þurfi að segja, að góð kona er gulli betri. Og að síðustu: —- Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt. Stefán Þórir Guðmundsson. Bekslur Utgerðarfélags Akureyr- inga með sama sniði og áður Bœrinn ábyrgist skuldbindingar félagsins AKUREYRI, 23. júní — Að undanförnu hafa verið miklar umræður um framtíðarrekstur Útgerðarfélags Akureyringa hf. I tilefni þessa gerði bæjarráð Ak ureyrar eftirfarandi samþykkt sl. laugardag: Bldmleg storfsemi Sölutækni Kiljans Laxness, enda tel ég af kynnum mínum við Pétur að það hafi verið á við beztu háskóla- göngu, að starfa með honum. Hann var tvíefldur í ríki and- ans og leikur það eigi á tveim tungum að hann var mjög vel að íér í skáldskap og heimspeki og ekki hvað sízt í því, sem hann starfaði aðallega að í lífinu er hann rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík 1922 til 1937 og fast- eignasölu til dauðadags. Þá rak hann óg barnaskóla í Reykjavík 1918 til 1922. I sambandi við hin mörgu rit- verk, sem liggja eftir hann má geta þess, að hinn kunni hithöf- undur Kristmann Guðmundsson hefur sagt í ritdómi um eina af ljóðabókum Péturs Jakobssonar. að hann teldi hann hagyrtasta mann á íslandi. En eftir Pétur liggja margar ljóðabækur og á hann. þakkir skilið fyrir rímur er hann orti meðal annars und- ir hástuðlaðri hringhendu. Þá liggja og eftir hann bækur '. óbundnu máli. Þar var eins og ávallt hugsunin hrein og sterk því hann var bæði skotfimur og markviss, og þorði að segja mein ingu sína, enda gnæfði hann yfir á ritvellinum eins og fjallið gnæfir yfir sléttuna. 1 daglegum störfum var hann óvenjulega dugandi, með því er ég eigi að halda því fram, aö hann hafi getað gert steína a^ brauði, en eitt er víst að hann tapaði aldrei lífsins tafli. Það má að vísu deila um yrkisefni þau er hann tók sér fyrir hendur og var ég eigi ævinlega á sama máii, •n eitt er víst, að þótt hann haf í viljað aðskilnað rikis og kirkju, þá vakir Jesus hominum salvatoi yfir hreinleik sálar hans og ekki hvað sízt sökum þess, að hann var óvenjugóður maður og sann- ast á honum það sem þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskóg! orti: „Engan veit eg betri bróð ur". Ég er illa svikinn ef kvæði. sem Pétur orli eins og t. d. „Við sólarlag" eiga ekki eítir að lifa hjá þjóðinni. Hann var sannur bindindís- maður, enda þótt við góðtempl- arar ættum ekki því láni að íagna að hafa hann innan okkar vébanda. Hann var enginn fiysjungur I málum þeim er hann tók að séí og má með sanni segja, að hverju því máli, er hann tók að sér hafi hann komið heilu í höfn. í Biblíunni segir: „Keppið eftir kærleikanum. Sækist eftir anda- gáfunum". Þessu hvoru tveggja reyndi Pétur að keppa að í líf Sigurgeir Sigurjónsson haestaréttarlögmaftur Aðaistræti 8. — Sími 11043 AÐALFUNDUR félagsins Sölu- taekni var haldinn fyrir skömmu. A dagskrá fundarins voru venju- leg aðalfundarstörf, en auk þess flutti Sigurgeir Sigurjónsson, hrl. mjog fróðlegt og skemmtilegt erindi um vörumerki. Starfsemi félagsins hefur verið með miklum blóma síðastliðið starfsár. Félagsmenn eru nú 147 talsins og þar af eru 69 fyrir- tæki. Á fundinum var stjórn félagsins öíl endurkosin, én hana skipa: Sigurður Magnússon for- maður, Þorvarður Jón Júlíusson yaraformaður, Guðmundur H. Garðarsson ritari, Jón Arnþórs- son, Árni Garðar Kristinsson, Ás- geir Júlíusson og Sveinbjörn Árnason. Framkvæmdastjóri fé- lagsins er Gisli Einarsson, við- skiptafræðingur. Aðalviðfangsefni félagsins á síðasta starfsári var 9 víkna nám- skeið fyrir afgreiðslu- og sölu- fólk smásÖluverzlana. Þátttak- endúr voru alls 48 og voru þeir allir starfahdi i smásöluverzlun- um. Starfstími þeirra var allt frá '% ári upp í 31 ár. Stjórnendur námskeiðsins voru verzlimarráðu nautaínir Hans B. Nielsen frá Noregi og Gísli Einarsson. En auk þeirra önnuðust kennslu verzl- unarráðunautarnir Valdimar Ólafsson og Kristinn Ketilsson og auk þess f jölmargír kaupmenn og sérfræðingar i ýmsum grein- um. Námskeiðið þótti takast mjög vel og í ráði .er að halda sams konar namskeið næsta vetur. Þá tók félagið að sér að skipu- leggja fyrir Mjólkursamsöluna námskeið fyrir afgreiðslustúlkur mjólkurbúða, og voru þátttak- endur samtals 148. Haldnir voru fyrirlestiar um afgreiðslustarfið og mjólkurafurðir. Þá var stúlk- unum sýnd Mjólkurstöðin og sagt frá þeirri starfsemi fyrirtækisins, sem þær hafa litla aðstöðu til að kynnast í daglegum störfum sín- um. Var því hér um eins konar kynníngarstarfsemi að ræða. Þetta er eitt fyrsta námskeið sinn ar tegundar, sem haldið hefur verið hér. Sérstök auglýsinganefnd hefur verið starfandi á vegum félagsins að undanförnu og hefur hún haft með höndum að athuga tilhögun útvarpsauglýsinga hér og gera samanburð við önnur lönd. Nefnd ín hefur ekki enn skilað endan- legum niðurstöðum, en einn nefndarmanna Ásgeir Júlíusson gaf skýrslu um störf nefndarinn- ar á aðalfundinum. Eins og kunnugt er, er félagið Sölutækni aðili að Sambandi norrænu sölutæknifélaganna (Nordisk Salgs- og Reklamefor- bund) og eru meðlimir samtak- anna yfir 13 þús. Sölutækni er mikill styrkur af að hafa náið samstarf við þessi samtök, enda hafa þau stutt félagið mjög síð- an það var stofnað fyrir tveim árum. Nú standa vonir til að hald inn verði stjórnarfundur Sam- bands norrænu sölutæknifélag- anna hér í Reykjavík. vorið 1960 og mundi slíkur fundur tengja Sölutækni enn nánar þessum horrænu samtökum. Stjórn Sólutækni hyggst auka fræðslu- og leiðbeiningarstarf- semina á þessu starfsári. Að vísu háir þröngur fjárhagur nokkuð í þessu efni, en með góðu samstarfi við félagsmenn og með velvilja annarra stuðningsmanna ætti þetta að verða kleift. Þegar er hafin athugun á því að halda nám skeið fyrir skrifstofufólk og þá einkum höfð í huga þjálfun einka ritara. Ýmislegt annað hef ur stjórnin á prjónunum, en of snemmt er að skýra frá því, þar sem það er ennþá á undirúnings- stigi. „Þar sem bæjarráð telur að fullnægt verði þeim skilyrðum sem sett voru fyrir aðstoð Akur- eyrarkaupstaðar við Ú. A. hf. í bæjarstjórnarsamþykkt þann 20 maí sl. leggur bæjarráð til að orðið verði við tilmælum útgerð- arfélagsins um að Akureyrar- kaupstaður ábyrgist allt að R millj. króna lán til 20 ára sem félagið tekur hjá Landsbanka Is- lands og ennfremur að bærinn ábyrgist greiðslu á skuldabréfum sem félagið gefur út til skuld- heimtumanna sinna fyrir allt að kr. 5 millj. með 7% vöxtum og greiðist bréfin upp s næstu 10 árum með jöfnum árlegum af- borgunum. Leggur bæjarráð til að bæjarstjóra verði gefið umboð til að undirrita ábyrgðarskjöl * samræmi við framanritað og enn fremur til að undirrita lánsskjöl vegna atvinnubótaláns hjá ríkis- sjóði að fjárhæð allt að kr. % millj. og ábyrgð eða lán úr at- vinnuleysistryggingarsjóði allt að kr. 1 millj. Þá verði rekstur út- gerðarfélagsins framvegis þar til öðru vísi verður ákveðið með ábyrgð bæjarins eins og verið hefur undanfarna mánuði". — vig. > KVIKMY NDIR * •,Lífið kallar" HAFNARFJARÐAR Bíó sýnir um þessar mundir þessa sænsku kvikmynd, sem hlotið hefur mikla aðsókn á Norðurlöndum, enda þótt sumum finnist boðskap ur hennar nokkuð vafasamur og gæta þar fullmikils frjálslyndis hvað viðkemur kynferðismálum æskunnar. — Fjallar my.idin um ungan mann og unga stúlku, sem kynnast af tilviljuh í sænskum smábæ og njóta þar stuttrar sam veru við ástaratlot og glaðan leik í sól og sumardýrð sænskrar nátt úru. — Ungi maðurinn verður ástfanginn af hinni fríðu lags- konu sinni, en hún vill þó eigi bindast honum, heldur njóta hans í frjálsum ástum. — Skilja þann- ig leiðir þeirra. Hann fær atvinnu í Norrland við stíflugerð, vinnur þar mikið björgunaraírek og fær af þeim ástæðum góða st'iðu í Osló við útibú fyrirtækisins, sem hann vinnur hjá. — Á leiðinni til Noregs dvelst hann nokkra daga í Stokkhólmi og þar httir hann aftur hina ungu vinkonu sina og verða með þeim .nitdir fagnaðar- fundir. Þar eiga þau aftur ljúfar samverustundir, en hann gerir ekkert til þess að fá hana til að lofast sér. — Verða það ungu stúlkunni sár vonbrigði, því að þrátt fyrir allar kenningar henn- ar um „frjálsar ástir" — finnur hún nú að hún eiskar þennan vm sinn. — En sögulokin verða hér ekki sögð. Ýmsum hefur fundizt mynd þessi ærið djörf, — en enda þótt hún fjalli um æskuástir og ástríð- ur æskufólks af meiri bersögli og raunsæi en almennt gerist. er ekkert það í myndinni, að mínu viti, sem ástæða er til að hneyksl ast á. Þvert á móti finnst mér þ.ar margt fallegt og það sjónar- mið sem þar kemur fram að mörgu leyti heilbrigt þó að því verði ekki neitað að hin gamia rómantík milli kynjanna bjó yfir meiri fegurð og yndisleik. — En tímarnir breytast og mennirnir með. Það er lögmál, sem ekki verður ha^gað. Myndin er ailskemmtileg og þau Margit Carlqvist og Lar» Nordrum, er leika ungu stúlk- una. Liss, og vin nennar, Klaus, eru myndarleg og fríð bæði tvö og fara vel með hlutverk sín. Þá er og prýðisgóður leikur Ed- vin Adolphsons í hlutverki rit- höfundarins. Attila" sfcrifar ur daglega lífínu Járnsmiðurinn og ttm- hverfi. HÖGGMYNDUM hefur verið komið upp á ýmsum stöðum í Reykjavík á síðustu árum og er það vel. Nú mjög nýlega var t d, tekin ákvörðun um að setja mynd Ásmundar Sveinssonar af þvottakonunni upp við þvottd- laugarnar. Meðal annarra högg- mynda, sem nýlega hafa verið settar upp, er járnsmiðsmynd sama listamanns, og er hún á grasgeiranum neðan við Leifsgötuna skammt frá Mikla torgi. Borgari nokkur bið- ur um, að vakin sé athyg-i á því, að stallurinn undir myndiam sé ópússaður. Þurfi að bæta þar um. Einnig segir hann, að eitt- hvað þyrfti að gera til að stugga krökkum af grasblettinum, sem styttan stendur á, áður en hann verður að svaði „Súr hvalur e»a reyktur? JLeioréUing. HÁTTVIRTUR Veivakandi: Út af skrifum „Öldungs", i dálkum yðar þann 21. þ. m. og áður um súrsaðan hvai, viljum við taka eftirfarandi fram: Undanfarin 9 ár hefur Kjöt & Rengi hf., framleitt megnið af þeim súrsaða hval, sem verið hef ur á markaðnum. Strax í byrjun var lögð áherzia á, að framleiðslan yrði sem fuil- komnust enda hefur salan aukizt ár frá ári. , . Við létum smiða sérstök eikar- ker tií þess að súrsa hvalrengið í. Auk þess sérstakt geymsluker fyrir mjólkursýruna til að gera hana hæfa til súrsunar a hval- renginu, þvi ný mjóikursýxa kemur ekki að gagni. þar sem rengið vill fúlna í henni. Mjólkursýruna hötðum við, gegnum árin, keypt af Mjólkur- búi Flóamanna. Selfossi og er árleg noktun ca. iOO tonn. Súrsun hvalsins tekur 8—10 vikui og er tvískipt um mjólkursýruna á því tímabili og í þriðja skipuo þegar hvalurinn er sendur til neyt- enda. Súrsaða rengið er afgreitt frá verksmiðjunni í tuiinum eða kútum, sem taka frá 8 upp í 100 kg. Auk þess hefur bað verið fá- anlegt í glerkrukkum sein inni- halda 2%—3 kg. Við áiítum að blikkdósir eða önnur máimílát séu ónothæf. Hefði því verið inn- anhandar fyrir „Öldunginn" að leita sér- upplýsinga um þetta i stað þess að koma með órök- studdar dylgjur í grein sinm Okkur vitanlega er enginn dósa hvalur seldur hér á landi, að minnsta kosti ekki fram til þessa. Fyrir ári síðan gerðum við tilraun með að senda súrsaðan hval í dósum til Danmerkii Á þeim 10 dögum, sem liðu, þar til móttakandi fékk þær í hendur, var innihaldið orðið skemmt. Ösoðið hvalrengi, nýtt, saltað og fryst, og auk þess soðið, er fáanlegt hjá KJÖT & RENGl allt árið. Er okkur því sérstök ánægja að verða við óskum „Öldungsins" í því efni, hvort sem um hrátt, soðið, saltað eða hraðfryst hvai- rengi er að ræða. Gefst honum þá samtímis tækifæri ti) að fá það reykt í reykhúsum bæjanns. Hvað reyktu hvalrengi viðvík- ur. höfum við þá reynslu, að vegna þess hve fituríkt það er; þolir það 'mjög takmark^ða geymslu og því varhugaver' að fara út í þá vinnsluaðferð enda aldrei verið um eftirspurn að ræða. Aftur á móti er eftirspurn á nýju hvaikjöti bað mikil að við getum hvergi nærri fullnægt henni, enda aðeins úrvalskjöt af ungum hvölum sett á mark- aðinn. Virðingarfyllst, NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN ORA-KJÖT & RENGI H.F.". // BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir nú þessa ítölsku mynd, sem tek» in er í litum. — Fjallar myndin um Attila Húnakonung, hinn víð- fræga herkonung, sem á 5. öld e. Kr. kom aust^n úr Asíu og óð yfir meginhiuta Evrópu með trylltan her sinn og varð frægur af sigurvinningum sínum og grimmd sinni og „vandalisma". — Hvar sem hann hefur farið um hefur hann eytt héruð og borgir — og nú stendur fyrir dyrum að hann ráðist á Róma- borg og taki hana herskildi. — Keisari Rómverja er unglingur, geggjaður og huglaus, og alger- lega á valdi móður sinnar, sem ann þessum syni sínum heitt en hatar dóttur sína. — Fara nú fram friðarumleitanir við Attila af hálfu Rómverja, er lýkur með samningum þar sem Rómverjar verða að hlíta afarkostum. Attila rífur þó þá samninga, hyggst nú láta til skarar skriða. Er þá kominn í herbúðir hans Onoria, hin fagra systir keisarans og býðst til að giftast honum og koma með helming Rómaveldis með sér í heimanmund. Attila tortryggir hana, en hún verður þó kyrr hjá honum. — Hefst nú herferð hans gegn Rómaborg. Hann vinnur hvern sigurinn af öðrum og er ekkert sýnna en að hann nái borginni á sitt vald. En á sigurgöngu hans koma páfinn og prelátar hans til móts við hann og ávarpar páfi hann í nafni heilagrar kirkju. Attila ótt- ast guð hinna kristnu manna og hverfur á brott með lið sitt. — Krossmerkið hefur sigrað sverð hinnar heiðnu eyðileggingar. Mynd þessi á það sammerkt með öðrum „stórmyndum" af þessu tagi, að hún er langaregin og þreytandi og einstakslingsleik- ur er þar sáralítill. Þó er leikur Anthony Quinn í hlutverki Attila stórbrotinn, en leikur Sophia Loren er hins vegar svo sem ekki neitt. En það verður ekki frá henni tekið að hún ei- f":* ;'"na og fagurlimuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.