Alþýðublaðið - 17.10.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.10.1929, Blaðsíða 3
alþýðub&aðið 50 anra. 50 aœra. Elephant-cigarettir. L|úffefifigap og kaldar. Fást alls stadap. í helldsðla h|á Tékaksmztu islanðs h. (. Silkisokkar í miklu úrvali. Fóðraðirskinn- hánzkar. Ullar- vetlingar og Tauhanzkar. Sfml 2285. Rúsínur steinl. 85 a. pk. Sultutau (Gelée) 25 a, gl. Vaxandi viðskifti eru beztu meðmælin. ins mun vera bannað að skjóta úr byssu á almanna færi, en það virðist vera haft að engu. En líklega er óþokkabragð þetta gert frekar í hugsunarleysi en beinlínis af illmensku. Þeir, sem verkum stjórna í sláturhúsinu ættu að sjá um, að þetta komi aldrei oftar fyrir. Það er ó- mannúðlegt að hrekkja skepnur — þó villifuglar séu —, sem leita á náðir manna með björg. Þar sem hagar eins til og við slátur- húsið, væri mannlegra að hæna fuglana að með ríflegum mat- gjöfum, heldur en að ógna þeim með kvölum og dauða, þegar þeir nálgast húsið. Fuglavinur. Fepzfimfe Fell, Njálsgötu 43. Sími 2285. úldna og valda pestarlofti eða fljóta meðfram ströndinni og reka hér og hvar annars staðar ;upp í fjöruna til óþrifnaðar. En það er ekki svo vel, að fugl- arnir fái áð vera þarna óáreittir raeðan þeir eru að vinna bænum ómetanlegt gagn með þessari hreingerningu. Af tilviljun sá ég, að einhverjir starfsmenn í slát- urhúsinu gerðu sér það að leik að fara út með byssu og skjóta | á fuglana, eða að minsta kosti að gera hvell til að hræða þá í burtu. í lögreglusamþykt bæjar- Dollar. Húsmæður, hafið hug- fast: að DOLLAR er langbezta ' þvottaefnið og jafn- fiamt það ódýrasta í notkun, að DOLLAR er algerlega óskaðlegt (samkvæmt áður auglýstu vottorði frá Efnarannsóknarstofu rikisins). Heildsölubirgðir hjá: Dallððri Eiriksspi, Hafnarstræti 22. Sími 175. „Cement“ heitir rússnesk skáldsaga, sem heimsfræg er orðin. Lýsir hún fyrstu árum eftir byltinguna í Rússlandi, lífi manna og þjóðará- standi. Er þar margt skarplega athugað, djarflega sagt og ljós- lega lýst. Dregur höfundur úr engu, hylur ekkert, en segir hreint og beint frá hlutum og mönnum eins og þeir eru. Mörg- um mun finnast ýmislegt óvana- legt og jafnvel ósennilegt í frá- sögn höfundar, en sá misskiln- ingur sprettur af mismunandi einkennum í þjóðarlundinni rúss- nesku og hinni vestur-evrópisku menningu. — Um bók þessa skrifar Einar Ól. Sveinsson af- burða snjalla grein í síðasta „Skírni"; gefur hann þar glöggar myndir af söguheildinni, socialist- iskri lífsskoðun, járnhörðum verk- lýðsflokks-aga o. s. frv. — Endar hann grein sína á hvatningu til íslenzkra rithöfunda um að skrifa um ástandið eins og það er. Hann segir: „Þið ungu íslenzku skáld! Ég vil beina að ykkur spurningu, sem skaut að nýju upp í huga mér, er ég hafði lesið „Cement": Hvað dvelur ykkur? Þið lifið á merkilegustu tímum, sem yfir þetta land hafa gengið i mörg hundruð ár. Atburðirnir umhverf- is ykkur eru eins og skáldaýkjur. Þróunin er eins ör og færi hún fram með gerningum. Hér gerast nú breytingar á áratugum, sero Símar: 580 SS2 ES3 Bæjarakstur er ánæjnlegastnp og ódýrastn ef ekið e r f bifreiðram STEINDÓR8. 581 582 I tsa I css I Bretar og Oyðingat. 7. dezember 1917 tóku Bretar Jerúsalem herskildi og eftir stutt- an tíma höfðu þeir lagt alt Gyð- ingaland undir sig. Með friðar- samningunum í Sévres 1920 við- urkendu Tyrkir, sem áður höfðu haft eignarhald á landinu, yfir- ráð Breta á þvi, og viðurkendu stórveldin það. Samkvæmt þess- um friðarsamningum áttu Bretar svo að vinná að heimflutningi Gyðinga frá öðrum löndum og hjálpa þeim til starfa í heima- landinu. Bretar komu þá þegar upp hersveitum víðs vegar um landið og settu yfir það enskan landstjóra. Margir hafa deilt á Breta fyrir það, að þeir hafi kúg- að þjóðflokkana, sem voru fyrir í landinu. Þetta mun að ýmsu leyti vera rétt ásökun. En að- staða þeirra var ill, er þeir byrj- uðu stjórn sína þar. 1 landinu voru 757 000 íbúar 1922, þar af eru 591000 Múhameðstrúar, 84 000 Gyðingar, 73 000 kristnir, 7000 Drúsar o. s. frv. og hver þjóð- eða trúar-flokkur -fjand- skapast við hinn. Hér að ofan birtist mynd af stjórnarbyggingu Breta í Jerúsal- em. Er hún ramger mjög. úti í löndum hafa gerst á öldum. En hvar hafið þið gefið mynd af þessu, mynd, sem sé tímunum samboðin? Hvar gefur nútíman- um að líta spegilmynd af ásjónq sinni? Af ykkur er ekki óskað eftir rómantík, enda þarf hennar ekki við, þar sem lífið sjálft er öllum æfintýrum furðulegra. Vér óskum ekki eftir skrípamynd (þær koma óbeðnar) — en ef skrípamyndin er gerð af snild og ber svip tímans, þá er ekkert líkara en vér viðurkennum skyld- leikann. Vér óskum ekki eftir siðapredikun (hún stoðar ekkert hvort eð er) — en þó er ekki fyrir að synja, að bókin geti brðið góð þrátt fyrir það, ef vel er haldið á pennanum. En hvað sem öðru líður: Myndin á að vera af oss eins og vér erum, vandamálum, örlöggm, afrekum, ósigrum, því, sem vér höfum með höndum, störfum að, þráum, berjumst fyrir, hugsum um. Greift nur hinein ins volle Menschenle- ben, segir Goethe. Takið sjálft ólgandi mannlífið til meðferðar og látið hendur standa fram úr ermum! Hvenær kemur skáldsagan um Reykjavík (eins og hún er á þessu ári), skáldsagan um þorsk- inn, skáldsagan um grasið og ljáinn og sláttuvélina og hinar skáldsögurnar um öll hin efnin?‘fr „Litla drottníngin 4 „Litla drottningin" heitir barna- saga, sem er nýlega komin á bókamarkaðinn. Er hún eftir sænska skáldkonu, Jeanna Oter- dahl að nafni, en ísak kennari Jónsson hefir þýtt bókina. Vel hefir þýðingin tekist. Málið yfirleitt lipurt og barnalegt, eins og vera ber á bókum, sem börn- um eru ætlaðar. „Litla drottningin“ er saga lít- illar stúlku, sem ólst upp við þröngan kost meðal volaðra vesalinga. En hún var góð, hug- rökk og hjálpfús, og þess vegna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.