Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 16
Ta#4? VEDRIÐ Hægviðri, skúrir. 142. tbl. — Föstudagur 27. júní 1958 í síld á Siglufirði. — Sjá bls. 9. Saltabar hafa verib 47,935 tunnur á öllu landinu Bræla á miðunum í gærkvbldi SÍÐDEGIS í gær var komin bræla á miðunum og ekkert skip hafðj kastað. Einnig var bræla á austursvæðinu og var ekki bú- izt við að lægja myndi í nótt. SIGLUFIRÐI, 26. júní. — Ekki haía borizt miklar fréttir af mið- unum, en nokkur skip munu hafa íengið síld. Vitað er um 28 skip sem fengið hafa síld frá eftirmið- ¦degi í gær til sama tíma í dag: Egill Skallagrímsson með 400 mál, Bjarni VE með 300 tunnur, Helga RE 350, Jökull 250, Grund- firðingur II 250 í salt og 200 mál í bræðslu, Haförn með 1000 mál í bræðslu, og 100 tunnur í salt, Björg SU með 300, Helga TH 250, Vilborg 250, Geir 400, Guðm. Þórðarson 270, Björgviu 250, Ótal in skip eru með undir 250 tunnur. Mikil vinna er við aðgerðir á nótum, bæði rifið og tildráttur á blýi og korki á nælonnótunum. Síðasta sólarhring voru .altað- ar 5426 tunnur. Alls er þá búið að salta á Siglufirði 36771 og öllu landinu 47935. Hæstu stöðvar hér með söltun: Óli Hinriksen 3106 Blööin fá engar fréttir af fiskifrœðingafundinum í GÆR höfðu ekki boriz neinar íregnir frá fiskifræðingafundin- um á Seyðisfirði, sem hófst mánu daginn 23 .þ.m. Á fundinum voru mættir leiðangursstjórar, fiski- fræðingar, íslenzkir, norskir, fær- eyskir og rússneskir. Mörg undanfarin ár hafa nið- urstöður þessara rannsókna ver- ið kunngerðar hinn 25. júní, en nú bregður svo við að ekkert heyrist frá fiskifræðingunum um árangur af síldarleit og rann sóknum hér við land undanfarn ar vikur. Hins vegar hefur frétzt að Ægir hafi verið með bilað asdic-tæki er hann kom til Seyð isfjarðar á mánudaginn, en síldar leit skipsins kemur að litlum notum ef það tæki er bilað. Ó- upplýst er hve lengi tækið hafði verið bilað er skipið kom til Seyðisfjarðar, en sjálfsagt var að fá tafarlausa viðgerð á því, en til þess þurfti skipið að fara til Reykjavíkur. Af ókunnum orsök um lá skipið á Seyðisfirði áður en því væri siglt til Reykjavík- ur til að fá viðgerð á tækjunum. Er Ægir nú hér í höfninni og man fara aftur norður til síldar- leitar um helgina. Á síldveiðiflotanum er nú ríkj anc megn óánægja yfir þvi, að Ægir skuli tefjast frá leitar- etöðvum í marga daga. Ekki er Stóreignaskatts- skráin í næstu viku? A SKATTSTOFUNNI er nú ver- ið aS vinna að því að undirbúa birtingu stóreignaskattsskrárinn- ar, samkvæmt dómsuppkvaðn ¦• ingu Hæstaréttar þar um. Þetta er allumfangsmikið ve:-k, en því mun miða allvel áfram, þannig að vonir standa til að skrá in verði lögð íram fyrir lok riæstu viku. Hún verður lögð fram með skattálagningum eins og þær voru ákveðnar er skatt- urinn var lagður á, en engar breylingar færðar inn, sem orðið hafa við kærur. Þá mun enn verða ákveðinn viðbótarkæru- írestur þá er skráin verður lögð íram fyrir almenning. JCDINBORG, 25. júni, Eeuter. — Poter nokkur Manupl var nýlega dícmdur til duuða fyrir að hafa myrt sjö manns. Áfrýjaði hann dómnum, en í dag- var áfrýjun- inni vísað á oug. Taka á Manuel af lifl 11. júlí. Hann er 32 ára að aldri. óánægjan minni yfir því að fá ekki ennþá yfirlit það sem lofað hafði verið sl. miðvikudag um niðurstóður fiskifræðingafundar ins á Seyðisfírði. í síðari kvöldfréttum útvarps- ins i gærkvóldi var lesin skýrsla frá fiskifræðingunum, en hún mun hafa farið fram hjá mörg- um, þar eð engar ráðstafanir voru gerðar til þess að vekja at- hygli sjómanna og útgerðar- manna á því að skýrslan myndi þá verða lesin. Ritstjórn Morgun- blaðsins hafði aftur á móti ekki borizt þessi skýrsla. Ekið á mannlausa bíla RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur beðið Mbl. að lýsa eftir vitnum, en um er að ræða skemmdir á tveim bílum sem ekið hefur verið á, þar sem þeir hafa staðið mannlausir. Báðir urðu fyrir nokkrum skemmdum. Bíllinn R-7668 stóð á móts við húsið Bergstaðastræti 50, er ek- ið var á hann aðfaranótt 25. júní, sennilega milli kl. 2—3. Hinn bíllinn stóð á bílastæðinu við Garðastræti, R-8581, og skemmd ist hurð á honum. Rannsóknar- lögregla vill biðja bílstjórana á þeim bílum sem valdir urðu að árekstrinum að koma til viðtals svo og aðra er uppl. geta gefið. tunnur, Islenzkur fiskur 3091, Sunna 2758, Reykjanes 2388, Kaufélagið 2394. — Guðjón. • ÓLAF3FIRÐI, 26. júni. — f gær- kvöldi komu hingað tveir síldar- bátar, Kristján með 200 tunnur og Gunnólfur með 500. í morgun kom hingað Víðir með 400 tunn- ur, einnig til söltunar. — J. Á. Engir sáttafundir ENGIR sáttafundir voru í gær með deiluaðilum í farmannadeil- unni, rafvirkjadeilunni né öðr- um er-í verkfalli eru. VEGFARENDUR í Aðalstræti^ urðu varir við það í gær, að Iítill þrastarungi hafði fallið nið- ur á götuna úr hreiðri, sem var uppi á bita í húsi Brynjólfs Bjarnasonar. Litli unginn var ekki orðinn fleygur, svo að ráð- stafanir varð að gera til þess að hjálpa honum „heim til sín". Var leitað á náðir slökkviliðsins, sem hefir yfir stórum stigum að ráða. Brá það skjótt við, og á efri myndinni sést hvar slökkviliðs- maður er kominn upp að hreiðr- inu. Það hafði þá sýnilega verið yfirgefið svo að ekki þótti ráð- leg't að skilja ungann þar eftir. Slökkviliðið tók því að sér að ala hann upp þar til hann gæti séð um sig sjálfur. — Á neðri myndinni sést ung stúlka varð- veita ungann áður en slökkviliðið kom til. —Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Ungur Keflvíkingur hlýfur bonu ú Kelluvíkurflugvelli KEFLAVÍK, 26. júní. — Ungur maður héðan úr Keflavík lét líf- ið á Keflavíkurflugvelli í dag með sviplegum hætti. Hét hann Þórður Þorsteinsson, til heimilis á Suðurgötu 30 hér í bænum. Þórður, sem var að vinna við raflagnir á flugvellinum, var að Ekki rignir enn í Hornufirði ALLIR bátar frá Höfn í Horna- firði eru nú farnir á síld, að því er fréttamaðurinn á staðnum tjáði Mbl. í gær. Bátarnir eru sex: Akurey, Gissur hvíti, Helgi, Fanney, Ingólfur og Sígurfari, og eru þrír þeirra búnir að fá síld. Austfjarðabátar fiska allvel á færi úti fyrir suðausturströnd- inni og leggja aflann stundum upp í Höfn, í salt. Brœður hlutu bílinn EIGENDUR vinningsmiðans í happdrætti Sjálfstæðisflokksins, hafa nú gefið sig fram. Það eru bræðurnir Sigurður Bjarnasur raívirkjameistari, og Eiríkur Bjarnason, skrifstofustjóri. — Vinningurinn, sem er eins og kunnugt er, ný og glæsileg Ply- mouth-bifreið, var afhentur hin- um nýju eigendum í fyrradag. Vorið hefur verið ákaflega þurrviðrasamt í Hornafirði og hefur ekki enn rignt. Stundum sést þó rigning í fjöllum, en hún nær aldrei niður á láglendið. — Grasspretta er því með seinna móti, og byrjar sláttur ekki fyrr en einhverntíma upp úr næstu mánaðamótum. I vor voru kart- öflur settar niður seint, vegna þess hve lengi var klaki í jörðu, og í ár er sáð minna af gulrófna- fræi en venjulega. Hestamannamót á Akranesi Á SUNNUDAGINN kemur á að verða hestamannamct í Barða- nesi, á skeiðvelli Akurnesinga við Berjadalsá. Þar keppa 20 gæð íngar af Akranesi og 5 ofan úr sveitum. Síðustu dagana hafa hestamennirnir verið að æfa og þjálfa hestana fyrir mótið. mála spennubreyti uppi í staur utan við flugskýli. Var hann einn uppi á vinnupalli, þegar hann féli skyndilega niður af pallinum og var fallið 6—7 metr ar. Hann var örendnur er nær- staddir komu að. Ekki var vitað með vissu hvort Þórður hafði snert rafhlaðinn vír, en það at- riði er í rannsókn í dag. Slysið varð síðdegis í dag, milli 4—5. Þórður var aðeins 19 ára að aldri. Hann var sonur Þorsteins Þorsteinssonar skipstjóra, sem var aflakóngur í Keflavík í mörg ár, og látinn er fyrir þremur mánuðum. Hann bjó hjá móður sinni, önnu Bjarnadóttur og var elztur 4 barna þeirra hjóna. — HSJ. Síld á Skjálfanda í GÆRKVÖLDI bárust fréttir til síldarleitarinnar á Siglufirði að mótorbáturinn Svanur frá Hrís- ey hafi lóðað á tvær síldartorfur á Skjálfandaflóa, suðaustur af Flatey, við svokallaðar Nafir. —¦ Voru torfurnar tíu faðma undir yfirborði og virtust 16—18 m þykkar. Sjávardýpi þarna er 30 faðmar. Ný síld hafði komið upp í fiski, sem báturinn hafði aflað á þess- um slóðum. Einnig fréttist að fengist hefði á trillubát, sem var við veiðar eigi langt frá, nokkrar lifandi síldar, sem kræktust á önglana, þegar færi voru dregin. Þá fréttist einnig um annan trillu bát, sem verið hafði á veiðum í þverál út af Fjörðum, sem feng-' ið hafði nokkrar síldar. Engin síldveiðiskip voru á þess um slóðum, en búizt var við að nokkur skip myndu leita síldar þar og vera komin á staðinn kl. 2—3 í nótt sem leið. Bræla var á útmiðum, suðaustan 4—5 vind- stig, en talið hugsanlegt að hægt væri að vera við veiðar nálægt landi. Skattgreiðslur RÉTT er að vekja athygli á því, að á morgun (laugardag) eru síð- ustu forvöð að tilkynna til firma- skrár, ef óskað er eftir því, að sameignarfélög séu skattlögð sér staklega sem félög. Ný ákvæði um þetta atriði voru sett á Al- þingj í vetur, og fjalla þau um .þreytingu á 3 .gr. skattalaganna. Mœling geislavirkra efna að hefjast hér á landi UM þessar mundir er verkfiæð- ingadeild Háskóla íslands að hefja mælingar geislavirkra efna og er verið að koma upp nauð- synlegum tækjum. Mbl. leitaði í gær frétta af þessu hjá Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, sem mun hafa yfirum- sjón með þessum mælingum. Sagði hann, að mæla ætti geisla- virk efni í andrúmsloftinu, geisla virka isotopa sem notaðir eru við ýmsar tilraunir og geislavirk efni í sambandi við notkun þeirra til lækninga. Tæki þau sem notuð verða eru smíðuð af Páli Theodórssyni eðlis fræðingi, en hann er nýkominn heim frá Danmörku, þar sem hann hefur starfað hjá dönsku kjarnorkunefndiani og einmitt unnið við tilraunir með nýjar gerðir mælitækja. Mun Páll í framtíðinni vinna að mælingu geislavirkra efna hér á landi med þessum tækjum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.