Morgunblaðið - 03.07.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.1958, Blaðsíða 1
Tveír menn úr gæzluliði SÞ í Líbanon, ítalski majórinn Bafaelle Pogolli (t. v.) og sænski majórinn Agnar Strandberg, athuga kort af olíuborginni Trípóli, eftir að sex menn höfðu verið drepnir og 20 særzt í átökum milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Samið um vopnum í að beita ekki þungum hafnarhverfinu í Tripoli Macmillan, Eisenhower og de Gaulle mótmæla ásökunum Krúsjeffs um að Vestu»rveldin spilli fyrir því’ að haldinn verði fundur æðstu manna fyrsta skýrstan frá gæsluliði SÞ send til öryggisráðsins BEIRUT, 2. júlí — NTB — Reuter — Stjórnarherinn og uppreisnar- menn í hafnarhverfinu í olíu- borginni Tripólí gerðu í dag með sér samning um að beita ekki þungum vopnum, fallbyssum eða öðrum slikum vopnum. Uppreisn- armenn áttu frumkvæðið að samn ingi þessum.Drógu þeir upp hvít. ar veifur og síðan hófust umræð- ur, er stóðu í tvær klukkustundir. Var samningur þessi gerður á þeim forsendum, að notkun þungra vopna hefði í för með sér miklar blóðsúthellingar og eigna tjón fyrir almenna borgara. Sífelldir bardagar geisuðu í gamla borgarhlutanum í Trípólí í dag, og barizt var víða í land- inu. Stjórnarherinn hélt áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönn- um í fjalllendinu fyrir sunnan Beirut. Sendiherrar Bretlands, Banda- ríkjanna og Frakklands ræddust við í Beirut í dag vegna við- ræðna þeirra, er þeir áttu í gær við Chamoun forseta, en sam- kvæmt góðum heimildum lagði forsetinn þá enn einu sinni á- herzlu á, að borgarastyrjöldin í Líbanon væri sök erlendra aðila og að Líbanonstjórn þurfi á að- stoð að halda annaðhvort frá SÞ eða öðrum. Munu sendiherrarnir hafa svarað því til, að ríkisstjórn- ir þeirra væru ákveðnar í því að gera allt, sem í þeirra valdi stæði til að vernda sjálfstæði Líbanon. Bandaríski utanríkisráðherr- ann Dulles, hefir lýst yfir því, að Bandaríkjastjórn líti á það sem neyðarúrræði að senda her- lið til Libanons. Brezki utanrík- isráðherrann Selwyn Lloyd, ítrek aði í neðri deild þingsins í dag, að Bretar myndu í einu og öllu styðja SÞ í viðleitni þeirra til að leysa Libanonvandamálið. Utanríkisráðuney tið í Beirut flóttamanninum og barði hann | hefir sent öllum erlendum sendi- Söguleg uiulan< koma pólsks flóttamaims STOKKHÓLMI. — Þrítugur Pól- verji flúði sl. sunnudagskvöld af pólsku skemmtiferðaskipi, sem legið hefur nokkra daga í höfn í Stokkhólmi. Hljóp hann fyrir borð og hafði björgunarbelti um sig. Pólverji þessi var í áhöfn skipsins. Annar maður af áhöfn- inni stökk þegar á eftir honum í sjóinn, tók björgunarbeltið af með björgunarbeltinu í höfuðið. Sænskur tollgæzlumaður reri til móts v ið flóttamanninn á báti, og sænskur ljósmyndari stökk í sjóinn og synti til Pólverjans. Áður en tollgæzlumanninum tókst að ná þeim upp í bátinn, höfðu flóttamaðurinn og Ijcs- myndarinn orðið fyrir nokkrum meiðslum af járnarusli, sem kast- að var frá pólska skipinu. Lög- reglan kom síðan á vettvang og tók örmagna flóttamanninn í sína vörzlu. ráðum í borginni orðsendingu, þar sem bent er á, að Sýrlending- ar haldi áfram að hlutast í innanrikismál Líbanons. Kveðst utanríkisráðuneytið vona, að SÞ geri nauðsynlegar öryggisráðstaf- anir. Óstaðfestar fregnir herma, að Líbanonsstjórn hafi ákveðið að vísa úr landi 7 starfsmönnum sendiráðs Arabiska sambandslýð- veldisins. Chamoun sagði nýlega, að sendi ráðið hefði látið nokkra upp- reisnarmenn hafa egypzk vega- bréf. Gæzlulið SÞ í Líbanon sendi í dag fyrstu viðamiklu skýrsluna til öryggisráðsins um ástandið í landinu. í skýrslunni er sagt frá þeim árangri, er gæzluliðið hef- ir náð í rannsóknum sínum á þeim staðhæfingum Líbanons- stjórnar, að Arabíska sambands- lýðveldið hafi hlutazt í innan- ríkismál landsins. Ekki er vitað, hvenær skýrslan verður birt. Gæzluliðið er undir forustu Galo Plaza, fyrrverandi forseta Ecua- dors, Rayesmwar Dayal, fyrr- verandi fulltrúa Indverja hjá SÞ og norska hershöfðingjans Odd Bull. BRÚSSEL, 2. júlí. — NTB Reuter. — Evrópuríkin sex, sem standa að Markaðsbandalaginu, vonast til þess, að takast megi að ganga frá sameiginlegri tillögu um fríverzlunarsvæði Evrópu í næstu vikum, sagði hollenzki ut anríkisráðherrann Pierre Wigny í dag. Lundúnum, Washington og París, 2. júlí. — NTB — Reuter. — í DAG voru birt í Lundúnum, Washington og Parxs, svarbréf ríkisleiðtoga Vesturveldanna þriggja við orðsendingu þeirri, er Krúsjeff sendi þeim 11. júní sl. I þeirri orðsendingu sagði Krúsjeff ríkisleiðtogana þrjá spilla fyrir því, að haldinn yrði fundur æðstu manna. Bréf Mac- millans, Eisenhowers og de Gaulles voru afhent formlega í Moskvu í gær. Mótmæla þeir harðlega ásökunum Krúsjeffs og fara fram á, að hann gangi að málamiðlunartillögum þeirra um dagskrá slíks fundar eða beri að öðrum kosti fram nýjar tillögur. Macmillan komst svo að orði í bréfi sínu, að tilgangur Vest- urveldanna og Sovétríkjanna með því að stofna til ráðstefnu æðstu manna virtist vera geró- líkur. Tilgangur ykkar virðist að- eins vera sá, að kalla saman ráð- stefnu æðstu manna, en tilgangur okkar er, að með slikri ráð- stefnu verði hægt að leysa eitt- hvert af helztu ágreiningsmálun- um, skrifar Macmillan. Ásakaði Macmillan Krúsjeff um að hafa ekki raunverulegan áhuga á, að slík ráðstefna bæri árangmr. Seg- ir Macmillan í bréfinu, að ef ekki sé hægt að komast að neinu sam- komulagi um, hvað semja eigi um á slíkum fundi, geti hann ekki skilið, hvernig ætti að vera mögu- legt að hefja slíka ráðstefnu. Sagðist Macmillan hafa orðið fyr- ir vonbrigðum af bréfi Krús- jeffs, en taldi samt ekki ástæðu til að gefa upp alla von um, að □- -□ I síðustu fregnum segir, að Eisenhower Bandaríkjaforseta hafi í kvöld borizt ný orðsending frá Krúsjeff, forsætisráðherra. Var hún afhent í Washington. Ekki er kunnugt um efni þess- arar orðsendingar. □----------------------□ slík ráðstefna yrði haldin. Kvað hann Vesturveldin mundu gera allt, sem í þeirra valdi stæði til að samkomulag næðist og skoraði á Krúsjeff að leggja fram sinn skerf til þess, með því að sam- þykkja málamiðlunartillögurnar eða koma með nýjar tillögur. O Macmillan vítti það, að Ráð- stjórnin birti nýlega opinberlega Framh. á bls. 2 Ráðstjórnin setti Gomulka úrslitakosti Rússneskar hersveitir voru í 20 km fjarlægð frá Varsjá LUNDÚNUM, 2. júlí. — Ráð- stjórnin er sögð hafa sett Gom- ulka, leiðtoga pólska kommún- istaflokksins, úrslitakosti í sl. viku til að fá hann til að rjúfa þögn sína um aftöku Nagy og þriggja félaga hans. Þessar upplýsingai hefir frétta- ritari brezka blaðsins Daily Telegraph í Varsjá, Sidney Gru- son, gefið, en hann kom til Lund- úna sl. sunnudag. Gruson segir, að Rússar hafi tilkynnt Pólverj- Norski sjávarútvegs- málaráðherrann vill fara samningaleiðina TROMSÖ, 2. júlí. — Einkaskeyti | færðum út fiskveiðilögsöguna, til Mbl. frá Reuter. — Norski sjávarútvegsmálaráðherrann Nils Lysö, hefir lýst yfir því, að hann sé „hlynntur þvi að leysa vanclamálið um víkkun íiskveiði lögsögunnar með því að fara samningaleiðina“. Komst Lysö svo að orði á fundi fislcimanna- samtaka í Tromsö í gærkvöldi. Sagði Lysö, að þessi aðferð myndi tryggja það, að „við lend- um leið og við væntum þess, að önnur ríkj séu hógvær í kröf- um sínuxn, bætti Lysö við. Enn fremur benti Lysö á, að það yrði mjög alvarlegt vandamál, ef mik ill togarafloíi sækti á miðin úti fyrir Norður-Noregi. Sagð'i hann einnig, að það væri aðeins tíma- spursmál, hvenær almennt kæmi til breytinga á fiskveiðitakmörk- unum. Fundarmenn samþykktu álykt um ekki i deilum við þjóðir, sem 1 un, þar sem skcrað var á norsku við eigum vinsamleg samskipti j stjórnina að færa fiskveiðilög- við á öðrum sviðum. Mjög ör- sögu Noregs út í 12 sjómilur frá lagaríkt skref væri stigið, eí við 1. jan. 1959 að telja. um, að þeir yrðu að skipa sér í flokk með öðrum kommúnista- ríkjum í afstöðunni til Tító og aftakanna í Ungverjalandi. Er sanrxningaumleitanir höfðu stað- ið í viku milli Gomulka og Rússa, gafst Gomulka upp og hélt ræðu þá, sem birt var sl. laugardag. Talið er, að frú Furtseva, sem er náinn samstarfsmaður Krús- jeffs, hafi sjálf komið til Varsjá til að leggja að Gomulka. Skýrði fréttaritarinn einnig svo frá, að rússneskar hersveitir, sem venjulega eru að æfingum við landamæri Póllands og Rúss- lands, hefðu óvænt hafið æfing- ar í um 20 km fjarlægð frá Var- sjá. Pólski herinn var að æfing- um um svipað leyti. og áður eu nokkurn varði, höfðu rússneskar hersveitir slegizt í hópinn til að taka þátt í æfingunum. □//□ Erindrekinn frá Kreml, hvort sem það hefir verið frú Furtseva eða annar meðlimur æðsta ráðs- ins, kvað hafa gefið Gomulka i skyn, að Rússar myrtdu hætta að láta Pólverjum í té rauðajárn, ef hann léti sig ekki. Stálsmiðjur í Póllandi fá 90% af rauðajázni sínu frá Sovétríkjunum. Einnxg mun Gomulka hafa verið hótað stöðvun á öðrum hráefnasending- um. Var Gomulka einnig bent á, að Vesturveldin túlkuðu þögn hans um aftökurnar sem ágrein- ing milli kommúnistaríkjanna. Mun « .drekinn einnig hafa Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.