Morgunblaðið - 03.07.1958, Side 16

Morgunblaðið - 03.07.1958, Side 16
V EÐRIÐ Hæg breytileg átt, skýjað. Wmmmhte Bókaþátfur á bls. 9 147. tbl. — Fimmtudagur 3. júlí 1958 106 nýir mebiimir gengu í „Óðin á fundi s.L fDribjudag MÁLFUNDAFÉLAGIÐ óðinn, félag sjálfstæðis-verkamanna og sjómanna, hélt félagsfund í Sjálf- stæðishúsinu sl. þriðjudagskvöld. í upphafi fundar las formaður félagsins, Magnús Jóhannesson, upp inntökubeiðnir frá 106 mönn- um, er óskað höfðu inngöngu í félagið. í þessu sambandi er vert að geta þess, að allflestar þessar inntökubeiðnir hafa borizt félags- stjórninni frá því að hin nýju efnahagsmálalög ríkisstjórnar- innar tóku gildi. Eru því þessi viðbrögð launþeganna með þvi að fylkja sér undir merki Sjálf- stæðismanna verðugt svar til nú- verandi ríkisstjórnar og sýnir glöggt, hvern hug launþegar al- mennt bera til „stjórnar vinnu- stéttanna“, eins og hún kallar sig. Á fundinum voru rædd bæj- armál og hafði Magnús Jóhannes- son, framsögu. Gunnar Helgason, erindreki, flutti erindi um verka lýðsmál og rakti svikaferil ríkis- stjórnarinnar gagnvart launþeg- unum. Á eftír framsöguræðum hófust frjálsar umræður og tóku eftirtaldir menn til máls: Jóhann Sigurðsson, Axel Guðmundsson, Guðmundur Nikulásson og Guð- jón Hansson. Að umræðum loknum töluðu frummælendur og svöruðu fyrir- spurnum, sem fram höfðu komið. Eftirfarandi ályktun var sám- þykkt einróma á fundinum: 177 hvalir hafa veiðzt í ár AKRANESI, 2. júlí: — 177 hvalir eru nú komnir á land hjá hval- veiðistöðinni í Hvalfirði. Mest er það langreyður og er það miðl- ungs hvalastærð. Húsakostur ur stöðvarinnar jókst á sl. ári. Sala á kjöti og rengi til neyzlu innanlands er áþekk og undan- farin ár, þó sízt minni. Eina frysti húsið, sem fyrstir hvalkjöt til út- flutnings er Heimaskagi hf. á Akranesi. Hefir það fryst 830 lest ir af kjöti nú í ár. Hvalveiði- skipin, sem veiða fyrir stöðina eru fjögur, hið fimmta liggur við festar í höfn, til vara ef á þarf að halda. Hvalur III er á leið til lands með 2 hvali í togi. Fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar í Hvalfirði er Loftur Bjarnason. Þoka komin á miðin — lítil veiði ÞÆR fréttir bárust frá síldar- leitinni um það leyti sem blaðið var að fara í prentun í gærkvöldi að komin væri þoka á miðin, en síðdegis í gær hafði birt upp. — Skipin voru þá við Grímsey og við Flatey og sum höfðu leitað austur eftir. Vitað er um 22 skip, sem fengið höfðu einhvern afla í gær, 150—600 tunnur. Fréttaritari blaðsins á Siglu- sem fengið höfðu síld í gær á Sundinu: Faxaborg 500 tunnur, Sunnutindur 300—400, Heiðrún gott kast, Grundfirðingur II, 600. í gær var söltunin á Siglufirði 3833 tunnur. Hæstu söltunar- stöðvar á Siglufirði voru þá Óli Henriksen 4441 tunna, íslenzkur fiskur 4265, H.f. Hafliði 3643. Alls höfðu Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði tekið á móti ^ 12600 málum síldar og 8 þúsund firði simaði siðdegis i gær að málum af SÍIdarúrgangi. í gærmorgun og fyrrinótt hefði verið lítið um að vera á miðun- um og engir fengið síld. Gott veður var, en þoka. Fjöldi af norskum skipum hafði legið í vari, en héldu út þegar birti síðdegis. Vitað var um eftirtalin skip, Stöðug söltun DALVÍK, 2. júlí. — Frá því síld- arsöitun hófst fyrir hálfum mán- uði má heita að saltað hafi verið meira og mina daglega af Norð- urlandssíld. Á laugardaginn lönduðu hér fjögur skip um 1500 tunnum og í gær landaði Hannes Hafstein tvisvar alls um 800 tunn 1 Fjöldi fólks fagnaði komu þessa Nýr bátur GRAFARNESI, 28. júní. — Nýr 60 lesta vélbátur bættist við bátaflota Grundfirðinga í dag. Báturinn er smíðaður í skipa- smíðastöðinni Dröfn h.f. og í honum er 390 hestafla Manheim aflvél. Ganghraði er 10 til 11 sjómílur á klst. Báturinn er bú- inn öllum nýjustu tækjum svo sem dýptarmæli, og asdictækj- m. Radar verður settur í hann síðar á árinu. Báturinn heitir Blíðfari SH 103. Eigandi er Hrað frystihús Grundarfjarðar, en skipstjóri er Björn Ásgeirsson. um. Ennfremur landaði Viktoria 450, Ágúst Guðmundsson 500, og Sæfaxi 300. Síldin er fremur lé- leg og mun úrkast úr henni vera um 40 prósent. fallega og traustlega báts, er hann lagði að bátabryggjunni í Grundarfirði í fegursta veðri í morgun. Báturinn heldur til síld veiða fyrir Norðurlandi í nótt. íslendingar verða sjálfir á sjóinn, segir Information „Fundur í Málfundafélaginu Óðni, haldinn í Sjálfstæðishúsinu 1. júlí 1958, mótmælir harðlega þeim fáheyrðu ofbeldisverkum, sem framin hafa verið í nafni verkalýðshreyfingarinnar í Ung- verjalandi með morðinu á Imre Nagy og félögum hans, og telur að öllum frelsisunnandi mönn- um beri skylda til að sameinast gegn þeirri þjóðfélagsstefnu, sem ber ábyrgð á slíkum níðingsskap". Rafvirkjaverkfallinu ekki aflýst í gœr EFTIR því sem blaðið hefur fregnað, voru í gær greidd atkv. í Félagi ísl. rafvirkja um sátta- tillögu þá, sem fulltrúar þeirra höfðu fallizt á og var hún sam- þykkt. Hins vegar munu rafvirkja meistarar hafá frestað staðfest- ingu á samþykktinni, þar eð óvíst er enn hvort verðlagsyfirvöldin leyfa að selja hið nýja kaup út á sama hátt og áður. Langþráð rigning bœtir grassprettuna mjög ÁRNESI, S-Þing. 2. júlí. — Síð- astliðinn laugardag og sunnudag gerði hér ágæta rigningu, í raun- inni þá fyrstu á þessu sumri. Að Sinfóníuhljóm- sveifin á isafirði ÍSAFIRÐI, 2. júlí. — Sinfóníu- hljómsveit íslands hélt tónleika í Alþýðuhúsinu hér í gærkvöldi við mjög góða aðsókn og frábær- ar undirtektir áheyrenda. Stjórn andi var Paul Pampichler, ein- söngvarar með hljómsveitir.ni voru þeir Guðmundur Jónsson ins upp runnið. Á einstaka bæ vísu rigndi lítils háttar 14. júní, en vegna kuldans eftir þá rign- * gærkvöldi, ingu gerði hún gróðri lítið gagn. Aftur á móti hefir verið veður- blíða síðan um helgi, einkum á mánudaginn, sem var mjög hlýr, og hefir þessi rigning haft stór- kostlega þýðingu fyrir grassprett una í sumar. En eins og kunnugt er hefir hún fram að þessu verið mjög óálitleg vegna fádæma vorkulda og þurrviðra, sem hafa orsakað miklar kalskemmdir í túnum. Sprettuhorfur vænkast nú verulega og með sanni má segja að hið langþráða sumar með gróðrarilm í lofti hafi nú loks- og Þorsteinn Hannesson og ein- leikari Ingvar Jónasson, fiðluleik ari. Á efnisskránni voru lög eftir innlenda og erlenda höfunda, iétt klassísk músík verk og einnig þyngri verk, *vo að allir hafa áreiðanlega notið tónleikanna í ríkum mæli. Jónas Tómasson tón skáld þakkaði listamönnunum komuna og óskaði þeim góðrar ferðar í tónleikaför þeirra um Vestfirði, sem einmitt hófst með þessum tónleikum. Fararstjórinn er sláttur að hefjast, en almennt mun hann vart byrja fyrr en í næstu viku eða síðar. Mun því verkfalli rafvirkja ekki aflýst fyrr en vitað er um afstöðu verðlagsyfirvaldanna. Sáttafundir KLUKKAN 5 í gær, var boðaður fundur hjá sáttasemjara milli fulltrúa Meistarafélags járniðn- aðarmanna og Félags járniðnað- armanna, Meistarafélags skipa- smiða í Reykjavík og Sveinafé- lags skipasmiða, Félags bílaverk- stæðiseigenda og Félags bifvéla- virkja, Félags blikksmiðjueig- enda og Félags blikksmiða. K). 7 varð hlé á samningaviðræðum, sem hófust aftur klukkan hálftíu i ekkert hafði markvert gerzt á þeim fundi þegar blaðið fór í prentun. Klukkan 2 í fyrrinótt lauk sáttafundi í farmannadeilunni, án þess að samkomulag næðist. Vitað er, að í gær fóru fram óformlegar viðræður milli deilu aðila. TVÖ skipanna sem legið hafa bundin við bryggju undanfarna daga, létu úr höfn í gær. Voru það olíuskipið Kyndill og Litla- fell. Fór Kyndill með farm til Siglufjarðar, en Litlafell átti að losa á ísafirði, Dalvík, Hrísey, Krossanesi og í Grímsey, ef veð- ur leyfði. í gær stöðvaðist Hekla sem var að koma úr þriðju Norðurlanda- förinni. Eru nú tólf skip stöðvuð. STEF mun stefna svo að segja daglega STEF, samband tónskálda og eigenda ílutningsréítar, hefur nu höfðað mál gegn yfirmanni flug- Jón Þórarinsson, framkvæmda- I hersins í Keflavík. í tilkynningu, stjóri hljómsveitarinnar þakkaði áheyrendum góðar viðtökur. Að lokum lék hljómsveitin lagið ísa- fjörður, eftir Jónas Tómasson. —G. sem Mbl. barst frá STEFI, segir m.a.: „STEF hefir fyrir lögreglu- stjóranum á Keflavíkurflugvelli kært yfirmann flughers Banda- Sjálfsbjörg — félag fatl- aðra í Reykjavík, sfofnað FÖSTUDAGINN 27. júní var er haldinn verður í Sjómanna- UNDIR fyrirsögninni „íslending- ar verða sjálfir að fara á sjóinn, Færeyingar verða kyrrir heima vegna yfirfærslugjalds“ skýrir danska blaðið Information frá því, og vitnar í fréttir frá Færeyjum, að Erlendur Pat- ursson, formaður samtaka fær- eyskra fiskimanna, hafj nýlega átt viðræður við ís'enzka aðila í Reykjavík um kaupgreiðslur til færeyskra sjómanna. Segir blaðið. að þar sem fær- eyskir sjómenn vilji ekki vinna á íslenzkum skipum með því skil- yrði að þurfa að greiða hið rýja 55% yfirfærslugjald, þá líti út fyrir að íslendingar muni ekki geta mannað fiskiflota sinn eins og áður með fjölda Færeyinga. íslenzkir útgerðarmenn haf, af þessum sökum éhyggjur af þvi að þeir muni ekki fá nægilega mikinn mannafla a skipin. Að lok um bætir blaðið við, að íslend- ingar kjósi sjálfir heldur að vinna fyrir háu kaupi hjá Bandaríxja- mönnum á Keflavíkurflugvelh, en stunda sjóinn. haldinn fundur í Skátaheimilinu við Snorrabraut, þar sem mætt var fólk, sem fatlazt hefur af völdum lömunarveiki, slysa eða af öðrum orsökum. Á fundinum var stofnað félag þar sem aðeins fatlað fólk hefur félagsréttindi. Félagið heitir „Sjálfsbjörg" — félag fatlaðra í Reykjavík. Verkefni félagsins er að vinna að aukinni samhjálp hinna fötl- uðu, auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu. Stofnedur teljast allir þeir er ganga í félagið fyrir næstu ára- mót. Gert er ráð fyrir að Sjálfsbjörg í Reykjavík verði deild í lands- sambandí fatlaðra er síðar verði komið á fót. Eitt aðalverkefni félagsins í ná- inni framtíð verður að koma upp í Reykjavík félagsheimili með vinnustofum og íbúðarherbergj- um, sem jafnframt því að v«ra vinnustöð verði einnig skóli til verknáms og vinnuþjálfunar fyr- ir fatlað fólk. Treystir félagið á velvilja almennings og hins opin- bera þegar til framkvæmdanna kemur. Á fundinum var kosin 9 manna nefnd til þess að undirbúa upp- kast að lögum fyrir félagið og leggja fyrir framhaldsstoínfund skólanum 10. þm. kl. 9. í nefndina voru kosin Sigursveinn D. Krist- insson, Gils Sigurðsson, Gunnar Jóhannsson, Helgi Eggertsson, Sigfús Brynjólfsson, Theodór Jónsson, Edda Bergmann Guð- mundsdóttir, Svanhildur B. Al- bertsdóttir og Þorgeir Magnússon. Hinn 9. júní sl, var stofnað á Siglufirði sams konar félag fatl- aðra og hér er um að ræða. Hafa nú alls um 40 manns gerzt félagar í því félagi. ríkjanna hér á landi vegna ítrekaðra höfundarréttarbrota og er þess krafizt að yfirmanninum sé refsað samkvæmt 19. grein is- lenzkra laga um höfundarétt. Mál þetta er höfðað samkvæmt umboðum erlendra sambandsfé- laga STEFs, og hefur þeim og fréttastofum erlendis verið send þýðing á kærunni. STEF gerir nú ráð fyrir að stefna svo að segja daglega bæði til skaðabóta og refsingar ábyrg- um aðilum fyrir höfundarréttar- brotum hersins, er staðið hafa yf- ir stöðugt hér á landi í nærri sjö ár samfleytt". í kærunni segir að útvarpsstöð varnarliðsins hafi án þess að leita leyfis STEFs eða inna af hendi greiðslu, leikið á tiltekn- um stundum lagið „O, mein papa“, aríu úr LaBoheme, tón- verkið „Till Eulenspiegel", lag úr Manon Leescaut, aríu úr Madame Butterfly og loks tvisv- ar sinnum val úr Rosenkavalier, og því hefur Jón Leifs fyrir hönd STEFs kært yfirmann flughers- ins fyrir lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli. Kanada fer hœgar í sakirnar en Islendingar Ottawa, 2. júlí. — Einka- skeyti til Mbl. frá Reuter. KANADISKI sjávarútvegsmála- ráðherrann J. Angus Maclean, sagði í gærkv., að hann væri ófús að láta í Ijós álit sitt á þeirri ákvörðun íslendinga að færa fisk veiðilögsögu sína út í 12 mílur Kanadisk blöð segja í dag, að stjórn Kanada muni að því er bezt verður séð ekki ætla sér að feta nú þegar í fótspor íslendinga og færa fiskveiðilögsögu sína út í 12 mílur. Af þessu verði a. m. k. ekki í bráð. Talsmaður kanadíska utanríkisráðuneytisins komst svo að orði í dag, að Kanadastjórn teldi ákvörðun íslendinga vera „ítnyndaða“, þar til hún raun- verulega kæmi til framkvæmda. Utanríkisráðherrann Sidney Smith sagði í neðri deild þingsins 5. júní sl., að Kanadastjórn hefði ekki tekið til athugunar að færa út fiskveiðilögsögu sína. Síðar gaf Smith í skyn, að Kanadastjórn hefði ekki íhugað málamiðlun í sambandi við stuðning hennar við 12 mílna fiskveiðilögsögu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.