Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 14
14 MÖRCT’*inr 4fí1D Föstudagur 27. júní 195S — / s'ild Framh. af bls. 9 þad að vera. Myndarlegir sjó- menn og snareygar síldarstúlkur skilja hvort annað án mikilla málalenginga. En það er fleira að sjá en plan- ið hans Gunnars Halldórssonar þótt þar sé ýmislegt til fróðleiks. Um leið og ég fer tekst mér að fá þá til þess að „sitja fyrir“ verkstjórann Hinrik Haraldsson og forstjórann Sævar Halldórs- son, óg er ekki lapst við að ég verði feiminn við myndatökuna því Sævar er lærður ljósmynd- ari. Það eru sem sé allra stétta menn sem vinna að síldarsöltun. Soðkjarnaframleiðsla En nú er kominn tími til þess að heilsa upp á þá í Síldarverk- amiðju ríkisins og skoða soð- Hnokkinn pæklar á tunnuna. kjarnaframleiðsluna. í allstórri steinbyggingu er komið fyrir nokkrum hallandi strokkum og þar inni er þrumandi hávaði, svo mikill að vart heyrist mannsins mál. I strokkunum hvín gufan undir þrýstingi og er notuð til þess að eima vatnið úr soðvatn- inu, sem fellur til frá skilvind- um verksmiðjunnar, en það hefur að undanförnu verið látið renna í sjóinn. I soðvatninu eru 7% þuxrefni, sem mikið verð- mæti er í. í þessum tækjum er soðvatnið eimað í þremur stigum og er nokkru af þurrefninu bland að saman við mjölið og gerir ekki aðeins að auka mjölefnið heldur verður það mun næringarrikara. Sumt af soðkjarnanum er svo tekið sérstaklega og. notað til annara hluta. Þeir Vilhjálmur Guðmundsson og Guðmundur Bjöi'nsson leitast við að leiða mig i allan sannleíka í sambandi við þessi miklu tæki, sem þarna hafa verið sett upp. Hér er um merka nýjung að ræða, sem mun gefa mikil aukin verðmæti í aðra hönd. Nú tekur að líða, á nóttina og því ekki úr vegi að tygja sig til heimferðar. Við komum við niðri á bi-yggju þar sem verið er að yfirhala nælonnót, sem kostar tug-þúsundir króna. Skammt frá sjáum við bát með brotið fram- mastur og hann hefur misst nót- ina sína. Það er elxki eintóm sæla í sambandi við síldina, þótt hún veiðist. Um leið og við höldum gegnum bæinn á heimleið er staldrað við hjá skár sem á stendur að hér fáist pylsur, öl og sælgæti. Tvær broshýrar stúlkur rétta okkur sjóðheitar pylsur í nestið heim. Hér er ekki verið að ein- skorða sig við að loka greiðasölu íyrir ferðamenn fyrir miðnætti. vip. Ungír Akureyringar sýna hœfni í golfi AKUREYRI, 24. júní. — Keppn- in um Gunnarsbikaiinn er ein stærsta keppni Golfblúbbs Akur- eyrar á árinu. Er hún háð til minningar um Gunnar Hallgrims- son tannlækni, er var meðal snjöllustu golfleikara landsins og einn áhugasamasti félaginn í G.A. meðan hann lifði hér og starfaði. Keppnin er 72 holu höggkeppni með fullri forgjöf. Sigurvegari nú varð Ragnar Sigurðsson. Lék hann í 293 högg- um nettó. Hann er aðeins 15 ára gamall en mjög efnilegur golf- leikari. Lék hann þessa keppni með miklu öryggi, tók foi'ustuna strax í upphafi og hélt henni til loka. Vaið 17 höggum á undan næsta manni.Bai'áttan um 2. og 3. sætið var hörð og tvísýn. Eftir hálfnaða keppni var Magnús Guð- mundsson í 2. sæti, Jón Guðmunds son í 3., en á síðasta hringnum tryggði Jón sér 2. sætið. Úi-slit uiðu þessi: 1. Ragnar Sigurðsson 293 högg 2. Jón Guðmundsson 310 — 3. Hex-mann Ingimai-ss. 314 — 4. Ingólfur Þormóðsson 315 — (nettó) 5. Hafliði Guðmundsson 316 — Þröstur Leifsson vann æfingabikarinn 1 þeirri keppni voru leiknar 27 holur og 18 beztu reiknaðar. Þx-östur Leifsson, 16 óra kylfing- ur, sigraði í 79 höggum nettó. Annar vaxð Helgi Skúlason og þriðji Ingólfur Þoi'móðsson. Þröst ur er efnilegur leikari og má vænta mikils af honum í fram- tíðinni, ef hann æfir vel. Áhugi er mikill meðal kylfinga, og hafa margar keppnir þegar verið háðar við betri þátttöku en undanfarin ár. Einkum er vax- andi áhugi meðal unglinga, og er yngsti keppandinn um „Olíubik- ai-inn" aðeins J3 ára, en sú keppni stendur nú yfir. 1 næsta mánuði fer hér fram Islandsmót í golfi, og er mikið unnið að viðgerðum á vellinum til að fá hann sem beztan á lands- mótinu. Ragnar Sigurðsson, sigurveg- ari í Gunnars-keppninni. 'Landsmót unglinga oq kvenna i frjáls- um iþróttum á Akureyri AKUREYRI, 23. júní — Unglinga meistaramót íslands og Kvenna- mót íslands í frjálsum íþróttum munu fara fram hér á Akureyri um næstu helgi, 28.—29. júní. Undirbúningur undir mótin er þegar hafinn. Keppni hefst á laugardag kl. 2 e. h. á íþróttasvæðinu, en verður síðan haldið áfram á sunnudag kl. 11 og kl. 5. Keppt verður í hinuxji föstu greinum unglinga og kvenna. Þátttökutilkynningar eru þeg- ar byrjaðar að berast, en til- kynningafrestur er til fimmtu- dagskvölds og má tilkynna í póst- hólf 112 á Akureyri. Síðasta unglingamót fór fram í Reykjavík síðastliðið ár og var þátttaka góð. Skipting þátttak- enda í sveina-, drengja- og ung- lingaflokka hefur aukið mjög áhuga á frjálsum íþróttum og orðið þess valdandi að unglingar sækja þessar keppnir mun meir en áður. Víkingar hafa vígt nýjan völl á félagssvœði sínu FÉLAGAR knattspyrnufélagsins Víkings hafa undanfarið ár unnið sleitulaust að því að skapa félaginu frambúðaraðstöðu til íþróttaiðkana. Fengu Víkingar úthlutað svæði í Bústaða- og smáíbúðahverfinu og hafa reist þar félagsheimili í fyrsta áfanga og síðan knattspyrnuvöll og var völlur þessi vígður fyrir nokkr- um dögum. Við hin erfiðustu fjár hagsskilyrði hafa Vikingar unnið þarna þrekvirki. Leiðarljós þeirra hefur verið bjartsýni og trú á glæsta framtið íélagsins sem á svo glæsilega fortíð, þótt öldudalur hafi um skeið verið hjá því, ef litið er til afreka í knatt- spyrnunni. Þröstur Leifsson með verð- launagripina að lokinni keppni um Æfingabikarinn. IKF - IBV 3:1 KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 25 júní — 9. leikur íslandsmótsins í II. deild fór fram á grasvellin- um í Ytri-Njarðvík sl. þriðjudag. — Attust þar við íþróttafélag Keflavíkurflugvallar og iþrótta- bandalag Vestmannaeyja. ÍKF sigraði með 3:1. Úrhellisrigning var síðan hluta dags þar til skömmu áður en leikurinn hófst, enda hafði það áhrif á gang leiksins, þai sem bæði liðin eru óvön að keppa á grasi. Mikið var um að menn féllu á hálu grasinu og misstu knöttinn fram hjá sér. er þeim skrikaði fótur. Vestmannaeyingar munu hafa ætlað að hér væri um auðunn- inn sigur að ræða, eftir ófanr ÍKF gegn Víking á dögunum, en ÍKF mætti nú með sitt sterkasta lið, enda náði framlína þeirra mun jákvæðari leik en í leikum félagsins í Reykjavík. Mörk ÍKF settu Yngvi Guð- mundsson, Guðjón Valdemarsson og Villy Petersen. Guðmundur Þórarinsson skoraði fyrir ÍBV. Bezti maður ÍKF og jafnframt á vellinum var markmaður ÍKF. Vilhelm Ólafss., sem sýndi mjög góðan leik. Yngvi var einnig mjög góður og Villy, er lék sem miðframherji í fyrsta skipti, var frískur og fljótur. Beztur í liði ÍBV var Guð- mundur Þórarinsson; Reynir Sig- urðsson, vinstri útherji, vai einnig mjög fljótur og oft hættu- legur. Dómari var Haukur Óskarsson. Þorlákur Þórðarson. Víkingar byrjuðu framkvæmd- ir með 80 þús. kr. í sjóði en á 4 árum hafa verið reist mann- virki sem metin eru á aðra mill. króna. Styrk hafa þessar fram- kvæmdir sem aðrar á íþrótta* sviðinu hlotið frá Reykjavíkur- bæ og ríki. En miklum hluta hef- ur verið safnað með mikilli elju með ýmsu móti og athyglisverð- asti þátturinn í söfnuninm eru framlög og gjafir íbúa í hinum nýju hverfum. Greiddu fyrsta árið 200 fjölskyldur 10 kr. á man uði í byggingarsjóðinn og munu nú vera um 300 fjólskyldur sem leggja fram þá upphæð mánaðar- lega. Sýnir þetta ljóslega hug fólksins til íþróttasvæðisins og hvers það metur það að slíkur staður rís upp í hverfmu fyrir hina uppvaxandi kynslóð. Knattspyrnuvöllurinn var vigð ur með hátíðlegri athöfn og að viðstöddum miklum fjölda fóiks. Form. Víkings, Þorlákur Þórðar- son flutti vígsluræðuna, þar sem hann lýsti framkvæmdum, kostn- aði og þakkaði alla aðstoð Vík- ingi veitta. Rakti hann og tnarg- þætt framtíðarverkefni á svæð- inu sem biðu úrlausnar. Síðan fóru fram tveir kapp- leikir. Keppti Víkingur 3. alduvs- flokkur við jafnaldra i Va!. Liðin stilltu sér upp en tveir litlir Vík. ingar strengdu borða yfir mið- linu sem formaður klipptj síöan á til merkis um að völlurinn væri opnaður æsku Reykjavikur, æskumönnum Víkings, og lét form. í *ijós að völlurinn mætti verða þeim til heilla og knatt- spyrnuíþróttinni. Valur vann leikinn með 3:0. Síðan léku 4. aldursflokkur Víkings og KR. Unnu KR-ingar með 1:0. Síðan var efnt til samsætis fyr- ir þátttakendur og ýmsa gesti, Voru þar ræður fluttar. Þar kom greinilega í ljós almenn skoðun um að Víkingur hefði nú komið sér upp framtíðarheimili. Knait rekstur. 50 selt. með vinstri oy hagri fa:ti, sitt i hvorn v«g, — Z stig fyrir hverja sek. undir 50 Þetta er eín þrautanna, sem verða keppnisgreinar á ung- lingadaginn, 29. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.