Morgunblaðið - 27.06.1958, Page 13

Morgunblaðið - 27.06.1958, Page 13
PSstudagur 27. i'úrí 195* Jf ORGVNBLAÐIÐ 18 Kristín 'Árnadóttir Mlnningarorb HÚN lézt hér í Reykjavík sunnu- daginn 8. þ.m. aS morgni dags, tæplega 81 árs að aldri. Fimm dögum síðar var hún lögð til hinztu hvíldar við hlið manns síns í Kirkjugarðinum við Suð- urgötu. Þá hafði hún lifað í ekkjudómi í 28 ár. Það hefir verið sagt að enginn hlutur væri svo fullkominn að ekki mætti rýra hann með því að bera á hann oflof. Sízt vildi ég verða til þess að skerða minn- ingu þessarar ágætu konu með fórum við Kristín Pálsdóttir til Englands, þá var Páll orðinn rúmfastur, og kvaddi hann ökk- ur með tárum. Ég sá hann aldrei aftur, því hann dó næsta vor, rúmlega fimmtugur að aldri, og öllum harmdauði sem kynntust honum. Eftir það urðu þáttaskil í lífi Kristínar. Börnin tóku að tínast burtu og giftast, hvert af öðru. Loks var aðeins eitt eftir heima. En Kristín hélt.áfram að fagna gestum á heimili sínu. Hún hafði alltaf tíma til að sinna slíku og felldi þó aldrei verk úr hendi. Mikil gáfukona var hún og hafði yndi af góðum bókum til hinztu stundar, og sjaldgæft mun það vera að konur séu jafnvel að sér til munns og handa sem hún var. Eftir að hún flutti úr hinu stóra húsi við Skólavörðustíg í litlu íbúðina á Njálsgötu 110, mun hún hafa lesið ósköpin öll, jafn- framt því sem hún vann mikið í höndum, og ótrúlegt er það að hún hafi ekki haft eitthvað á prjónunum er hún lagðist bana- leguna. Kristín var há kona vexti, og nokkuð þrekvaxin en þó kvenleg Hún var björt yfirlitum, svipur- inn heiðskír og mildur. Fram- koma hennar og svipur munu hafa valdið því að mörgum fannst hún falleg. Oft hvarflaði það að mér að þannig myndu kvenhetjur fslendingasagnanna hafa litið út. Þó hefði ég aldrei dirfst að kalla hana kvenskör- ung. Til þess var hún of hlédræg. Börn hennar hafa tekið í arf þá kosti foreldranna sem eru gulli betri, það er: góðar gáfur, starfs þrek, lífsgleði og gott hugarfar. Megi sá arfur endast ættinni um ókomna tíma. Athöfnin í Dómkirkjunni á út- farardegi Kristínar var látlaus og fögur eins og líf hennar sjálfr- ar. Á eftir stendur mikill hópur ættingja og vina við gröf hennar, börnin drjúpa höfði. tregandi elskulega móður. Álengdar stönd um við gestirnir frá Skólavörðu- tig 8, þökkum veittar velgjörðir, og minnumst göfugrar konu sem við vorum svo lánsöm að kynn- ast á lífsleiðinni. Auður Matthíasdóttir. Litið hús sliku, svo mikið á ég henni að þakka. Þó verður erfitt að minn- ast hennar án þess að í Ijós komi nokkrir þeir eðliskostir er hún hafði til að bera. Ég mun hafa verið fjórtán ára er ég steig fæti mínum í fyrsta sinn yfir þröskuldinn á Skóla- vörðustíg 8, en þar réðu þá hús- um Páll Árnason, lögregluþjónn og kona hans Kristín Árnadóttir, sem hér verður kvödd. Upp frá þeim degi var ég dag- legur gestur þessa fólks um ára- bil. Það fyrsta sem ég man eftir frá þessum dögum er hinn glað- væri hlátur húsfreyjunnar er hún var að störfum í eldhúsinu. Enginn kunni að hlæja eins hjart anlega og Kristín Árnadóttir og dætur hennar. Níu börn voru á heimilinu og fylgdu hverju þeirra að minnsta kosti tveir félagar. Geta nú þeir sem vilja, reiknað út gestakom- una á heimilinu. Þessu til viðbót- ar var svo fólk sem kom í heim- sókn til hjónanna sjálfra — Og oft voru það gamlar manneskj- ur sem nutu aðhlynningar og um hyggju húsmóðurinnar. Mest bar þó á unga fólkinu. Oft hef ég undrazt það síðar hvernig Páll og Kristín fóru að því að gefa þessu öllu bita og sopa, því veitingar voru ekki skornar við nögl, hvort heldur sem um mat eða drykk var að ræða. Það sem bjargaði þessum hjónum var það hve sam- hent og hagsýn þau voru. Fötin á börnin voru saumuð heima, og svo að segja allur matur heima- gerður. Svo var eins og einhver ósýnileg hönd blessaði brauðið og fiskana. Hljóðfæraleikur og söngur voru mikið iðkaðir á heimilinu, og á vetrum var oft dansað og spilað á spil. Ekki minnist ég þess að mikið hafi verið um heimboð, enda óþarft. Hin alúð- lega framkoma húsbændanna og hinna vinsælu barna þeirra bauð ósjálfrátt gestinum heim. Þá var ekki sjaldgaeft að veðurtepptir félagar úr úthverfum fengju gistingu á Skólavörðustíg. Farið var með utanaðkomandi ungl- ina eins og eigin börn. Þarna var hægt að fá tilsögn í prjóna- skap og hekli, jafnvel ókeypis söngkennsla var til .reiðu, ef menn óskuðu þess, og stigna saumavélin við gluggann í borð- stofunni var heldur ekki „bönn* uð óviðkomandi“. Slík var gest- risni þessara hjóna. Fólkið sem þarna kom var úr öilum áttum og ekki alltaf sammáia. Um eitt held ég þó að því hafi öllu borið saman, en það var ágæti hús- bændanna á Skólavörðustíg 8. í nóvembermánuði árið 1929 íbúð óskast Hjón með 4 börn á aldrinum .7 til 15 ára óska eftir íbúð helzt í Laugarneshverfi, Smáíbúðarhverfi, Kleppsholti eða Vogum í 6 til 8 mánuði frá 1. ágúst eða fyrr. Ibúðin má vera lítil. Fyrirframgreiðla á góðum stað í Kópavogi er til sölu. Byggja má tvö hús á lóðinni. Tilboð merkt: „Hlíðarvegur — 6310“, sendist.afgr. Mbl. fyrir n. k. mánudagskvöld. Lanchester-bifreið árgerð 1947, vel á sig komin, til sýnis og sölu í 3ARÐANUM, Skúlagötu 40. Afgrdðslustúlka óskast í eina af stærri fatnaðarverzlun bæjarins nú þegar. — Umsóknir ásamt mynd, sem verður endur- send, sendist afgr. Mbl. merkt: „Afgreiðslustúlka — 6316“. — IJTBOÐ Tilboð óskast í að múrhúða að utan barnaskólann og íþróttahúsið í Keflavík í sumar. Útboðslýsing og teikningar verða afhentar á skrifstofu minni gegn 200 kr. skilatryggingu. Tilboðum sé skilað eigi síðar en 10. júlí n. k. Keflavík, 26. júní 1958 BÆJARSTJÓRINN TIL SOLU 4ra herb. ibúð í nýju húsi við Fornhaga. Félagsmenn, sem óska að kaupa íbúðina, snúi sér til skrifstofu fé- lagsins, Hafnarstræti 8, fyrir 4. júlí n. k. Byggingarsamvinnufélag starfsmanna ríkisstofnana. Sími 23873. LTBOÐ Tilboð óskast í smíði á innréttingu í verzlun og geymslu áfengisverzlunar Flugmálastjórnar íslands á Keflavíkurflugvelli. Teikninga og útboðslýsinga má vitja á teiknistofu Sveins Kjarvals, Bergstaðastræti 28A III. frá og með föstudeginum 27. júní gegn 100 kr. skilatryggingu. Sveinn Kjarval, húsg.ark. Gjaldkerastarf Vön skrifstofustúlka óskast, sem getur tekið að sér gjaldkerastarf við stórt íyrirtæki. Meðmæli ef til eru, fylgi umsókn er sendist Morgunblaðinu meikt: „Gjaldkerastarf — 6313“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.