Morgunblaðið - 10.08.1958, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.08.1958, Qupperneq 19
Sfcmnudagur 10. ágúst 1958 MORCUWfíT. AÐ1Ð 19 BÓKAÞÁTTUR: Ég sá Pasternak grdta Gallimard gaf út fyrir skemmstu síðustu skáldsögu sovézka rithöfundarins Boris Pasternaks. — í þessari þykku bók, sem er að meira eða minna leyti sjálfsævisaga, lýsir Pasternak rússnesku þjóðlífi frá árunum 1914—1950. Ritskoðun ríkisins hefur ekki heimilað útgáfu þessa verks í Ráðstjórnarríkjunum. Italskur útgefandi, Feltrinelli, sem er kommúnisti, varð fyrstur manna til að gefa þessa skáld- sögu út þvert ofan í vilja Alexanders Sourkovs, forseta sovézka Rithöfundafélagsins. Hver græðir á þessu furðu- lega fyrirbæri? . Boris Pasternak á yngri árum. VETRARKVÖLD eitt árið 1944 fóru tvö skáld með kvæði sín hvort fyrir annað. Þetta gerðist í Moskvu inni á lítilli skrifstofu tímaritsins „Literatoura i Iskous- tvo“. Aðstoðaraðalritstjórinn, frú Mirska'ia, hafði komið því. til leiðar, að Boris Pasternak og Gyðingaskáldið Abraham Souts- kever gætu hitzt þar að máli. Sá síðarnefndi hafði verið fluttúr til Moskvu í flugvél, sem hafði ver- ið send sérstaklega til að sækja hann innst inn í skóginn, þar sem hann hafði barizt gegn nazistum í fylkingum skæruliða. Boris Pasternak hlustaði fyrst með athygli á frásögn af þján- ingum þeim, sem Soutskever hafði orðið að þola í Gyðinga- hverfinu í Vilno áður en hann slapp og gekk í her skæruliða, sem höfðust víð í skóginum. Þá bað hann skáldið að lesa fyrir sig bæði kvæðin, sem hann hafði ort í Gyðingahverfinu og svo líka þau, sem hann hafði ort eftir að hann flúði þaðan. Abraham Soutskever yrkir á Gyðingamáli og er einn af snill- ingum þeirra tungu. Tungu, sem er ekki alls kostar framandi fyr- ir Pasternak. f barnæsku hafði hann heyrt Gyðingamál talað á heimili foreldra sinna. Bæði vegna minninga frá æskuárum sínum og djúpstæðrar þekkingar á þýzku tókst Pasternak að skilja kvæði Soutskevers. Stundum greip Pasternak höndum um höf- uð sér og muldraði: „Strachno, strachno . . . Hræðilegt . . . hræðilegt. . . .“ Forsefaheimsóknin Framh. af bls 6 urðar E. Friðrikssonar ísland ögrum skorið. Forseti íslands mælti fram þakkarorð. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman á Brimbrjótnum til að hylla for- setahjónin og stóð röð af skátum fremst, en siðan börn úr barna- skólanum með íslenzka fána. í fylgdarliði forseta voru forseta- ritari, Haraldur Kröyer, Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari, sýslu maður ísfirðinga og frú Einar Guðfinnsson og Páll Pálsson, sýslunefndarmenn og skipherr- ann á Þór, Eiríkur Kristófersson. Þá var einnig í fylgdarliðinu al- þingismaður N-ísfirðinga, Sig- urður Bjarnason frá Vigur og Ólöf Pálsdóttir kona hans. Lög- reglustjórahjónin kynntu nú for- setahjónin hreppsnefndarmönn- um og fleirum, en síðan var haldið í hópgöngu að Félagsheim ilinu. Þar stigu forsetahjónin og fylgdarlið ásamt mörgum Bolvík ingum í bifreiðar og var ekið fram í Syðridal og rafstöðin á Gili skoðuð, en rafveitustjóri Jóhann Líndal kona hans tóku þar á móti forsetahjónunum. — í kirkju. Þvi næst var ekið í Hólskirkju, þar sem sóknarpresturinn séra Þorbergur Kristjánsson og kona hans tóku á móti forsetahjónun- um. í kirkju söng kirkjukórinn tvo sálma, en prestur ávarpaði hina góðu gesti. Þegar athöfnin í kirkjunni var úti, var ekið 1 Hólsskriðu, en þar er mikið og gott útsýn yfir byggðina. Kl. 4 hófst svo kaffiboð hreppsnefnd- ar í Félagsheimilinu. Þar tók á Að lestrinum loknum féllst Pasternak á að lesa eitt ljóð eft- ir sig fyrir Soutskever. Hann las það hægt, tók sér málhvíld hér og þar eins og hann væri að hugsa sig um. I tvö skipti þagnaði hann alveg og afmáði með strokleðri eitt orð og setti annað í staðinn. Síðan rétti hann frú Mirskaía handritið og sagði: „Ég læt yður fá það í næsta hefti af Literatoura i Iskoustvo". Frú Mirskai'a föln- aði: „Þér vitið“, sagði hún, „hvaða álit ég hef á yður og verkum yðar . . . þér vitið með hvílíkri ánægju ég mundi gefa út allt sem þér óskuðuð að láta frá yður fara . . . En . . .“ Pasternak tók handritið aftur: „Ég var að gera að gamni mínu . . . Ég veit, að þér munduð ekk- ert gefa út eftir mig. En þér eruð hrædd. Ég skil yður“. Þar eð Soutskever fylgdist forviða með því, sem fram fór, sagði Paster- nak brosandi og eins og til skýr- ingar: „Ég er orðinn því vanur, að kvæðin mín séu ekki gefin út. Þau samrýmast ekki sjónarmið- um aðalritstjóra þessa tímarits, Sourkovs. Náunga, sem gengur alltaf með skammbyssu í vasan- um. Ég er ekki að gera að gamni mínu! Segið mér, hafið þér nokk- urn tíma heyrt getið um það, að örlög kvæða væru ákveðin af ritstjóra, sem gengur með skamm byssu á sér? Nei, hann lætur ekki prenta „Zimnyié Prazdniki". Soutskever tók handritið og horfði hrærður á það. „Viljið þér eiga það til minningar um þenn- an fund?“ spurði Pasternak. móti forseta Benedikt Bjarnason formaður Félagsheimilisstjórnar ásamt frú sinni. Hófið sátu 160 manns. Lögreglustjórinn Friðrik Sigurbjörnsson, ávarpaði gest- ina og stjórnaði hófinu. -— Kvenfélagið Brautin í Bolungar- vík hafði undir stjórn formanns síns, frú Óskar Ólafsdóttur, und- irbúið hóf þetta af miklum mynd arbrag. Meðan setið var undir borðum söng kirkjukórinn undir stjórn Sigurðar E. Friðrikssonar með undirleik Sigríðar Norð- quist 4 lög við mikla hrifningu og varð að syngja aukalag. Þess- ir heldu ræður: Jónatan Einars- son oddviti fyrir minni Islands, Kristján Ólafsson bóndi fyrir minni héraðsins, Halldóra, Helga dóttir lögreglustjórafrú fyrir minni forsetafrúarinnar og Þórð- ur Hjaltason sveitarstjóri fyrir minni forseta, Auk þess töluðu Einar Guðfinnsson sýslunefndar maður og Sigurður Bjarnason al- þingismaður. Sungin voru ætt- jarðarlög milli ræðna. Þá talaði forseti íslands, og eftir ræðu hans var svo sunginn þjóðsöng- urinn og hófinu þar með slitið. Ánægjuleg heimsókn. Á eftir sátu forsetahjónin á- samt fylgdarliði, auk nokkurra gesta úr Bolungavík, síðdegisboð lögreglustjórahjónanna á heimili þeirra. Lauk þvi um kl. 8 og var forsetahjónum fylgt til skips af miklum mannfjölda og hyllt við skipshlið og þökkuð koman til Bolungavíkur. Óhikað má segja, að þessi fyrsta forsetaheimsókn til Bolungavíkur hafi verið ein- staklega ánægjuleg. Frétlaritari. „Takið það með yður. Það er gjöf frá mér til skáldsins, sem orti um þjáningar Gyðinga“. Arftaki Púsjkins Þrettán árum siðar, í desember 1957, sýndi Soutskever mér þetta handrit í París og sagði mér um leið frá fundum þeirra Pasternaks í Moskvu. Menn spyrja af hvaða ástæðum Boris Pasternak hafi ekki verið styttur aldur. Það er ein af þeim mörgu óráðnu gátum þeirrar ógn- araldar, sem rikti á síðustu valda- árum Stalins í Ráðstjórnarríkjun- um. Boris Pilniak var tekinn af lífi, ísak Babel og svo margir aðrir. Gæti það verið einungis vegna þess, að Boris Pasternak var og er enn í dag þeirra stærst- ur? Hafa Idanov, Beria og Stalín sjálfur þyrmt lífi hans einungis vegna þess, að hann er ef til vill stærsta skáld á rússneska tungu síðan Púsjkin, Blok og Ma'íakov- sky liðu? Eða ætli Stalin hafi gert sér grein fyrir þeim geysi- legu vinsældum, sem hann naut meðal rússneskra lesenda? Ég hef haft tækifæri til að ganga úr skugga um hversu vin- sæil Pasternak var, þegar ég var í Moskvu vorið 194@. Dag nokk- urn voru víða festar upp aug- lýsingar í Moskvu, að bókmennta kvöldvaka yrði haldin í rúmbeztu salakynnum borgarinnar, súlna- salnum í húsi verkalýðsfélaganna. f auglýsingunni voru talin upp nöfn nokkurra skálda og rithöf- unda, sem áttu að lesa upp úr verkum sínum, þar á meðal Boris Pasternak. Þetta var í fyrsta skipti í mörg ár, sem hann kom opinberlega fram, eða réttara sagt, sem hon- um var ieyft að koma fram með öðrum rithöfundum. Yfirleitt var rithöfundum í Moskvu lítið gef- ið um að láta sjá sig með Boris Pasternak. Þeir voru lafhræddir. Þeim var minnisstæður fundur- inn í Rithöfundafélaginu, þegar hann hafði tekið til máls og gleymt sér svo, að hann hrópaði: „Hvað gagnar okkur að rýna í sál skáldsins og greina í sundur eðlisþætti hennar? Hvað þurfum við að vita um skáldskap, úr því að það er hann, sem ákveður hvort sem er, úr því að enginn nema hann einn veit hvað skáld- skapur er, og starf sovézks skálds er ekki annað en að framkvæma skipanir hans?“ Þegar hingað var komið höfðu fundarmenn skilið við hvern var átt. Þeir sem voru næstir dyrun- um hurfu svo lítið bar á og hröð- uðu sér burt. Hinir færðu sig líka nær útganginum. Fundarstjórinn tók snögglega í taumana um leið og hann minnti Pasternak strang lega á, að ræðutími hans væri fyrir löngu útrunninn. Pasternak þagnaði því í miðri setningu. Upp frá því sótti hann ekki fundi í Rithöfundafélaginu, og voru allir ánægðir með það. Gífurlegur mannfjöldi kom á bókmenntakvöldvökuna í súlna- salnum. Öll sæti voru skipuð löngu áður en hún hófst. Þegar fundarstjórinn tilkynnti: „Og nú gef ég Boris Pasternak orðið“, risu allir úr sætum sínum og klöppuðu lengi eða þangað til fuhdarstjórinn og Pasternak sjálf ur urðu að biðja um hljóð. Boris Pasternak byrjaði að lesa kvæði, sem hann hafði valið úr eldri verkum sínum. Allt í einu missti hann blað á gólfið. Hann hætti lestrinum og beygði sig niður til að taka það upp. Þá hóf einhver hlustandi í salnum upp rödd sína og hélt áfram þar sem Pasternak hafði hætt. Á víð ög dreif í salnum tóku svo aðrar raddir undir . ... og flutningi þessa ljóðs lauk í einum kór. Með tárvot augu muldraði Bor- is Pasternak: „Spassibo vam, doroguié . . . Ég þakka ykkur fyrir, mínir kæru . . . .!“ Áður en hann hélt lestrinum áfram hylltu hlustendur hann aftur með miklu lófaklappi. Til þess að skilja fögnuð þeirra verða menn að hafa hugfast, að síðastliðna tvo áratugi hafði nafn skáldsins Pasternaks naumast sézt á prenti í Ráðstjórnarríkjunum. Aðeins þýðingar hans á Goethe, Shake- speare, Rilke, Verlaine og öðrum snillingum heimsbókmenntanna höfðu verið birtar. Fyrsta ljóðasafn Pasternaks var gefið út 1913. í flestum ljóð- unum, ef ekki öllum, gætir þá mjög sterkra áhrifa frá fútúr- ismanum. 1928, þegar hann gef- ur út „Árið 1905“ og Schmidt liðsforingi", er honum skipað á bekk með Maíakovsky. Eftir dauða Mai'akovskys 1930, er hann talinn vera stærsta skáld Ráð- s t j órnarrík j anna. Ég yfirgef aldrei rússnesku þjóðina „Frásögnin“ og „Griðabréfið sjálfsævisaga, sem samin er í ó- bundnu máli og í breiðum ,lýrísk um stíl, voru gefin út í Leningrad í 10.000 eintökum árið 1935. Nokkrum mánuðum síðar voru þessar bækur teknar úr öllum sovézkum bókasöfnum. Sjálfs- ævisaga Boris Pasternaks kom ekki aftur fyrir almenningssjón- ir fyrr en 1955, en það var ekki í Ráðstjórnarríkjunum, heldur í tímariti, sem gefið er út af land- flótta Rússum í New York. Á stríðsárunum komu í sovézkum tímaritum nokkur kvæði eftir Pasternak, þar sem hann fordæm- ir hryðjuverk Þjóðverja, en það voru aðeins slík kvæði, að því er virðist, sem ritskoðun ríkisins lagði blessun sína á. Það er ekki fyrr en 1945, að nýtt ljóða- safn „Mannkynið" birtist eftir hann, en þar sem upplagið var fremur lítið, seldizt það upp þeg- ar í stað. Það er í sannleika sagt ómögulegt að finna eina einustu bók eftir Boris Pasternak á sovézkum bókasöfnum. Námsfólk og ungir rithöfund- ar, sem þátt tóku í Æskulýðs- mótinu í Moskvu í ágúst 1957, komust samt að raun um, að Past. ,ak er enn einn af ást- sælustu, mest virtu og lesnu rit- höfundum þar í landi. „Hvernig má það vera, þar sem verk hans eru ekki fáanleg?" Útlendur stúd ent lagði þessa spurningu fyrir stúdent í Moskvu og sá síðar- nfndi svaraði henni með því að draga upp úr vasa sínum blað með handrituðu kvæði, sem Bor- is Pasternak hafði ort, en þau eru til í þúsundatali í öllu Rúss- landi, blöð með handrituðum kvæðum eftir hann. Staða Boris Pasternaks er þess vegna einstök. Verk hans eru bönnuð og þó ekki. Honum var þyrmt á meðan ógnaröld ríkti í landinu, (vegna þess að Stalin var honum að einhverju leyti vinveittur þrátt fyrir allt, eftir því sem sagt er) og lifir nú mjög góðu lífi af tekjum af þýðingum sínum, en sér hins vegar enga leið til þess að gefa út í heimalandi sínu síðustu skáldsögu sína „Zivago lækni“. Faðir hans, Leonid Pasternak, sem lézt í London 1945, hafði bú- ið um nokkurra ára skeið í Palest ínu. Vitað er, að hann bauð Boris margsinnis að koma til sín. „Ég er rússneskur rithöfundur og ein göngu rússneskur rithöfundur", svaraði Pasternak. „Því verður ekki breytt. Ég flyt aldrei nokk- urn tíma af landi brott. Ég yfir- gef aldrei rússnesku þjóðina". (Halldór Þorsteinsson íslenzkaði). ^ukið viðskiptin. — Auciysið i Morgunbluðinu Si mi 2-24-80 WILHELM GUÐMUNDSSON frá Reykjum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. þ.m. kl. 1,30 e.h. Karl Wilhelmsson, María Wilhelmsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Marinó Guðmundsson. Bróðir minn SIGURÐUR JÓNSSON Ásvallagötu 17 —frá Svínafelli Öræfum. sem andaðist þann 5. þ.m. verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 13. ágúst kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Runólfur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.