Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 8
8 Mnnr.mvnr 4fíifí nvw.uðagur 27. j'úní 1958 iwpjstMiiMfr TTtg.: H.Í. Framkvæmdastjóri: Aðalritstjórar: Arvakur, ReykjavUC Sigfus Jónsson. Vaitýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vifftir Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórii: Aðalstræti 6. Auglýs'ngar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands. ' . ''/¦" '._________1 lausasolu kr. 1.50 eintakið. NÝJAR LEIÐIR TIL TRYGGINGAR VINNUFRIÐI IHVERT skipti sem lang- varandi verkföll blasa við vaknar spurningin um það, hvernig verkalýður og vinnuveit- endur geti komizt hjá slíkum átökum, sem oftast valda báðum aðilum og þjóðfélaginu í heild miklu tjóni. Enda þótt vinnudeil- ur eigi oft rætur sínar í meira og minna sanngjörnum kröfum hafa þær raskanir og óhagræði, sem sighr í kjölfar þeirra yfirleitt íll áhrif á þjóðfélagið. Allir hljóta að vera sammála um að æski- legast væri að vinnuveitendur og launþegar gætu ávallt ráðið ágreiningsmálum sínum til lykta án verkfalla og samið um kaup og kjör á friðsamlegan hátt. Til þess ber brýna nauðsyn að nýjar leiðir finnist til þess að skapa meiri frið á hinum ís- lenzka vinnumarkaði en þar rík- ir nú. Vinstri stjórnin þóttist hafa tryggt vinnufrið. En hún hefur reynzt þess gersamlega van- megnug. Meginástæða þess er úrræðaleysi hennar og alger upp- gjöf í efnahagsmálunum. Undir forystu hennar hefur verðbólga og dýrtíð magnazt í landinu. Margs konar upplausn og órétt- læti hefur færzt í aukana. Samningar til langs tíma í nálægum löndum stefna um- boðsmenn verkalýðs og vinnu- veitenda að því að semja um kaup og kjör til langs tíma, sums staðar til 2ja—3ja ára. Báðir aðilar telja sér hag í þessu. Atvinnan verður stöðugri en ella og verkalýður FRAMSOKN OG SJÁVARÚTVEGURINN UTAN UR HEIMI og vinnuveitendur vita betur hvar þeir standa. Að sjálfsögðu hefur þetta þau áhrif að minni hætta er á verðsveiflum, sem rýra kaupmátt launanna. En það atriði er mjög þýðingarmikið, ekki aðeins fyrir verkalýðinn, heldur fyrir atvinnurekstur lands manna, sem á mikið undir því komið að kaupgeta almennings sé mikil og stöðug. Þetta verðum við fslending- ar einnig- að gera okkur ljóst. Okkar litla þjóðfélag þolir ekki stórfelld átök langvinnra verkfalla á hverju einasta ári, jafnvel oft á ári. Launþegar og vinnuveitendur verða að geta samið á friðsamlegan hátt um kaup og kjör. Nauðsyn sameigin- legrar hagstofnunar Ein leiðin til þess er að koma upp sameiginlegri hagstofnun launþega og vinnuveitenda. Verk- efni hennar ætti aS vera margs konar útreikningar og rannsókn- ir -á efnahagsstarfsemi þjóð- félagsins. Koma þar m. a. til greina atriði eins og framleiðslu- afköst, kaupmáttur launa, greiðslugeta framleiðslunnar,! dreifingarkostnaður vörunnar og fjölmörg önnur atriði, sem kaup- gjald og verðmyndun byggist á. Sannar og áreiðanlegar upplýs- ingar frá slíkri stofnun, sem stjórnað væri af hagfróðum mönn um í samráði við samtök laun- þega og vinnuveitenda gæti áreiðanlega gert mikið gagn og eytt miklu af þeirri tortryggni, sem nú rikir milli þessara aðila. Myndin var tekin í New York, er blaðamaðurinn átti viðtal við Mariu Maleter. — Með henni á myndinni eru börn hennar, Paul, 12 ára, Maria (í miðio), 10 ára, og Judith, 8 ára. LeyndarmáLin, sem fóru. meo Pal Maleter í gröfina Vibial við eiginkonu hans ÞAÐ kemur vissulega úr hörðustu átt þegar mál- gagn Framsóknarflokks- ins ásakar Sjálfstæðismenn fyrir það í gær, að þeir hafi staðið gegn fjárfestingu og uppbyggingu sjávarútvegsins. í fyrsta lagi er það alþjóð kunn- ugt, að þegar Sjálfstæðisflokk- urinn hafði íorgöngu um upp- byggingu togaraflotans í lok síð- ustu heimsstyrjaldar, þá snerust Framsóknarmenn havkalega gegn þeirri ráðstöfun. Eysteinn Jóns- son kallaði nýsköpunartogarna „gums" og Skúli Guðmundsson líkti þeim við „spýtu í kross". Sama gildir í raun og veru um verðlag sjávarafurða. Meðan Sjálfstæðismaður stýrði útvegs- málunum, barðist Eysteinn Jc.ns- son eins og ljón gegn óskum út- vegsmanna um ýmsar lagfæring- ar í sambandi við verðlagið. En eftir að kommúnistinn Lúðvík Jóseísson tók við þeim málum, virðist Eysteinn vera haldinn af þrælsótta gagnvart honum og ganga fljótlega inn á ýmislegt, sem áður kostaði langa baráttu í.8 knýja fram. Hverju átti að fresta? En í sambandi við ásakanir Framsóknarmanna nú, um að sjávarútvegurinn hafi ekki feng- ið næga fjárfestingu undanfarin ár, mætti spyrja þessa herra: | Vildu þeir láta fresta þeirri fjárfestingu, sem leiddi til raf- væðingar strjálbýlisins? Vildu þeir láta draga úr þeirri fjárfestingu, sem aukinn stuðn- ingur við íbúðarbyggingar hafði í för með sér? Vildu þeir láta draga úr lánum frá deildum Búnaðarbankans vegna ræktunar og byggingar- framkvæmda í sveitum? Ætli Framsóknarmenn hefðu viljað draga úr þessari fjárfest- ingu? Þeir hafa einmitt hælt sér mest af raforkuframkvæmdun- um, húsnæðisumbótunum og stuðingnum við framkvæmdir í sveitum. Það er líka fáránlegt, þegar kommúnistar segja að Sjálfstæð- ismenn hafi látið flytja inn 5 pus. bíla í stað þess að efla sjávarút- veginn. Allir vita að undir for- ystu Sjálfstæðismanna var tog- araflotinn endurnýjaður og báta- flotinn efldur stórlega. Lúðvík Jósefsson gerði sjálfur tillögu um það ásamt milliþinganefnd, sem hann átti sæti í, að lagðir skyldu skattar á innflutta bíla til þess að afla tekna til stuðnings tog- araflotanum. HVERS vegna varð hann hetja — og hvers vegna píslarvotutr? Hvers vegna verður maður, sem elskar ættjörð sína af heilum huga, kommúnisti? Svörin eru leyndarmál Pal Meleters, leyndarmál, sem hann fór með í gröfina. Jafnvel ég, sem var eiginkona hans í níu ár og er móðir þriggja barna hans, get aðeins getið mér til um ástæð- urnar. Þannig fórust Maríu Mal- eter, fyrrum eiginkonu Maleters, orð, er bandarískur fréttamaður átti tal við hana á dögunum. — María flúði Ungverjaland í upp- reisninni árið 1956 með þrju börn þeirra Maleters — og hefur nú setzt að í Bandaríkjunum. Og hún hélt áfram: Ég eet ekki séð, að dauði hans hafi leitt tii neins góðs. Það var hörmulegt, að hann, fæddur tii forystu, var líflátinn svo ungur. En öll von er ekki úti fyrir Ungverjaland. Ég þekki fólk mitt og ég veit, að kommúnistar geta ekki kúgað ungversku þjóðina til eilífðar. • En hvað olli því, að Pal varð sá, sem hann var? Hvað ollí því, að hann, sem verið hafði striðs- fangi í Rússlandi, varð skyndi- lega kommúnisti — og gekk í flokkinn, síðan leiðtogi — og undirritaði loks eigin dauðadóm með því að snúast gegn komm- únistum? Persónuleg skoðun mín er sú, sagði María, að Pal hafj óafvit- andi orðið fórnarlamb uppeldis síns. Faðir hans var heimspeki- prófessor, sem lagði fyrst og fremst áherziu á að finna tvær hliðar á öllum málum. Hann kenndi Pal að rökræða svo skyn- samlega báðar hliðar hvers máls, að hann kom auga á kosti allra sjónarmiða. Ef til vill getur ævisaga Pal varpað ljósi á þennan mann, sem var fæddur til forystu með þjóð sinni og nú hefur hlotið bana sem pislarvottur frelsisins. I Faðir hans lézt þegar Pal var aðeins 16 ára. Hann ákvað að verða sjálfur lifandi minnisvarði föður síns. Pal hafði alltaf borið í brjósti löngun til þess að verða hermaður. Faðir hans vildi. að hann yrðj iæknir. Pal ákvað að leggja stund á læknisfræði. Hann innritaðist s háskólann í Prag og las í tvö ár undir fyrsta hluta próf. En löng- unin til þess að verða nermaour var of sterk í honum og hann hélt heim til Ungverjalands og gekk í herinn. Á styrjaldartímanum var Pal ákafur andnazisti. Rússar tóku hann til fanga og hann var send- ur í fangabúðir í RUsslandi Eitt hvað hlýtur að hafa komið fyrir hann þar. Ef til vilJ haía þeir kennt honum hin kommúnisku fræði. Það var áður en við hitt- umst, og hann sagði mér aldrei frá því. • Við Pal hittumst árið 1945. Þrem vikum síðar trúlofuðumst við og giftumst skömmu siðar. Hann var yfirforingi og herinn var honum mjög hjartfólginn. Menn hans báru ást til hans. en honum og yf irmönnum hans kom illa saman. Árið 1946 fæddist sonux okkar, Paul. Við vorum mjög hamingju söm. Þá gekk Pal í kommúnista- flokkinn. Hann sagði mér aidrei hvers vegna hann gerði það. — Fjölskylda hans og ég töluðum mikið um það. Við komumst ekki að annarri niðurstöðu en þeirri, að Pal hefði stigið þessi hræðilegu skref vegna þess, að honum hefði fundizt hann verða að gera það. Hver sem ástæðan annars var þá var þetta glapræði. Við byrj- uðum að rökræða kommUnism- ann. Börnin, sem þá voru orðin þrjú, þjáðust vegna ósamlyndis á heimilinu. Pal ^ar alltaf íullur t.álftrausts, rólyndur maður, og hafði engan áhuga á samkvæmis- lííinu. — _i.ari, vann of mikið og varð tauga- spenntur Ég skildi við Pal árið 1954. ÞaS var frekar vegna barnanna en nokkurs annars. Skilnaðurinn varð Pal mjög þungbær, e. t. v. það þungbær, að trú hans á kom múnismann veiktist. Sennilega hafa augu hans farið ac5 opnast þá. Nú rofnuðu ekki aðeins sam- skipti hans við vinina, heldur einnig börnin. Annar atburður átti sér svo stað. Hann var skipaður yfir- maður hegningarvinnubúða, sem andkommúniskir stúdentar sátu í. Verið getur, að þeir hafi opnað augu hans að fullu fyrir bölvun kommúnismans. Hann var mikill hugsjóna- maður og hugsaði sjaldan um sjálfan sig. Herinn var honum mjög kær. Hermennskan og for- ystuhæfnin voru honum í blóð borin. Það var honum því ekki erfitt að taka við forystunni í andkom- múnisku uppreisninni í nóvem- ber 1956. Börnin, Paul, Maria og Judith, vita, að faðir þeirra lét hfið sem hetja. Þau sáu hann síðast 1954. Okk- ur var auðveldara að fiýja til Unngverjalands 1956, vegna þess að við höfðum ekki séð Pai lengi. Ég kom með börnin til Banda- ríkjanna í september 195., Börn- in mín verða talin Bandaríkja- menn. En þau munu lika verða Ungverjar, börn þjóðhetjunnar. „VeiðimaSurinn" 44 TBL. Veiðimannsins er komið út. í blaðinu eru skemmtilegar greinar að venju og margar myndir af löxum og þekktum veiðistöðum. Ritstjórinn skrifar sumarþanka. Samtal um Norðurá fyrr og nú við Ásgeir Bjarn- þórsson listmálara er þarna, og grein um klakmál eftir Pál Finnbogason. Rabbað er við Heimi frá Garði um stórlaxa, og síðast en ekki sízt er niður- lag greinar Theodórs Gunnlaugs- sonar um stóru urriðana. Margt fleira er í ritinu og ættu þeir er gaman hafa af veiði, að kaupa það og lesa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.