Morgunblaðið - 03.07.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1958, Blaðsíða 12
12 w/>nrr”VT>r 4f)fÐ Fimmtudagur 3. júlí 1958 502IE WOMCr í>kALPí»AUA EFTlíi Brátt kom að því, að ég losn- aði úr herþjónustu, og sneri ég þá aftur til Englands. Ég hafði kunnað mjög vel við mig á Aust- urlöndum og vissi naumast, hvað ég átti af mér að gera í London. Foreldrar mínir voru dánir, og ég hafði ekki sérmennt að mig til neins starfs. Roskinn frændi minn bauð mér starf við fasteignasölu sína í Sloanestræti og lofaði að gera mig að meðeig- anda í fyrirtækinu, ef ég reynd- ist vandanum vaxinn. Ég beit á jaxlinn, fór í kvöldskóla og lagði mig allan fram við námið. „Ég hef andstyggð á þessu öllu, en ég verð að standa mig“, sagði ég við sjálfan mig. „Ég verð að ná prófinu“. En ég hafði ekki fyrr lokið prófinu, en ég hætti við allt sam an og réðst til plantekrueigand- ans í Malaya. Þótt hin góðgjarni en vonsvikni frændi minn hefði varað mig við, að ég myndi sjá eftir þessu, varð mér ljóst, um leið og ég kom austur á bóginn, að hann hafði á röngu að standa. Deyfðin og drunginn, sem haíði hvílt á mér eins og mara í London hurfu sem dögg fyrir 'sólu. Ég fór að skynja umhverfi mitt á ný, og öðru hverju vöktu atburðir og sýnir hins daglega lífs hinna innfæddu hjá mér ann- arlega, óljósa löngun til að grípa augnablikið og festa það mér í minni. Væri ég aðeins listamað- ur.. .- Og þannig stóð á því, að ég tók mér í hönd kúlupenna og stílabók — eftir að Malajastúlk- an var hætt göngum sínum með- fram húsi mínu. Nærri samstundis fannst mér ég verða þess áskynja, að ég byggi yfir einhverjum hæfileik- um í þessa átt, þótt mér á hinn bóginn væri fyllilega ljóst, hve mjög skorti á, að sú hæfni nyti sín í fyrstu tilraunum mínum. Von bráðar átti teiknilistin hug minn allan. Ég hugsaði ekki um annað, hvorki nótt né dag. Ég var með teiknibók í vasanum, er ég vann úti við á daginn og sat um hvert tækifæri til þess að teikna það, sem vakti athygli mína. All- ar frístundir mínar urðu mér allt í einu óumræðilega dýrmætar. Mig þyrsti í fróðleik, þekkingu á þessari listgrein. Ég braut heil- ann oft um smáatriði, sem mér hefði verið í lófa lagið að vita, hefði ég tekið betur eftir í teikni tímum skólagöngu minnar. Ég lét senda mér ógrynni bóka um myndlist, bæði frá London og Singaporé. Fyrr en varði, var ég farinn að falla í stafi af aðdáun yfir ljósmyndum af sömu mál- verkunum, sem ekki höfðu náð HENTUGIR LÉTTIR STERKIR Afgreiddir af ■WM® llfJlk Útflu tnings v erzlur 41, Vodickova PRAHA 2 CZECHOSLOVAKIA að hrífa mig hið minnsta, er ég skoðaði þau í söfnunum í London. Ég var einnig hættur að hugsa um Malajastúlkuna, sem áður hafði svo Oft gengið frarn hjá húsi mínu. Tilfinningar mín- ar fengu útrás eftir öðrum leið- um. Það var því bann George Wheeler, sem olli þvi, að sú orka sem ég hefði annars varið til ásta, beindist nú að teiknibók- inni minni. Ég komst brátt að raun um, hvaða stefna hæfði mér bezt, og að ári liðnu hafði ég skapað mér eigin stíl. Ég var einnig farinn að nota liti. í fyrstu hafði ég notað venjulega krítarliti en síð- ar vatnsliti og var fyrir nokkru byrjaður að fást við olíuliti. Þótt Wheeler hefði nokkrum sinnum staðið mig að því að teikna í vinnutímanum, var þessi tómstundaiðja mín honum vel að skapi. Hann taldi hana bera vitni um hreinleika hugans. Honum var mun minna gefið um Tubby Penfield og hinar saurugu hugs- anir hans. Eitt sinn bað hann mig meira að segja að teikna fyrir sig mynd. Það var um það leyti, sem Everest var klifið og hann óskaði eftir að fá mynd af afrekinu og fékk mér tímarits- myndir af þeim Hillary og Tens- ing til þess að mála eftir. Ég hafði hvorki löngun né getu til að leysa það verkefni, en lofaði þó að gera mitt bezta. Von bráð- ar hafði ég málað sundurgerðar- lega og innantóma mynd, sem engu að síður gladdi hann stór- kostlega. Hann hengdi hana sam stundis á vegg í svefnherbergi sínu til þess að geta notið afreks- ins úr bóli sínu. Viku síðar vakti hann athygli mína á smáklausu í einu Lund- únablaðanna. Þar var minnzt á listakonu, sem hafði nýlega opn- að sýningu í London, í sýningar- sal Ullmans í West End. En það, sem mesta athygli vakti, var, að konan, sem var hálffertug að aldri, hafði ekki fengizt neitt við að mála fyrr en árið áður. „Þú hefur nú þegar fengizt við þetta lengur en hún“, sagði Wheeler. „Hvers vegna sendirðu þeim ekki sýnishorn af verkum þínum “ „Ég er ekki »rðinn nógu góður málari til þess“, sagði ég, en þau orð voru ekki fyllilega sann- Ieikanum samkvæm. Nákvæm túlkun hugsaaa minna hefði hljóðað eitthvað á þessa leið: „Mér finnst sjálfum, að ég sé orð in býsna góður, en ég er ekki viss um, að öðrum finnist það og er því dauðhræddur við að heyra dóm þeirra“. „Þú ættir að reyna það — þú átt ekkert á hættu“. Ég lét mér segjast og sendi samstundis loftleiðis með ærnum tilkostnaði, nokkrar vatnslita- myndir og tvö olíumálverk. En ég fékk ekki einu sinni tilkynn- ingu um, að þetta hefði komið fram. Næstu átta mánuði var ég í algerri óvissu um, hvar myndir þessar væru niður komnar. Og þegar öll kurl komu til graf ar virtist ég hafa átt dálítið á hættu — sem sé það að glata sjálfstrausti mínu. Mér hitnaði í vöngum, er ég minntist þeirrar bíræfni minnar að senda mynd- irnar til London — þar hafði án efa verið gert óspai-t gys að mér! Ég þorði ekki einu sinni að skrifa forstöðumanni sýningarsalarins til þess að óska eftir, að þær væru endursendar. Sjálfsálit mitt hafði beðið alvarlegan hnekki. Og það var ekki hvað sízt sú staðreynd, sem varð til þess, að um þetta leyti trúlofaðist ég Stellu Plowden. Ég greip sem sé til þess algenga úrræðis karl- mannsins að hressa upp á sjálfs- virðingu sína með því að leita eftir ástum konu. Stella Plowden var tuttugu og fjögurra ára að aldri. Hún var fremur snotur stúlka og taldist því hrífandi fögur í svo afskekktu héraði sem þessu. Eftir að hún settist að ásamt móður sinni á næsta búgarði við Bukit Merah, streymdu piparsveinar að af svæði, sem náði allt að hundrað mílum í allar áttir. Ég slóst í hóp þeirra og stóð mun betur að vígi en margir aðrir, vegna nálægðar minnar við staðinn. Það varð mér einnig óbeint til hjálpar, að eitt sinn varð einn hinna fjarlægari aðdáenda fyrir árás ræningja, er hann var á leiðinni til Stellu, og skutu þeir hann til bana. Eftir það atvik dvínaði áhugi þeirra, sem fjær bjuggu, að miklum mun. Ég bað hennar á jóladag, og á annan í jólum tók hún bón- orði mínu. Strax eftir nýjár fóru efasemdirnar að gera vart við sig. A hinn bóginn var það ekki fyrr en í aprxl, sem ég tók á mig rögg og sleit trúlofuninni. Aðalorsök ósamlyndis okkar var tómstundaiðjan mín. Það særði Stellu, að ég skyldi mála myndir af Malajum fremur en henni. Hún gat ekki skilið það, I að ég skyldi eyða tíma mínum í að mála innborið fólk, þar sem ég átti kost á hvítri — og ekki ósnoturri fyrirsætu! Mér var ( þetta ekki Ijóst í fyrstu, en ég tók eftir því, að hún varð afund- in og hortug í hvert skipti, sem ég sýndi henni myndir mínar, og fann að öllu í fari mínu — nema því, sem henni raunverulega gramdist mest. Að lokum kom þó sannleikurinn í ljós. Hún út- skýrði vandlega fyrir mér, að það væri ekki svo að skilja, að hana langaði til að láta mála mynd af sér — hún gat raunar ekki hugsað sér neitt þrautleiðin legra — en hið augljósa áhuga- leysi mitt var að hennar dómi niðurlægjandi fyrir hana. Þenn- an sama morgun hafði móðir hennar spurt hana, hvort ég væri að mála mynd af henni, og hún hafði neyðzt til að svara: „Nei, hann er að mála mynd af Malaja- stelpu“. Hún hafði sárskammazt sín fyrir að segja frá því. Við fórum að kýta í hvert skipti sem við hittumst. Þrætu- efnið var alltaf hið sama, sömu ásakanirnar endurteknar æ ofan í æ og urðu stöðugt bituryrtari. Og að lokum sauð upp úr. Við vorum í skógarferð, og ég hafði dregið upp myndir af þrem Mal- ajakonum, sem gengið höfðu fram hjá okkur. „Hvað er eiginlega athugavert við mig “ spurði Stella gröm, „Er ég svona herfilega ljót, eða hvað“? „Nei, síður en svo“. „Þetta er svo móðgandi — og óheilbrigt“. „Að mála myndir af Malaj- um?“ „Já, sér í lagi þar sem níu myndir af hverjum tíu eru af kvenfólki. Það er beinlínis and- styggilegt". „Þær eru svo fallegar — hreyf- ingar þeirra svo mjukar“. „Hamingjan sanna, það er fé- legt að heyra til þín! Þó leyfirðu þér að halda því fram, að ekk- ert sé á bak við þetta!“ „Vissulega er ekkert á bak viS þetta“. Við hnakkrifumst í tíu mínútur og særðum hvort ann- að eftir megni, en þögðum síðan um stund. Ég fór að skammast mín fyrir það, sem ég hafði sagt, og hugðist baéta fyrir brot mitt. „Hvað sem öðru líður, langar mig til að teikna mynd af þér núna“. „Þú mátt það — en bíddu and- artak“. Hún teygði sig eftir hand tösku sinni. „Nei, hreyfðu þið ekki! Vertu kyrr svona —“. „Hvaða vitleysa!" Um leið og hún tók til við að greiða sér og snurfusa sig í and- liti var sem strengur brysti hið innra með mér. Mig langaði til að æpa hástöfum. „Heimska, hé- gúmlega tildursdrós! Skilurðu nú ekki, hvers vegna ég vil ein- göngu mála Malajastúlkur? Sérðu ekki, að þær eiga það tild- ursleysi og innra sakleysi, sem þú hefur glatað?" Hún lagfærði föt sím og stilíti sér upp, eins og á auglýsinga- mynd á konfektkassa. Staiistiílka óskast í eldhú.sið. Uppiýsingar geíur ráðskonan. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. a r / ú á „Ég talaði við Bjarna vegamála J inn um Bjarnarfjall sé hættuleg- stjóra í gær,“ sagði Tryggvi, „og ur áður en við getum neytt Davíð hann segir að við verðum að ' og Markús til þess að láta af sanna fyrir almenningí að vegur-1 hendi land undir vegarstæði“. — „Það er eitthvert vit í þessu“, >agði Bvjánn lögfræðingur. „Allt og sumt, sem gera þarf, er að setja á svið hættur í Bjarnar- fjalli“. SHUtvarpiö Fimmtudagur 3. júlí: 12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19.30 Tónleikar: Harmon- ikulög (plötur). 1940 Auglýsing- ar. 20.30 Erindi: frá Kýpur (Ólaf- ur Ólafsson, kristniboði). 21.00 Tónleikar: Borgin min, París. 21.15 Upplestur með undirleik: Svíalín og hrafninn, — gamalt þjóðkvæði (Þóra Borg leikkona les. Emiiía Borg leikur undir á píanó). 21.30 Tónleikar: Henny Wolf syngur, Hermann Reutter leikur undir. 22.10 Kvöldsagan: ,,Næturvörðurinn“ eftir John Dickson Carr; III. (Sveinn Skorri Plöskuldsson). 22.30 Tónleikar: Ungversk þjóðlög, sungin og lexk- in. 23.00 DagskrárioK, Föstudagur 4. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Tónleikar (pl.). 20.30 Er- indi: Þroskaleiðii-nar þrjár; III:, VegUr viljans (Grétar Fells rit- höfundur). 21.00 íslenzk tónlist. 21.30 Útvarpssagan: „Sunnufell“ eftir Peter Freuchen, XI. (Sverr- ir Kristjánsson). 22.00 íþrótta- spjall. 22.15 Garðyrkjuþáttur: Heimsókn til garðyrkjubænda að Laugarási í Biskupstungum (Ed- wald B. Malmquist). 22.30 Fræg ar hljómsveitir leika. 23.20 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.