Morgunblaðið - 27.06.1958, Síða 9

Morgunblaðið - 27.06.1958, Síða 9
Töstudagur 27. júní 1958 \fOKcrn\Ttr 4 niry 9 .x Landað úr cinum síldveiðibátnum, Húna. Fyrsta síldin fer í bræðslu. Ljósm.: vig. I síld á Siglufirði OG enn erum við komnir í síld norður á Siglufirði. Sé nokkuð til í íslenzku þjóðlífi, sem líkja má við gullleit eða gullæði þá eru það hamfarirnar í sambandi við síldveiðarnar. Ekkert út- heimtir eins mikla þrautseigju, ekkert gerir mann jafnríkan á jafnskömmum tíma ef vel geng- ur og ekkert er eins sálardrep- andi ef illa gengur. En jafnvel þótt léleg síldarár kómi mörg saman er eins og logi fari um akur þegar fréttirnar berast um að nú sé hún komin. Þeir voru að fá hana þarna og þarna. Það er eins og gull hafi fundizt á Siglufirði og fólkið rýkur af stað norður. Síldin er komin. Tilviljanirnar elta okkur Við látum berast með straumn- um og höfnum að kvöldi dags niðri á plani þar sem mótorskip- ið Húni er að leggjast að bryggju við söltunarstöð Gunnars Hall- dórssonar. Þótt enn sé vika til júníloka er síldin meira en nógu feit til söltunar. Hún var þegar í upphafi óvenjufeit. Það hefir því lítið farið til bræðslu en svo vill til að það er verið að kynda undir kötlum ríkisverk- smiðjunnar þegar við rennum í hlaðið og það á að fara að bræða fyrstu síldina á þessu sumri. Það er eins og tilviljanirnar elti okk- ur. Einmitt þetta sama kvöld er verið að reyna nýju soðkjarna- tækin hjá S. R., sem Landsmiðj- Brosandi hausa þær silfur hafsiii^. an hefur sett þar upp og ég er svo heppinn að hitta fyrir Vil- hjálm Guðmundsson forstjóra þar sem hann er ásamt Guðmundi Björnssyni verkfræðingi að at- huga hvernig hin nýju tæki reyn- ast. Ég hafði hálfkviðið fyrir hvað ég ætti eiginlega að gera þegar ég kæmi norður í gullgrafarabæ- inn að þessu sinni. Ég hef alloft komið þar áður og hélt mig vita allt um það hvernig síldarlífið gengi til í smáu og stóru. En svona er þetta á öld framfaranna. Við sjáum alltaf eitthvað nýtt jafnvel í sambandi við hinn „há- klassíska“ kenjafisk síldina. unarfólkið, hefur staðið við tunnurnar sólarhringinn út og lengur. Þess eru meira að 'segja dæmi nú í sumar að stúlkur hafa saltað á meðan þær gátu staðið í orðsins fyllstu merkingu, því að daginn áður en ég kom steinleið yfir eina einmitt á þessu sama plani. Það má því segja að stað- ið sé meðan stætt er. Hver stúlkan eftir aðra tínist niður á planið. Flestar eru þær með stírurnar í augunum því þær koma beint upp úr rúmunum, þótt þetta sé engan veginn venju- legur fótaferðatími, enda eru all- ar mannlegar venjur brotnar „í síld“. Miðaldra kona kemur hvat- lega niður planið, víkur sér að Sævari og kvartar yfir því að hún hafi ekki verið „ræst“ og það séu víst fleiri stúlkur sem enn sofi inni í bragga. Mér verð- ur hugsað til aumingja stráksins sem á að „rSesa út“, þarna hefir honum sézt yfir. Sá fær til te- vatnsins þegar verkstjórinn nær í hann. Ein mesta höfuðsynd sem einn „ræsara“ getur hent er að gleyma að vekja eitthvað af stúlk unum. Þá á hann bæði yfir sér reiði þeirra og verkstjórans. En þessi árvökula kona hefir líklega fundið á sér að síldin var komin og það orðið til þess að bjarga málinu. Sykursöltun En nú er í mörg horn að líta í einu fyrir þann, sem vill fylgj- ast með því sem er að gerast á planinu. Ég hitti beykinn, Sig- þór Guðjónsson, þar sem hann er í óða önn að slá upp „sykurtunn- ur“. Það á nefnilega að sykursalta þessa síld. Ég nota tækifærið að spyrja hann hvernig blandað sé salt og sykur. Það eru 17 kg. af salti á móti 6 kg. af sykri og 200 gr. af saltpétri. Einn kemur með saltið, annar með sykurinn og saltpéturinn og svo er öllu hrært saman og síðan er því ekið að bjóðunum til stúlknanna. Ég sé hvar maður bograr við að bora göt á tunnurnar, þ. e. tómu tunn- urnar. Stráklingur treður svo töppum í sponsin. Það er ýmis- legt sem gera þarf við tunnurn- ar áður en hægt er að fara að salta í þær. Það þarf stundum að þvo þær hátt og lágt, fylla þær síðan með vatni til þess að ganga úr skugga um að ekki leki, áður en hægt er að fá stúlkunum þær. Þegar svo stúlkan er búin að salta í tunnuna er hún látin standa ákveðinn tíma svo síldin sígi í henni. Síðan er lagað ofan á henni og hún slegin til. Þá kemur beykirinn með „dixil“ sinn og „drifholt". Síðan þarf við og við að hella pækli í tunnurnar og nú sé ég til hvers maðurinn hefir verið að bora götin á þær. Svolítill hnokki gengur um með könnu, sem hann ræður varla við, og hellir í tunn- urnar. Hann er að pækla, sem kallað er. Bill kemur akandi með tunnustafla og „sturtar" honum á planið og þar er beykir fyrir, sem slær tunnurnar upp. Skammt frá situr roskinn maður á hverfi- steini og leggur hnífa á. Stúlka stendur yfir honum og bíður sýni- lega eftir verkfærinu. Mér kem- ur í hug vísan „lyginn maður brýnir bezt“ o. s. frv. Liklega er' þetta einhvers konar Magnús sál- arháski þeirra síldarstúlknanna. Tunnan slegin til. Að minnsta kosti fara þær á brott með hnjfa sína hæstánægðar. Hausarnir fjúka En nú skulum við halda lengra fram á planið. Þar er ekki minna líf í tuskunum. Hausarnir fjúka af síldunum og þeir> rignir eins og skæðadrífu niður í bjóðin en þaðan eru þær svo teknar og þeim raðað niður í tunnurnar. Ég sé að ein hnátan, sem er að salta, er svo lítil að hún rétt nær að tylla í tærnar þegar hún er að leggja í neðsta lagið í tunn- unni. Þær þurfa ekki að vera háar 1 loftinu til þess að geta saltað síld. Ég fer nú alla leið fram á bryggjusporð þar sem hásetarnir á Húna eru að landa. Hvert mál- ið af öðru sveiflast upp úr bátn- um og hellt er úr því í vagninn, en síðan aka hásetarnir honum af stað og losa úr honum í kass- ana hjá stúlkunum. Ekki sá ég hvort þeir fengu hýrt augnaráð að launum en auðvitað hlýtur Framh. á bls. 14 Um leið og við kveðjum Sigluf jörð síðari nluta nætur fáum við pylsur í nestið hjá þessum fallegu stúlkum. Lendum í „törn“ En nú skulum við bregða okk- ur niður á planið hans Gunnars Halldórssonar og fylgjast með undirbúningi söltunarinnar. Ég nýt fylgdar góðkunningja míns Sævars Halldórssonar, sem er forstjóri fyrir söltunarstöðinni. Það er þegar búið að salta 1 um 2000 tunnur á þessu plani og telst það víst gott á þessum tíma. Undanfarna daga hefur verið „törn“, eins og þeir kalla það í síldinni. Mikið hefur borizt á land á skömmum tíma og sölt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.