Alþýðublaðið - 17.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.10.1929, Blaðsíða 2
a AlBÞÝÐUBUAfijlS HúsaMpokfisi. Frá því var skýrt hér í blaö- inu í gœr, að meðalársleiga fyrir hvern teningsmeter í eins og tveggja herbergja íbúðum væri rétt um kr. 12,50 — tólf krónur og fimmtíu aura — og um það bil jöfn, hvort sem íbúðirnar eru í kjallara, á hæð eða undir súð. Síðan hafa allmargir, þar á meðal læknar og húsasmiðir, átt tal við ritstjórann og margspurt hann, hvort hér væri virkilega um meðalleigu að ræða, en ekki einstök dæmi. Einn af húsasmiðunum fullyrti, að áætlun blaðsins í gær um, að hver teningsmetri í nýjum húsum kostaði 40 krónur, væri mjög nærri lagi, þar sem ekki væri venju fremur vandað til hús- anna. Kvaðst hann álita, að í húsum, þar sem íbúð væri bæði í kjallara og undir súð, myndu í- búðarherbergi og eldhús taka um það bil 80—85o/o af rúmtaki hús- anna. Þarf því að bæta 15% —20% við verðið á teningsmetra í húsinu öllu til þess að fá verðið á teningsmetra í íbúðarherbergj- um, að eldhúsum meðtöldum, eða 6—8 krónur við þær 40 krónur, er fyr getur. Sé enn fremur tekið tillit til lóðaverðsins, mun láta nærri að meta megi hvern ten- ingsmetra í íbúðarherbergjum og eldhúsum á 50 krónur til upp- jafnaðar. En leígan fyrir hvern tenings- meteri einsogtveggjaherbergja ibúðum er til uppjafnaðar 12 krónur og 50 aurar á ári, eða 25% af 50 krónum. Þetta er okurleiga. Þó að gert sé ráð fyrir, að 121/2 % af verði húss og lóðar fari árlega til þess að greiða vexti, afborganir og viðhald og skatta og skyldur af eigninni, verða samt eftir handa eigandanum aðrir 12i/2o/o í hreinan afgang. Leígan fyrir litlu íbúðirnar, eins og tveggja herbergja í kjöll- urum, undir súð og á hæð, er því yfirleitt 1000/0 hærri en þörf er á til þess að standa straum af húseignunum. Þó er þetta meðalleiga. Ýmsir borga tvöfalt og þrefalt hærri leigu, eða 50o/0—75% af húsverð- inu á hverju ári. Um 8500 manns, þriðjungur bæjarbúa, á heima í eins og tveggja herbergja leiguíbúðum. Svo að segja alt þetta fólk er verkamenn og konur og börn þeirra. ÞriÖjungur til helmingur af tekjunum fer til þess að borga húsaleiguna. En þetta fólk er heldur ekki að eins látið greiða sina eigin húna- leigu. ÞaÖ verður að greiða húsa- leiguna fyrir eigandann líka. Þegar fátæklingurinn í kjallara- herberginu með aðgangi að eld- húsi greiðir 40 eða 50 krónurnar á mánuði, borgar hann 20 eða 25 af þeim upp í húsaleigu eigand- ans eða í sjóð hans. Leigjendurnir í kjallarakomp- unum og súðarherbergjunum greiða svo eða svo mikinn hluta af leigunni fyrir húseigandann, sem , sjálfur býr í stofuhæðinni. Það eru þeir, sem eiga að gera húsin „rentabel“, láta þau * forrenta" sig, eins og einn íhaldsmaðurinn í bæjarstjórninni sagði um dag- inn. í þetta ástand vijl íhaldið halda. Þess vegna vill það ekki bæta úr húsnæðisleysinu. Þá gætu braskarar ekki lengur lifað á því að leigja út hús, sem þeir eiga nær ekkert í. Hvað gerir það til, þótt verka- lýðurinn reiti sig inn að skyrt- unni til að borga húsaleiguna og 5—10 manns verði að hafast við í einu einasta herbergi, vinna þar, ■ borða, matreiða og sofa? Hvað gerir það, þótt fullorðið fólk veikist og börn úrkynjist vegna óhollra húsakynna? Hvað gerir alt þetta til, ef hús- in „forrenta sig“? Erlessd sfmBskesrftL FB., 16. okt. Frá Þýzkalandi. Frá Berlín(?) er ,símað: Þjóð- ernissinnar hafa að undanförnu safnað undirskriftum að beiðni um það, að þjóðaratkvæði verði. látið fara fram um Youngsam- þyktina. Ríkisstjórnin hefir birt yfirlýsingu til þess að vara við beiðninni, Kemst hún svo að orði, að beiðhin stofni sáttastefnunni og viðreisn Þýzkalands í hættu og veki sundrung meðal þjóð- arinnar. Kjósendafundir um þjóðarat- kvæði hafa ekki alt af farið frið- samlega fram. Að afloknum fjöl- mennum fundi í Hannover. lenti þjóðernissinnum og kommúnist- um saman. Var barist með stein- um og flöskum. Lögreglan skarst í leikinn og beið einn lögreglu- maður bana, en allmargir særð- ust. Fimmveldafandiurinn. Frá Lundúnum er símaö: Frakkland, ítalía og Japan hafa þegið boð brezku stjórnarinnar um að taka þátt í flotamálafund- inum í JLundúnum í janúar næst komandi. 1 Islenzkn alimumennirnír í ÞízkalandL Bonn, FB., 16. okt. Sýning nýlega afstaðin. Ó- stjórnleg fagnaðarlæti. L. (Bonn er borg í Rínarbygðum, á vesturbakka Rínar, íbúatala tæp 100 000. Borgin er fræg fyrir háskóla sinn, sem kvað standa í fremstu röð þýzkra háskóla. Há- skólinn í Bonn var stofnaður 11818. 1 Bonn eru söfn góð, kirkj- ur fagrar og mikill iðnaður.) Slgne Eiiljeqnfst. Viðtal. Signe Liljequist, finska söng- konan, sem söngelskum íslend- ingum er að góðu kunn, sté á land hér s. 1. mánudagskvöld. Alþýðublaðið hitti hana að máli í gær og spurði hana frétta. „Af mér er ekkert sérlegt að frétta, nema að ég hefi ferðast og sungið — sungið og ferðast." „Hvar hafið þér helzt sungið, síðan þér voruð hérna síðast?" „Það yrði alt of langt upp að telja, en þér getið skýrt lesendum yðar frá því, að ég hefi reynt eftir megni að kynna löndum mínum land yðar og þjóð. Árið 1925 hélt ég fyrirlestur um ís- land í Helsingfors og sýndi skuggamyndir. Að fyrirlestrinum loknum söng ég nokkur íslenzk þjóðlög, þar á meðal „Ó, guð vors lands." Áhugi manna var mikill og varð þetta til þess, að „Oratoriekören" í Helsingfors tók þjóðsöng Islendinga á söngskrá sína, og nú er hann kominn inn í allar finskar skólasöngbækur. Ég hafði lengi hugsað mér að sjá ísland aftur, en ávalt kom eitthvað fyrir, sem tafði. 1 Kaup- mannahöfn hitti ég Sigvalda S. Kaldalóns og hefi í fórum mínum handrit að tveimur nýjum smá- lögum eftir hann, sem ég ætla að láta menn heyra núna. Auk þeirra syng ég ýms íslenzk lög og svo mörg, sem menn hafa tæplega heyrt hér, frakknesk, finsk o. fl.“ „Ætlar frúin að dvelja hér lengi?" „Nei, tími minn er nokkuð tak- markaður, en ég ætla samt að fara út um land og heilsa kunn- ingjum mínum, en þá á ég marga hér á Islandi." „Hefir frúin ekki farið í neina langferð síðan síðast?“ „Jú; í fyrra söng ég á finsk-- úgrísku söng- og menningar- móti í Ungverjalndi. Eins og þér vitið eru tungur Finna og Ung- verja af sama stofni. Mér var því sérstakt gleðiefni að syngja fyrir Ungverja." 1 : Ý'jli : ' ' - Þess er að vænta, að Islend- ingar sýni Signe Liljequist, að þeir kunni að meta ást þá og trygð, sem hún hefir tekið við land vort. Veri hún velkomin til islands. Skipafréttir. „Alexandrína drottning" fór í gær í Akureyrarför og „Botnía" íutan í gærkveldi. — ítalska fisk- tökuskipið „Carmen" fór héðan í gær til fermingar á öðrum höfrí- um hérlendis. TiðltíiD á Þmpollam. í Alþýðublaðinu 12. þ. m. er tilkynning frá undirbúninsnefnd alþingishátíðarinnar um, að tjöld þau, sem nota á við hátiðahöldin næsta sumar, fáist keypt, og er verðið þetta fyrir hátíðina: 5 manna tjald uppsett kr. 130,00, 10 — —• — — 155,00, 15 — — • — — 190,00, En að hátíðinni aflokinni eiga þau að kosta: kr. 90,00, 105,00 og 115,00. Mér þótti verð þetta mjög hátt og grenslaðist þess vegna eftir, hvað 5 manna tjald kostaði í búðum hér. Var verðið kr. 67,50 með stöngum, hælum og botni, eða um helmingur þess verðs, er undirbúningsnefndin selur jafn-t stórt tjald fyrir. Ég geri ráð fyrir, að verðið á hinum stærðunum sé hlutfallslegt. Hvernig stendur á þvi, að und- irbúningsnefndin setur verðið svona hátt? Hefir hún keypt tjöldin svo dýrt, að hún þurfi að selja þau nær helmingi hærra en kaupmenn hér sjá sér fært að selja álika tjöld með venjulegri álagningu? í sambandi við þessa tjaldasölu datt mér í hug að grenslast einn- ig eftir leigu á tjöldunum. Sann- frétti ég, að hún væri þessi: fyrir 5 manna tjald kr. 45,00 — 10 — — — 60,00 — 15 — — — 85,00 Ég spyr aftur: Hvernig stendur á því, að leigan er sett svona há? Það getur ekki náð nokkurri átt, að heimta 45 kr. leigu i 5—6 daga fyrir tjald, jafnvel þó þaö kosti kr. 130,00, hvað þá heldur, þegar hægt er að fá slíkt tjald keypt hér á staðnum fyrir 67,50, Mér virðist liggja í augum uppi, að með þessari leigu sé girt fyrir að efnalitlir menn með skyldulið sitt geti orðið þess að- njótandi, að vera viðstaddir há- tíðina, þar sem ýms annar kostn- aður við dvölina á Þingvöllum, svo sem fargjöld, fæði o. fl., mun ekki nema minni upphæð en tjaldleigunni tvöfaldri eða sam- tals um og yfir 140 kr. Ég ætla ekki að leiða neinar getur að því, hvers vegna verð og leiga tjaldanna er sett svona hátt, en býst við, að fleiri en mig fýsi að fá skýringu á þvi frá réttum hlutaðeigendum, og vegna þess er þessi greinarstúfur skrif- aður. S. H. Gætið smæimgjanna! Um þessar mundir er venju- lega kvikt í fjörunni norðan við sláturhúsið. Hrafnar og máfar safnast þangað hópum saman. Fuglar þessir eru hinir mestu þarfagripir. Þeir eyða þarna alls konar hráæti og óþverra, sem kastað er frá sláturhúsinu ofan i fjöruna. Myndi þetta annars

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.